Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 20
VEDRID Allhvass suðaustan og rigning. ictti)f& Enska úfgáfan á Gunnlaugssögu ormstungu Sjá bls. 11. 272. tbl. — Föstudagur 29. nóvember 1957 Aukaniðurjöfnun útsvara í ár með sama hœtti og verið hefir Yfirlýsing frá Niðurjöfnunarnefnd BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi greinargerð frá niðurjöfn- unarnefnd Reykjavíkur um auka niðurjöfnun 1957: Að gefnu tilefni tekur niður- jöfnunarnefnd Reykjavíkur fram eftirfarandi: Samkv. 25. gr. útsvarslaganna fer aukaniðurjöfnun fram í júní, september og’ desember ár hvert, eða á öðrum tíma, ef ástæða þykir til. Þá skal leggja útsvör á þá, sem teknir skyldu hafa verið á aðalskrá, en hefur verið sleppt. Á aðalskrá tekur niðurjöfnunarnefnd ekki aðra en þá, sem eiga bæði heimilisfang og lögheimili hér í bænum, en sleppir þar hins vegar þeim, sem hafa heimilisfang hér í bænum samkv. þjóðskránni, en telja lög- heimili sitt annars staðar. Hefur þetta jafnan verið gert og bygg- ist á því, að skattstofa Reykja- víkur hefur engar upplýsingar um efni og ástæður þessa fólks, þar sem framtöl þess eru send til lögheimilissveitar þess, og yfirleitt ekki fyrir hendi upp- lýsingar, um hvaða fólk er hér að ræða, þegar aðalniðurjöfnun fer fram. Nú er hins vegar svo ákveðið í 8. gr. útsvarslaganna, að þar skuli leggja útsvar á gjaldþegn, hann hafði heimilis- að ástæður gjaldþegns eru þannig, að hann getur ekkert útsvar borið, svo sem vegna sjúkleika hans sjálfs eða þeirra, sem á vegum hans eru, slysa, dauðsfalla, menningarkostnaðar eða annars, sem telja má máli skipta um gjaldþol hans, sbr. 4. gr. útsvarslaganna, er útsvar hans að sjálfsögðu fellt niður. Er hér um að ræða öldungis hið sama og á sér stað við ákvörð- un tekju- og eignarskatts, þar sem skattar eru áætlaðir í upp- hafi, en síðar breytt eða felldir niður samkv. upplýsingum, sem skattayfirvöldunum berast, svo annað sem um sjúkleika eða þess háttar. Deilt hefur verið á nefndina fyrir það, að við aukaniðurjöfn- unina í ár hafi útsvar verið áætl- að á nokkra einstaklinga, sem síðar hafi reynzt vera sjúkir eða við nám. Samkv. framansögðu liggja til slíks eðlilegar og skilj- anlegar orsakir. Að lokum skal tekið fram, að aukaniðurjöfnun í ár fór fram með sama hætti og verið hefur og mælt er fyrir um í lögum. Hefur aldrei áður verið deilt á niðurjöfnunarnefnd af slíku til- efni. Undir þetta rita allir nefnd- armenn, þeir Guttormur Erlends- son, Haraldur Pétursson, Björn Kristmundsson, Sigurbjörn Þor- björnsson og Einar Ásmundsson. Skreið fyrir 51 millj. kr. fiutt út árið 1956 Aðalfundur Samlags Skreiðar- framleiðenda haldinn i gær AÐALFUNDUR Samlags Skreið- arframleiðenda fyrir starfsárið sem nann ftaföx heimiiis- 1956 var haldinn í Tjarnarkaffi fang samkv. manntali næst á 1 2 3 fimmtudaginn 28. nóv. og var undan niðurjöfnun. Er í þeim 1 hann fjölsóttur. Fundarstjóri var efnum farið eftir þjóðskránni, ' sigurður Ágústsson, alþm., og