Morgunblaðið - 14.12.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1957, Blaðsíða 2
2 MORGVNBL4Ð1Ð Laugardagur 14. des. 1957 — Buíganin Frh. af bls. 1. í striðsundirbúningi gegn Sovét- ríkjunum. Bulganin talar um sendingu rússnesku gervitunglanna út í geiminn „sem mestu landvinn- inga vorra tíma“. En þá skoði Bandaríkin sem stríðsógnun. Hann segir Sovétríkin œvin- lega hafa unnið að auknu sam- starfi þjóðanna að þau hafi sett fram tillögur um niðurskurð á öllum vígbúnaði stórveldanna, bann gegn atomvopnum, og meira en það — Sovétríkin ein allra ríkja hafi fækkað í her sín- um um 2 milljónir og flutt her sinn frá stöðvum erlendis. Bréfið var mjög langt. Á frétta strimlum NTB-fréttastofunnar er sendi skeytið út í gærkvöldi var það yfir 50 faðmar. Er það lengsta skeyti sem komið hefur til blaðs- ins frá þeirri stofnun. Fjármálaráðh. œtti a& fara frá Sjálfstæbismenn og gagnrýna frumvarpsins sýna fram á algert úrræhaíeysi hans harðlega óþinglega meðferð fjárlaga- Ræða Karls Guðjónssonar 1 G Æ R fór fram á Alþingi 2. umræða um fjárlagafrumvarpið. Fyrst fiuttu framsögumenn meiri- og minninluta fjárveitinga nefndar ræður, en síðan fjár- málaráðherra, formaður þing- flokks Sjálfstæðismanna og ein- stakir þingmenn. Forseti samein- aðs þings sagði á fundi í gær kvöldi, að ætlunin væri að halda áfram fundum fram eftir kvöldi og fram á nótt, unz umræðunni yrði lokið. Stóð hún enn, er Mbl. hafði síðast fréttir úr þingsölun- um. Atkvæðagreiðsla var þá ráð- gerð kl. 1,30 í dag. Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur á mánudaginn Þar gefa konur lærfr hvernig hægf er að léffa sér undirbúning jólanna NK. mánudag 16. þ.m. heldur Húsmæðrafélagið hinn árlega „Jólafund“ félagsins í Borgartúni 7 kl. 8 síðdegis. Reykvískar kon- ur bíða ævinlega með eftirvænt- ingu þessa fundar, og hafa þegar margar fyrirspurnir um hvenær hann yrði haldinn borizt Hús- mæðrafélaginu. Á fundinum tegir frú Hrönn Hilmarsdóttir frá á hvern hátt húsmæður geta létt sér undir búning jólanna, bakstur og mat- artilbúning og sýnir ýmiss konar vinnubrögð í sambandi við það. Þá sýnir hún einnig á hvern hátt má skreyta jólaborð og jólatré án mikils tilkostnaðar. Á fundinum á mánudaginn gefst reykvískum húsmæðrum kostur á að sjá dúkuð borð og Rvíkurmótið í körfuknattleik í KVÖLD kl. 8 fer fram að Há- logalandi sjötta leikkvöld Körfu- knattleiksmeistaramóts Reykja- víkur. Fara þá fram þrír leikir. Fyrst leika Ármann B og ÍR A í 3. flokki. Síðan leika Ármann og ÍR í 2. flokki. Loks mætast meistaraflokkar KR og Háskól- ans. Þetta er þriðja síðasta leik- kvöldið og fer nú spenningurinn að ná hámarki, en sem stendur er sigur Háskólamanna í meist- araflokki líklegastur. lólaljós í Fossvogs kirkjugarði MARGIR minnast látinna ástvina sinna um jólin með því að kveikja ljós á leiðum þeirra. Undanfarin tvö ár hefir raftækja vinnustofa Jóns Guðjónssonar í Kópavogi tekið að sér að annast lýsingu á leiðum í Fossvogs- kirkjugarði og gerir svo enn. Jón skýrði blaðinu svo frá í gær, að þeir félagar yrðu tilbúnir að kveikja fyrstu Ijósin í dag, laugard. og úr því, fram að jól- um, yrðu þeir í garðinum frá kl. 9 á morgnana til kl. sjö á kvöldin. Getur fólk snúið sér til þeirra á þeim tíma. skreytt sem mikið má af læra. Þá verða til sýnis og sölu upp skriftir af hvers kyns mat, kök- um og ábætisréttum. Allt þetta er konum látið í té endurgjalds- laust og eru allar konur velkomn ar á meðan húsrúm leyfir. Karl Guðjónsson (K), formað ur fjárveitinganefndar, flutti framsöguræðu f. h. meirihluta nefndarinnar. Hann sagði m. a.: Fjárlagafrumvarpið var lagt fram hinn 10. okt. og vísað til fjárveitinganefndar hinn 21. okt. í tillögum þeim, sem nú liggja fyrir frá nefndinni, er ekki vikiö nema að nokkrum þeirra breyt- inga, sem nefndin mun leggja til að gerðar verði á fjárlagafrum- varpinu. Er enn eftir að gera til- lögur um breytingar á tekjuhlið þess svo og á ýmsum útgjalda- liðum. Má þar til nefna framlög til