Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 15. des. 1957 MORGVNBIAÐ1Ð 11 Gunnar Sigurðsson í Seljatungu: A að gefa bændum eftir „Óþurrkalánin frá 1955“ AÐ UNDANFÖRNU hefur mátt lesa í „Tímanum“ greinarstúfa eftir Bjarna á Laugarvatni, Pái Zóphaníasson o. fl., þar sem þeir reyna að andmæla rökum fyrir því að Alþingi samþykki tillögu til þingsályktunar, um eftirgjöf á óþurrkalánum, er veitt voru bændum á Suður- og Suðvestur- landi vegna óþurrkanna miklu er herjuðu það landsvæði sumarið 1955, svo og vegna óþurrka og harðinda á Austur- og Norðaust- urlandi 1949—’50, sem flutt er af Ingólfi Jónssyni og Sigurði Ó. Ólafssyni. Ætla hefði mátt, að a. m. k. enginn bóndi yrði til þess, að andmæla því að ofan- greind lán yrðu að fullu eftir- gefin til þeirra, sem þau tóku á sínum tíma, svo augljós og brýn var þörf bænda almennt, á Suður- og Suðvesturlandi fyrir því að ríkisvaldið léði þeim lið á haust- nóttum 1955. Svo sem dæmin sanna er því þó ekki að heilsa að allir bænd- ur fögnuðu því að létt væri með þvílíkum aðgerðum undir með fjárhagslega þjökuðum stéttar- bræðrum sínum og þeim á þann hátt gjört kleift að afmá að nokkru þá fjárhagslegu byltu er mikill fjöldi þeirra hlaut vegna óþurrkanna 1955 og þeirra gengd- arlausu fóðurbætiskaupa er gjöra varð veturinn eftir. En ég fullyrði hiklaust að mikill fjöldi bænda er lánin tók getur eigi án nýrrar lántöku innt nú þegar fyrstu af- borganir af hendi, verði lánin innheimt á þann máta er lána- pappírar sögðu í upphafi fyrir um. Bjarna skólastjóra á Laugar- vatni hefir orðið sú reginskyssa á að gjörast talsmaður fyrir því að Alþingi samþykki ekki áður- nefnda þingsályktunartillögu, vit- andi það ofurvel, að enda þótt hann, að sjálfs hans sögn, hafi tekið hallærislán, stendur hann að flestu eða öllu leyti á allt öðru stigi með búskap sinn, heldur en bændur er sams konar lán tóku og getur því frá sínu sjónarmiði talað digurt um að endurgreiða lánið og gefið síðan sjálfum sér vottorð skilvísi og heiðarleika. Mér er næst að halda að Bjarni á Laugarvatni býði ekki af því tjón að hann rekur bú sitt á land- svæði því, er almannavald hefir meðgjörð með, og þarf hann þó fyrir það eitt ekki að hafa nein önnur hlunnindi en þau, að hann er skólastjóri alþýðuskólans og fær vafalaust sín skólastjóralaun, sem ég efa ekki að bæti heldur í búi hans heldur en hitt. Eða skildu þeir vera margir bænd- urnir á Suður- og Suðvesturlandi, utan Bjarna á Laugarvatni, sem fá fyrir mjólkurframleiðslu sína krónur 3.33 pr. lítra án alls frádráttar, svo sem flutn ingskostnaðar að mjólkurbúi, sjóðatillög og fleira sem þeir bændur allir verða að greiða er leggja alla mjólk sýna inn í mjólkursamlög sín? Þar við bæt- ist að fullvíst er að Bjarni hefir í ofanálag fengið undanfarið greidda uppbót á mjólkurverði úr ríkissjóði fyrir þá mjólk er hann selur á ofangreindu verði, nú síðast frá 1. sept. 1956 til 1. okt. 1957 kr. 1,26 pr. lítra. Hefir Bjarni þá fengið yfir hálfa fimmtu krónu fyrir líterinn. En bændur aðeins krónur 2.90 að frádregnum kostnaði. Ein- hverjum myndi finnast að sinn hagur væri sýnu betri með að- stöðu Bjarna, sem er vel með far- inn eins og eldishestur. Hversu marga tugi eða hundr- uð þúsunda, hefir Bjarni þannig fengið greitt úr ríkissjóði? En af þessum ástæðum vil ég draga þá ályktun eina að Bjarni á Laugarvatni ætti manna helzt að láta það vera að biðja um að bændum verði gjört að greiða þær fjárhæðir er þeir allra hluta vegna áttu frá upphafi að fá án endurgjalds, úr því að ríkissjóð- ur á annað borð sýndi lit á að deyfa verstu skakkaföllin sem urðu af völdum hinna dæmalausu óþurrka sumarið 1955. Um skrif Páls Zóphoníassonar varðandi eftirgjöf umræddra lána er óþarft að hafa mörg orð, „enda skal svo leiðan forsmá, að anza honum engu“. Það er þó víst að allt tal hans um efnaða bændur er fengið hafi þessi lán, er algjörlega út í hött og sannar ekkert um réttmæti þess að inn- heimta lánin. Páli þessum er ekki frekar en öðrum mönnum gefið neitt vit til réttdæmi á því hver sé ríkastur, en honum hefir ver- ið gefið annað af mannavöldum, en það er aðstaða til þess að leggja sitt lið að því að hækka svo skattmat á