Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 6
MORCUISBT 4Ð1Ð Föstudagur 29. nðv. 1957 HEIÐARLEIKINN HEFUR EKKI BORGAÐ SIG FYRIR nokkru kom land- búnaðarráðherra Banda- ríkjanna Ezra Taft Benson heim til Washington eft- ir för sína á ráðstefnu FAO í Rómaborg. Það var mál flestra, sem þá ráðstefnu sóttu, að þessi bandariski ráðherra hefði flutt einhverja athyglisverðustu ræð- una, sem fram kom á ráðstefn- unni. Ræðan fjallaði um offram- leiðslu Bandaríkjanna á land- búnaðarafurðum og hvernig bandaríska stjórnin seldi afgangs- birgðirnar til annarra landa. Sú sala hefur valdið gremju í ýms- um öðrum landbúnaðarríkjum. Þar hafa menn óttazt að þetta væri aðeins upphafið að því, að Bandaríkjamenn sendu gífurlegt magn landbúnaðarafurða á heimsmarkaðinn, sem gæti vald- ið hruni í landbúnaði annarra ríkja. Ræða Bensons á þinginu skýrði sérstaklega gagnort stefnu Bandaríkjamanna í þessu. Þeir vilja gæt tveggja sjónarmiða, í fyrsta lagi að láta þessa framleiðslu koma að gagni hjá þeim fjölmennu þjóðum, sem skortir matvæli og líða beinlinis af næringar- efnaskorti. Hins vegar skilja Bandaríkjamenn vel afstöð- una í öðrum landbúnaðarríkj- um og munu fyllilega taka til- lit til þeirra. Eftir þetta er það almenn skoð- un manna, að ræða Bensons og för hans í heild til ráðstefnunnar í Róm hafi heppnazt sérstaklega vel. Það verði til að samræma sjónarmið margra þjóða, sem þurfi að viðhalda vináttu sín á milli. Mönnum þykir bað því heldur skjóta skökku við, að rétt eftir að Benson landbúnaðarráðherra er nýkominn heim til Washing ton, er lítið minnzt þar í landi á árangurinn af för hans. Þvert á móti hófust upp í heimalandi hans háværari raddir en nokkru sinni fyrr um það, að nú verði hann að segja af sér ráðherra- embætti. Er það næstum hálfur republikanaflokkurinn, sem krefst þess, að Benson verði hið bráðasta vikið úr stöðu sinni, eða að Eisenhower losi sig við þenn- an mann með einhverjum kaenskubrögðum. Ezra Taft Benson Ekki er þetta af því að Ezra Benson sé ekki talinn hæfur maður í sinni stöðu. — Þvert á móti er það álit hinna kunnugustu manna, að hann einn hafi haft þor til að leysa úr hinum erfiðustu vandamál- um bandarísks landbúnaðar. Hann hefur þorað að skera nið ur landbúnaðarstyrkina, sem kunnugir menn telja að hafi verið komnir út í algera ó- færu. En við þennan niðurskurð á landbúnaðarstyrkj um hefur Ben- son landbúnaðarráðherra orðið óvinsæll meðal bænda í Miðríkj- unum. Þetta hefur komið í Ijós í kosningum hin síðustu ár. Áður fyrr var fylgi repúblikana mest í landbúnaðarhéruðunum í Mið- ríkjunum. En nú er svo að sjá, að kjörfylgi flokksins á því svæði hafi mjög minnkað. Fylgi repu- blikana virðist miklu frekar vera t. d. í Kaliforniu og í gömlu ríkj- unum á austurströndinni. Þótt Eisenhower forseti ynni glæsilegan sigur í forsetakosn- ingunum síðustu, beið flokkur hans, republikanar, ósigur i þing- kosningum þeim, sem fram fóru samtímis. Menn eru ekki í mikl- um vafa um hver var helzta or- sök þessa ósigurs flokksins. — Helzta orsökin er að bændur í Miðríkjunum brugðust flokknum, þeir snerust ótrúlega margir á sveif með demókrötum. Því olli tvennt: vandræði þeirra vegna óskaplegra þurrka, sem gengið hafa yfir landið í mörg ár og í öðru lagi skerðing landbúnaðar- styrkjanna, sem Benson fram- kvæmdi. Ennþá skýrar kom þetta þó fram í aukakosningum, sem nýlega fóru fram á öld ungardeildarþingmanni fyrir ríkið Wisconsin. Þar sigraði frambjóðandi demókrata öll- um að óvörum. Hann sigraði meira að segja gamlan keppi- naut