til sem Hagstofa Islands semur. Er ! ,, , , , .... jafnan í bænum mikill fjöldi ,vara Jon Árnason, frkv.stjorx. fólks, sem hefur hér heimilis- . Fundarritarar Bragi Eiríksson, ís fang og atvinnu, en sendir fram- j leifur A. Pálsson og Böðvar töl sín þangað, sem það telur sig I Bragason. Formaðurinn, Óskar eiga lögheimili. Vafalaust er, að leggja ber útsvar á slíka gjald- þegna hér, sbr. 8. gr. útsvars- laganna, sem vitnað var til hér að framan. Eins og sagt er í upphafi, er þessum gjaldþegnum sleppt af aðalskrá, en á þá lagt samkv. ákvæði 1. tölul. 25. gr. útsvars- laganna. Með því að gjaldþegn- ar þessir senda nefndinni engin framtöl né gera á annan hátt grein fyrir tekjum sínum og eign- um, er niðurjöfnunarnefnd skylt að beita ákvæðum 5. gr. útsvars- laganna, þar sem tekið er fram, að ef gjaldþegn telji ekki fram tekjur sínar og eignir, skuli nið- urjöfnunarnefnd „áætla honum ríflegar eignir og tekjur, svo að áreiðanlegt megi telja, að hann vinni ekki á því, að halda upp- lýsingum fyrir nefndinni". Sams konar ákvæði, en þó strangara, er í 35. gr. laga um tekju- og eignarskatt, og beita skattayfir- völdin því gagnvart þeim, sem ekki telja fram, á sama hátt og niðurjöfnunarnefnd gerir við aukaniður j öf nunina. Þegar kærufrestur eftir auka- niðurjöfnun er liðinn og framtöl og aðrar upplýsingar um hagi gjaldþegnanna hafa borizt, er áætlunarupphæðinni breytt, ef ástæða er til. Ef í ljós kemur, Jónsson, útgerðarm., Hafnarfirði gaf ítarlega skýrslu um starf Sam lagsins og verður hún birt hér í blaðinu. Samlagið hafði selt skreið til Útflutnings fyrir um 51. millj. króna af framleiðslu ársins 1956 er hartnær öll hafði verið greidd í sterlingspundum. Frkv.stj. Jóhann Þ. Jósefsson, Síldarafli Akranes- báfanna AKRANESI, 27. nóv. — Hingað komu i dag 18 reknetjabátar, með samtals tæpar 1KI0 tunnur af síld. Aflahæstir voru þessir þrír: Keilir 167 tunnur, Höfrung- ur 134 tunnur og Sigrún 104 tunnur. Bátarnir fengu síldina ýmist í Miðnessjó eða úti í Skerja- dýpi. Síldin er misjafnari nú en þegar hún fór fyrst að veið- ast. Hún er bæði söltuð og fryst, meira þó söltuð. Samanlagður afli bátanna í gær var 940 tunnur. Engir bát- ar fóru út í dag, vegna þess að veðurspá var slæm. —Oddur. alþm. las upp og skýrði endur- skoðaða rekstrar- og efnahags- reikninga Samlagsins fyrir starfs tímabilið og voru þeir samþykkt- ir. Stjórn Samlagsins var endur- kosin, en hana skipa: Aðalmenn: Óskar Jónsson, Hafnarfirði, Jón Gíslason, Hafnarfirði, Ingvar Vilhjálmsson, Rvík, Sveinbjörn Árnason, Garði, Ólafur H. Jónsson, Reykjavík, Sigurður Ágústsson, Stykkish., Ásberg Sigurðsson, ísafirði, Lúðvík Jósefsson, Neskaupst., Varamenn: Ásgeir Stefánsson, Hafnarfirði, Ólafur Jónsson, Sandgerði, Jón Jónsson, Hafnarfirði, Jóhann Sigfússon, Vestm.eyj., Jón Árnason, Akranesi, Karvel Ögmundsson, Njarðvík, Guðmundur Jörundsson, Akur. Aðalendurskoðendur: Jón Guðmundsson, Rvík, Jón Halldórsson, Hafnarfirði. V ar