Morgunblaðið - 18.12.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 18. des. 195’ MORGUNBLAÐIÐ 15 Nýstdrleg bóh TVÆR bsekur hef ég séð á bóka- xnarkaðinum eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur skáldkonu, er ég vil geta að nokkru. Önnur er Lilli í sumarleyfi. — Þar segir frá tvaggja ára dreng sem dvelur í sveit með mömmu sinni sumarlangt Hugþekk frá- sögn, sem ber vott um næman sk'.’i ing á ba.-nseðlinu. Ji:n bókin c-r ný og he'.tf.r Litla stúikan á Snjóiandinu. Aðii- persónan þar er Anna Magga, sem er fjögra ára. Og sögustað- urinn er Grænaborg. Anna Magga er nefnilega drjúgan hluta dagsins í leik- eða föndurskóla þar. Og líf Önnu Möggu er leik- ur, en ýmis eru undrunaretnin, áhyggjur nokkrar, og margt skemmtuegt skeður bæði í skól- anum og heima. Anna Magga er augasteinn allra, pabba og mömmu og afa, og svo auðvitað ióstranna í Grænuborg. Frásögn Lx vitnar um einlæga móðurgieðL skyggnt auga og þunnt móður- eyra. Bókakorn þetta er ekki sízt athyglisvert fyrir það, að hér er i fyrsta sinn, svo eg viti, samin sérstök bók um leikskólabarn á íslandi. Og það get ég hugsað, að Steingrími okkar Arasyni hefði verið að skapi. Höfundur var heppinn með sögustaðinn. Kalla má með nokkr um sanni, að Grænaborg sé hug- sjónaborg þeirra kvenna og manna, sem fyrir rúmum aldar- þriðjungi börðust fyrir því að börnum höfuðstaðarins yrðu skapaðar griða- og „gróðrar- stöðvar“ undir vernd og umsjá valins starfsliðs. Inntak bókar- innar er þakkaróður til þessarar starfsemi og djúp lotning fyrir bernskunni. Og við lestur hennar rifjast upp fyrir þeim, er þetta ritar, þeir dýrlegu annadagar, er hann, um 30 ára skeið, „þjón- aði því brauði“ að vinna þegn- skyldustörf fyrir Sumargjöfina. Já, það örlar jafnvel á sársauka- kenndum söknuði yfir því að hafa ekki lengur afgangsorku og tíma tii að vinna fyrir málefni þessa góða félags. Þakkaverð er sú athygli, sem höfundur bókarinnar hefur með þessu vakið á starfsemi Sumar- gjafar. En hitt er engu síður mik- iisvert, að þar gefst áhrifarík innsýn í undraheim barnsins, og hvílíkir Ijósgjafar þessir litlu , englar" eru fyrir umhverfi sitt og samferðafólk. Bókin er fengur fyrir marga. Fóstrur dagheimila og leikskóla hafa þar góðri lind af að ausa, til að sýna börnunum sjálf sig í spegli sögunnar og ævintýrisins. Og illa er ég svikinn, ef hú^i hlýj- ar ekki margri móðurinm. Það yrði vissuiega þakklátt verk, að mamma segði ólæsu smáfólki dægur- og næturævintýri Önnu Möggu, bæði í leikskólanum og heima. Og bókin er hvatning tii ungra mæðra að leggja alúð við að ræða við börn sín og reyna að skilja þau. Og nú sé ég pabba leiða lipurtá eða glókoll niður í bæ, bregða sér ínn í bókabúð og kaupa Litlu stúlkuna á Snjólandinu, til að koma henni fyrir í jólaböggli til mömmu. Þá er ég viss um, að hún á gleðileg jól. ísak Jónsson. ^J^venjyjó&in MOLAR ÁGÆTT er að hreinsa bólstruð húsgögn með því að binda vota grisju um nælonbursta. Óhrein- indin setjast í grisjuna. Síðan má taka hana af, þvo hana og nota á nýjan leik. LEGGIÐ nokkra krítarmola í skúffuna hjá silfrinu. Þá fellur ekki eins á það. °9 heimi íiS Hátíðlegt íálaborð ÞAÐ er eitt af verkefnum hús- móðurinnar að gera jólaborðið hátíðlegt og vel úr garði. Ekki þarf það að kosta mikið að setja á það hátiðasvip, svolítið blóm- skrúð, rauðar jólastjörnur, greni- greinar, svo nokkuð sé nefnt. Á