sinn, sem hann hafði ætíð tapað fyrir í kosningum á ríkisstjóra. Vist var orsök þeirra kosninga- úrslita klofningur í republikana- flokknum, en þátt í því átti einn- ig, að bændurnir hurfu yfir til demókratanna. Kosningar eru í vændum næsta ár, á þriðja hluta full- trúa til öldungadeildar Banda ríkjanna og einnig á þing- mönnum til fulltrúadeildar- innar. Nú segja margir æðstu forystumenn flokksvélar repu blikana, að ef Benson verði á- fram látinn sitja í ráðherra- stól, sé útilokað annað en að republikanar bíði stórfelldan ósigur í Miðríkjunum. Það er því óhjákvæmilegt, segja þeir, að Benson víki úr embætti. Þar með er ekki verið að dæma verk þessa manns. Þvert á móti er það álit kunnugra, að ráðstafanir þær sem hann fram- kvæmdi, hafi verið réttmætar. — Hvort sem republikanar verða áfram við stjórn eða demókratar koma í þeirra stað, dettur nú engum í hug, að gömlu ótak- mörkuðu landbúnaðarstyrkirnir verði innleiddir á ný. Það mun ekkert breytast. ★ En þar sem það var Benson, sem vann hið óhjákvæmilega verk, hafa óvinsældirnar af því fallið á hann persónulega. Því er það álit stjórnmálafréttarit- ara að hann verði brátt að hverfa af sviði stjórnmálanna. Hann reyndist of heiðarlegur til að geta þirfizt þar. Hann hefur annað embætti að hverfa í , þar sem heiðarleiki ætti að vera meira metinn en á stjórnmálasviðinu. Benson er nefnilega einn af mörgum biskup um Mormónakirkjunnar banda- rísku. Ungur Dani vill kenna dönsku hér á landi Hefur boðizf til að kenna án endurgreiðslu í 4 vikur til reynslu - en filboðinu hafnað sbrifar úr daglega lífinu Gistihús í Reykjavík J. H. skrifar: MIG og fleiri langar til að spyrja: Hvenær verður ráð- izt í að byggja hótel í Reykja- vík? Hér er orðið um mikið vanda- mál að ræða. Það er varla hægt fyrir fólk utan af landi að koma hingað til dvalar, þó að hún eigi ekki að vera nema ein nótt, ef það á ekki ættingja eða vini í Reykjavík. Hótel fsland brann fyrir um það bil 13 árum, og ekkert hótel hefur verið byggt í þess stað. Og svo eru það útlendu ferða- mennirnir. Ég var erlendis í sum ar og komst þá í samband við fólk frá Þýzkalandi, sem ætlaði hingað og héðan til Noregs. En það varð að hætta við íslandsferðina, því að ekki var unnt að fá inni í hó- teli í Reykjavík. Ég var líka einu sinni að þvx spurður, hvort við íslendingar ætluðumst til að ferðamennirnir tjölduðu hér í höf uðstaðnum! Hótel og kirkjur ÞAÐ er mikið byggt af kirkjum núna, og sjálfsagt er að hafa nógu margar kirkjur. Ég er ekki á móti trúnni, en mér finnst, að kirkjurnar séu nærri tómar við messur. Fólk kemur þangað helzt til að vera við jarðarfarir eða á stórhátíðum og við fermingar. Mér hefði fundizt skynsamlegra að ein kirkjubygging hefði fallið úr og peningunum hefði heldur verið varið til hótelbyggingar. Það væri þjóðinni þarfara. Ef messur yrðu svo sóttar af meiri áhuga á næstu árum en nú er gert má taka til við kirkjubygg ingar eins og þörf er á. Ég veit að allataf er unnið að miklum framkvæmdum í landinu og að ekki er hægt að byggja allt í einu. En ég vona, að þess verði ekki langt að bíða, að hafnar verði framkvæmdir við hótel- byggingu í Reykjavík". Leiðbeiningar um jólin NEYTENDASAMTÖKIN hafa tilkynnt, að þau muni gefa út bækling með leiðbeiningum fyrir almenning um ýmislegt, sem jólin varðar og gott getur verið að geta kynnt séi ef á liggur. Þessi útgáfa virðist hin þarfasta eins og fleira, sem þessi samtök hafa tekið sér fyrir hendur. Rit- lingurinn á að koma út 10. desem ber, og verður sannnefnd jólabók. Hljómlistarmenn