Morgunblaðið - 18.12.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.1957, Blaðsíða 24
k k k 'k •k k 6 DAGAR TIL J ÖLA 288. tbl. — Miðvikudagur 18. desember 1957. DAGAR TIL JÓLA Hjálpsomir bæiarbáar sbntn sam- an handa mæðfnnam 10.700 kr. SÖGUR þær, sem stundum eru sagðar af hjálpsemí Reykvíkinga við þá, er orðið hafa fyrir tjóm, eru stundum næstum því keimlík ar hinum frægu Miinchausensög- um. Enn í gærdag sýndu Reykvík ingar, að þeir eru einstaklega fljótir til að rétta þeim hjálpar- hönd, sem þess þurfa með. Blöðin skýrðu frá því i gær- morgun, að níu ára telpa hefði tap að barnalífeyri, sem hún sótti fyr ir móður sína í skrifstofur Al- mannatrygginganna. Þegar í gærmorgun tók fyrir- spurnum að í’igna yfir símastúlk- una hjá Mbl. um hvernig koma mætti smápeningi til telpunnar eða móður hennar. Og þegar á daginn leið, tók peningabréfun- um til telpunnar og móður henn ar að rigna yfir lögreglustöðina frá einstaklingum og starfshóp- um. Allir virtust viija rétta hjálparhönd. A lögreglustöðinni varð brátt ekki hjá því komizt að setja sér- stakan gjaldkera til þess að gæta þess, sem inn kom af’peningum, og halda bókhald. Peningagjafirn ar voru ýmsit til telpunnar litlu eða móður hennar. Þegar tíðindamaður Mbl. leit inn í skrifstofu Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns um klukkan 6 í gærkvöldi, var hann að Ijúka við að gera upp samskotaféð. Þar inni var einnig lögreglustjóri, Sigurjón Sigurðsson, sem kvaðst hafa kynnt sér til hiitar heimil- isástæður þessa fólks. Hefði kom ið í ljós, að frásagnir blaðanna væru réttar, að peningaráð þessa heimilis væru knöpp og það hafi verið mjög tilfinnanlegt tjón er peningarnir töpuðust. Eins hefði lögreglan gengið úr skugga um, að hér væri ekki um að ræða neitt óráðsíufólk. Myndi lögregl- an að lítilli stundu leggja pen- ingana, sem fólk hefði komið með til hennar, inn á bankabók á nafn telpunnar og móður henn Skipstjórinn dæmdur ígær SEYÐISFIRÐI, 17. des. — Skip- stjórinn á brezka togaranum Churchill var dæmdur í 74.000 kr. sekt til landhelgissjóðs og afli skipsins og veiðarfæri gerð upptæk til sama sjóðs. Skipstjór- inn áfrýjaði dómi þessum. Churchill er 14. erlendi togar- inn sem Landhelgisgæzlan hef- ur staðið að ólöglegum veiðum hér við land á þessu ári. — Er nú sem óðast að koma í Ijós ár- angurinn af þeirri endurskipu- lagningu á starfsemi Landhelgis- gæzlunnar sem fram hefur farið undanfarin ár, m.a. með til- komu flugbátsins Ránar. Er gleði legt til þess að vita að Land- helgisgæzlan hefur eflzt mjög og hún hefur á að skipa úrvals mönnum. — Benedikt. ar og síðan afhenda þeim bækurn ar. Höfðu hinir hjálpsömu bæjar búar alls skotið saman til mæðgn anna gjörsamlega án hvatn- ingar frá blöðunum, alls 10,710,00 kr. Lögreglustjóri kvaðst vilja geta þess að lokum, að lögreglu- stöðin myndi ekki taka við frek- ari fjárgjöfum til mæðgnanna, ekki fyrir það að lögreglan vildi ekki hjálpa þeim frekar, heldur vegna þess að í slíku máli gæti lögreglan ekki verið aðili, þó að í þetta skipti hafi ekki verið tök á að beina þessu samskotafé til annarra aðila til fyrirgreiðslu. Geta má þess að lokum, að ekki er Mbl. kunnugt um að sá, sem fann peningana, hafi skilað þeim, a.m.k. höfðu þeir ekki borizt lög regluvarðstofunni í gær. anvænn vökvi i umferð RANNSÓKNARLÖGREGLAN lýsti í gærkvöldi eftir böggli, sem hafði að innihalda 4 Iitlar flösk- ur, sem banvænn vökvi var í. Það var ekki vitað með vissu, hvort heldur var, að sendill, sein var með böggulinn á reiðhjóli sínu, hafði tapað honum af því á leið um Skúlagötuna síðdegis í gær, eða livort meðalapakkan- um hafði verið stolið af hjólinu við Kex-verksmiðjuna Frón við Skúlagötuna. Við kexverksmiðj- una veitti sendillinn þvi eftir-# tekt, að meðalaböggullinn var horfinn af hjólinu, en hann mun hafa brugðið sér inn í kexverk- smiðjuna. Böggull þessi var eign eins apóteksins hér í bænum. Hann var ekki kominn fram seint í gærkvöldi. 