Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 1
I 48 síður Eisenhower segir við komuna til Parísar: Hlutverk okkar að ákveða hvort þjéðirmar megi lifa í frelsi eða verða þrælalýður í kúgvsmarríki Ráðherrafundurinn hefsi á mánudag París, 14. des. — Einkaskeyti frá Reuter. ÆÐSTU MENN flestra NATO-ríkjanna eru komnir til Parísar, en þar á að hefjast á mánudaginn mikilvægur fund- ur þeirra. í dag komu m. a. tii borgarinnar þeir Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, og Macmillan, forsætisráðherra Bret- lands. Þetta er í fyrsta skipti, sem bandarískur forseti kemur til Parísar, frá því Wilson sat friðarráðstefnuna í Versölum 1919. — Forsetinn hress Eisenhower virtist hinn hress- asti, þegar hann sté niður úr einkaflugvél sinni, Columbine III, á Orly-flugvellinum. — Lék hann á alls oddi og var ekki að sjá á honum nein veikindamerki. Blaðamenn söfnuðust í kringum hann og las hann um 600 orða yfirlýsingu, hátt og skýrt. meta þær ógnir sem steðjuðu að hinum frjálsa heimi. — Það er okkar hlutverk að mæta þeim ógnum á afgerandi hátt. Það er okkar að framkvæma aðgerðir, sem kveða á um það, hvort maðurinn megi lifa í frelsi og virðingu á einstaklingnum, eða hvort mannkynið á að verða þrælalýður í einu gífurlegu kúg- unarríki. Rene Coty, forseti Frakklands, tók á móti Eisenhower á flugvell- inum. Það var drungalegt í París, þungskýjað og kaldur vind ur næddi um borgina. Á flug- vellinum tóku einnig á móti for- setanum Gaillard, forsætisráð- herra, og Lauris Norstad, yfir- maður herafla NATO. Fundinn í París munu sitja for- sætisráðherrar flestra NATO-ríkj anna og eru þeir komnir til borg- arinnar. Þeirra á meðal eru Ad- enauer, forsætisráðherra Þýzka- lands, John Diefenbaker frá Kan- ada, Adnam Menderes frá Tyrk- landi og Konstantin Karamanlis frá Grikklandi. Samtök jafningja Eisenhower sagði m. a.: — Orð frönsku byltingarmannanna. frelsi, jafnrétti og bræðralag, gætu vel staðið á skildi Atlants- hafsbandalagsins. — Bandalagið hefur sett sér það mark að verja frelsið og það er samtök jafn- ingja, sem starfa í sönnu bræðra- lagi. Hótunum harðstjórnarinnar í austri getum við aðeins mætt með sannri vináttu hinna frjálsu þjóða sín á milli. ífrslitastund Eisenhower forseti sagði að æðstu menn NATO-ríkjanna kæmu nú saman í París til að Indonesía víkkar land helgi sina stórlega Djakarta, 14. des. Stjórn Indónesíu lýsti í dag yfir lögsöguvaldi yfir geysi- stórum Iiafsvæðum, sem hafa verið opið haf til þessa. Nær þessi nýja útvíkkun landhelg- innar yfir hundruð þúsunda ferkílómetra. í því eru einnig fólgin yfirlýst yfirráð yfir vesturhluta Nýju-Guineu og hafinu umhverfis. Héðan í frá munu Indónesar marka landhelgi sína þannig, að draga línu frá yztu töng- Hreinsun Súez-skurðar greidd með 3% álagi um kringum allt eyríkið og bæta 12 mílna belti þar við. ' Er tilkynnt að stjórnin telji þetta nauðsynlegt tii að stað- festa, að hinar 3000 eyjar Indónesíu séu ein heild og samstætt ríki. t Þá er tilkynnt að skipum ann- arra ríka verði frjáls sigling um landhelgi Indónesíu, með- an þau skerða ekki sjálfstæði og öryggi Indónesíu. Þó verða hollenzk skip, sem sigla um svæðið gerð upptæk. kr Ákvörðun þessi verður til- kynnt til nefndar S. Þ. sem í byrjun næsta árs mun taka fyrir alþjóða-landhelgismálin. Hraðtleyg flugvél NEW YORK, 14. des. (Reuter).— Allsherjarþing S. Þ. samþykkti í dag, að heimila Egyptum að Ieggja 3% álag á skipagjöld um Súez-skurðinn. Er álag þetta ætlað til að standast kostnaðinn af hreinsun Súez-skurðarins, sem fram fór í byrjun þessa árs. Það voru þrjú ríki, — Brasilía, Persía og Filippseyjar, sem lögðu fram ályktunartillögu um að Egyptum skyldi heimilað að taka 3% álagið. í ályktuninni er látin í Ijós ánægja yfir því, hve hreinsun skurðarins s. 1. vetur tókst skjótt og vel. Lán endurgreidd Samkvæmt tillögunni skal fé það sem inn kemur við umrætt 3% álag greiðast inn í sérstakan reikning Sameinuðu þjóðanna, en framkvæmdastjórn þeirra mun síðan annast endurgreiðslu á lánum sem 11 þjóðir veittu til framkvæmda við hreinsun skurð- arins. Rússa MOSKVA 14. des. — Tímarit rússneska flughersins skýrir frá því að rússnesk orustuflugvél hafi sett heimsmet í hraðflugi, er hún náði 1987 km hraða á klst. En það er um 40 km meiri hraði en Voodoo-flugvélin bandaríska náði, er hún setti opinbert heims- met fyrir 10 dögum. Flugmálasérfræðingar á Vestur löndum segja, að frásögn tíma- Forsætisráðherra Möltu segir af sér LA VALETTA 14. des. — Don Mintoff forsætisráðherra Möltu sagði af sér i dag og leggur hann til að samflokksmanni hans Mers er verði falin stjórnarmyndun. Ástæðan fyrir stjórnarslitum er sú, að Mintoíf er ekki lengur talinn njóta trausts verkamanna í skipasmíðastöðvum eyjarinnar. Skipasmíðastöðvarnar hafa haft mikla atvinnu við viðgerð á brezk um herskipum. Nú óttast menn að dragi úr atvinnunni. 