með mæðusbip VELVAKANDI brá sér á tón- leika Sinfóníuhljómsveitar- innar í Þjóðleikhúsinu á þriðju- dagskvöldið. Þar var klappað af miklum krafti, og af svipbrigðum áherenda varð ekki annað séð en þeir væru vel ánægðir. Hljóm- sveitarstjórinn var iíka brosleitur og þakklátur fyrir undirtektirnar að því er virtist. En það var einn hópur manna, sem ekki sást hríf- ast að ráði af leik hljómsveitar- innar. Það voru hljóðfæraleikar arnir sjálfir. Annar eins mæðu- svipur og var á andlitum þeirra, sést varla nema við jarðarfarir. Að loknu hverju dagskráratriði sátu þeir og góndu út í salinn eða í gaupnir sér eins og þeim leiddist einhver skelfingar ósköp, og hið sama átti sér stað, þegar einhverjir úr hljómsveitinni lögðu frá sér hljóðfærin meðan á leik stóð. Þeir virtust ekki vera að hlusta á félaga sína spila, held ur horfa á stelpur uppi á efri svölum eða rykið á erminni sinni! En í alvöru talað: hljóðfæraleik- ararnir ættu að reyna að vera svo lítið glaðlegri á svipinn. Ef það reynist erfitt, verður hljómsveit- in að ráða til sín leikara og fela honum kennslu í svipbrigðalist! ARINE STINUS heitir ungur dansk ur mað'ur, kennari að menntun, er dvelst hér um þessar mundir. Hann hefur mikinn áhuga á því, að komast að hjá einhverjum skóla eða skólum við dönsku- kennslu, en hefur lítiS QrSiS á- gengt ennþá. Von hans er, aS þessi ósk hans rætist, þólt síðar verði. Tilviljun Er Mbl. hitti hann að máli fyrir nokkrum dögum sagði hann að eiginlega hefði það verið hreiii til- viljun að hann kom til Islands nú. Hann kvaðst mikið hafa ferðazt um hin Norðurlöndin, einkum Noreg og tilgangur þessara ferða- laga hans er að kynnast því hvern ig kennsla fer fram hjá frænd- þjóðunum, en Arne Stinus er mjög áhugasamur kennari. 1 Noregi hefur hann kennt um 7 mánaða skeið. Er hann var í Nor- egi í sumar kynntist hann ísl. ferðafólki og eftir samveru með því og samræður varð honum ljós sú staðreynd, að Island og kennslu hættir þar voru honum enn hulin ráðgáta og úr þvi vill hann nú bæta Hann hefur verið hér nú um 5 vikna skeið. Vill kynnast sem flestum skólum Arne Stinus er sonur Stinus Nielsens, formanns kennarasam- bands Danmerkur. Arne notar for nafn föður síns sem sitt eftirnafn og segir sig og bróður sinn hafa tekið þann hátt upp vegna þess að Stinusnafnið væri fallegra en Nielsen-nafnið. Arne Stinus hefur starfað í 3% ár sem kennari. Hef- ur hann kennt við 14 danska skóla, stóra og smáa víðs vegar um Danmörku, ýmist í borgum, þorpum eða úti á landsbyggðinni. Hann kveðst hafa gert sér far um á þessu tímabili að kynnast sem flestu í dönskum skóluim til að komast að því hvar bezt sé að vera. — Og hvað er bezt? — Að kenna úti á landi í ná- grenni stórborgar, helzt nágrenni Kaupmannahafnar. Arne Stinus hefur jafnvel kynnzt Grænlandi betur en vel- flestir Danir. Hann sigraði í rit- gerðasamkeppni kennaraskóla nema í Danmörku og var ritgerð arefnið um Grænland. Verðlaunin voru 3 mán. ferð til Grænlands og heimsótti hann yfir 20 staði á vesturströndinni. Eftir það var hann 2% ár sem ritstjóri við grænlenzka blaðið „Kemikken" Það var prentað í Godthaab og þar sat aðalritstjórinn en Arne Stin- us sat í Danmörku og fjallaði um allt efni blaðsins utan Grænlands. Ferðast um Island — Ég kom hingað fyrir 5 vik- um, sagði Ai’ne Stinus. Og hér finnst mér dásamlegt að vera. Ég ætlaði að kynnast skólum og kennsluháttum og hef heimsótt fjölmarga skóla og reynt að kynn ast öllum tegundum skóla. Fræðslu málastjóri og fræðslustjóri Reykja víkur hafa verið