10 stigo hiti SEYÐISFIRÐI, 17. des. — Ein- munatíð hefir verið hér undanfar ið. Jörð er marauð, og í dag er 10 stiga hiti. Löngum hefir verið mikið um að vera í félagsheimilinu Herðu- breið, síðan það var tekið í notk- un í sumar. Ragnhildur Stein- grímsdóttir frá Akureyri hefir undanfarnar vikur æft þar sjón- leikinn Alt Heidelberg. Var leik- ritið sýnt hér um síðustu helgi við mikla aðsókn og góðar undir- tektir. Heimilið hefir nú fengið kvik- myndavélar af allra nýjustu og fullkomnustu gerð. Þær voru sett ar upp af sérfræðingi frá Reykja vík og teknar í notkun í fyrsta sinn í gærkvöldi. Húsið var þétt skipað, og mun flestum áhorfenda hafa fundizt mikið til um þá miklu tækniþróun, sem hefir átt sér stafTí kvikmyndasýningum á undanförnum árum. — B. YOrðsending frá Sjálfstæðisflokknum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur opnað skrifstofu, til undirbúnings bæjarstjórnarkosninganna, í Vonarstræti 4 II hæð. Skrifstofan veitir upplýsingar um kjörskrár og aðstoðar við kjörskrárkærur. Þar eru einnig veittar upplýsingar varðandi utankjörstaðaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 9—6 daglega. Simar skrifstofunnar eru: 24753 og 17100. Auðséð er, að þessir tveir ungu Reykvíltingar, sem urðu á vegi ljósmyndara Mbl. uppi við Sjómannaskólann í gær, lilakka mikið til jólanna. Eftirvæntingin geislar af þeim. Drengurinn vill framar öllu fá bíl í jólagjöf, en telpuna langar mest í brúðu. Þau eru systkin. Dráttarbrautaeigend- ur hætta að taka unp báta Telja rekstur vonlausan með auglýst- um verðtöxtum FÉLAG íslenzkra dráttarbrautaeigenda sendi blaðinu í fyrradag iréttatilkynningu, þar sem m. a. er skýrt frá því, að hinn 14. des. hafi almennur félagsfundur í félaginu samþykkt að mótmæla því hámarksverði, sem sett hefur verið á slippleigu og uppsátur báta hjá dráttarbrautunum með auglýsingu verðlagsstjóra, sem birt er í Lögbirtingablaðinu 7. desember sl. Fundurinn taldi útilokað að halda áfram rekstri dráttarbrautanna samkvæmt þessum aug- lýstu verðtöxtum og samþykkti að taka engan bát upp í slipp hjá fyrirtækjum félagsmanna, frá og með deginum í dag, þ. e. mið- vikudeginum 18. des., þar til fengizt hefði leiðrétting á fyrrgreind- um verðlagsákvæðum. Nægir ekki til að greiða vinnuna eina í greinargerð, sem fylgdi þess- ari tillögu er frá því skýrt, að nær allar dráttarbrautir á land- inu standi að félaginu, sem stofn- að var í apríl árið 1956. Bent er á, að hið nýja hámarksverð á uppsátursgjöldum sé langt fyrir neðan hina gömlu og úreltu verð- taxta, er gilt hafi fyrir stofnun félagsins, „enda er það svo“ segir í greinargerðinni, að „hið nýja hámarksverð fyrir uppsátur nægir oft alls ekki til þess að greiða vinnuna eina saman". Við þetta geti dráttarbrautirnar ekki unað og því hafi félagsfund- ur gert fyrrgreinda samþykkt Er jafnframt bent á að þetta geti leitt til stöðvunar á undirbúningi bátaflotans undir næstu vertíð. Kommúnisti í formannssæti Blað kommúnista bregzt þann ig við þessari tilkynningu frá Félagi ísl. dráttarbrautaeigenda, að það segir að hér sé um að ræða „nýjasta tiltæki íhaldsins í efna- hagsmálum“. Það