aendurskoðandi: Guðmundur Jónsson, Garði. Mikill einhugur ríkti á fund- inum og voru stjórn Samlagsins þökkuð góð störf. Kaupmenn neyðast til að skammta jólaeplin ÞÁ eru jólaeplin komin til landsins. Goðafoss, sem ný- kominn er vestan frá Ame- ríku kom með þau. Að því er Mbl. hefur öruggar heimildir fyrir, munu kaupmenn ekki komast hjá því að skammta jólaeplin á borð viðskiptavina sinna, því svo miklum mun minni eru eplakaupin í ár en undanfarið. Jólaeplin eru keypt frá Kan- ada að þessu sinni. Var það að vefjast fyrir gjaldeyrisyfirvöld- Afar mikil aðsókn að skólahljómleikum VEGNA mjög mikillar aðsóknar að skólahljómleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Þjóðleikhús- inu hefir verið ákveðið að hljóm- leikarnir verði haldnir minnst fjórum sinnum. Fyrstu hljómleikarnir eru í dag kl. 6 e. h. og aðrir þriðju- daginn 3. des., kl. 6 e. h., þriðju og fjórðu hljómleikarnir eru miðvikudaginn 4. des. og föstu- daginn 6. des., kl. 6,30 báða dag- ana. Leikinn verður forleikur að óperunni Der Freischutz eftir Weber, Lítið næturljóð eftir Mozart og loks Pétur og úlfur- inn, ævintýrasaga eftir Prokof- ieff. Söguna segir Þorsteinn Hannesson óperusöngvari, en stjórnandi þessara hljómleika Wilhelm Schleuning, ríkishljóm- sveitarstjóri frá Dresden. Steinn hreppstjóri Sveinsson á Hrauni lálinn AÐ kvöldi 27. þ. m. andaðist í Landsspítalanum í Reykjavík bændaöldungurinn Steinn L. Sveinsson hreppsstjóri á Hrauni í Skagafjarðarsýslu, einn af merkismönnum héraðsins. Þessa merka bónda verður nánar getið síðar. unum og bönkum í langan tíma að veita leyfi, en á meðan hækk- uðu eplin mjög í verði, þannig að loks er leyfið var veitt, voru beztu eplin seld og mun minna magn fékkst fyrir þá fjárveit- ingu sem heimuluð var í þéssu skyni vegna hækkaðs eplaverðs. Þá var mjög skorinn niður hlutur kaupmanna, en SÍS aftur á móti úthlutað um 30% af heild arinnflutningnum. Þessi niður- skruður munar því að kaupmað- ur hér í Reykjavík, sem fékk 100 eplakassa í fyrra, fær nú aðeins 40. Af því er ljóst að kaupmenn neyðast til þess að taka upp skömmtun jólaeplanna til Reyk- víkinga til þess að reyna að jafna hinum nauma skammti niður. Þá hafa þeir einnig ákveðið að hefja ekki eplasöluna fyrr en um miðjan desember, einhvern tíma milli 12. og 15. des. til þess að eitthvað verði til á heimilum um jólin, því ef að líkum lætur verða þau rifin út sem heit brauð væru. F ull veldisf agnað- ur Heimdallar HEIMDALLUR efnir til full- veldisfagnaðar í Sjálfstæðishús- inu kl. 8,30 n. k. sunnudags- kvöld, 1. desember. Baldvin Tryggvason flytur ávarp, Krist- inn Hallsson syngur, Karl Guð- mundsson flytur skemmtiþátt og Helga Valtýsdóttir les upp. Að lokum verður dansað. Aðgöngumiða má panta í síma 17103, og verða þeir afhentir í Sjálfstæðishúsinu á sunnudag frá kl. 2. — Verði aðgöngumiðanna er mjög stillt í hóf, og er fólki ráðlagt að tryggja sér miða í tíma. í KVÖLD kl. 8,30 verður mál- fundur í Valhöll. Grétar