mér mjög hjálp- legir. Mestan hug hef ég haft á að kynnast dönskukennslunni hér. — Og hver er skoðun yðar á henni? | — Ég held að það sem helzt skorti séu tækifæri fyrir nemend- ur til að heyra réttan dönsku- framburð og æfa sig í því að tala rétt. » Ég hef átt þess kost að fylgj- ast með dönskunámi barna sem eru nýburjuð á,náminu og eins hinna sem eru um það bil að ljúka því. Ég hef átt auðveldara með að fá þau nýbyrjuðu til að tala við mig á dönsku en hin. Upp úr þeim er varla hægt að draga nokkurt orð. Kennaranám í Danmörka — Hvernig er kenuaranami hatt að í Danmörku? — Námi í Danm. er líkt hagað og hér. Barnaskóli er í 5 ár, svo- kallaður milliskóli í 4 ár og 3 ára til viðb. í menntaskóla er krafizt til stúdentsprófs. Fari stúdentar í kennaranám verða þeir að vera 3 ár á kennaraskóla. Það var fyrst 214 árs nám en það þótti alltof lítið. Inn á braut kennaranáms er einnig hægt að fara frá „milli- skólanáminu“ og sleppa mennta- skólanum. Þá hefst námið með 1 árs avöl í undirbúningsdeild og síðan verður að standast próf til að komast á sjálfam kennaraskól- ann.. Þar er svo námið 4 ár fyrir þá er þessa leiðina koma. Nýskip an er það nú í Danmörku að kenn aranámið skiptist f 3 aðaldeildir, stærðfræðideild, máladeild og bók menntir. Vildi kenna hér —. Og þér hafið áhuga á að kenna hér á landi? -— Já, ég hef gert ítrekaðar til- raunir til þess. En ég kom á ó- hentugum tíma, kennarar höfðu alls staðar verið ráðnir svo ég komst hvergi að, en fanns ráða- menn hafa áhuga á slíkri kennslu af minni hendi. Ég hef boðizt til að gera tilraun til aðstoðar við dönskukennslu í skólum hér og verða kauplaus X 4 vikur til reynslu. Það boð hefur ekki verið þegið. Annars langar mig að taka það fram, segir Arne Stinus að ég er hræddur um að sumum finnist ég vera fullágengur þegar ég ber upp erindi mitt að fá að kenna hér dönsku. Ég vil taka það fram, að það er af áhuga einum saman á dönskukennslu, að ég kem hingað til lands og býð starfs- I krafta mína. Ég er þess fullviss að það liefur mikla þýðingu fyrir alla Norðurlandabúa, að kunna vel að fara með eitt Norðurlandamálið, og þella á ekki sízt við um Islend- inga sem tala eldra mál en frænd- u þeirra og verða því að tala ann- að mál er þeir fara utan. — Hafið þér lagt stund á ís- lenzku? — Ég hef sótt tíma Hall- dórs Halldórssonar í Háskólanum og haft mikið gagn af. Og mikið hef ég lært á því að fá að sitja í kennslutímum 7—10 ára barna í barnaskólunum. Handritin eftir 17 ár Arne Stinus beindi talinu að lok um að handritamálinu og skoðun hans þar var skýr, að þau ættu að fara til íslands. „En það verður varla í bráð“ sagði hann. „En það verður, og ég spái, að það gæti t.d. orðið árið 1974, sem er merki- legt ár í samskiptum Dana og Is- 'lendinga". Söngkennari heldur söngskemmtun með nemendum VINCENZO DEMETZ, ítalski ó- perusöngvarinn, ætlar að efna til söngskemmtunar með nemend um sínum eins og í fyrra haust, en sú skemmtun hlaut þá viður- kenningu og vakti athygli söng- unnenda. Þessi munu syngja: Eygló Vict orsdóttir og systurnar Ingveldur og Sigurveig Hjaltested, Bjarni Guðjónsson, Hjálmar Kjartans- son, Jón Sigurbjörnsson, Jón Víg- lundsson, Ólafur Ingimundarson, Ólafur Jónsson og svo mun kenn- arinn sjálfur að lokum syngja með. Sú nýbreytni verður á nem- endatónleikunum, að nemendurn- ir munu syngja eitt íslenzkt lag hver ásamt ýmsum óperulögum. Dr. Victor Urbancic annast undirleik á þessum tónleikum, en þeir verða í kvöld í Gamla Bíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.