Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. nóv. 1957 MORCUNBLAÐ1Ð 3 „Móðir jörS“ Ásmundarfélagið gefor Reykja- víkurbæ bronsafsteypo af „Móðor jörð” ÁSMUNDARFÉLAGIÐ hefir ákveðið að steypa í brons mynd Ásmundar Sveinssonar, Móður jörð. Myndin verður gerð í Sví- þjóð og steypt í fullri stærð. Félagið fær hana að forfalla- lausu fullgerða í vor og hefir ákveðið að gefa hana Reykja- víkurbæ, enda verði henni síðar meir komið fyrir á Listasafni bæjarins. Um leið og Ásmundarfélagið ræðst í þetta verk, hefur verið ákveðið að ganga endanlega frá stofnun félagsins núna fyrir jól- in eða milli jóla og nýjárs, en bráðabirgðastjórn undirritaðra mun til þess tíma leita til ýmissa félaga og einstaklinga í bænum um þátttöku og bjóða þeim að gerast stofnendur, og eru þeir sem ekki næst til beðnir að snúa sér til einhvers undirritaðs. — Markmið félagsins er að safna fé í þeim tilgangi að kaupa listaverk, og þá að sjálfsögðu ekki aðeins eftir Ásmund Sveins- son, koma þeim í varanlegt efni og gefa bænum sínum. í flestum löndum eru starf- andi lík félög og margir áhuga- samir einstaklingar kaupa og gefa listaverk. í Svíþjóð mun t. d. Svante Palson vera einna stór- tækastur. Hann á hinn fræga búgarð Rottneros, þar sem saga Selmu Lagerlöf, Gösta Berlings saga, er látin gerast og sjálf bjó hún þar. Þessi mikli listavinur hefir komið upp á búgaði sínum, Kammermúsík í Melaskóla „KAMMERMÚSÍKKLÚBBUR- INN“ hélt tónleika í Melaskólan- um í fyrrakvöld. Leiknir voru tveir strok-kvartettar, annar eft- ir Sjostakovitsj (op. 49) og hinn eftir Beethoven (op. 18 nr. 2). Strokkvartettinn skipa þeir Björn Ólafsson, 1. fiðla, Josep Felzmann, 2. fiðla, Jón Sen, lág- fiðla og Einar Vigfússon, kné- fiðla. Þeir fjórmenningarnir hafa samæfzt mjög vel undanfarin ár, og var leikur þeirra ágætur einn ig að þessu sinni. Er það furðu- legt, að þessir menn, sem eru svo önnum kafnir í Sinfóníuhljóm- sveit fslands í vetur, skuli geta æft kvartett jöfnum höndum. — Það er gott til þess að vita, að á framhald verður á þessum kammertónleikum og mun það gleðja alla þá, sem þörf hafa fyr- ir góða tónlist. Kammermúsík er mjög vandmeðfarin. En hér eru menn að verki, sem treystandi er til að leysa hin erfiðustu verk- efni þessarar tegundar af hönd- um með snilld. Áheyrendur fögnuðu listamönn unum mjög og urðu þeir að end- urtaka síðasta þáttinn úr kvartett Beethovens. — P. f. TíBir heyhrunar s.l. sumar feiknastórum görðum, þar sem komið er fyrir hundruðum heims- frægra listaverka er hann hefir keypt og látið steypa í varanlegt efni. Eitt þeirra verka er prýða þessa garða, eða réttara sagt hef- ir sinn sérstaka garð, er ber nafn myndarinnar er Móðir jörð, eftir Ásmund Sveinsson. Hún hefir þarna sérstakt heiðurssæti. Til þess að hægt væri að steypa myndina í nýtt efni varð lista- maðurinn að gera hér eftir henni sérstakt mót, er sent var út, en myndin steypt eftir því, og nú vill Ásmundarfélagið nota tæki- færið og fá gert annað eintak meðan mótið er ytra. Ásmundur Sveinsson byrjaði á Móður jörð í Kaupmannahöfn 1936. Hin safamikla ríka jörð, hin feita, þétta mold er þar í VALDASTÖÐUM, 24. nóv. — Ég held að ég hafi lesið