búpeningi bænd- anna, að þeir verði velflestir ekki lítið efnaðir þegar lítið er á skatt- skýrslur þeirra, þó staðreyndin um peninginn, sem fæst fyrir gripina, sem leiddir eru til slátr- unar, sé talsvert á annan veg. Það er og heldur engin ný tíð- indi, að Páll Zhópaníasson þyk ist vilja vera verndari bændanna og telja sig réttkjörinn til þess að segja fyrir um hvað sé þeim hentast og hvað ekki. Hvernig væru bændur staddir ef P. Z hefði allt af haft vald til þess að ráða afurðaverðinu? Við bændur vitum hins vegar að þangað eru engin ráð að sækja og að við finnum bezt sjálfir hver fjárhagsgeta okkar er. En hvað er svo um þingálykt ■ unartillögu þeirra Ingólfs Jóns- sonar og Sigurðar Ó. Ólafssonar að segja? Svo sem kunnugt er, fluttu þessir sömu menn sams konar tillögu á síðasta þingi en þá varð endirinn sá, að sá hópur á Alþingi er styður núverandi ríkisstjórn, hafði hvorki drengskap né vilja til þess að fallast undirmálalaust á tillöguna en viðurkenndi þó réttmæti hennar og fékk stjórn- inni heimild til þess að afhenda Bjargráðasjóði lánin til inn- heimtu, gaf í leiðinni Austfirð- ingum eftir sams konar lán og síðan heimilaði stjórnin Bjarg- ráðasjóði að innheimta lánin með ýmis konar afslætti og dilka- drætti og ef á þyrfti að halda, að gefa lánin eftir að fullu. Hér var að mínu viti farin hin versta leið í þessu máli er hugs- ast gat. að fá eftirgjöf skuli sleppa eða ekki? Nei, slíkt horfir til ófriðar og vansæmdar þeim er slíkt hafa fyrir lagt. Ég tel því að með endurflutn- ingi tillögu þeirra Ingólfs og Sigurðar nú á þessu þingi sé Al- þingi gefin kostur á að leiðrétta sín fyrri mistök, gjöra rétt úr röngu og staðfesta þar með að þeir fultrúar er þar sitja, og eiga með störfum sínum að skapa sér virðingu allra heiðarlegra manna, hafi augun opin fyrir því að í atvinnu sem landbúnaði eru slík sár er óþurrkasumarið 1955 olli, lengi að gróa og að ekki eru alls staðar örin horfin, þótt síðan hafi gefizt tvö góðviðrissumur, sem allir þakka svo sem vera ber. Bændum mismunað eftir hvai þeir á landinu bjuggu og sveitar- stjórnum öllum á Suður- og Suð- vesturlandi fenginn sá mesti vandi er hugsast getur. Eða halda menn ekki að það verði fjarska- lega skemmtilegt verk hjá sveita- stjórnunum að dæma um hvort þessi eða hinn sem sótt hefir um Verði hins vegar sú raunin á, að Alþingi felli eða afgreiði ekki fyrrnefnda tillögu, bætist enn við vantraust það er allir sannir bændur bera til þess meirihluta, er nú ræður ráðum á Alþingi og var það þó ærið fyrir. Gunnar Sigurðsson Seljatungu. íslenzk tónverk prentuð fást næstu daga hjá Tónskáldafélaginu, Freyjug. 3. Opið til kl. 10 í kvöld. Tækifæriskaup VAUXHALL bifreið, smíðaár 1949, vel með farinn og í ágætu lagi, selst með tækifærisverði, ef samið er strax. Upplýsingar í dag kl. 1—6 e. h. í síma 34488. Verk Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í fimm binda heildarútgáfu í skrautbandi. Allar ljóðabækur skáldsins, einnig Ljóð frá liðnu sumri, Sólon íslandus og leikritin, einnig Landið gleymda, sem ekki hefir áður komið út. Það er ekki vitað um neitt ljóðskáld í heiminum sem er jafnnátengt þjóð sinni og Davíð. — Verk Davíðs í hinni nýju heildarútgáfu eru fegursta og varanleg- asta gjöfin sem hægt er að finna. Ævisögur Þórbergs og Laxness eru engum öðrum ævisögum líkar í bók- menntum veraldar og munu ávallt teljast sérstakir viðburðir. „Vefarinn mikli“ ævisaga Laxness, eftir Hallberg lýsir æsku hans, og er aðalkaflinn frásögn frá klausturárunum og uppistaða sögunnar bréf og dagbæk- ur skáldsins. — Stórkostlegt verk. Bókin kostar aðeins kr. 144.00 í fallegu bandi. Annað bindi ævisögu Þórbergs, Um lönd og lýði, er komið út. Þar segir enn frá æsku höfundarins og má glöggt merkja að stórviðburðirnir færast æ nær. Látið ekki henda yður að missa af fyrstu bindunum, sem seljast munu upp fyrr en varir. Fyrsta bókin „Steinarnir tala“ er enn til. Bækurnar eru bundnar í smekklegt band og kosta kr. 140.00 hvort bindi. „Aftankul“, heitir nýja Ijóðabókin eftir Jakob Thorarensen. — Hér birt- ast ekki aðeins ný ljóð, heldur ferskur skáldskapur. VEGHUSASTIG *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.