13 þús. manns vinna við skipasmíða- stöðvarnar. — Reuter. Kostnaðurinn við hreinsun Súez-skurðarins nam samtals um 8V2 milljón dollara. Þeir greiði sem sök áttu Fulltrúi Breta tók það fram í sambandi við afgreiðslu máls- ins, að eins og á stæði greiddi hann atkvæði með tillögunni. Hann teldi hana þó ekki réttláta, heldur hefðu Egyptar átt að greiða kostnaðinn, þar sem það voru þeir sem lögðu farartálm- ana í skurðinn. Með þessu fyrir- komulagi myndi 40% kostnaðar- ins leggjast á Breta, þ. e. brezk skipafélög. Ályktunin var samþykkt með 54 atkv. Ekkert mótatkvæði kom en 19 sátu hjá, þeirra á meðal Rússar og leppríki þeirra, sem töldu að Bretar og Frakkar ættu að greiða allan kostnaðinn. ritsins geti vel verið rétt. Það hafi komið í ljós að undanförnu að Rússar eigi mjög hraðfleygar orustuflugvélar. Hins vegar muni ekki hafa verið um að ræða op- inbert met, þar sem fylgt sé mjög hörðum keppnisreglum. Segja þeir að nokkrar flugvélar Breta og Bandarikjamanna geti farið hraðar en 2000 km á klst., þótt erfiðara sé að láta þær keppa um heimsmetið. — Reuter. MORGUNBLAÐIÐ er 48 síður í dag. — Lesbók fylgir blaðinu. Næsta Lesbók verður jafnframt Jóla-Lesbók. Æðstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins koma nú saman í Paris og hefst sameiginlegur fundur þeirra á mánudag. Sjást þeir hér á myndinni. -Efsta röð: Gaillard (Frakklandi), Eisenliower (Bandaríkjun- um), Macmillan (Bretlandi), Adenauer (Þýzkalandi). Önnur röð: Zoli (ítalíu), Van Acker (Belgíu), Gerhardsen (Noregi), Diefenbaker (Kanada). Þriðja röð: Da Cunha (Portúgal), Karamanlis (Grikklandi), Menderes (Tyrklandi), Drees (Holandi). Neðsta röð: Hermann Jónasson (íslandi), Bech (Luxemburg), Hansen (Danmörku), og Spaak, framkvæmdasljóri NATO. — Þriðji hörmimga-jaro skjdlitinn í Persiu TEHERAN, 14. des. (Reuter). — Það er nú álitið að milli 1100 og 1400 manns hafi farizt í jarðskjálftum miklum, sem urðu í gær í nokkrum héruðum Persíu. Þúsundir manna til viðbótar hafa særzt og fjöldi fólks er heimilislaus í snjóbyl og frostum. Tala hinna dauðu eftir jarð-* skjálftana er alger áætlunartala. sem sést m. a. af því að aðeins um 200 lík hafa verið grafin úr rústunum. Fregnir herma, að heil ir bæir og þorp hafi lagzt ger- samlega í rúst. Skullu jarðskjálft- arnir yfir að næturlagi, þegar fólk var í fastasvefni. í heilan sólarhring hafa her- menn og borgarar unnið að því að grafa í húsarústunum og freista að bjarga þeim sem liggja þar á lífi, en bjargarlausir. Skemmdirnar urðu mestar á svæði einu, sem er um 300 fer- kílómetrar að stærð og má heita, að þar standi ekki steinn yfir steini. Hérað þetta er skammt frá landamærum íraks. Auk manntjónsins varð einn ig mikið tjón á bústofni. Hef- ur það ekki verið talið saman. en ljóst er að þúsundir kúa og kinda hafa drepizt, er útihús hrundu. Þetta er þriðji meiriháttar jarð skjálftinn í Persíu á 13 mánuð- um. í jarðskjálftanum, sem vard í nóvember 1956 í Suður-Persíu, fórust 3500 manns, og í jarð- skjálfta, sem kom í Norður- Persíu í júlí sl., fórust 1000 manns. Flugfélög mótmæla K AUPM ANN AH AFN ARBLÖÐ - IN skýra frá því að bæði íslenzku flugfélögin, Flugfélag íslands og Loftleiðir séu í hópi fjölda er- lendra flugfélaga, sem hafa sent mótmælabréf til SAS og dönsku flugmálaþjónustunnar vegna ákvarðana sem teknar hafa verið um aðbúnað þessara félaga í fram tíðarflugstöð, sem verið er að reisa á Kastrup. Fyrir rúmu ári var flugfélögum þessum tilkynnt að þau fengju hvert um sig 24 fermetra skrif- stofupláss á annarri hæð auk af- greiðslupláss á grunnhæð. En nú fyrir nokkru tilkynnti SAS þeim, að hvert félag fengi aðeins um 8 fermetra klefa á annarri hæð. Stafar þetta m. a. af því að ýmis verzlunarfyrirtæki eiga að fá sölubúðir á hæðinni. Hin útlendu félög sem eru 14 talsins hafa í bréfi sínu til SAS mótmælt þessu harðlega og benda m. a. á það að þau hafi ímyndað sér að flugstöðin ætti að vera hús fyrir flugafgreiðslu en ekki fyrir „magasín1 >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.