Morgunblaðið - 14.12.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1957, Blaðsíða 24
ir ★ 10 DAGAR TIL JÓLA 285. tbl. — Laugardagnr 14. desember 1957. 'k 'k J Q & '■& DAGAR TIL JÖLA Góður síldarafli í gœr Hafnarverkamenn fengu nóg að starfa í gær er Gullfoss kom að utan með ýmiss konar varningr — í lest og á þiljum uppi. „Manni hitnar niður í slcósóla, bara af því að sjá svona kippu af „Skota“, sagði maður nokkur er nærri stóð, er verið var að skipa „jólaviskýinu" upp úr Gullfossi í gærmorgun. Kjörsíöðum við bæjar- stjórnarkosningarnar verði fjölgað um þrjá Samþykkf bæjarráðs i gær SJÓMENNIRNIR á síldarbátun- um voru glaðlegir á svipinn í gær er þeir komu úr róðri, því mjög góður síldarafli hafði verið á miðum bátanna út af Eldey. Fréttaritari Mbl. í Sandgerði sagðist búast við að af um 2000 tunnu afla bátanna þar í gær, myndu um 1000—1400 tunnur síldar verða saltaðar, en hitt þá fryst til beitu. Hæstu bátar þar voru Hrönn II. með 282 tunnur, Svanur með 200, Muninn 179 og Magnús Marteinsson 177. Þangað höfðu alls komið 14 bátar með síld í gær. Þegar þessi frétt var skrifuð i gærkvöldi, voru Akranesbátar ekki allir komnir að landi og var búizt við að heildarafli þeirra myndi vera um 2000 tunnur, en 14 bátar voru að veiðum. Var Sigurvon með mestan afla, 250 tunnur, en Keilir, Heimaskagi og Sveinn Guðmundsson voru þá komnir að með um 200 tunnur hver. HAFNARFIRÐI. — Bezti síld- veiðidagurinn nú um alllangan tíma, var í gær, en þá höfðu flest- ir bátanna frá 50 og upp í 170 tunnur. Er síldin nokkuð mis- Piliiik í íjöltefli KEFL A VÍ KURFLU G VELLI 13. des. — Hermann Pilnik skák- meistari tefldi fjöltefli í gær- kvöldi við starfsmenn ísl. aðal- verktaka á Keflavíkurflugvelli. Teflt var á 34 borðum. Leikar fóru þannig að Pilnik tapaði 4 skákum, gerði 5 jafntefli en vann 25. Hlaut hann því 81% vinninga. Þeir sem unnu Pilnik voru: Guðm. Páll Jónsson, Ólafur Ámundason, Kaj Rasmussen og Njáll Þórðarson. Jafntefli gerðu Lárus Karlsson, Helgi Ólafsson, Sveinn Jónsson, Hörður Jónsson og Steingrímur Oddson. Fjöltefiið hófst kl. 8V2 og lauk á miðnætti. — BÞ. FYRIR nokkrum dögum var maður nokkur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, en hann hafði m. a. ekið ökuleyfislaus á bíl, sem hann hafði tekið í óleyfi. Var dómur þessi óskilorðsbund- inn. Forsaga málsins er í stuttu máli á þá leið að maðurinn, sem starfar við bílaverkstæði hér í bænum, fór ölvaður að kvöldi dags við annan mann inn á verk- stæðið og tók þar í heimildar leysi bíl, sem var þar til við- gerðar. Á bílnum ók hann niður í bæ. Þar varð maðurinn á vegi lögreglunnar. Ekki var það fyr- ir það að maðurinn yrði valdur að slysi eða bílaárekstri, heldur var bifreiðin aðeins stöðvuð aí Kosningaskrffsfofa fyrir Suðumes SJÁLFSTÆÐISMENN á Suðurnesjum hafa opnað kosningaskrifstofu í Sjálf- stæðishúsinu í Keflavík. — Þar eru veittar upplýsingar um kjörskrár og annað varð andi bæjarstjómarkosning- arnar í janúar n. k. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 10—7 daglega. — Sími 21. jöfn að gæðum, og er hún ýmist fryst eða söltuð. — Mestan afla hafði Fróðaklettur eða 170 tann- ur, Hafnfirðingur var með um 140 og Fram 130. Bátarnir fóru allir aftur út í gær. — G.E. Suðurnesja KEFL A VÍKURFLU G VELI ,1 12. des. — 14. umferð á skákþingi Suðurnesja var tefld í Keflavík í gærkvöldi. Staðan er nú þannig: Páll G. Jónsson 12 vinninga og 1 biðskák, 2. Ragnar Karlsson IOV2 vinn. biðskák og 2 ótefldar, Óli Karlsson 10 vinn. 2 biðsk. og 1 óteflda, 4. Borgþór H. Jónsson 9V2 vinn. og 1 óteflda, Haukur Magnússon OV2 vinn. 1 óteflda, Guðm. Páll Jónsson 9 vinn., Hörð ur Jónsson 8V2 og Ólafur Thorder sen IV2. Á sunnudaginn kl. 14 verða tefldar biðskákir og þær skákir sem ótefldar eru úr fyrri um- ferðum, eftir því sem tími vinnst til. — BÞ. Kveiki á jólafré HAFNARFIRÐI — Eins og nokk- ur undanfarin jól, hefur vina- bær Hafnarfjarðar, Frederiks- berg, nú gefið bænum jólatré, sem eins og í fyrra, hefur verið konnð upp við Strandgötuna, á móts við Linnetsstíg. Veiður kveikt á trénu í dag kl. 5 og mun þá sendiherra Dana hér á landi afhenda tréð, en Johanne Jörgensen, sem er dönsk kona, en búsett hér í bænum, kveikir á því. Við þetta tækifæri flyt- ur bæjarstjórinn, Stefán Gunn- laugsson, stutt ávarp og séra Garðar Þorsteinsson prófastur flytur jólahugvekju. Einmg munu börn úr barnaskólanum syngja jólasálma undir stjórn söngkennara síns, Guðjóns Sig- urjónssonar. —G. E. lögreglumanni, sem spurðist fyr- ir um ökuskilríki mannsins og athugaði bifreiðina. Kom brátt í Ijós að maður þessi hafði verið sviptur öku- leyfi ævilangt með dómi. Hafði hann einnig áður verið dæmdur fyrir bílþjófnað. Loks var hann áberandi ölvaður er hann var tekinn. Með hliðsjón af þessu, sem hér hefur verið nefnt, var maðurinn nú dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. BÆJARUÁÐ samþykkti í gær að Ieggja til við bæjarstjórn, að kjör stöðum yrði nú fjölgað úr þremur upp í sex. Hingað til hefur aðeins verið kosið í Miðbæjarbarnaskólanum, Austurbæjarbarnaskólanum og barnaskólanum í Laugarnesi, auk Ellihcimilisins, sem befur verið HEIMDELLINGAR, komið í Val- höll í dag kl. 1,15. Áríðandi að sem flestir mæti. sérstök kjördeild. En nú ltefur bæjarráð lagt lil, að bætt yrði við kjörstöðum í Melaskólanum, Lang lioltsskólanum og Breiðagerðis- skólanum. Á sama tíma og stjórnarflokk- arnir á Alþingi ætla að leggja liömlur á bað, að kjósendur geti neytt kosningaréttar síns, vill bæjarstjórnin reyna að auðvelda fólki nú, eins og frekast er unnt, að sækja kjörstað. Samþykkt bæj- arráðs miðar í þá átt og er á henni hin fyllsta nauðsyn. í GÆR kom út á vegum Almenna bókafélagsins glæsilegt og merki- legt rit, sem vafalaust mun vek.ia mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Bókin heitir íslenzk myndlist frá fyrri öldum og hef- ur að geyma 70 úrvalsmyndir af íslenzkum listgripum og lista- verkum frá elztu tímum og allt fram á 19. öld. Bókin er í stóru broti og myndirnar flestar heil- síðumyndir. Þeirra á meðal eru 14 litmyndir. Fegurri prentun hefur ekki sézt á íslenzkri mynda bók og getur þarna að líta sýnis- horn af flcstum greinum íslenzkr ar listar, tréskurði, málverki, handritalýsingum, útsaumi, vefn aði og málmsmíði. Flestar eru myndirnar