Morgunblaðið - 19.12.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 19.12.1957, Síða 1
24 síðiir og Jóla-Lesbók 44. árgangur. 289. tbl. — Fimmtudagur 19. desember 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins* Algjört samkomulag á NATO París Þessi mynd var tekin við setningu ráðherrafundar Atlantshafsríkjanna i París. Forystumenn NATO-þjóðanna sitja umhverfis borðið. Tölurnar segja til um, hverjir þeir eru: 1. Harold Mc- millan, Bretlandi, 2. Dwight D. Eisenhower, Bandaríkjunum, 3. Paul Henri Spaak, aðalritari Atlantshafsbandalagsins, 4. Joseph Bech, Luxemborg, 5. Achilles van Aoker, Belgíu, 6. John Diefenbaker, Kanada, 7. H. C. Hansen, Daumörku, 8. Felix Gaillard, Frakklandi, 9. Konrad Adenauer, Vestur-Þýzkalandi (næst sést rétt í Constantine Karamanlis, forsætisráðherra Grikk- iands), 10. Hermann Jónasson, íslandi, 11. Adone Zoli, Italíu, 12. Fulltrúi Luxemborgar (þess verð- ur að geta, að Joseph Bech stjórnaði þessum fundi), 13. Willem Drees, Hollandi, 14. Einar Gerhardsen, Noregi, 15. Staðgengill Salazars fra Portúgal, sem ekki gat sótt fundinn vegna veik- inda (milli staðgengilsins og Macmillans sér ■ hendurnar á A. Menderes frá Tyrklandi). ráðherrafundi ríkjanna i Bandoríkjamenn lóta Evrópu- þjéðum í té kjamorkuvopn . og eldflaugar PARÍS, 18. des. — (Reuter-NTB). — í dag náðíst samkomu- lag á ráðherrafundi Atlantshafsríkjanna, sem haldinn er í París, um það, að Evrópuríkin taki boði Bandaríkjanna um afhendingu á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Ekki var þó ákveðið, hvenær þetta samkomulag gengur í gildi, enda þurfa þjóðþing viðkomandi landa að staðfesta það. Einnig segja fréttamenn, að leiðtogar NATO-ríkjanna hafi hug á því að bíða átekta og sjá, hver verður hin endanlega niður- staða í bréfaskiptum Bulganins, forsætisráðherra Sovét- ííkjanna og forsætisráðherra Atlantshafsríkjanna. Vilja þeir sjá, hvort ekki verði unnt að fá Rússa til að hefja aftur viðræður við Vesturveldin um afvopnun. ið er, að Atlantshafsþjóðunum sé nauðsynlegt að búa heri sína kjarnorkuvopnum fyrst Rússar £ini þögli forsœtisráð- herrann á Nato-fundinum Hermann vill ekkert seqfa um fundinn né bréf Bulganins París, 18. des. Einkaskeyti frá Reuter. IS L A N D er eina ríkið, er þátt tekur i fundi æðstu manna NATO-landanna, sem enn hefur ekkert látið opinberlega í ljós um skoðanir sínar á þeim vandamálum, sem blasa við NATO- samtökunum. Kjarnorkuvopn nauðsynleg. Fréttamaður NTB segir, að þetta samkomulag á Parísarfundinum breyti í engu þeirri ákvörðun Dana og Norðmanna að leyfa ekki eldflaugastöðvar í löndum sínum. Sérhverri þjóð sé það í sjálfsvald sett, hvort hún þigg- ur boð Bandaríkjanna. Þá segir hann og, að ekki verði endanlega gengið frá þessu máli fyrr en Nordstad, yfirmaður Atlantshafs herjanna, hefur rætt við hers- höfðingja hinna ýmsu aðildar- ríkja. Eru hershöfðingjarnir þeirrar skoðunar, að því er álit- Forustumenn allra hinna fjórtán ríkjanna hafa á ýms- an hátt látið í Ijós skoðanir sínar á málum eins og geymslu kjarnorkuvopna, uppsetningu á eldflaugastöðvum og dvöl erlends herliðs í löndum þeirra. En íslenzki forsætisráð- herrann, Hermann Jónasson, hefur enn sem komið er stöð- ugt hafnað að skýra frétta- mönnum frá afstöðu stjórnar sinnar. Þegar fréttamenn báðu hann um skýringar sagði hann: „Ég fer aftur heim til ís'- lands með NATO-ræðu mína og verður hún þá birt. Ég vil ekkert segja um þær um- ræður sem fram fóru um ýms- ar tillögur á NATO-fundin- um“. Hermann Jónasson neitaði einnig að segja nokkuð um bréf Bulganins 1/1 íslenzku ríkisstjórnarinnar. Ráðuneyfin vifa ekki, hvorf forsæfisráðherrann æflaði að halda ræðu á fundi NATO Lenda þeir í pólarvindinum! Kapphlaup fil Suðurpólsins — upp á líf og dauða LXJNDÚNUM, 18. des. — Eins og kunnugt er, reynir brezkur leið- angur undir stjórn Vivians Fuclis að brjóta sér leið til Suðurpólsins. í leiðangrinium eru 15 menn, auk leiðangursstjórans. f tæpa viku heyrðist ekkert frá þeim félögum og urðu menn uggandi í Lundún- um að eitthvert óhapp hefði viljað til, en í fyrradag náðist sam- band við leiðangurinn