Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVNBL4ÐIÐ Sunnudagur 15. des. 1957 Alvarlegur ágreiningur dráffarbrautareigenda og verðlagsyfirvalda Lokun drátt&rhraufanna hoðuð nú að dráttarbi-autirnar skuli fá 600 krónur fyrir uppsetningu, miðað við 30 tonna bát og verði óleyfilegt að reikna sérstaklega vinnu starfsmanna stöðvanna, hún skuli innifalin í 600 kr. upp- sátursgjaldinu. Um þetta var svo rætt á fundi Fél. dréttarbrautae'genda í gær. Var s'ðan samþykkt að -tilkynna lokun brautanti,- á miðvikudag- inn kfmur haú verðgæzlustjóri og verðlagsyfirvöi'V.a ekki endur skoðað afstöðu s'tia. SKORIZT hefur alvarlega í odda milli verðgæzlustjóra og þeirra manna sem reka dráttar- brautir um land allt fyrir fiski- bátaflotann. Hefur verðgæzlu- stjóri tilk. nýtt hámarksverð á uppsetningu á bátum, en eigend- ur dráttarbrauta hafa mótmælt á þeirri forsendu, að með hinu nýja verði sé þeim gert ókleift að starfrækja dráttarbrautir. Hafa þeir boðað lokun brautanna n.k. miðvikudag hafi ekki fengizt leið rétting. Hið mikla Iðubrú BRÚIN á Hvítá hjá Iðu í Árnes- sýslu er nú opin til umferðar. Framkvæmdum er ekki að fullu lokið enn, þar sem eftir er að ganga frá vegfyllingum við brúna og steypa plötur á þær við brúarsporðana. Einnig er eftir að mála brúna að nokkru leyti. Verða þau verk unnin á vori komanda og verður þá að loka brúnni fyrir umferð nokkurn tíma. Brúin er 109 m. löng hengi- brú með steyptu gólfi og er breiddin 4,1 m. innan bríka. Brúin er reiknuð fyrir 18 tonna <■ vagn dreginn af 9 tonna vagni og einnig 350 kg. þunga á hvern fermetra brúargólfs. í hvorri brúarhiið eru 6 strengir er bera brúna. Hver þeirra vegur um 5 tonn og er röskir 6 cm. í þver- mál. Turnstoðirnar eru 16,8 m. háar og eru hæstu turnstoðir hér á landi. Strengir og stál í yfirbyggingu brúarinnar var smíðað hjá Dor- man Long & Co. í Englandi. Eftirfarandi upplýsingar um efnismagn það er notað var við brúargerðina gefa nokkra hug- mynd um stærð mannvirkisins: Fyrir turnstoðum og akkerum voru sprengdir 950 ten.metrar. Steyptir voru alls 1760 ten.metr- ar. f steypuna fóru af sementi 570 tonn. Notuð voru af steypu- styrktarjárni 70 tonn. í mót og Myndlisiarmark- aður opnaður f GÆR kl. 5 e.h. var opnaður ann- ar myndlistarmarkaður Sýningar- salarins við Ingólfsstræti. Þar sýna tveir myndhöggvarar og 12 málarar verk sín. Myndhöggvararnir eru Sigurjón Ólafsson og Guðmundur Benedikts son; málararnir: Kristín Jónsdótt ir, Nína Tryggvadóttir, Kristján Davíðsson, Benedikt Gunnarsson, Guðmundur Einarsson, Hörður Ágústsson, Valtýr Pétursson, Karl Kvaran, Bragi Ásgeirsson, Sigur- björn Kristinsson og Einar Bald- vinsson. Einnig kemur fram nær daglega ýmiss konar listiðnaður bæði ísl. og erlendur. 1 Sýningarsalnum eru nú einn- ig til sölu endurprentanir af fræg um verkum eftir heimsfræga lista menn, eins og Piccasso, Braque, Mattisse, Gauguin, Van Gogh o. fl., þar á meðal kínverska og jap- < anska listamenn. Iðubrú í Biskupstung'um maimvirki opnuð verkpalla voru notuð af timbri 5200 ten.fet. Strengir og stál í yfirbyggingu var 198 tonn. Byrjað var á byggingu brúar- innar haustið 1951 og þá sprengt fyrir turnstoðum og akkerum. Sumarið 1952 var ekkert unnið við brúargerðina, en 1953 voru byggðir turnar og akkeri að sunn an verðu. Árið 1954 lágu fram- kvæmdir við brúna niðri vegna verkfræðingadeuunnar, en 