Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVNBT AÐIÐ Föstudagur 29. nóv. 1957 Leikstjóri og leikendur í „Gestur til miðdegisverðar". Leikfélag Menntaskólans d Akureyri: Gestur til miðdegisverður ÞAÐ er alltaf gaman þegar Menntaskólakrakkarnir setja upp leik hér á Akureyri og raunar hvar sem skólakrakkar standa aS gleðifundi. Það er gaman þótt leikurinn heiti „Spanskflugan", „Frænka Charleys" eða „Glímu- kappinn“ hvað þá þegar bráð- skemmtilegur gamanleikur er á ferðinni, sem hefir talsvert inni- hald. Jafngóður gamanleikur og þessi ' hefir ekki verið sýndur í fjölda- , mörg ár á Akureyri og var vissu- lega upplyfting í þeirri deyfð er nú ríkir hér á leiklistarsviðinu. Og það skemmtilegasta við þetta allt er að leikurinn er i smáu sem stóru unninn af unga fólkinu. Nemendur Menntaskól- ans hafa þýtt leikinn og tekizt það undravel og leikstjórinn er Þvottahús til sölu í fuilum gungi. i\iýja fasteignasalan Bankastræti 7, Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 18546. Ljósm.: E. Sigurgeirsson. einnig ungur að gamalreyndur í árum og ekki faginu. Þ°f?ar sínum auvirðilegustu duttlung- um. Einnig fær manntegund sú er hæst ber á glansmyndahimni Hollywood vel úti látinn skammt af háðinu. Auðvitað krefst leikur sem þessi góðrar meðferðar á sviði þótt hann lifi á eigin verðleik- um. Herra Whiteside ber leikinn uppi 6g má segja að Tryggva Gíslasyni hafi tekizt mætavel að túlka hann og furða hvað við- vaningur gat valdið jafnerfiðu hlutverki. Er ekki gervið vafa- samt? Sérstaka athygli mína vakti, auk hans, Renata JCristjáns dóttir, sem lék leikkonuna Lorra- ine Sheldon. Jafnfeimnislaust og þjónninn John, sem þau Kristín Halldórsdóttir og Haukur Sigurðs son léku. Sannar, heilsteyptár skopmyndir sem oft verða út- undan í góðum gamanleik, sök- um þess hve lítil hlutverkin eru. Þórður Ólafsson lék Beverley Carlton leikara. Hann var ófeim- inn og lék listir sínar ágætlega, en framsögn miður góð. Bradley læknir var oft skemmtilegur í meðförum Egils Gunnlaugssonar. Hjúkrunarkonan var einnig nokk uð góð hjá Helgu Ólafsdóttur, en skorti nokkúð á góða fram- sögn. Alls eru leikendurnir 23 og er of langt mál að ræða um hvern þeirra. Sameiginlegt var þeim Eggertsdóttir lék Maggie Cutler einkaritara. Hún féll ágætlega í hlutverkið og skilaði því vel, var eðlileg, blátt áfram og sönn, einnig var Ólafur Höskuldsson, sem lék Bert Jefferson blaða- mann, góður. Þá voru sérlega skemmtilega leikin tvö smáhlut- verk, fáráðlingurinn Harriet og T. v. Tryggvi Gíslason í hlutverki Sheridan Whiteside en t. h. Renata Kristjánsdóttir sem Lorraine Sheldon leikkona. óþvinguð tilþrif hafa sjaldan sézt I öllum að þau kunnu vel hlut- hér á sviði hjá byrjanda. Og i verk sín, voru hispurslaus á svið- framsögn var góð. Margrét ] jnU; en höfuðgallinn hjá þeim var sá að framsögn var tæplega nógu skýr. Jónas Jónasson, sem notaði sumarleyfi sitt til þess að setja leikinn á svið, hefir unnið þarna gott verk á skömmum tíma, að- eins þrem vikum. En þetta sýnir þeim eldri og reyndari hvað hægt er