Morgunblaðið - 29.11.1957, Blaðsíða 19
Föstudagur 29. nóv. 1957
MORfíVTVTtl 4Ð1Ð
79
Bería féll á kvennabúri
egypzkur ritstjóri
Rifsfjórinn er kominn úr þriggja vikna Rússlandsför
KAIRÖ, 28. nóv. — Egypzkur
ritstjóri, sem er nýkominn úr
Moskvuför, segir, að Bería hafi
veriS dæmdur til dauða vegna
þess að hann hafi verið brezkur
njósnari og hafi komið sér upp
kvennabúri með ungum stúlkum
Ritstjórinn heitir Mohammed
Heikal og stjórnar blaðinu A1
Ahram. Hann skýrir ekki frá
heimildamönnum sínum, en þess
má geta, að hann er nýkominn
heim úr þriggja vikna Rússlands-
för. — Var hann í fylgd með
egypzka hermálaráðherranum,
Abdel Hakim Amer, sem er
einnig nýkominn heim.
Heikal segir, að áhrifa Bería
hafi alls staðar gætt í Sovétríkj-
unum, enda hafi hann verið bú-
inn að koma ár sinni vel fyrir
borð, þegar Stalín lézt. Krúsjeff
varð að fá aðstoð hersins til að
Dr. Adams bannað
„að praktísera66
LUNDÚNUM, 28. nóv. — Eins
og menn rekur minni til, var
enski læknirinn, dr. John Adams,
ákærður um morð á sínum tíma.
en sýknaður. Nú hefur enska
læknaráðið samþykkt að svipta
hann leyfi til „að praktísera“.
Ráðið tók þessa ákvörðun eftir
aðeins 10 mínútna umræður.
Eins og fyrr segir, var dr. Ad-
ams sýknaður af ákærunni um
morð, en honum var aftur á móti
gert að greiða um 100 þús. krónur
í sekt vegna brota á lögum um
notkun eiturlyfja, líkbrennslu og
útgáfu á lyfseðlum.
leggja Bería að velli og var það
mál auðsótt, því að lengi hefur
legið þar í landi, að Rauði her-
inn sæi ofsjónum yfir valdi ör-
yggislögreglunnar. Samsærið
gegn Bería tókst ágætlega, segir
Heikal, og sólarhring eftir að
hann hafði verið ákærður um
fyrmefnd atriði, hafði hann ver-
ið tekinn af lífL
Um völd Krúsjeffs segir rit-
stjórinn: í byrjun þessa árs
ákváðu erfingjar Stalíns, að
Krúsjeff skyldi komið fyrir
sínu9 segir
kattarnef. Meðal samsærismann-
anna var Molotov, eins og kunn-
ugt er. Klíka þessi ákvað að láta
til skarar skríða í júní sl., en
hún varð undir í átökunum í
miðstjórn flokksins, eins og
kunnugt er. Engan hafði órað
fyrir því, að svo mundi fara, en
Krúsjeff hafði eitt tromp á hend-
inni, sem réði úrslitum: Zhukov
landvarnaráðherra og þáverandi
yfirmann Rauða hersins. An
hans aðstoðar hefði Krúsjeff
hlotið svipuð örlög og Bería á
undan honum, segir Heikal. Loks
ræðir hann um Malenkov og seg-
ir, að hann hefði frekar átt skilið
að skipa þann sess, sem Krúsjeff
situr nú í.
Lokað í dag
SKRIFSTOFUM VORUM VERöUR
KL. 2—4 VEGNA JARÐARFARAR
ELDING TRADING COMPANY
LOKAÐ
í dag frá klukkan 9—2,
vegna jarðarfarar.
Efnalaug Reykjavlkur
LOKAÐ
KI.. 1—4 VEGNA JARÐARFARAR
Verzl. Kristins Guðnasonar
KLAPPARSTÍG 27
— Síðo S. U. S.
Framhald af bls. 12.
Við þær bæjarstjórnarkosning-
ar, sem £ hönd fara, mun sjálf-
stæðisæskan eigi láta sinn hlut
eftir liggja fremur en áður.
