Morgunblaðið - 14.12.1957, Blaðsíða 10
10
MORGVNBT AÐIÐ
Laugardagur 14. des 1957
Oddvifii Höfðahrepps svarar níðgrein
eftir foringja kommúnista í A-Hún.
f ÞJÓÐVILJANUM hinn 11. þ.m.
birtist ofsaleg níðgrein um mig,
sem oddvita Höfðahrepps, skrif-
uð af forustumanni kommúnista
í Austur-Húnavatnssýslu, Lárusi
Valdemarssyni verðlagsstjóra.
Þar segir orðrétt: „Afhenti
hlutafélagi sínu hlutabréf hrepps
ins — án nokkurs endurgjalds“.
„Veðsetur eignir hreppsins fyrir
lánum Útgerðarfélags síns.“ „Af-
hendir eigin félagi eignir hrepps
ins“.
Minna má nú gagn gera ef satt
væri! Ókunnugir gætu litið svo
á, að oddvitinn væri svo til einn
eigandi Útgerðarfélags Höfða-
kaupstaðar h.f.. En því er þannig
varið að oddvitinn á aðeins 2
hluti í félaginu af 200 hlutum,
eða kr: 1000. — af kr. 100,000. —
Hlutafé með kr. 500. — hluta-
bréfum Útgerðarfélags Höfða-
kaupstaðar, sem starfað hefur í
10 ár, var stofnað árið 1947 fyrir
forgöngu þáverandi hreppsnefnd-
ar Keypti félagið þá strax 2 báta,
síðar 3ja bátinn, sem stöðugt hafa
verið gerðir út fyrir atvinnulíf
þorpsins. Safnað var áðurnefndri
hlutfjárupphæð með almennri
söfnun í þorpinu. Lagði Höfða-
hreppur fram mest hlutafé eða
50 hluti kr. 25,000,00, — og Kaup-
félag Skagstrendinga 30 hluti kr.
15,000,00, 120 hluti lögðu um 50
verkamenn, sjómenn og aðrir
fram, menn úr öllum flokkum.
Að framanrituðu er ljóst að
Höfðahreppur er aðaleigandi Út-
gerðarfélags Höfðakaupstaðar
h.f., en ekki undirritaður með
eitt þúsund króna hlut, sem full-
trúi kommúnista er svo ósvífinn
að dylgja með í rógs- og níðgrein
sinni um mig, sem oddvita og
framkvæmdastjóra félagsins.
Sjá nú allir af framansögðu sð
Útgerðarfélag Höfðakaupstaðar
h.f., er stofnað af Höfðahreppi
fyrst og fremst, sem aðaleiganda,
og því ekki um Útgerðarfélag
undirritaðs sérstaklega að ræða.
Allt níð um mig sem oddvita í
grein Lárusar Valdemarssonar,
fellur því dautt um sjálft sig,
þegar sannleikurinn kemur í ljós
og undarlegt er að svona vitleysa
skuli birtast á prenti.
Varðandi veðsetningu eigna
og tekna hreppsins fyrir atvinnu
bótalánum skal eftirfarandi tekið
fram. — Að sjálfsögðu fer gremar
höfundur þar sem annars staðar
með vísvitandi rangfærslur.
Eftir nokkurra ára útgerð við
aflaleysi hér við Húnaflóa, var
fyrirsjáanlegt að senda varð bát-
ana til róðra í aðrar verstöðvar.
Þetta myndi hafa haft í för með
sér algjört atvinnuleysi fyrir
þorpsbúa, haust- og vetrarmán-
uðina, því þar með hefði rekstur
frystihúsanna alveg stöðvazt, en
á fjárhagserfiðleika þeirra var
þó ekki bætandi.
Árið 1952 var af hreppsnefnd-
arinnar hálfu leitað eftir aðstoð
hins opinbera um atvinnubótafé
til útgerðarinnar. Hefur þetta ver
ið gert árlega síðan. Þessar fjár-
veitingar eru ýmist veittar sem
atvinnubótalán eða óendurkræfir
styrkir til okkar hrepps eins og
annarra hreppa og bæjarfélaga
og tekið veð í eignum og tekjum
hreppsins. Hefur það verið hlut-
verk hreppsnefndar Höfðahrepps
að annast úthlutun atvinnubóta-
lánanna til Útgerðarfélags Höfða
kaupstaðar og þeirra einstaklinga
sem þar hafa gert út, ti’. þess að
tryggja rekstur bátanna í þágu
atvinnulífs hreppsins og hrepps
búa.
Það eru því tilhæfulaus ósann-
indi að hreppsnefndin hafi aldrei
samþykkt að taka atvinnubóta-
lán, þar sem margsinnis liggja
fyrir samþykktir hreppsnefndar-
innar í fundagerðabók hieppsins
um að fela oddvita, fyrrverandi
og mér núverandi, að vinna að
útvegun atvinnubótafjár og undir
ritaðar beiðnir af hreppsnefnd-
inni til félagsmálaráðuneytisins
um aðstoð en fjárveitingar þaðan
svo afgreiddar eftir ástæðum.