það í ein- hverju blaði ekki alls fyrir löngu, að um það bil 50 heybrunar hafi orðið. hér á landi á síðastliðnu sumri. Sé þetta rétt, er það í- skyggilega há tala, þó að miðað við allt landið, sérstaklega, þegar tekið er tillit til hins dá- samlega góða sumars, sem hér var í ár. Að vísu var tíðarfar allmis- jafnt eftir landshlutum, en segja má, að það hafi yfirleitt verið gott, og sums staðar ágætt, sér- staklega á Suðurlandi. Þegar maður heyrir getið um þessa tíðu heybruna, vaknar sú spurning, hvort ekki sé hægt að afstýra slíku voðatjóni — koma í veg fyrir það á einhvern hátt. Ég held að til sé að minnsta kosti eitt ráð, sem gæti minnkað þessa hættu,. sem vofir yfir, þeg- ar hey er illa hirt. Og jafnvel þó hey virðist sæmilega þurrt, þegar það er látið inn í hlöðu, getur vel svo farið, að í því hitni, t.d. snemmsleginni töðu og öðru Afhugasemd Ásmundur Sveinsson. mynd konu, móður, sem gefur barni sínu að drekka af ótæm- andi brjósti sínu. Hún er líka ímynd himinsins, skjól og hlíf og vakir yfir börnum sínum, læt- ur sól sína skína og regnið falla. En mennirnir í líki barns teygja sig í krampakenndum þorsta upp í hið mikla brjóst, sem veitir svölun og sefar þjáningar. Mað- urinn er jarðbundinn og næstum afskræmist í sókn sinni upp á við. Móðir jörð er eitt bezta verk Ásmundar og tvímælalaust eitt stórbrotnasta listaverk nútímans. Undirrituð bráðabirgðastjórn Ásmundarfélagsins skorar á bæj- arbúa að gerast þátttakendur í stofnun Ásmundarfélagsins núna fyrir jól. Valtýr Stefánsson, Eggert Kristjánsson, Kristján G. Gíslason, Gunnar Guðjónsson, Sveinn Guðmundsson, Óttar Ellingsen, Hjörtur Hjartarson, Ragnar Jónsson. Málverkasýning Guðrúnar og Jóns MÁLVERKASÝNING Guðrúnar Svövu og Jóns B. Jónassonar hef- ur staðið yfir í sýningarsalnum Herra ritstjóri! RITSMÍÐ birtist í blaði yðar á dögunum með fyrirsögninni: „Leiðréttingar vegna hunda- dráps“, undirskrifuð af Þorgeiri Jónssyni, bónda í Gufunesi. Vegna þess að greinarhöfundur veitist allgróflega að mér í téðri grein, vil ég taka fram eftirfar- andi atriði: Ég gerði mér ferð í Gufunes til þess að fá sannar fregnir af atburðunum frá „fyrstu hendi“. hjá Þorgeiri og vetrarmanni hans. Þá gerði Þorgeir lítið úr því, að hundarnir hafi verið í fénu, enda þótt hann telji heppi- legt að segja annað í greininni. Þá vill greinarhöfundur ekki kannast við, að hundarnir hafi verið á lóðaríi, en þar skjátlast honum. Ég vil ennfremur upplýsa, að enda þótt mánud. 4. nóvember hafi verið lögboðinn smaladagur, átti undirritaður engin fjallskil að gera þann dag, heldur sunnu- daginn 3. nóv. Var hundur minn þá notaður hér við smölun, enda gekk ég að honum vísum að Korpúlfstöðum. Þá er auðvelt að afsanna get- sakir greinarhöfundar, að hund- ur minn hafi verið hættulegt villidýr. Hann var mjög verð- mætur til smalamennsku, þó að reynt sé að breiða annað út. Fréttin í Morgunblaðinu 9. nóv., sem ég átti nokkurn þátt í, stendur því enn óhrakin þrátt fyrir þessi skrif Þorgeirs. Svo læt ég útrætt um þetta mál. Reykjum, 28. nóv. 1957. Jón M. Guðmundsson. Síðan þessi atburður gerðist hefur Mbl. haft nánari fregnir af aðför lögreglumannanna, og því að þeir hafi