Morgunblaðið - 18.12.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.1957, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 18. des. 1957 Sannleikurinn um Ef tir GEORGES SIMENON Þýðing: Jón H. Aðalsteinsson 25. (Bébé 2b, oncje „Ef ég elskaði þig ekki, hefði ég aldrei gifzt þér“. Af því leiddi, úr því hann hafði gifzt henni.... Ljósræma myndaðist og stækk- aði. Óhrein nátthúfa og hárklemm ur komu í Ijós. — En Francois þó! sagði Je- anne, þreytulega. Þú hefðir átt að taka eitthvað svo þú gætir sofnað. í heilan klukkutíma hef ég hlust- að á hvernig þú stynur og byltir þér í rúminu. Hérna skal ég gefa þér nokkra dropa. Drekktu nú! Ef þessu heldur áfram, líður ekki á löngu unz við verðum öll jafn- taugaveikluð og vesalings systir mín. ÁTTUNDI KAFLI. — Gerið svo vel og fáið yður sæti, herra Donge. Og Boniface lögfræðingur lét langa stund líða í fullkominni þögn, eins og hann væri þegar kominn í réttarsalinn, gerði þögn- ina enn áhrifameiri með því að fá sér duglega í nefið og horfa á Francois Donge eins og prófessor horfir á nemanda, sem er að ganga til prófs. — Við höfum víst sézt hjá mág konu minni, frú Desprez-Mouligne, er það ekki? — Það hefur ekki verið ég held- ur Felix bróðir minn. Hann hafði sennilega farið að taka í nefið vegna þess að ekki mátti reykja í ráðhúsinu. Hann tók í nefið án sýnilegrar nautnar. — Neftóbakskornin settust í grátt skeggið og á hálsklútinn. Emb- ættisskikkjan var slitnari en dæmi voru til. Neglurnar voru ósnyrtar. Hann gerði í því að koma sóðalega fyrir sjónir eins og það væri merki um góðar gáfur. Druslulegasta og ijótasta vinnu kona í borginni hafði hleypt Francois inn. Drungalegur gang- urinn var málaður í marmarastíl, en liturinn var sem á gamalli billjardkúlu, og allt húsið angaði af uppþvottalykt. Boniface lögfræðingur var ekkjumaður. Eina dóttir hans var krypplingur. Skrifstofan var skuggaleg og húsgögnin svört, en þó var eins og honum hefði fund- izt hann þurfa að bæta á drungann því hann hafði látið lita neðri hlut ann af gluggarúðunum. — Ef þér hefðuð verið kærandi í málinu eða kallaður af ákæru- valdinu, hefði ég auðvitað ekki beð ið yður að koma hingað. Francois var jafnvandræðaleg- ur og utan við sig eins og daginn sem hann byrjaði í skólanum. — Þetta var fyrsta samband hans við umheiminn, og skrifstofa lögfræð- ingsins var þögul eins og biðsalur inn í ráðhúsinu. Honum fannst hann vera afbrotamaður, sem Boniface lögfræðingur byggi sig undir að yfirheyra miskunnar- laust. Gólfábreiðan var slitin, skrif- borðið rykugt, og óþefur gamals lofts fyllti herbergið. Lögfræðingurinn tók upp nef- tóbaksklútinn með sömu elskulegu hægðinni, stakk nefinu í hann og snýtti sér svo hvein í, þremur, fjór um, fimm sim.um, athugaði árang urinn, og braut hann síðan vand- lega saman aftur. Enn eitt atriði olli því að Francois leið ekki sem bezt. Hann hafði aldrei leitað til Boniface, hvorki sem ráðgjafa né sem um- boðsmanns í þeim málum þar sem lögfræðingur var nauðsynlegur. 1 þess stað hafði hann snúið sér til ungs lögfræðings, sem Boniface hafði sjálfsagt takmarkað álit á. Honum fannst hann þurfa að af- saka sig. Þetta var ófyrirgefan- legt. Boniface var eini reglulegi lögfræðingurinn í borginni, sá eini sem bar nafn með rentu, virt- Ur af öllum betri borgurum, og þekkti betur til einkamála þeirra en nokkur skriftafaðir. — Tengdamóðir yðar er fædd Chartier, er það ekki? Það er skemmtileg tilviljun, en ég þekkti hana lítils háttar þegar ég var ung ur. Hún átti bróður, Fernand, sem var liðsforingi við riddaraliðssveit ina í Saumur, þar sem frænka mín bjó. Þessi frænka mín hafði erft jarðeign nálægt búgarði Chartiers. Chartier eldri var skatt stjóri. Ég man að hann var gigt- veikur. Hvað viðvíkur Fernand