1955 voru turnar og akkeri byggð norðan árinnar. Sökum langs af- greiðslutíma á stáli í yfirbygg- ingu brúarinnar var ekkert unn- ið við brúuna 1956. Framkvæmdir við uppsetningu brúnarinnar hófust í ágústbyrj- un í ár. Fyrsti bíllinn ók yfir brúna .21. nóv., en vegna vinnu við vegfyllingar við brúna hefur ekki verið hægt að opna hana fyrir almennri umferð fyrr en nú. Árni Pálsson yfirverkfræðing- ui teiknaði brúna ásamt Helga H. Árnasyni verkfræðingi. Hafði sá fyrrnefndi yfirumsjón með framkvæmd verksins en daglegt eftirlit á vinnustað höfðu verk- fræðingarnir Helgi H. Árnason, Snæbjörn Jónasson og Karl Ómar Jónsson. Aðalverkstjórar við byggingu turnstoða og akkera voru Sigurð- ur Björnsson frá 1951—’55 og síðar Kristján Guðmundsson. Við uppsetningu brúarinnar í ár var Jónas Gíslason aðalverk- stjóri. Síðasti da gur Nonna- sýniiígarinnar ÞEIR Reykvíkingar eru sjálfsagt fáir, sem ekki hafa lesið eitthvað af ritverkum kristsmunksins Jóns Sveinssonar — íslenzka piltsins Nonna. Hins vegar eiga margir þeirra vafalaust eftir að skreppa upp í Þjóðminjasafn og líta á sýninguna, sem þar stend ur nú yfir til minningar um þennan merka mann. Þarna eru bækur á ótal tungumálum, mynd ir og aðrir minjagripir. Mennta- málaráð stendur fyrir sýning- unni, en flestir munirnir eru úr fórum Haralds Hannessonar hag- fræðings. í dag er síðasta tækifærið til að sjá þessa sýningu, og ættu sem flestir að nota sér það. SAMKVÆMT fréttum ríkisút- varpsins í gær vann Yanofsky biðskák sína við Reshevsky í 12. umferð, en biðskák Friðriks og Larsens varð ekki lokið, en út- varpið hafði þær fregnir að færa, að staða Friðriks væri verri. Eftir 12 umferðir voru því Res- hevsky og Gligoric efstir með 7 vinninga, Szabo hafði 6%, Fríðrik 6 og biðskák, Yanofsky 6, Larsen 5V2 og biðskák, Najdorf 5 og Evans 4. Nvtt lav eítir Rifffijs Halldórsson „HVERS VEGNA“, heitir nýtt lag eftir Sigfús Halldórsson, sem kemur á markaðinn á morgun. Sigfús hefur um tveggja áratuga skeið getið sér gott orð fyrir söng- og dægurlög sín — og öll- um er í fersku minni „Litla flug- an“, sem „flaug“ um allt land fyrir nokkrum árum og naut mik illa vinsælda. Stefán Jónsson, rit höfundur, hefur samið texta við þetta nýja lag Sigfúsar — og er þess að vænta, að lagið komi út á hljómplötum eftir áramótin: 100 tölusett eintök af laginu, árit uð af höfundi, verða til sölu sýningarsalnum við Ingólfsstræti. Sœnskt „jölaleikrit í Þjóðleikhúsinu HJÁ Þjóðleikhúsinu er jólaleik- ritið í uppsiglingu. Eru æfingar hafnar fyrir skömmu. Hér mun vera nánast um að ræða nokkurs konar óperettuafbrigði, atriði úr lífi Bellmanns. Leikrit þetta ber nafnið ,Ulla Windblad", en svo nefnist fylgi kona Bellmanns. Þessi tvö hlut- verk fara þau með Herdís Þor- Frá Alþingi FUNDIR hafa verið boðaðir í báð um deildum Alþingis kl. 1,30 á morgun. í efri deild verður rætt um farsóttarlög og bifreiðaskatt, en í neðri deild um skemmtana- skatt 1958, útflutningssjóð, tekju- og eignarskatt, útsvör, skemmt- anaskatt og þjóðleikhús, menn- ingarsjóð og menntamálaráð, sveitarstjórnarkosningar (frv. Jóns Pálmas.), skólakostnað og sauðfjárbaðanir. Annað bindi ævisögu Þórberi FRÁ Helgafelli er komið út ann- að bindi af sjálfsævisögu Þór bergs, er hann kallar „Um lönd og lýði“. Um fyrsta bindi ævi- sögunnar, Steinarnir tala, sem út kom á sl. ári, sagði Kr. Alberts- son hér