skólabygginga. Þá vinnur meirihluti nefndarinnar að því að gera úr garði tillögur um sparnað í ríkisrekstrinum. Hefur hann sent út bréf til ýmissa aðila með beiðnum um upplýsingar, en mál- ið er ekki komið á það stig, að unnt sé að bera fram um það ákveðnar tillögur. Af þessu má sjá, að enn er ekki fengin nema mjög takmörkuð mynd af f járlögunum eins og þau verða endanlega. Er vert að taka sérstaklega fram og vekja athygli á því, að við það er miðað og að því stefnt, að fjárlagafrumvarpið verði af- greitt án greiðsluhalla. Þessu næst rakti Karl Guðjóns- son breytingatillögur fjárveitinga nefndar um hækkanir á gjalda- greinum frumvarpsins. Nema þær alls kr. 12.429.485. Af því fara 10.380.000 til að hækka framlög til verklegra framkvæmda. Ræða Magnúsar Jónssonar Næst tók til máls framsögu- maður minnihluta fjárveitinga- nefndar, Magnús Jónsson. Ræddi hann um starfshætti nefndarinn - ar og gagnrýndi vinnubrögð þau, sem nú eru höfð við afgreiðslu fjárlaganna. Að lokúm spurði hann, hvort satt væri, að stjórn- arliðið ætlaði að afgreiða fjárlög in án greiðsluhalla með því einu að taka út úr frumvarpinu þá liði, sem gera ráð fyrir útgjöld- um til að greiða niður vöruverð — og láta bíða að útvega fé til þeirra þar til eftir bæjarstjórnar- kosningar. Ræða Magnúsar er birt í heild í Morgunblaðinu í dag. Eysteinn samþykkur hækkun! Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra tók næst til máls. Kvað hann Magnús hafa reynt að gefa þá mynd af framlagningu fjár- lagafrumvarpsins, að honum (Ey- steini) hefði verið kappsmál að draga verulega úr framkvæmd- um, en nú hefði verið tekið fram fyrir hendurnar á honum. Þessu mótmælti Eysteinn og sagðist vera samþykkur því að hækka framlög til framkvæmda frá því wm Gullfoss kom í gær og færði heim mikið af jólavarningi. Meðal annars voru á dekki háir staflar af jólatrjám, sem setja munu svip á jólahald íslendinga. Myndin sýnir uppskipun trjánna. Camiis vinnur að nýrri skáldsögu Segisf ekki skrifa Bazar Guðspskifélagsins verð- ur í Guðspekifélagshúsinu, Ing- ólfsstræti 22 á morgun, sunnud. 16. des. og hefst kl. 4 síðd. Verð ur þar á boðstólum fatnaður ým- iss konar, jólaskraut, kökur, barnaleikföng o.m.fL hentugt til jólagjafa. í innblæsfri KAUPMANNAHOFN, 12. des. — Franski Nóbelshöfundurinn Al- bert Camus kom til Kaupmanna- hafnar á leið sinni til Stokkhólms Blaðamenn áttu viðræður við hann og svaraði hann nokkrum spurningum þeirra. Hann sagði m. a., að það hefði ekki alveg komið sér á óvart, að hann hefði fengið Nóbelsverðlaunin, því að þrálátur orðrómur hefði gengið um það. Þá sagði hartn að hann hefði lært margt af Malraux. Ég er ekki einasta góður vinur hans, sagði hann, heldur dáist ég mjög að verkum hans. Adler hefði hins vegar veitt sér mikla innsýn í sálarfræðina. Þá var hann spurð- ur að því hvort hann skrifaði í innblæstri, en hann kvað nei við. Ég geng að skáldskapnum eins og hverju öðru verki, enda er ég gamall blaðamaður, sagði hann. BÆ, Hofshreppi, 7. des. — Sjór er stundaður héðan af og til og er afli sæmilegur. Aðallega hef- ur veiðzt ýsa. — Björn. Ég vinn reglulega frá kl. 9 f.h. til kl. 14 e.h. Loks sagðist Nóbels höfundurinn vinna að nýrri skáld sögu um þessar mundir. Sjálfvirk símstöð í Vestroannaeyjum JÓHANN Jósefsson og Karl Gu3- jónsson flytja eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta landssímann koma upp sjálfvirkri símstöð í Vestmannaeyjum hið fyrsta er verða má.