Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. des. 1957 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stéíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargiatd ki. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. UTAN IIR HEIMI : 6,400 manns vinna við fram- leiðslu ELECTRA- Reynslu- flugið er skammt undan HÖFNIN - LIFÆÐ REYKJAVÍKUR AÐ fer ekki milli mála, að höfnin í Reykjavík er á margan hátt undirstaða allra framkvæmda og atvinnulífs í bænum. Framtíð Reykjavíkur- hafnar er þess vegna eitt af stærstu málum allra Reykvíkinga og raunar hefur það mál þýðingu á ýmsu vegu fyrir alla lands- menn. Fyrir 40 árum var Reykja- víkurhöfn byggð en þegar hún tók til starfa 1917, voru bólvirki aðeins 200 metra löng. Síðan hef- ur jafnt og þétt verið haldið áfram að byggja höfnina, bæta við bólvirkjum og bryggjum og auka athafnasvæði hennar. Nú í dag eru bólvirki hafnarinnar orðin um 2800 metra löng. Er. nú er tími til kominn að gera áætlanir um verulega framtíðar stækkun hafnarinnar. Verkefnir. sem framundan eru í þessu efni. eru tvíþætt. Annars vegar þarf að halda áfram af fullum krafti uppbyggingu þeirrar hafnar, sem nú er, en þar kemur til greina að byggja nýjar bryggjur og stækka aðrar sem fyrir eru. Enn- fremur eru umferðarmálin í sam- bandi við höfnina þáttur í því verkefni, að nýta sem bezt þá höfn, sem fyrir er. Annar þáttur þessa máls er sá að ákveða hvert stefna skuli um framtíðarstækkun Reykja- víkurhafnar. Fyrir rúmu ári voru sérfróðir menn kvaddir til að gera tillögur um slíka framtíðar- stækkun og um frekari fram- kvæmdir við núverandi höfn. Hefur þessi sérfræðinganefnd skilað áliti og á grundvelli þess hafa Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn nú lagt fram á síðasta bæj- arstjórnarfundi ýtarlegar tillög- ur um framtíðarstækkun hafn- arinnar. * Það er ljóst að slík framtíðar- stækkun hlýtur að verða utan nú verandi hafnarsvæðis. í sambandi við það hafa aðstæður verið at- hugaðar víða í Reykjavik og í nágrenni hennar. Athugaðir hafa verið hafnarmöguleikar við Skerjafjörð, Seltjarnarnes, Akur- ey, Viðeyjarsund og Eiðisvík. — Allir þessir staðir hafa verið at- hugaðir, en niðurstaðan hefur orðið sú, að næsti áfanginn í stækkun Reykjavíkurhafnar eigi að vera á því svæði, sem tak- markast að vestan að núverandi höfn og örfirisey, að norðan af Engey, að austan af skjólgörðum milli Engeyjar og Laugarness og að sunnan af strandlengjunni frá Laugarnestanga að núverandi höfn. Hér er um mjög rúmgott svæði að ræða, dýpi er þar nægj- anlegt og þetta svæði hefur líka þann kost að það stendur í beinu sambandi við núverandi höfn, þannig að segja má að hér sé um að ræða eðlilegt framhald af henni. Á þessu svæði eru mjög miklir möguleikar fyrir rúmgóðu og auknu athafnasvæði í sam- bandi við hina væntanlegu höfn. Hér er eitt aðalatriðið, að góð not mundu verða af Engey, sem þá yrði innan hinnar nýju hafnar eða á takmörkum hennar. Eng- ey er nú eign rikissjóðs, en borg- arstjóri hefur farið þess á leit við ríkið, að það selji bænum eyjuna og er það mál í athugun. ★ Þegar höfnin næði yfir svo stórt svæði sem hér er um að ræða, yrði að gera ráðstafanir til þess að skýla henni, einkum fyrir vestlægum og norðlægum áttum. Til þess verður að byggja garð milli Örfiriseyjar og Eng- eyjar, en sú garður mundi verða um 1,6 kílómetrar að lengd. Þann garð mætti byggja i áföng- um. Þessi garður