annarri myndinni sem hér fylgir er köflóttur borðdúkur, svartur og hvítur, kertin eru há og hvít, á miðju borðinu er krans úr grenigreinum, sem skreyttur er silkiböndum. Á hinni myndinni er borð- dúkurinn einlitur, rauður. Á miðju borðinu eru jólarósir. Yfir borðinu svífa keramikfuglar með logandi kertum. — H. F.H. sigraði K.R. í hör&um og spenn- K • m m m andi leik SÍÐUSTU leikir úrtökumóts- ins í handknattleik fóru fram á mánudaginn. Þar mættust úrvalsliðin annars vegar, en hins vegar Reykjavíkurmeist- arar K.R. og Islandsmeistarar F.H. Búizt var við mjög jöfn- um og skemmtilegum leikum, og sú varff og raiunin á. Fyrri leikurinn Karl Ben. skoraði fyrsta mark kvöldsins fyrir úrval H.K.R.R., en Geir Hjartarson svaraði með tveim fallegum mörkum fyrir í. V. Mikill hraði komst fljótt í leikinn og léku bæði liðin létt og skemmtilega. Hélzt leikurinn jafn, þar til í lok fyrri hálfleiks, að Í.V. komst vel yfir og hafði fjögurra marka forskot í hálfleik (12:8), að því er á töflunni stóð. En þar átti að standa 13:7. Ungir drengir færðu á töflunni, og gerðu margar skyssur. En allt gekk upp í lokin og endanleg tala var rétt. í byrjun síðari hálfleiks jafnaðist staðan aftur og eftir fimm mín. stóð 13:12 fyrir Í.V., sem hélt síðan naumri for- ystu næstu mínúturnar. En skyndilega virtist eitthvað bresta hjá úrvali H.K.R.R. Liðið fékk á sig fjögur mörk í röð fyrir klaufa leg mistök, sem ekki eiga að sjást hjá mönnum í meistara- flokki. Náði í. V. nú góðu forskoti og jók það er á leikinn leið. Leik urinn endaði 28:19. í liði í. V. var Hermann áber- andi beztur og mótaði hann mjög skemmtilegan samleik liðsins. Gunnlaugur var nú mjög virkur og skoraði flest mörkin. Böðvar í markinu sýndi enn góðan leik og undirstrikaði greinilega fram för. í liði H.K.R.R. voru Karl Ben. og Guðjón beztu menn sem fyrr, sérstaklega var Karl virkur og aui nu sinn bezta leik í mótinu. Mörk í. V. skoruðu: Gunnlaug- leikmenn tóku nú á öllu sínu. ur 10, Hermann og Jóhann 4 hvor, Valur Ben. Valur Tr., Pét- ur, Geir og Þorgeir 2 hver. Mörk H.K.R.R. skoruðu: Karl Ben. 8, Guðmundur 6, Halldór 3, Hilmar og Kristinn 1 hvor. F.H. —K.R. 29:24 Hallsteinn hafði viljandi hvílt aðalskyttu sína, Ragnar Jóns- son, sem nú kom inn í loka- sprettinn, óþreyttur og frískur. Skoraði hann 5 af síðustu 6 mörk um F.H. en sum nokkuð ódýrt hjá Guðjóni markverði K.R., sem ekki varði af sinni eðlilegu getu, enda meiddur í hendi. Mikil Nu var komið að leiknum, sem harka fæi.ðist i íeikinn í síðari allir hofðu beðxð eftir með mik- hálfleik og var mun meira um ilh eftirvæntingu. Hinir mörgu brot af hálfu Hafnfirðinga. ahorfendur fögnuðu liðunum, f venjulegu kappmóti hefðu akaft, er þau gengu inn á leik- nokkrir leikmanna beggja liða Ný bók Leiðarljós vanginn. Taugaóstyrks gætti hjá báðum liðum, enda mikið kapp í mönnum og þýðingarmikil stund runnin upp. Leikrinn hófst nú og strax varð sýnt, að hann mundi verða jafn og harður. Hafnfirðingar tóku forystuna, 2:0, en Karl bætti vafalaust fengið brottvísun af velli, en vægar var tekið á brot- um en ella að þessu sinni. Hafn- firðingar náðu góðu forskoti á síðustu mínútunum, aðallega fyr ir tilstilli Ragnars sem fyrr seg- ir. Endanleg úrslit urðu 29:24. Þrátt fyrir þennan marlcamun, ------, — • ~, —vv* ----- pviinuii maiivan í eyðuna fyrir K.R. Aftur náði, tel ég hæpið, að hægt sé að F.H. tveim yfir, 