“ í greinargerð segir: „Þegar nýja landssímahúsið var byggt fyrir um það bil 7 ár- um, var þá þegar gert ráð fyrir sjálfvirkri símaþjónustu, enda gert ráð fyrir sérstöku rúmi í húsbyggingunni til þess. Bæjarstjórnin telur óviðunandi, hve lengi hefur dregizt að koma þessu máii í framkvæmd, og telur rétt og sjálfsagt, að leitað sé að- stoðar Alþingis til úrbóta í þessu efnL“ — Visað frá starfi Frh. af bls. 1 Segir Bang-Jensen að yfir- heyrslurnar hafi farið fram með því skilyrði og loforði til fólks- ins sem yfirheyrt var að nöfn þess yrðu ekki gerð opinber. Óttaðist fólkið að ef svo yrði, þá yrði það fyrir hefndarofsókn- um frá ungversku stjórninni. Rannsóknarnefnd tekur málið fyrir á morgun (fimmtudag) Bang-Jensen hafði í fyrstu ákveðið að mæta ekki á fundi hennar. En eftir að hafa ráð- fært sig við lögfræðinga mun hann mæta hjá nefndinni. □-------------------□ Leiðrétti ng í FRÁSÖGN ui' ræðu Rjurna Rene- diktssonar á Vurðurfundinuni í fyrradag, segir á einum stað svo: „En svo segja þessir nicnn, að það sé algert einkaniál, hvernig mei kjósa“. Hér á að standa, „hvort menn kjósa“ í staðinn fyrir „hvernig nieni. kjósa“. Hér er um prentvillu að ræða, eins og aug- ljóst er af því, sein áður ei komið fram í frásögninni af ræðunni og lciðréttist þetla hérnieð. sem verið hefði upphaflega í frv. Kvað hann ekkert óþinglegt við það þótt ýmis veigamikil atriði fjárlagafrumvarpsins lægju ekki fyrir fyrr en við 3. umræðu. Þann ig hafi það oftast verið. Þá svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn Magnúsar um það, hvort skilja ætti að fjárlögin og niðurgreiðslumálin: — Þetta mun að sjálfsögðu koma fram við 3. umræðu og er ekki annað íyrir þingmann- inn að gera en að þreyja þorr- ann og góuna. Augljóst er, að annaðhvort verður að afla nýrra tekna eða taka ein- hverja útgjaldapósta út af íjár lögum. Gagnrýni Sjálfstæðismanna á að það yrði látið biða til 3. umræðu, hvernig brúa ætti bilið milli tekna og útgjalda, svaraði Eysteinn með því að spyrja hvern ig á því stæði að Sjálfstæðismenn hefðu þá ekki látið koma fram af sinni hálfu hvernig brúa ætti bil- ið. Fór hann hörðum orðum um þetta og hækkaði róminn. — Það er skylda stjórnarandstöðunnar, að leggja fram tillögur um hvern- ig þeir vilji láta afgreiða þetta. Ef Sjálfstæðisflokkurmn þykist hafa ráð undir hverju rifi, hvers vegna leggur hann þá ekkifram úrræði sín? Eysteinn mótmælti því, að þing ið hefði ekki fengið nógan tíma til að meðhöndla fjárlagafrum- varpið, eða þingmenn til að bera fram óskir sínar. Tveir mánuðir væru liðnir síöan frumvarpið var lagt fram og nefndaráliti hefði verið skilað 12. desember, en það væri nákvæmlega sami dagur og nefndaráliti hefði verið skilað 1955. Það væri heldur ekkert óvenjulegt þótt sprettur væri tek inn í afgreiðslu fjárlaga síðustu dagana fyrir jóL Engar tillögur til að vera sammála eða ósammála um Bjarni Benediktsson svaraði fjármálaráðherra. Benti hann á það að Eysteinn hefði viðhaft sterk orð um, að ef stjórnarand- staðan væri ekki sammála stjórn- inni um hvernig ætti að afgreiða fjárlögin, þá ætti hún sjálf að bera fram tillögur um afgreiðsl- una. Sannleikurinn á¥*bara sá, að áð ur en stjórnarandstaðan getur sagt hvort hún sé sammála eða ósammála stjórninni, verða til lögur stjórnarinnar að liggja fyrir. En þær tillögur liggja ekki fyrir. Það sem Eysteinn hafði helzt að segja í síðustu ræðu sinni, var, að hann gæti ekki enn skýrt frá hver væri heildarstefna ríkis- stjórnarinnar í afgreiðslu fjár- laganna. Þetta, sagði Bjarni, er í sam- ræmi við það sem á undan er gengið. Þegar ríkisstjórmn lagði fjárlagafrúmvarpið fram þá til- kynnti hún, að hún gæti ekki markað stefnuna, því hún ætti eftir að ræða við stuðningsmenn sína á þingi. Önnur eins uppgjöf hafði ekki þekkzt í íslenzkri þing sögu. Það er í samræmi við þetta, hélt Bjarni áfram, að stjórmn opinberar það nú, ekki aðeins, að hún hafi ekki haft samráð við stuðningsmenn sína, heldur og að hún er enn gersamlega úr- ræðalaus. Fjárveitinganefnd í þoku Allan þann tima, sem liðinn er síðan stjórnlagafrumvarpið var lagt fram hafa jafnvel stuðnings- menn stjórnarinnar, ekkert feng- ið að vita, hvað eigi að gera. Jafnvel fjárveitinganefnd vissi ekki sl. laugardag, hvort ætti að afgreiða fjárlög fyrir jól. Það var ekki fyrr en á sunnudag, sem fyrirmæli komu um það, að svo skyldi gert. Mér er ókunnugt um, hélt Bjarni áfram, hvort meirihluti fjárveitingarnefndar veit enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.