Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 23
Sunnudagur 15. des. 1957 MORGUNBL 4&IÐ 23 1 kvöld verður gamanleikurinn Romanoff og Júlía sýndur í Þjóðleikhúsinu og annað kvöld leikritið „Horft af brúnni“. — Verða þetta siðustu sýningar Þjóðleikhússins fyrir jól. Er nú verið að æfa þar jólaleikritið af miklu kappi. — Myndin er úr „Horft af brúnni“. íslenzk sönglgáB Þórður Kristleifsson: íslenzkuð söngljóð. F élagsprentsmið jan. Reykjavík 1957. Þórður Kristleifsson, mennta- skólakennari á Laugarvatni, er þjóðkunnur maður fyrir störf sín í þágu tónlistar. Hann hefir rit- að bók um tónsnillinga, Tónlist- armenn I, gefið út sönglagasafn- ið Ljóð og lög í sjö bindum, íslenzkað Vetrarferðina, hinn fræga sönglagabálk Schuberts, og nú er nýkomin í bókabúðir „ís- lenzkuð söngljóð" eftir hann. í bókinni eru 60 þýðingar á fræg- um söngtextum, þar af 17 við lög eftir Schubert, 10 við lög eftir Schumann og 33 við lög eftir önnur tónskáld. Schubertsljóðin eru úr Svana- söngnum og Malarastúlkunni fögru. Ennfremur er þar þýðing á Ferðamanninum (Der Wander- er), hinu fræga sönglagi hans. Hin ljóðin eru og við sígild úr- valslög, sem fjöldinn þekkir og hefir mætur á. Eins og áður er tekið fram þekkir fjöldinn þessi sönglög, en syngur þau ekki, því að tungu- málið er þar þröskuldur í vegi. Söngmenn vorir syngja þau jafn an á frummálinu, sem í flestum tilfellum er þýzka. Nokkur ljóð- in hafa verið áður þýdd á ís- izt með þýðinguna, hafa þau ist með þýðinguna, hafa þau fljótt orðið vinsæl. Þórður bendir í formálanum réttilega á „Þú ert sem bláa blómið“ sem dæmi um þetta. Þórður hefir margfalda reynslu fyrir því, að íslenzkur texti er skilyrði þess, að alþýða manna tileinki sér lögin, og það 1 er óhætt að bæta því við, að þá verður textinn að vera góður, hvort heldur hann er frumsam- inn eða þýddur. Textinn hefir mikilvægara hlutverki að gegna en margur gerir sér ljóst. Gott lag við lélegt ljóð er ekki sungið af almenningi, og oft er það, að fólkið reynir að finna nothæft lag við kvæði, sem það vill syngja. Þórði er það áhugamál, að þessi frægu og fögru sönglög verði al- mennt sungin hér á landi. Þess vegna tekur hann fram í for- málanum: „Ég hefi íslenzkað þau sérstaklega með það í huga, að syngja mætti þau heillandi lög inn í vitund almennings". Reynslan verður að skera úr því, hversu vel hefir tekizt með þýðingarnar, en þar er þjóðin sjálf bezti dómarinn. Þórður hef- ir áður þýtt söngtexta við falleg sönglög, sem þjóðin hefir tekið við feginshendi. Ég verð að við- urkenna, að mér finnst honum hafa verið mislagðar hendur í sumum Heine-þýðingunum, en hins vegar hefir honum tekizt vel með mörg kvæðin. Hann stendur að því leyti vel að vígi, að hann þekkir sönglögin og gætir þess, að þýðingarmikl- ar nótur hjá tónskáldunum lendi á réttum stað í íslenzka text- anum. Ég tel mikinn feng að þessum ljóðaþýðingum og vænti þess, að söngmenn okkar vilji syngja þær í stað útlenzka textans, og mun það verða til þess að auka vinsældir sönglaganna og festa þau í íslenzltum jarðvegi. Baldur Andrésson. Æskan ef nir til rit- gerðarsantkeppni JÓLABLAÐ Æskunnar er nú komið út — og er óhætt að segja, að það er eitt hið fjölbreyttasta barnablað á Norðurlöndum. — Æskan efnir nú m.a. til skemmti legrar ritgerðasamkeppni fyrir börn — og er efnið: Hvaða þýð ingu hafa flugsamgöngur fyrir íslendinga- Veitir Flugfélag ís- lands mjög góð verðlaun, m.a. flugfar til Kaupmannahafnar og heim