4:2, en fyrr en gera upp á milli þessara liða, svo varði höfðu Þórir og Reynir jafn- að fyrir K.R. Birgir og Ragnar breyttu tölunni í 6:4 fyrir F.H., en Hörður, „leiðtogi“ K.R. tók að sér að kvitta með tveim falleg- um mörkum. Þannig skiptust þessi beztu handknattleikslið ís- lands á að skora. K.R. komst nú í fyrsta sinn yfir, 10:9, en F.H. jafnaði óðara aftur og skömmu fyrir leikhlé tókst þeim að skora tvisvar í röð og hafa forystuna í hálfleik 14:12. Leikurinn hófst fremur rólega í síðari hálfleik, bæði liðin léku af varkárni og tefldu ekki á tví- sýnu og leið góð stund áður en skorað væri. En loks kom mark frá F.H. (15:12) og þá fór allt af stað aftur, hraðinn jókst. Þórir skoraði fyrstu 5 mörk K.R. í þessum hálfleik, og bilið hélzt líkt fram um miðbik leiksins (20:17). Og nú náði spenna leiks- ins hámarki, er Hörður, Þórir og Reynir skoruðu til skiptis, þann- ig að staðan var jöfn (21:21). Tíu mínútur voru til leiksloka og jöfn eru þau. Bæði sýndu að þessu sinni afbragðsgóðan hand- knattleik, með því bezta, sem hér hefur sézt. í liði Hafnarfjarðar voru beztir þeir Ragnar og Ein- ar, að ógleymdum Kristófer í markinu, sem varði mjög vel. í liði K.R. voru beztir þeir Hörð ur, Þórir og Þorbjörn, en Reynir átti einnig góðan leik, þrátt fyrir meiðsl í hendi. Karls Jóhannsson- ar var vendilega gætt og bar minna á honum en oft áður, en hann sýndi oft skemmtilegt auga fyrir sendingar inn á línu. Guð jón í markinu var óvenju daufur og er langt síðan hann hefur átt svo slæman leik sem pennan Þetta mun vera 54. leikur F.H án taps, en það er að tölu til merkilegt afrek. Mörk F.H.: Ragnar 10, Pétur 5, Birgir og Einar 4 hvor, Borgþór og Sigurður 2 hvor, Sverrir og Hörður 1 hvor. Mörk K.R.: Þórir 9, Reynir 6 Hörður 5, Karl 2, Stefán og Heinz 1 hvor. EFTIR lestur bókarinnar Leiðar- ljós, sem er nýútkomin, saman- sett af séra Árelíusi Níelssyni sóknarpresti Langholtssóknar, vaknar hvöt hjá mér til að vekja athygli foreldra á bókinni. Höfundur nefnir bókina Leiðar ljós við kristilegt uppeldi á heim- ilum, í skólum, og til fermmgar- undirbúnings. Bókin skiptist í marga kafla, samantekin úr guðfræðikenningu kristindómsins af mikilli snilld og nærfærni eins og vænta mátti af þeim góða kennimanni æsk- unnar. Hvert orð er sett fram af snilli einfaldleikans, svo að hvert barn getur auðveldlega skilið, en er samt þrungið lífskjarna, speki. Leiðarljós er bók heimilanna, ljósið, sem lýsir og leiðir í upp- eldisstarfinu og hollur lærdómur hverju barni á öllum aldri. Bókin er í stóru broti, skreytt förum litmyndum, sem vekja um- hugsun og gefa bókinni lifandi blæ. í henni eru einnig vísur og vers eftir þjóðskáldin Matthías, I Einar Ben. og Hallgrím Péturs- son. Jesú sagði: Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Já, við foreldrar erum greinar á lífsins tré, og eigum að vaka vel á verðinum yfir velferð upp- eldisins. Gefið börnum og unglingum fagra og góða gjöf. Leiðarljós er ljós trúarinnar í skammdegis- skugganum. Þeir, sem eignast þessa bók, og lesa hana, eignast fjársjóð, sem ekki verður frá þeim tekinn. Útgefandi er prentsmiðjan Leiftur, og er frágangur allur hinn vandaðisti. tukið viffskiptin. Auglýsið í Morgunblaffinu Sími 2-24-80 Yfir blikandi höf — ljóðabók Sigurðar Einarssonar er jólabókin, sem allir kjósa sér. Rangæingaútgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.