Chartier, þá lenti hann í klandri vegna spilamennsku í Monte Cax-lo, og hann dó á unga aldri í nýlendunum. Var yður kunnugt um það? — Já, lítils háttar. Fyrir framan Boniface, hálffal- in undir loðinni og ekki meira en svo hreinni hendinni, lá Ijósleit skjalamappa, sem á stóð „Donge- málið“. Það var þar sem Bébé. ... — Og hvað viðvíkur þessum Donnei'ville, sem, sem tengdamóðir yðar giftist.... Ef mig minnir rétt, kom hann einhvers staðar að noxðan, frá Lille eða Roubaix. Hann var verkfx-æðingur, og strax eftir giftinguna fékk hann stöðu í Tyx-klandi. Um þær mundir var Eugénie Chartier einhver allra fallegasta stúlkan í byggðarlaginu. Hann opnaði dósirnar og lokaði þeim aftur. Francois hugleiddi hvenær hann mundi komast að efn inu. Skyndilega skipti lögfræðing- urinn inn á rétta línu. — Þér skiljið, herra Donge, að það sem er erfiðast við þetta mál, er vopnið, sem skjólstæðingur minn valdi. Dómur getur litið mildum augum á skammbyssuskot eða hnífsstungu, enda þótt dóm- ararnir hér úti á landsbyggðinni séu miklu strangari en í Pai-ís. En þeir sýna enga miskunn, þegar \ eiturbyrlun er annars vega/r! Og takið vel eftir, að vissu leyti hafa þeir alveg rétt fyi'ir sér. Það er nærri ðgerlegt að halda því fram, að eitui-byrlun sé ekki gerð að yf- irlögðu ráði. í andaitaks geðshrær ingu er hægt að hleypa af skoti eða grípa öxi og beita henni. En það er erfitt að ímynda sér geðs- hræringu, sem er það stei'k og var- ir það lengi, að hægt sé að útvega sér eitur, bíða eftir hentugu tæki- færi og framkvæma að lokum nauð synlegar undirbúningsaðgei'ðii'. Hann fékk sér í nefið, án þess að líta af Fi'ancois, sem iðaði í stólnum. Þetta var vissulega í fyrsta skipti sem hann tapaði ger- samlega sjálfsörygginu. Hann var ekki lengur sá, sem hann hafði verið. Hann kannaðist hvorki við viðburðinn, Bébé né sjálfan sig í þessu „Donge-máli“, eins og það kom honum fyrir sjónir úr möppu lögfræðingsins. — Skjólstæðingur minn hefur þar að auki verið það ógætin að viðurkenna, að hún hafi útvegað sér eitrið þremur mánuðum fyrir morðtilraunina. Þekkið þér Roy, opinbei'a ákærandann? Ég get ímyndað mér, hvað hann fær út úr þeirri játningu. Leyfist mér að spyrja hvernig þið hafið gengið frá fjármálum ykkar? — Við höfum ekki gei't kaup- mála. Hann svaraði kurteislega og með hljómlausri röddu, alveg eins og í skólanum. Hann var órór. Hér í þessu herbei'gi með svöi't húsgögn, óþrifalegt skraut og litaðar rúður, sem endui'köstuðu Ijósinu á und- arlegan hátt, var honum ómögu- legt að laða fram myndina af konu sinni, hvað þá skuggann hennar. — Óskipt bú. Það auðveldar mér ekki málið. Á hve mikið virðið þér eignir yðar? — Það er erfitt að segja um það. En, svona um það bil? — Ef maður neyddist til að selja fyi'irvaralaust, þá yrði sút- unai-verksmiðjan vei'ðlítil. En ostagerðin með því landi sem fylg ir og byggingum og efni hefur kostað yfir tólf hundruð þúsund. Loks. ... — Hve miklar tekjur hafið þér af þessu öllu? — Við bræðurnir fáum nálægt sex hundruð þúsund franka til samans. DAGBÓK ÖNNU FRANK í ágœtri þýðingu séra Sveins Víkings er hugnæmur og göfgandi lestur fyrir aldna sem unga. Bókmenntagagnrýnendur sem og aðrir er lesið hafa, ljúka einróma lofsorði á þessa heimsfrægu bók. Dagbók Önnur Frank hefur verið með bezt seldu bókum erlendis og virðist einnig ætla að verða hér á landi. Tryggið yður eintak tímanlega, því uppiagið er á þroium. Útgefandi M A R K U S Eftir Ed Dodd YOU HAD SOME TROUQLE OM YOUR UASTTRIP? ... ANYTHING SERIOUS? ON THE OTHER HAND, IT'S JUST AS WELL THAT MARK KNOWS WHAT HE MIGHT RUN INTO / 1) — Lentuð þið í einhverjum vandræðum? Vár það alvarlegt? — Nei, ekki sérlega alvarlegt. Ég varð að reka einn leiðsögu- manninn fyrir það hve drykk- felldur hann