í blaðinu: „Hann (Þórbergur) hefur marg ar gáfur skáldsagnahöfundarins, hann er allur sjón, taugar og til- finning, skörp athugun, sterk ímyndun, óþrotlegt minni á menn og viðburði, og ýmist djúp al- vara— eða spriklandi æringja- galsi. Engin leið er að sjá hvað er skáldskapur og hvað virki- leiki í sögum Þórbergs af ævi sinni. Manni finnst allt vera sjálft hið ófalsaða líf, sem enginn geti upphugsað. — Svona hlýtur sérhvað að hafa gerzt“. Óþarft er að minna lesendur Þórbergs á það að bækur hans um séra Árna eru nú ófáanlegar. Bókin er mjög smekklega út- gefin og tildurlaus. Kápumynd eftir Halldór Pétursson. valdsdóttir og Róbert Arnfinns- son. Það er mikið um söng og gleð- skap í leikriti þessu, en í söngv- um Bellmanns kemur vinkona hans Ulla mjög við sögu. Hlut- verk vina þeirra á knæpum Stokkhólmsborgar eru leikin af þeim Haraldi Björnssyni, Kristni Hallssyni, Þorsteini Ö. Stephen- sen, Lárusi Pálssyni og Sverri Kjartanssyni. Fjöldi manns kemur fram í leik riti þessu, alls um 50 manns, auk hl j óms veitarmanna. Ljósin reyndusf til- raun með llugeida FYRIR nokkru var sagt frá því í fréttum af Vestfjörðum a8 sézt hafi þar Ijósglampar til hafs í vésturátt, líkt og rakettum hefði verið skotið. Veltu menn því nokkuð fyrir sér, hvað þetta gæti verið og var m. a. sagt að reynt hefði verið að ná sambandi við brezka eftirlitsskipið Bramble, sem statt var á þessum slóðum, en það hefði ekki tekizt. Skipstjóri hins brezka eftirlits- skips hefur nú upplýst að ljós- um þessum hafi verið skotið frá skipi hans. Voru það fimm rak- ettur af sérstakri tegund, sem notaðar eru til að lýsa upp haf- flötinn, t. d. í leit að kafbátum. Voru þeir á skipinu að reyna þessi tæki, eins og oft er gert. Hins vegar varð skipstjóri ekki var við, að kallað væri á skip hans gegnum radíó og var þó opið á þeirri bylgjulengd, sem slík boð fara venjulega eftir. SEYÐISFIRÐI, 14. des. — Kjart- an Ólafsson tannlæknir, er flutt- ur hingað til bæjarins. Hefur hann keypt sér hús og hyggst stunda hér tannlækningar, en ennig hyggst hann fara í tann- lækningaferðir um nærsveitir og til bæjanna hér austanlands. Dallasmótið: Fiiðcik ótti verri stöðn gegn Lorsen Allt fram til ársins 1956 voru eigendur dráttarbrauta ekki í neinum félagsskap. Það ár var stofnað Félag dráttarbrautaeig- enda. Félagið semur síðan gjald- skrá fyrir félagsnienn sína. Sam- kvæmt henni skal fastagjald fyr- ir bátauppsetningu vera, miðað við 30 tonna bát, 1038 krónur. Eigendur dráttarbrautanna telja nú svo komið rekstri stöðva sinna, að ógerningur sé að hafa annan hátt á þessu starfi, en að það verði allt unnið í tímavinnu. Vinna starfsmanna dráttarbraut anna við uppsátur bátanna sé ekki felld inn í uppsátursgjaldið, heldur greidd samkvæmt sérstök um reikningi þar um. Það er ákvörðun verðlagsstjóra Leiiti í góðu veðri, eu.............. ÍSAFIRÐI, 14. des. — Um há- degisbilið skall á hér ofsaveður með rigningu. Urðu veðrabrigðin svo snögg, að katalinabátur Flug félagsins, sem kom hingað í áætl- unarferð laust fyrir hádegi, lenti hér í góðu veðri, en í þann mund er búið var að afgreiða flugvélina voru lromin aftök. Var því ekki viðlit að halda til Reykjavíkur cg liggur flugvélin hér við fest- ar. Nokkrar skemmdir munu hafa hlotizt af rokinu — og var m.a. rafmagnslaust í bænum hluta dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.