í Reykjavík mun Heimdall
ur vinna að því að safna sem
flestu æskufólki höfuðborgar-
innar undir merki Sjálfstæðis
flokksins, því nú er mikið i
húfi, að þeim flokkum, sem
svo ógiftusamlega hefur tekizt
stjóm landsins og hafa hvað
eftir annað gert sig hera að
f jandskap við hagsmuni Reyk-
víkinga, auðnist ekki að ná
meirihlutaaðstöðu í bæjar-
stjórn Reykjavíkur.
Mjög mörg af málefnum þeim,
sem bæjarstjórnin fjallar um,
snerta æskuna á einn eða annan
veg, og fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórninni hafa
ávallt haft opin augu fyrir þörf-
um og áhugamálum æskunnar,
eins og dæmin sýna. Þess vegna
er það ekki einungis hugsjóna-
mál heldur einnig mikilsvert
hagsmunamál reykvískrar æsku,
að sigur Sjálfstæðisflokksins við
þessar kosningar verði sem glæsi-
legastur.
Stjórn Heimdallar skipa nú
Pétur Sæmundsen form., Baldvin
Tryggvason varaform., Jóhann J.
Ragnarsson ritari, Björn Þórhalls
son gjaldkeri, Hannes Hafstein,
Indriði Pálsson, Sigurður Helga-
son, 'Skúli Möller, Stefán Snæ-
björnsson, Hrafn Þórisson, Ólaf-
ur Jensson og Vilhjálmur Lúð-
víksson.
Lokað
Vegna jarðarfarar verður verzlun okkar
og skrifstofum lokað frá hádegi í dag.
Heigi Magnússon & Co.
Einangrunarkork
fyrirliggjandi
— Lækkað verð —
Símið --- Við sendum.
Borgartúni 7 — Sími 22235.
Skrifstofur vorar verða lokaðar
i dag frá klukkan 1-4 eftir hádegi
vegna jarðarfarar
Guðm. Guðmundsson & Co.
Ó. V. Jóhannsson & Co.
G. Helgason & Melsted.
Hafnarstræti 19.
AÐALBJÖRN KRISTJANSSON
frá Miðgerði í Höfðahverfi andaðist í sjúkrahúsi Akur-
eyrar 28. þ. m.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Vandamenn.
SIGRlÐUR KOLBEINSDÖTTIR,
fyrrum húsfreyja á Veigastöðum, Svalbarðsströnd, and-
aðist í Bæjarspítalanum 27. þ. m.
Þorlákur Marteinsson,
Kristín Þorláksdóttir.
Föðurbróðir minn
EINAR EYJÓLFSSON
frá Sléttabóli, andaðist aðfaranótt 28. þ.m. í Landakots-
spítala. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Guðjón Guðlaugsson.
Móðurbróðir minn
TORFI KRISTJÁNSSON,
Bíldudal,
andaðist í sjúkrahúsi Patreksfjarðar, 27. nóvember 1957.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristín Pétursdóttir.
Sonur okkar og fóStursonur
BJARNI MAGNtJSSON
lézt í Tulsa, í Oklahoma 26. þ.m.
Jóhanna Bjarnadóttir, Jón Bjarnason.
Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarð-
arför eiginmanns míns og föður okkar
EINBJARNAR ÞÓRÐARSONAR
frá Straumfjarðartungu
Einnig þökkum við kvenfélagi Miklaholtshrepps góða
aðstoð.
Ragnheiður Kristjánsdóttir
og börn.
Þökkum af hjarta öllum þeim mörgu, er veittu okkur
hjálp í veikindum og sýndu okkur hluttekningu við andlát
og jarðarför konu minnar, móður okkar og tengdamóður
ÞORGERÐAR HRÓB J ARTSDÓTTUR
frá Mið-Grund.
Jón Eyjólfsson, börn og tengdabörn.
Þökkum hjartanlega sýnda samúð við andlát og jarð-
arför móður minnar, tengdamóður og ömmu
SVEINSÍNU ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR
Janus Guðmundsson,
Friðrika Friðriksdóttir,
Sjöfn Lára Janusdóttir. -
Þökkuð innileg samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför
Arna STEINÞÓRSSONAR
Eiginkona, synir, tengdadætur og barnabörn.