teknar af hlutum i Þjóðminjasafni íslands, en nokkr ar eru af íslenzkum listmunum, sem geymdir eru í erlendum söfnum. Bókin er prentuð hjá Dr. C. Wolf & Sohn í Miinchen, en Kristján Eldjárn, þjóðminja- Friðrik og Larsen eiga biðskák Gtigoric og Reshevsky með 7 vinninga í 12. umferð á skákmótinu f Dallas urðu úrslit þessi: Friðrik — Larsen biðskák. Reshevsky — Yanofsky biðsk. Szabo — Evans jafntefli. Najdorf — Gligoric jafntefli. Eftir þessa umferð standa leik- ar svo: Reshevsky 7 v. og biðskák. Gligoric 7 v. Szabo 6V2 v. Friðrik 6 v. og biðskák. Larsen 5V2 v. og biðskák. Yanofsky 5 v. og biðskák. Najdorf 5 v. Evans 4 v. Það var Veniis í GÆRKVÖLDI voru gerðar um það allmargar fyrirspurnir, hvort það gæti verið Sputnik II, sem sæist á suðvesturloftinu. Mbl. gekk í tilefni þessa á vit próf. Trausta Einarssonar sem upplýsti, að hér væri hvorki um Spútnik eða eldflaugar að ræða, heldur þá gömlu góðu stjörnu Venus. Venus er nú lágt á suðvestui- loftinu og mjög skær, sagði próf. Trausti. Hún á eftir að verða enn skærari og mun skærast skína á aðfangadagskvöld. Þá var einnig spurzt fyrir um það í gær hjá blaðinu, hvaða furðuflugvélar hafi verið á lofti um klukkan 2, en þessir „hlutir“ eins og fyrirspyrjandi prðaði það komu úr suðvestri og flugu til suðausturs og birtust fyrst tveir og síðan aðrir tveir. Um þetta er ekki gott að segja. Flugstjórnin á Reykjavíkurflug- velli, sagðist geta bent á þann möguleika að hér hafi verið um þrystiloftsflugvélar að ræða, en um það leyti voru 8 slíkar vélar á sveimi hér í nágrenni bæjar- ins, sumar mjög hátt en aðrar lægra á lofti, sumar spúandi hvítum reykmekki, en aðrar ekki. vörður, hefur að öðru leyti séð um útgáfu bókarinnar. Hefur hann skrifað skýringar með myndunum auk ýtarlegs formála um íslenzka alþýðulist, kjör henn ar og viðfangsefni. Með útgáfu þessarar bókar gefst mönnum nýtt tækifæri til að kynnast listviðleitni Islend- inga fyrr á tímum. Mun mörgum koma á óvart sú snilld og feg- urð, sem blasir við á flestum blaðsíðum bókarinnar. Bókin er prentuð bæði með ís- lenzkum og enskum texta. Varðarkaffi í Valhöll 1 dag kl. 3-5 s.d. „Z5 krónu veltan“ FJÁRÖFLUNARNEFND Siálfstæðisflokksins hefur nú hafið starfið í sambandi við DæjarstjornarKOsnmgarnar hinn 26. janúar næstkomandi. Hefur nefndin efnt til svonefndrar „25 krónu veltu“, sem borgarstjóri og bæjarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa hleypt af stokkunum með því að greiða hver um sig kr. 25.00 til Fjáröflunarnefndarinnar og um leið skorað á þrjá aðra Sjálfstæðismenn að gera slíkt hið sama Er þess vænzt, að allir góðir Sjálfstæðismenn taki áskor- minni og svari jafnframt með nýrri áskorun. Hér með er Skorað á Sjálfstæðisfólk, sem ekki hefur þegar fengið áskorun, að mæta í skrifstofu nefndarinnar í Sjálfstæðishúsinu og taka þátt í „25 ltrónu veltunni“. — Skrifstofan er opin til kl. 7 í kvöld og kl. 2—6 á morgun (sunnudag). Fjáröflunarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Dæmdur í 3 mán. fangelsi íslenzk myndlist frá f yrri öldum Ný, glæslleg myndabók frá Almenna bókalélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.