aftur. Óhætt er að fullyrða, að margan unglinginn mun fýsa að freista gæfunnar og reyna rit- hæfileikana. Blaðið er hið vand- aðasta að öllum frágangi og er ritstjórum til hins mesta sóma. fni-aðdananuÞvu Vinátta Rússa og Sýrlendinga MOSKVA, 14. des. (Reuter) — Innileg vináttuorð gengu í dag á milli æðstu manna Sovétríkj- anna og Khaled al Asm hermála- ráðherra Sýrlands, sem nú er staddur í Moskvu. Fóru vina- hótin fram í kvölddrykkju í sýr- lenzka sendiráðinu. Bulganin skálaði fyrir vináttu Rússlands og Sýrlands og sagði að Sýrlendingar heföta sýnt vin- áttu sína í verki. GLASGOW, 14. des. — Þrjátíu börn meiddust hér í borg í dag, þegar steinveggur framan við áhorfendasvæðið hrundi á knatt- spyrnuvelli borgarinnar. Hafði mætt mjög á veggnum, þegar mark eitt var sett og áhorfend- ur þustu fram til að fagna at- burðinum. Börnin þrjátíu sátu undir veggnum. Mörg voru al- varlega meidd og einn drengur lézt í sjúkrabíl á leið til sjúkra- húss. Samkomor Hjálpræðislierhin Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20,30 Samkoma, lautinant Volsund tal- ar. — Mánudag kl. 16: Heimila- samband. Bræðraborgarstíg 34 Sunnudagaskóli kl. samkoma kl. 8,30. — komnir. — 1. Almenn ■ Allii' vel- Almennar samkomur Boðnn fagnaðarerindisins Austurgötu 6, Hafnarfirði, á sunnudögum kl. 2 og 8. Z I O N Sunnudagaskóli kl. 2 e.h. — Al- menn samkoma kl. 8,30 e.h. — kl. 10 f.h. Almenn samkoma kl. 4 e.h. — Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Fíladelfía Sunnudagaskóli kl. 10,30. Sama tíma í Eskihlíðarskóla. Brotning brauðsins kl. 4. Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðumenn: Garðar Ragn arsson og Ásgrímur Stefánsson. Allir velkomnir. — Þriðjudags- kvöld, tala og syngja í Fíladelfía, Marten Persson og Karl Öst. Félagslíf Sunddeild Ármanns Sunddeild Ármanns heldur inn- anfélagsmót dagana 22. og 29. des. n.k. í Sundhöll Reykjavíkur, kl. 3 e.h. — Keppnisgreinar 22. des. eru: — 100 metra flugsund kvenna. 50 metra bringusund karla. 4x50 metra skriðsund, konur 4x50 metra skriðsund karla. 8x50 metra skriðsund karla. 10x50 metra skriðsund lcarla. Keppnisgreinar 29. des. eru: 300 metra skriðsund kvenna. 500 metra skriðsund kvenna 800 metra skriðsund kvenna 1000 metra skriðsund kvenna. Stjórn Sunddeildar Ármanns. Væri Jbað ekki iika til að fri&a kjördaginn aö hafa aöeins einn lista? EINS og skýrt var stuttlega frá í Mbl. í fyrradag fór 3. umr. í efri deild um kosningalagafrv. fram daginn áður. Jóhann Þ. Jósefsson benti við það tækifæri á, að í sambandi við umræðurnar 1954 um skipun milliþinganefndar til að endur- skoða kosningalögin, hefði því alls ekki verið hreyft, að það, sem stjórnarfrv. nú fjallar um, væri eitt af þvír sem breyta þyrfti. Hann ræddi einnig um, að sú röksemd, að friða ælti kjördaginn, gæti eins átt við víðtækari ráðstafanir, — það mætti jafnvel í friðarins nafni halda því fram, að bezt væri að ekki væri nema einn listi við hverjar kosningar. Gunnar Thoroddsen sagði m.a., að frv. væri til komið eftir langt þóf milli stjórnarflokkanna, sem saman um sameiginlegt framboð í Reykjavík og breytingar á kosn ingalögunum í þá átt að unnt væri að leggja saman atkvæði þeirra eftir kosningar. Hvort tveggja hefur nú strandað á Al- þýðuflokknum, en frumvarpið er það, sem menn sættust á. Hann minnti einnig á, að bæjar- stjórnir Reykjavíkur og Akur- eyrar hafa mælt því í gegn, að kjörfundum ljúki kl. 11 á kvöld- in. Jón Kjartansson, Friðjón