hefði þýðingu í margar áttir, hann mundi verða höfninni til skjóls og við innri hlið hans mundi verða bólvirki fyrir stór skip. Auk þess mundi slíkur garður tengja Engey við land. Þá væri líka nauðsynleg: að byggja garð hvorn andspænis öðrum út frá Engeyjarrifi og Laugarnesstanga, en á milli þeirra yrði innsigling inn i hina nýju höfn. Allt nýja hafnarsvæðið, _sem gert er ráð fyrir í tillögum Sjálf- stæðismanna, yrði um 3,5 fer- kílómetrar að stærð, eða nærri því 9 sinnum stærra að flatar- máli heldur en núverandi höfn. Það er svo sérstakt viðfangs- efni að skipuleggja þetta hafnar- svæði sjálft, ákveða hvernig hólfa eigi það í sundur og hag- nýta það á annan hátt. ★ Tillögur Sjálfstæðismanna í hafnarmálunum eru framtiðar- áætlun, sem er ekki miðuð við tiltekinn árafjölda, heldur mundi slíkt verk verða unnið, eftir því, sem tímarnir krefjast og eftir þeim aðstæðum í fjárhags- og at- vinnumálum bæjarins, sem verða á næstu tímum. Sjálfstæðismenn hafa með tillögunni markað meg- instefnúna í þessu stórmáli og munu vinna ósleitilega að fram- gangi þess. Stækkun hafnarinnar er aðeins eitt af þeim stórfram- kvæmdum Reykvíkinga, sem Sjálfstæðismenn hafa í huga. En jafnhliða eru svo mörg önnur mikilsháttar verkefni. Reykjavík vex og dafnar. Hún krefst nýrra og stórra átaka a fjöldamörgum sviðum. Þau átök vilja Sjálfstæðismenn gera og er framtíðarstækkun hafnarinnar eitt af hinum þýðingarmestu. — Reykjavík er mesta verzlunar- borg landsins. Hún er einnig stórborg, á íslenzka vísu, á sviði útgerðar og iðnaðar. Til þess að þessir atvinnuvegir geti haldið áfram að blómgast, verður að sjá vel fyrir þörfum þýðingar- mestu hafnarinnar á öllu land- inu. Framtíðin gerir þar miklar og margþættar kröfur, en þeim kröfum á að fullnægja á þann hátt, sem bent er til í tillögum Sjálfstæðismanna. Um þetta mál þyrftu Reykvíkingar allir að geta sameinast, þetta er mál þeirra allra, hvaða flokki, sem þeir til- heyra, því velgengni höfuðstað arins byggist að mjög verulegu leyti á því, að sjálf lífæð bæjar- ins — höfnin, geti annað þvi hlutverki í þágu bæjarins og landsins í heild, sem hún þarf og á að vinna. EINHVERN næstu áaga verður farið í fyrsta reynsluflugið á fyrstu ELECTRA flugvélinni, sem smíðuð hefur verið. Það eru bandarísku Lockheed flugvéla- verksmiðjurnar, sem ætla að framleiða ELECTRA og nú þegar hafa 10 flugfélög gert pantanir á samtals 141 flugvél. Loftleiðir eru sem kunnugt er meðál þeirra flugfélaga, sem hyggjast taka þessa nýju flugvél í notkun. Fyrstu flugvélarnar verða afhent ar á hausti komanda. Um þessar mundir vinna 6,400 manns að framleiðslu ELECTRA og áætlað er, að í framtíðinni nemi mánað- arframleiðslan 12 flugvélum. Myndirnar, sem hér birtast, eru teknar af smíði fyrstu flugvélar- innar. Efst sjáið þið, að verið er að festa fremsta hluta búksins, flugmannaklefann, við búkinn, sem þá var fullsmíðaður. Næsta mynd er tekin, þegar verið var að reyna þanþol búks- ins. Flugvélinni er ætlað að fljúga í allt að 30,000 feta hæð, en loft- þrýstingur í flugvélinni á þá að verða hinn sami og á jörðu niðri. Litla myndin er tekin af útbún- aðinum við enda búksins, sem notaður er við þessa prófraun, þegar lofti er dælt úr og í búk- inn. Neðst sjáið þið fyrstu ELEC- TRA flugvélina þar sem hún stendur fyrir utan verksmiðjuna. Smíði hennar hefur tekið 1,250,000 vinnustundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.