sé að „reyna að skipuleggja verkbann dráttar- brautaeigenda“. Ræðst það síðan með fúkyrðum að Eggert Jóns- syni, framkv.stjóra Landssam- bands iðnaðarmanna, fyrir frétta tilkynninguna, sem hann gaf út fyrir hönd Félags ísl. dráttar- brautaeigenda. Auðvitað er sú árás gersamlega tilefnislaus. En benda mætti „Þjóðviljanum“ á það, að formaður Fél. ísl. dráttar- brautaeigenda er yfirlýstur kommúnisti. Ætti „Þjóðviljinn“ að bera undir hann þá staðhæf- ingu sína í gær, að „íhaldið“ sé að „reyna að skipuleggja verk- bann dráttarbrautaeigenda“. Baráttan harðnar á skákþingi Suðurnesja KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 17. des. — Staðan á Skákþingi Suð- urnesja eftir 15. umferð er þann- ig: Ragnar Karlsson 14% vinn- ing, Páll G. Jónsson 14. Óli Karlsson 11 og biðskák, Borgþór H. Jónsson IOV2 og biðskák, Hörður Jónsson 10. Guðm. Páll Jónsson 9 og biðskák. 4 umferðir eru eftir á mótinu. Baráttan um efsta sætið er á milli Ragnars og Páls G. Jónssonar, en þeir eiga að tefla saman í 17. umferð. Auk þess á Ragnar eftir að tefla við Óla bróður sinn en Páll við Hörð Jónsson, svo erfitt er að spá nokkru úr úrslitin. Mikil umferð á götunum MIKIL umferð var á götunum síðari hluta dags í gær og voru lögreglumenn mjög víða í Mið- bænum, til þess að greiða fyrir umferðinni og leysa „hnúta“ þá, er á hlaupa. Einn er sá staður sem nú er að verða mikið vanda- mál í sambandi við bílaumferð, en það er Skúlagatan þar sem út sala ÁVR er í Nýborg. Þar verð- ur nú að hafa sérstakan lögreglu- mann allan daginn, því annars fer þar allt á ringulreið. Þegar menn eru komnir svona nálægt Nýborg, þá er ofurkappið stund- um svo mikið, að ökumenn stökkva úr bílum 'sínum nærri því úti á miðri götu, sagði lög- reglumaður, sem var þar að störf um í gær. Umferðin niður Laugaveginn er stöðugt vandamál, en nokk- uð ætti að greiðast úr í dag, er stöðumælar verða teknir í notk- un milli Frakkastígs og Banka- strætis. Eru þá stöðumælar komn ir vestan úr Aðalstræti og inn að Frakkastíg. Þrátt fyrir nokkra hálku síð- degis í gær, en dálítil snjó- koma var hér, urðu ekki nein meiri háttar óhöpp á götunum. Nýr hæstaréttar- lögnmður í BYRJUN þessa mánaðar flutti Guðmundur Vignir Jósefsson þriðja prófmál sitt fyrir Hæsta- rétti og hefur því hlotið réttindi hæstaréttarlögmanna. Guðmundur Vignir Jósefsson lauk lögfræðiprófi frá Háskólan- um 1947 og réðist sama ár til Reykjavíkurbæjar. Hann er nú skrifstofustjóri bæjarverkfræð- ings. Gullfoss fór fullskipaður GULLFOSS fór í gærkvöldi í sína árlegu jólaferð vestur og norður um land, eins og það er kallað, en endahöfnin verður Akureyri. Fyrsta höfn er ísafjörður. í gærkvöldi er skipið lét úr höfn tveim klst. eftir áætlaðan brottfarartíma, var hver einasta koja skipsins skipuð og nokkuð af farþegum, er síðastir komu, höfðu ekkert svefnpláss. Það sem tafði brottför skipsins var að það tók jólaávexti með og var sú sending síðbúin. Fundur Sjálfstæð- ismanna á Selfossi FÉLAG Sjálfstæðismanna á Sel- fossi, Óðinn, heldur fund kl. 9 annað kvöld. Á fundinum mun uppstillingarnefnd fyrir hrepps- nefndarkosningar skila áliti. — Einnig verða rædd hreppsmál á fúndinum. Y„ZS krónu veltan“ „25 KRÓNU VELTAN“ er í fullum gangi. Sjálfstæðisfólk! Mætið á skrif- stofu Fjáröflunarnefndarinnar í Sjálfstæðishúsinu og takið þátt í veltunni. Þið, sem slcorað hefur verið á, vinsamlegast gcrið skil hið allra fyrsta. Skrifstofan er opin frá kl. 9—7 í Sjálfstæðishúsinu. FJÁRÖFLUNARNEFND sjAlfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.