Þórð- arson og Sigurður Ó. Ólafsson tóku einnig til máls og ræddu um ýmis atriði frumvarpsins og aðferðir þær, sem Framsóknar- floklcurinn beitir víða á landinu í sambandi við kosningai Þá voru bornar fram ýmsar tillögur Frj álsíþróttamenn K.R. Innanfélagsmót verður haldið næstkomandi mánudag kl. 20,00. Keppt í langstökki, þrístökki og hástökki, án atrennu. — Stjórnin. I. O. G. T. Unglingareglan í Reykjavík heldur sína árlegu jólatrés- skemmanir fyrir börn í Góðtempl- arahúsinu dagana 27. og 28. þ.m. Skemmtanirnar byrja kl. 14,30. Aðgöngumiðar að báðum skemmt ununum verða til sölu á næstu barnastúkufundum og kosta kr. 20,00. Veitingar innifaldar. Þinggæzlumaður, Barnaslúkan Æskan Fundur í dag kl. 2. Söngur með gítarleik og farið í leiki. mna Hrcingerningar Tökum aftur að okkur hrein- gerningar fram að jólum. — Shni 33372. —- Hólmbræður. Hreingerningar og alls konar viðgerðir. Vanir við frv. og hefur afgreiðslu þess i menn, fljót og góð vinna. — Sími Hjartanlega þakka ég söfnuðum Grindavíkur og Hafna fyrir hinn fagra og myndarlega minnisvarða er þeir hafa reist eiginmanni mínum séra Brynjólfi Magnússyni. Sér- stakar þakkir færi ég þeim frú Ingveldi Einarsdóttur og hr. skólastjóra Einari Einarssyni, fyrir framkvæmd á verk- inu og alla þá fyrirhöfn, sem þau hafa á sig lagt í því sambandi. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jóh Þórunn Þórðardóttir. SIGRlÐUR GESTSDÓTTIR andaðist 13. þ.m. Minningarathöfn fer fram í Fossvogs- kirkju mánudaginn 16. þ.m. kl. 5 síðd. Jarðarförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju 19. þ.m. Aðstandendur. Maðurinn minn og faðir okkar JÓN JÓIIANNESSON, bifreiðarstjóri, Laugateig 17, andaðist 11. þ. m. Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna. Anna Benediktsdóttir, Sæmundur R. Jónsson, Loftur H. Jónsson. Jarðarför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu HELGU J. ÞORSTEINSDÓTTUR Lambastöðum, Garði fer fram frá heimili hinnar látnu, þriðjudaginn 17. þ. m. kl. 1, jarðsett verður frá Útskálum. Börnin. Faðir minn ÓLAFUR DANÍELSSON, dr. phil. verður jarðsettur frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. des. kl. 1,30 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Kristín Ólafsdóttir Kaaber. Beztu þakkir fyrir hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu VIGFÚSÍNU S. VIGFÚSDÓTTUR Sólvallagötu 4, Keflavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ÓLAFS HRÓBJARTSSONAR Karítas Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður GUDRÚNAR HELGADÓTTUR Arndís Helgadóttir Ársæll Bryttjólfsson Jón Helgason Margrét Kristjánsdóttir Kristin Nielsen Erling Nielsen öllum þeim mörgu, er auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför eiginkonu minnar og systur KRISTÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR færum við alúðarfyllstu þakkir. Sigfús Jónsson Magdalena Guðjónsdóttir. Innilegar þakkir til allra, fjær og nær, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför SIGRÍÐAR KOLBEINSDÓTTUR, frá Veigastöðum. Þorlákur Marteinsson. Kristín Þorláksdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við frá- fall og jarðarför mannsins míns SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR skósmiðs, Akranesi. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sveinsina Steindórsdóttir. bæði hafa reynt að koma sér frá efri deild áður verið lýst. 123039. — ALLI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.