ekki hafið skot- hríðina á hundana, þar sem þeir höfðu verið króaðir af, fyrr en að fenginni fyrirskipun frá lög- reglustöðinni, um að skjóta af færi á hundana, þannig að lög- reglumennirnir, sem þarna voru að verki, tóku það ekki upp hjá sjálfum sér. kraftmiklu heyi. Að ég ekki tali um hey, sem látið er inn hálf- þurrt. Ráðið til þess að varna hey bruna, er þetta, sem nú skal greina: Að helzt hver bóndi eigi hitamæli. (Að vísu gætu 2—3 bændur notað sama mælinn). En með því að mæla heyið við og við, ef grunur er á um hita, er hægt að f-ylgjast með því að hit- inn stígi ekki of hátt, og rífa þá geilar í heyið áður en í því kvikn ar. Ekki veit ég til að bændur almennt eigi slíka mæla. Að mín- um dómi ætti helzt hver bóndi að eiga slíkt tæki. Með þessu áhaldi, væri oft á tíðum hægt að afstýra miklu tjóni. Það er ömurlegt að hugsa til þess, þegar bóndi verður fyr- ir því, að missa ef til vill mikið af því fóðri, sem hann ætlaði skepnum sínum, og auk þess oft á tíðum eitthvað af húsum líka. Og vel getur svo farið að hann bíði þess aldrei bætur í sinni búskap- [ um artíð. Að sjálfsögðu verður að panta þessa mæla utanlands frá. En ég veit til að stundum hefur verið vöntun á þeim, og verður því að panta þá með nægum fyrirvara. En vart ætti að standa á leyfum til þeirra hluta. Auðvelt ætti að vera að smíða utan um þessa mæla hér. Dettur mér í hug, að aðal-leggurinn væri úr % tommu pípu. Smíða þarf odd á neðri enda pípunnar, þannig útbúinn, að hægt væri að skrúfa hann á pípu endann. Mælinum mætti koma fyrir í pípunni áður en oddurinn er skrúfaður á. Á efri enda píp- unnar þarf að vera handfang. Einnig þarf að vera dálítil rauf neðst á pípunni, til þess að hægt sé að lesa á mælinn. Lengd mæl isins ætti að vera um 2,5 metrar. Ef þetta þykir ekki fjarstæða, sem hér er vikið að, vænti ég þess, að forráðamenn búnaðar- mála hér á landi, semji við eitt- hvert fyrirtæki um smíði á slíku áhaldi, svo að bændur ættu þess kost, að fá það keypt fyrir næsta — St. G. STAKSTEIMR Áki ekki vlð í Þjóðviljanum 23. nóv. sl. birt- ist grein undir nafninu „Togara- kaupin í stríðslok“. Þar segir m.a.: „Persónulegan áhuga Áka Jakobssonar fyrir togarakaupun- um má nokkuð marka af því að hann mætti ekki á þeim ríkis- stjórnarfundi sem tók ákvörðun um kaupin, í ágúst 1945“. Þessi frásögn er gott dæmi um sagnfræði kommúnista. Af því að Áki Jakobsson er horfinn úr flokki þeirra, á nú að reyna að telja mönnum trú um, að hann hafi ekki átt neinn þátt í endur- nýjun togaraflotans á valdaár- nýsköpunarst jórnarinnar! Ilann á að hafa verið svo áhuga- laus, að hann hafi ekki einu sinni hirt um að mæta á ríkisstjórnar- fundi, þegar mest lá við. En hafi áhugaleysi hér um ráð- ið en ekki lögmæt forföll, þá er atvikið til mests áfellis fyrir sjálfan kommúnistaflokkinn. Eft ir að það á að hafa borið við, héldu kommúnistar Áka í ráð- herrastól talsvert á annað ár. Þeir höfðu hann m. a. s. fyrir sjávar- útvegsmálaráðherra og gátu ekki nógsamlega borið lof á hann fyr- ir áhuga og atorku. „Sigrað í hjarta manns- ins“ Hinn 26. nóv. birtist í Þjóðvilj- anum „Stutt athugasemd vegna Birtingsgreinar Bjarna frá Hof- teigi“ eftir Brynjólf Bjarnason. Greininni fylgir þessi athuga- semd: „(Þess skal getið að birting þessarar athugasemdar hefur dregizt nokkuð. — Ritst.)