að gera þegar einlægur vilji og ótæmandi starfsorka er fyrir hendi, eins og verið hefir hjá þessum skólanemendum. Góður smekkur leikstjórans kemur víða fram. Leikurinn gengur hratt og er oftast vel á svið settur, því tíðum eru margir inni í einu. Glæpamennirnir hans White- side eru sérlega skemmtilegar „typur“, drengjakórinn ágætur og ýmis sviðsatriði, sem sýnilega eru leikstjórans, einkar smellin. Mér fannst gæta nokkurs ósamræmis í aldri sumra persóna, t. d. Stanley-hjónanna og barna þeirra, og má sjálfsagt skrifast hjá leikstjóra. Ég vil ekki láta hjá líða að benda á hina mjög vönduðu leik- skrá, sem gefin hefir verið út fyrir þennan leik. Hún gæti ver- ið öðrum til fyrirmyndar. Ég er þess fullviss að enginn fer leiður úr leikhúsinu frá því að sjá þennan leik unglinganna. Hann er eins og ofurlítill sólar- geisli sem lýsir upp eitt skugga- Spennandi, róman- S tísk og leyndardóms full skáldsaga, eftir hina vinsælu skáld- konu, sem skrifaði bæk- urnar „Glitra daggir, grær fold“ og „Laun dyggðar- innar“. Þetta er saga bræðranna Wilhelms og Karls, sona hinnar dul- arfullu en hrífandi Karlottu Ankarberg greifafrúar. Wilhelm er duglegur liðsforingi, kvennagull og gleðimaður, en Karl sendi- fulltrúi í Vín, fallegur, gáfaður og gæddur sterkum tilfinningum. Yfir þessari sögu hvílir hinn rómantíski, hrífandi blær áranna kringum 1820. 1 henni skiptast á svipmyndir frá Södermanlandi, eins og í fyrri sveitalífssögum höfundarins, og skyndimyndir frá hinni glöðu Vínarborg á dögum Metternichs fursta. Þar koma einnig fram margar og f jölbreytilegar manngerðir: fiskimenn og dyggðahjú á stórbýlunum og glæsimenni meðal austurríska aðals- ins og stjórnarerindreka. Þetta er ef til vill skemmtilegasta bók Margit Söderholm. BOKAUTGAFAN [poðuTI\ litið er á heildina má með sanni segja að hér hafi unglingarnir náð undraverðum árangri, ekki sízt þegar þess er gætt að hér eru tómir viðvaningar á ferð. Leikurinn „Gestur til miðdegis- verðar“ (The Man Who Came to Dinner), er eftir George S. Kauf- man og Moss Hart. Hann gerist í smábæ í Bandaríkjunum og er meistaraleg skopmynd af heims- manninum, útvarpsfyrirlesaran- um, rithöfundinum og listdóm- aranum Sheridan Whiteside. Samtölin eru hnitmiðað háð og skop og líkingarnar hitta svo vel í mark að aldrei skeikar. Hvergi er leikurinn leiðinlegur, lang- dreginn né bjánalegur eins og svo oft vill verða í gamanleik- um. Efni leiksins er hvorki viða- mikið né tilefni til hugleiðinga um vandamál tilverunnar. Það er fyrst og fremst miskunnarlaust háð um heimsfrægan mann, hé- góma þess er valdið hefir og svífst einskis til þess að fá fullnægt f rá vin... ■: Margrét Eggertsdóttir sem Maggie Cutler, Uskar Höskuldsson sem Bert Jefferson, Haukur Sigurðsson sem John, Þórir Sigurðsson sem náttúruvísindamaðurinn og Tryggvi Gíslason sem Whiteside. IMýjar vetrarkápur °9 peysuf ataf rakkar koma fram í dag. Kápu- og dömubúðin Laugaveg 15. þrungið vetrarkvöld. Hafi allir sem að þessari sýningu stóðu þökk fyrir. vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.