Málflutningur Lárusar Valde-
marssonar, um atvinnubótalánin
er því út í hött.
Árið 1954 i stöðvaðist rekstur
hraðfrystihúss Hólanes hf. Vildu
þá þrír hluthafar, búsettir í
Reykjavík hætta rekstri frysti-
hússins á Skagaströnd' og rífa
allar vélar burtu, með það fyrir
augum að flytja þær í frystihús
á Suðurlandi. Var hér um að ræða
mikið afhroð fyrir atvinnulíf
þorpsins, ekki sízt upp á tramtíð
ina ef afli glæddist og bátum
fjölgaði. Var því unnið að því að
útvega atvinnubótafé til að firra
þessum vandræðum. Var því vel
tekið af því opinbera. Voru þessir
þrír hlutir keyptir til að gera
frystihúsið starfhæft á ný Sam-
þykkti meirihluti hreppsnefndar
að óska*eftir því við stjórn Út-
gerðarfélags Höfðakaupstaðar að
yfirtaka atvinnubótaféð og nluta
bréf áðurnefnúra hluthafá. Varð
útgerðarfélagið við þessum til-
mælum. Hvort líkur eru til að
atvinnubótalán þarna og annars
staðar verði að borga, fer eftir
því hvernig fer um framtíð út-
gerðarinnar yfirleitt. Að sinni
munu fáir gera ráð fyrir að hægt
verði að endurgreiða atvinnu-
bótalán og taka með því eignir og
tekjur hreppa- og bæjarfé'.aga.
Verður slíkt að teljast lítt fram-
kvæmanlegt fyrir ríkissjóð.
Af því sem hér hefur verið
tekið fram er það augljóst enda
alkunnugt að Útgerðarfél. Höfða
kaupstaðar hefur ekki verið neitt
gróðafyrirtæki, éða tekjustofnun
frekar en önnur þvílík fyrirtæki
norðanlands og austan og vestan
á undanförnum árum, sem sveitar
félög hafa neyðzt til að koma á fót
til að forða atvinnuvandræðum.
Þvert á móti hefur Útgerðarfél.
Höfðakaupstaðar verið hallafyrir
tæki, sem orðið hefði að gefast
upp fyrir löngu, ef eigi hefði not-
ið aðstoðar ríkisins fyrir milli-
göngu Höfðahrepps með lánum
og styrkjum.
En ég og aðrir forustumenn
kauptúnsins hafa barizt við að
halda þessu fyrirtæki gangandi,
því á tilveru þess hefur byggzt
að mestu sú atvinna sem kaup-
staðarbúar hafa lifað af. rúmir
500 talsins, jafnhliða töluverðum
landbúnði.
Meirihluta hreppsnefndar þótti
því eðlilegra að útgerðarfélagið
hefði með að gera hlutdeild í
frystihúsi Hólanes h.f., þar sem
hreppurinn er stærstx eigandinn
í útgerðarfélaginu, heldui en að
sveitarsjóðnum sjálfum væri
blandað í það mál. Þetta
er eðli málsins og án efa
ekki einstakt varðandi þetta
kauptún. En Lárus Valde-
marsson hefur gerzt til þess
að verða forustumaður upplausn
armanna í Húnavatnssýslu. Hann
er óður af sjálfsáliti og frekju og
þykist nú standa báðum fótum
í jötu, þegar flokksmenn hans
og fyrirliðar ráða miklu í ríkis-
stjórn íslands. Tilgangur hans
með rógskrifum sínum í „Þjóð-
viljanum“ er ekki einungis kosn-
ingabomba fyrir næstu hrepps-
nefndarkosningar heldur er til-
gangurinn bersýnilega sá að
koma Útgerðarfél. Höfðakaup-
staðar á kné, með því að spilla
fyrir því hjá valdamönnum þjóð
arinnar og koma í veg fyrir að
félagið fái þá aðstoð, sem það
þarf í samræmi við aðra hlið-
stæða útgerð við Húnaflóa, þar
sem aflabresturinn þjakar mest.
Eftir 10 ára starf í þágu at-
vinnulífs Höfðakaupstaðar. sem
alltaf hefur verið erfitt tel ég
slík níðskrif með öllu ósæmandi
embættismanni ríkisins, en grein
arhöf. er verðgæzlustjóri á Norð-
urlandi. Að vísu ei þetta ekki í
fyrsta skipti sem nefndur em-
bættismaður ræðst þannig á mig.
í þetta sinn mun fara fyrir hon-
um sem í hin fyrri, að í augum
hreppsbúa Höfðahrepps, munu
skrif Lárusar verðgæzlustjóra
verða fordæmd og þau aðeins til
þess fallin að skaða atvinnulíf
hreppsbúa allra.
Staddur í Reykjavík 12. des.
Þorfinnur Bjarnason.