var. 2) — Og hann heimtaði að fá greitt fyrir allan leiðangurinn. — Hann hét Króka-Refur og hann olli okkur miklum erfiðleik um. 3) — En það er víst óþarfi að vera að rekja þetta. Króka-Refur er víst farinn burt úr Alaska. — Það er rétt að segja Markúsi þetta og vara hann við. — Alveg rétt, þið eruð í félagi. En við getum virt yðar hlut í eign unum á rúmlega tvær milljónir. Á kærandinn mun segja þrjár. — Ég skil ekki, hvað þetta kem ur málinu við, skaut Francois inn í hógværlega. — Hvað þessar tölur snerta mál skjólstæðings míns? Þér vitið auð- sjáanlega ekki að níutíu og fimm prósent af öllum eitux-byi'lunum stafa af fégi'æðgi, herra Donge. 1 hin fimm skiptin er um að ræða konur, sem vilja losna við óæski- lega eiginmenn til að giftast elsk- hugum sínum. Það er algengt í sveitinni; bðndakonan, sem vdll giftast vinnumanninum, grípur gjarna til rottueiturs í þv£ skyni að vei’ða ekkja. Vasaklúturinn birtist og hávað- inn endurtók sig. Boniface lögfi'æð ingur varp öndinni léttar, þagði andartak og virti gest sinn fyrir sér. — Ég vil taka það fram, að ég held ekki að því sé þannig varið í þessu máli. En þar sem við vit- um ekki, hvemig ákærandinn tek- ur málið fyrir, vei'ðum við að gera ráð fyrir öllum möguleikum. Ég get sagt yður fi'á einu máli. Martineau-málinu, þar sem einn af færustu starfsbræðrum mínum hafði undii'búið vörnina af ýtr- ustu nákvæmni. En við réttai'höld in lagði ákærandinn fram spurn- ingu, sem var þannig að. ... Köldum svita sló út um Fran- cois. Ef einhver hefði spui't hann hvar hann væri, hefði hann tæp- ast getað svarað því. Honum fannst hann hvergi vera, hvorki í tíma né rúmi. Honum leið enn verr vegna þess að hann hafði þá ónotalegu tilfinningu að hann væri á píningai'bekknum. Ógeðfelldur og órakaður lögfræðingurinn hélt miskunnai-laust áfi'am með glað- klakkalegri hi'ollvekjandi raust: — En, herra Donge, tvær millj- ónir ei'u peningar! Ég veit ekki hverjir verða tilnefndir sem dóm- ai'ax’. En meðal þeirra veröa ái-eið anlega smásalar, sem hugsa ekki um annað en að á næstunni verði þeir að gi'eiða nokkur hundruð franka; þar geta líka verið dag- launamenn, sem lifa af sama og engu. Þegar maður nefnir við þá aðra eins upphæð og tvær milljónir.....Svo er annað atriði sem yður hefur kannske sézt yfir. aitltvarpiö Miðvikudagur 18. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Tal og tónar: Þáttur fyi'ir unga hlustendur — (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Þingfréttir. — Tón- leikar. 20,30 Lestur fornrita (Ein ar Ól. Sveinsson prófessor). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,30 „Leitin að Skrápskinnu", getx-auna- og leikþáttur; III. hluti. 22,10 Iþi'ótt ir (Sigurður Sigurðsson). 22,30 Frá Félagi íslenzkra dægurlaga- höfunda: Hljómsveit Magnúsar Péturssonar leikur lög eftir Hjör- dísi Pétursdóttur, Gunnar Kr. Guð mundsson og Jóhannes Jóhannes- son. Söngvarar: Haukur Morthens og Sigurður Ólafsson. Kynnir: Jónatan Ólafsson. 23,10 Dagskrár lok. — Fimmtudagur 19. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 18,30 Fornsögulestur fyrir böxm (Helgi Hjörvar). 18,55 Þing- fréttir. — Tónleikar. 20,30 Kvöld- vaka: a) Eggei't Stefánsson söngvari les úr síðasta bindi sjálfs ævisögu sinnar: „Lífið og ég“. — b) Magnús Jónsson syngur; Fi'itz Weisshappel leikur undir á píanó (ný plata). c) Rósbei'g G. Snædal rithöfundur les úr kvæðabók sinni „1 Tjarnarskarði". d) Karl ísfeld rithöfundur les úr bókinni „Bak við fjöllin" eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. 21,45 Islenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon kand. mag.). 22,10 Ei-indi með tón leikum: Dr. Hallgrímur Helgason talar um músíkuppeldi. 23,00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.