“. Öðru vísi mér áður brá, má Brynjólfur segja, þegar hann verðoir að þola það, að vera sett- ur á eftir hinum o‘g þessum ó- merkingum um birtingu greina sinna. Ef sú er þá skýringin. 1 athugasemd Brynjólfs lýs- ir sér mjög athyglisverður hugs- unarháttur. Brynjólfur segir full- ur fyrirlitningar: „B.B. gerist talsmaður þeirrar FERÐAFÉLAG ÍSLANDS, minnt1 kenningar að valdbeiting sé alltaf ist 30 ára afmælis félagsins í fordæmanleg, hver sem í hlut á sumar. Kvöldvaka Ferða- félags tslands gærkveldi með kvöldvöku í Sjálf- stæðishúsinu. Húsfyllir var og fór samkoman hið bezta fram. Jón Eyþórsson, varaforseti félagsins, ávarpaði samkomuna og ræddi meðal annars um stofn- un félagsins og starfsemi þess og markmið. Hann minntist látinna stofnenda félagsins og forystu- manna. Að loknu máli Jóns Eyþórs- sonar, var sýnd kvikmynd eftir Vigfús Sigurgeirsson, sem að miklu leyti fjallar um síðasta Skeiðarárhlaup. Er myndin mjög vel tekin og sérkennileg. Próf. - , Einar Ólafur Sveinsson las kafla úr nýútkominni bók Pálma heit- ins Hannessonar rektors, „Land- ið okkar“. Þá fór fram mynda- getraun og að lokum var dans- að. og hvað sem öllum aðstæðum líðttir". Síðar segir Brynjólfur: „--------En að stílbrögðunum slepptum, eru allar f jórar athuga- semdir hans reistar á fyrrnefndri kenningu, að valdbeiting sé allt- af og ævinlega frá hinum vonda. Samkvæmt þessu var byltingin í Rússlandi mikil synd--------— Sovétríkin eiga tafarlaust að eyði leggja allan sinn vopnabúnað án tillits til þess, sem hinir gera, í trausti á hið góða hjartalag Dullesar og Co. því „hugmynda- kerfi“ verða ekki „sigruð á víg- völlum heldur i hjarta manns- Glæsileg samkoma ungra Sjóli- stæðismanna í Rongórvallasýslu FJÖLNIR, félag ungra Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu hélt samkomu að Hellu sl. laugardagskvöld. Samkoman var mjög vel sótt úr öllum hreppum sýslunnar. Ræður fluttu: Ingólfur Jóns- son, alþm., og Sverrir Her- . . j mannsson, viðskiptafræðingur.— vjö Ingolfsstræti síðan 22. nóv. | Ræddu þeir um stjórnmálavið- Aðsókn hefur verið góð og nokk-1 horfið og sérstaklega þau mál ur málverk hafa selzt. Sýning- j sem efst eru á baugi á stjórn- unni lýkur 1. desember. Imálasviðinu nú. Var ræðum þeirra sérstaklega vel tekið. Skemmtiatriði önnuðust leik- konurnar Nína Sveinsdóttir og Emelía Borg, sem fluttu leikþátt og gamanvísur, og Leifur Auð- unsson, Leifsstöðum, söng ein- söng. Að síðustu var stiginn dans. „Ætti að lesa flokks- lögin“ Áfstaða Brynjólfs er einfald- lega sú, að fordæma béri vald- beitingu hjá öllum öðrum en kommúnistum en hjá þeim sé hún sjálfsögð! í framhaldi þessa segir Brynj- ólfur: „Ég efast ekki um hið góða hjartalag B.B., sem kemur fram í andúð hans gegn valdbeitingu og samúð hans með hinum sigr- uðu, en hjartalagið eitt saman dugar skammt til þess að leysa vandamál þessa syndum spillta heims“. Brynjólfi finnst ekki mikið til um þvílíkt hugarfar og segir: „Hann ætti að lesa flokkslög- in“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.