Krist- jánsson og Ragnar Tómasson } hafa framsögu um áfengismál. Prófkosning Sjálfstæðismanna PRÓFKOSNING um val manna á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 26. janúar nk. hófst í gær. Kjörgögn hafa verið send meðlimum Sjálfstæðisfélaganna í bæn- um, en aðrir kjósendur í Reykjavík, sem fylgja flokknum að mál- um, geta kosið í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Félagsbundnir Sjálfstæðismenn, sem ekki fá kjörgögn með skilum, geta einnig komið þangað og kosið. Skrifstofan í Sjálfstæðishúsinu er opin sem hér segir: Föstudag kl. 9—12 og 1,30—7, laugard. kl. 9—12 og 1,30—5, sunnudag kl. 2—4, mánudag og þriðjudag kl. 9—12, 1,30—7 og 8—10. Á skrifstofuna ber að senda bréf með kjörseðlum, og skulu þau komin þangað eigi —. ut en á þrið judag. Nýjar upplýsingar um gjald- eyrisbraskið í Moskvu Rannsókn óumflýjanleg M B L. benti á sínum tíma á svartamarkaðsbrask kommúnista í sambandi við svonefnt Moskvu- mót og gaf ýmsar upplýsingar því viðvíkjandi. Ekki þótti dóms- rnálastjórninni ástæða til að láta rannsaka málið, enda þótt vitað væri, að hér væri um stórfelld gjaldeyrissvik að ræða. — Nú hefur einn þátttakendanna, Magn ús Þórðarson stud. jur., rætt um mál þetta í grein, sem hann skr>f aði í blaðið í fyrradag og verð- ur ekki séð, hvernig dómsmála- stjórnin getur enn þverskallazt við að láta fara fram rannsókn í málinu. Upplýsingar Magnúsar eru nýtt framlag í þessu máli, sem vakti mikla athygli á sínum tima. Magnús segir: í sambandi við þetta og ann- að í skrifum hans (Hafsteins Stefánssonar, í Þjóðviljagrein- um) sakar ekki að rifja eftir- farandi upp: Að minnsta kosti tvenn ef ekki þrenn lögbrot voru framin að þessu leyti. 1. Hver maður greiddi 5500 kr. þátttökugjald. Yfirfærslnigjaldið hrökk ekki nema fyrir litlum hluta þess gjalds, svo að full ástæða virðist til að rannsaka, hvað af afganginum hafi orðið, sem alls nemur mörgum hundruð um þúsunda, þótt frá sé dreginn hugsanlegur skrifstofukostnaður á íslandi, fargjald með Dr. Alex- andrine og upphæðin á fyrr- nefndu yfirfærsluleyfi. Hafi féð komizt í hendiur Rússa eins og til var ætlazt, hefur það orðið með ólöglegum hætti. Hafi það ekki gert það, væri fróðlegt að vita, hvað um það hefur orðið. 2. Austur í Moskvu stóð öllum til boða að kaupa rússneskan gjaldeyri fyrir íslenzka peninga. Rúblan var og seld á verði, sem er langt undir opinberri skrán- ingu. 3. Altalað var, að nokkur þús- und krónur danskar (og jafnvel dollarar) hefðu verið seldar á háu svartamarkaðsverði í skrifstofu fararstjórnar, áðoir en farið var austur. Nafn þekkts kommúnista hé í bænum heyrðist nefnt í sam bandi við brask þetta, og væri full ástæða til að athuga mál þetta, einkum með tilliti til nýrra upplýsinga um aðferðir danskra kommúnista við að yfirfæra rússa gullið í danskan gjaldmiðil. Að sjálfsögðu verður ekkert um þetta fullyrt, meðan málið er ekki rannsakað ofan í kjölinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.