og tilkynnt var — að allt gengi að óskium. Einn stærsti jökull heims Framh. á bls. 22 ÞAR sem engin frétt hafði borizt um það frá París, að Hermann Jónasson hefði haldið ræðu á ráð herrafundi NATO fyrr en í und anfarandi skeyti frá Reuter, snéri Mbl. sér í gær til forsætis- og utanríkisráðuneytanna með fyrir spurn um, hvort forsætisráðherr- ann hefði haldið slíka ræðu. Forsætisráðuneytið vissi ekki, hvort hann hefði haldið ræðu, né yfir höfuð hvort hann hefði ætl- að að halda ræðu. Utanríkisráðu neytið hafði heyrt orðróm um, að hann hefði gert það, en engar staðfestar fregnir. Fuchs og félagar hans voru í gær komnir upp á Recovery-jök- ul, sem er einn stærsti jökull heims. — Leiðangursmenn hafa verið á ferðalaginu í þrjár vik- ur og hefur þeim að jafnaði mið- að um 10 mílur á sólarhring, eða helmingi minna en gert var ráð fyrir. Enn skilja um 500 mílur Suður- pólinn og Fuchs, en á þessari leið bíður Sir Edmund Hillary, sá, sem „sigraði“ Mount Everest, við níunda mann. Eru þeir með birgð ir vista. Hollendiiigar fá ekhi aftur for- réttindaaðstöðu í índónesíu DJAKARTA, 18. des. — í dag skýrði Djuanda, forsætisráðherra Indónesíu, frá því, að Hollend- ingar fengju ekki aftur ítök í efnahagslífi Indónesíumanna nema þeir létu af hendi við þá yfirráðasvæði sitt í vestur-hluta Nýju-Guineu. Forsætisráðherr- ann skýrði frá þessu á fundi, sem hann átti með blaðamönnum i dag. Yrði þó ekki reynt að koma í veg fyrir atvinnurekstur Hol- lendinga í Indónesiu og þeir fengju þar sömu aðstöðu og aðr- ar vinveittar þjóðir, en alls ekki þá forréttindaaðstöðu, sem þeir höfðu. Forsætisráðherrann sagði enn- fremur, að Indónesiumenn mundu greiða Hollendingum bæt ur fyrir þær eignir þeirra sem teknar hefðu verið eignarnámi. Sum fyrirtækin verða þjóðnýtt, sagði ráðherrann. Upp á Iíf og dauða Ef Fuchs kemst ekki með menn sína á ákvörðunarstað fyrir miðjan janúar, fá þeir svonefndan pólarvind í fang- ið, en hann þykir ekkert lamb að Ieika sér við. Lundúna- blöðin segja, að nú sé hafið kapphlaup upp á líf og dauða og megi ekkert út af bregða, ef vel á að fara. Fuchs er þekktur vísindamaður frá Cambridge. KRÚSJEFF shiiíar bréf LUNDÚNUM, 18. des. — Kru- sjeff hefur skrifað bréf til brezka blaðsins New Statesman sem talið er allvinstri sinnað, og varar við vigbúnaðarkapphlaupinu, segir, að það geti leitt til blóðugrar styrjaldar, þótt unnt sé að kom- ast hjá því, ef að því sé unnið. Þá varar hann við eldflaugastöðv um í Bretlandi og segir, að Rúss- ar hiki ekki við að láta til skarar skríða, ef þeir ottist árás á Sovét- ríkin. — Bréf þetta hefur vakið talsverða athygxi. JÓLABLAÐ er komin út, 48 blaðsíður, og er efni hennar þetta: Forsíðumynd af listaverki Ein- ars Jónssonar: Bæn. Jólahugleiðing eftir séra Enul Björnsson. Síðsumarsnótt á Skjaldbreið. kvæði eftir Hörð Þórhallsson. Jón Auðuns dómprófastur birt- ir jólabréf frá dr. Albert Schweitzer, sem fekk friðarverð- laun Nobels. Heimur í vígamóð, kvæði eftir Kjartan Ólafsson. Súlnasker og skerklerkur, eftir Sigfús M. Johnsen fyrrv. bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum. Frá þúsund vatna landinu, ferðasaga eftir Þórodd Guð- mundsson frá Sandi. Jobsbók, hin merka þýðing og handrit Ásgeirs Magnússonar. Trú og vísindi, eftir próf Le Nouye. , íshrakningar á jólaföstu 1841. Hönd vofunnar, saga eftir Selmu Lagerlöf. Stafbyrðingur: Satorarepo. Þingeyrakirkja, eftir Pál V. G. Kolka, héraðslækni. Einu sinni, ljóð eftir Á. Hugmyndaflug Eskimóa, eftir Knud Rasmussen. Barnahjal. Jólin og heiðnar venjur, eftir Sæmund Eyjólfsson. Jakobsbrunnur (með mynd). Jólasveinn á Labrador, eftir H. R. Forbes. Vitrun. Húslestur í Miðvogi. Ljóssins hátíð að lok grútar- lampanna. Þættir vestan af Mýrum, eftir frú Kristínu Ólafsdóttur. Konungar Norðurlanda eru ættaðir frá Martinique. (Hér urðu þau mistök í prentun, að skiptist um myndir af Dana- og Svíakonungum, og eru menn beðnir að leiðrétta það). Gamlar veðurspár í sambandi við jólin. Himnabrauðið. Fjaðrafok. Bridge. — Verðlaunakrossgáta og Verðlaunamyndgáta. »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.