Morgunblaðið - 19.12.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.12.1957, Qupperneq 3
Fimmtudagur 10 des. 1957 MORGUNRLAÐIÐ 3 Kosningalagafrumvarpið er pólitískt ofsóknarmál Frá umræðum i efri deild í gær KOSNINGALAGAFRUMVARPI ríkisstjórnarinnar var breytt í neðri deild í fyrrakvöId,og fór það því aftur til efri deildar. Þar var það rætt og afgreitt í gær. Verður hér sagt stuttlega frá umræðunum: Tveir kjördagar Jón Kjartansson: — Þetla þokkalega frumv. er nú komið til okkar aftur. Ástæðan er sú, að fjármálaráðherra beitti sér fyrir því í neðri deild í gær, að breyting var gerð til að tryggja, að hengja -mætti áróður utan á samkomuhús Framsóknarflokks- ins í Reykjavík. Það var sem sé aldrei ætlunin að skerða rétt Framsóknar til að beita öllum þeim aðferðum í kosningum, sem hún telur sér hag af. Eg vil nú freista þess að koma fram nokkurri leiðrétt- ingu í sambandi við þetta frumv. og flyt tillögu um, að kjördagar skuli vera tveir að vetrarlagi. Til vara legg ég til, að yfirkjörstjórnir í kaupstöð um fái heimild til að ákveða 2 kjördaga, ef þær telja aö óveður hafi verulega hamlað kjörsókn. Ákvarðanir um þetta skulu teknar áður en kjörfundi er slitið. Undirkjör- stjórnir utan kaupstaða skulu hafa sama rétt og yfirkjör- stjórnir í kaupstöðum að þessu leyti. Jóhann Þ. Jósefsson: — Ég te2 ekki rétt, að notkun gjallarhorna verði bönnuð algerlega eins og nú er ætlazt til, heldur verði haft um það sama orðalag og um kosningaspjöld eða merki og notkun gjallarhorna bönnuð i næsta nágrenni kjörstaðar. Sé ég ekkert hættulegt við að ieyfa slíka takmarkaða notkun gjallar horna og flyt því tillögu urr þetta atriði. Kosningabrögð á Vestfjörðum Sigurður Bjarnason: — Það er mikið um það talað, að tilgangur þessa frumvarps sé sá, að friðd kjördaginn. Það er í því sambandi vissu- lega ástæða til að rifja nokkuð upp, hvernig þeir flokkar, sem að frumvarpinu standa, hafa að undanförnu sýnt „friðarvilja“ sinn í verki á kosningadaginn. Ég er kunnugastur kosninga- aðferðunum á Vestfjörðum. Þar láta Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokurinn mikið að sér kveða, en kommúnistar hafast lítt að, enda fylgi þeirra ekki mikið. Ég get nefnt fróðleg dæmi hér um fyrstu og aðrar bæjarstjórn- arkosningarnar á ísafirði, sem ég tók þátt í. Þá hófst kjördagurinn með umsátri Alþýðuflokks- og Framsóknarmanna um tvær heil- brigðisstofnanir í bænum. Hópur af kosningasmölum frá þessum flokkum gekk í það með oddi og egg að koma sjúku, jafnvel fár- veiku fólki, á kjörstað, og gat sumt af fólkinu naumast setið í bíl. Þá tíðkaðist það, að Alþýðu flokksmenn tóku upp heilar fjól- skyldur og höfuðsátu þær heilan sólarhring fyrir kosningar heima hjá sér. Óg loks get ég nefnt eitt dæmi úr kjördæmi mínu. Þar kom það eitt sinn fyrir, að kona, sem hafði legið sjúk í 3 ár og hafði sótt hita á kosningadaginn var flutt á kjörstað. Var hún þá svo veik að hún gat með engu móti óskað eftir aðstoð af hendi kjörstjórn ar. Varð sá endir á, að sá maður sem með konuna k.om, sneri sér til flokksmanns síns í kjörstjórn inni og bað hann að kjósa fyrir konuna! Telja mætti tugi slíkra dæma um aðferðir V^lþýðuflokksmanna og Framsóknar. Þegar á þetta er litið sést, hvílík hræsni og yfir- drepsskapur kemur fram í þvi er þessir flokkar flytja hér á Alþingi frumvarp, sem þeir segja að eigi að „friða kjördaginn". Ranglát kjördæmaskipun í sambandi við þetta frumv. er og rétt að minna á það, að sá flokkur, sem mest hefur beitt sér fyrir því, Framsóknar- flokkurinn hefur ekki meiri tilfinningu fyrir réttlæti í sambandi við kosningar en svo, að hann vill láta það, sem mestu máli skiptir í sambandi við þær, sjálfa kjördæmaskipunina, vera eins rangláta og frekast er unnt. Framsóknarflokkurinn nefnir það aldrei, að kjördæmaskipunin sé óréttlát, og er það þó ómótmæl- anleg staðreynd, að Alþingi er ekki skipað í samræmi við vilja fólksins í landinu. í síðustu kosningum töpuðu hræðslubandalagsflokkarnir tals- verðu fylgi, en unnu þó nokkur þingsæti. Fylgi Sjálfstæðisflokks ins jókst hins vegar úr 37,4% í 42,5%, en þó fækkaði þingmönn- um hans um tvo. Stjórnin beitir sér ekki fyrir umbótum á þessu sviði, en flyt- ur frumv., sem á að auka „frið kjördegi", en mun verða til hins gagnstæða og er í raun og væru stefnt gegn Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík. Það er ekki verið að hindra vinnu- brögðin sem ég lýsti áðan að tíðk- uð væru á Vestfjörðum. Við þeim er ekkert bann lagt í frv. stj órnarinnar. Takmarka á kjörsóknina Frumvarpið er til orðið vegna ótta stjórnarflokkanna við kjós- endur og reynt að takmarka kosn ingaréttinn og hafa áhrif í þá átt að færra fólk komi á kjörstað en áður. Upphaflega var ætlunin að loka kjörstöðum kl. 10. Það stóð í frumv., er því var fyrst út- býtt, en svo var allt í einu sagt, að þetta væri preintvilla. Það skiptir e.t.v. ekki megin- máli hvort kjörfundi lýkur kl. 11 eða 12, en breytingin sýnir þó, hvert stefnt er: aS draga úr þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Vissulega getur staðið þannig á, að menn geti ekki kosið fyrr en eftir kl. 11, t.d. ef menn hafa verið á ferðalagi, á sjó eða við aðra vinnu sína. Ég held, að rétt- lætistilfinning allra venjulegra manna hljóti að krefjast þess, að ekki séu þrengdir frá því sem nú er möguleikar slíkra manna til að kjósa. Óttinn i stjórnarherbúðunum Ég fæ ekki séð, að nein minnstu rök séu fyrir því, að þetta frumv. stuðli að réttlæti eða auknu lýð- ræði. Það er til komið vegna ótta stjórnarflokkanna við kjós- endur. Ég hef ekki trú á því að þetta þólitíska hrekkjarbragð muni heppnast, slík brögð heppn- ast sjaldnast. Að lokum vil ég minna á það, að Alþýðuflokkurinn hefur á undanförnum árum borið gæfu til að standa með Sjálfstæðis- flokknum í baráttunni gegn því ranglæti kjördæmaskipunarinn- ar, sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið að. Ég vil ekki trúa því, að Alþýðuflokkurinn sé nú svo gjörsamlega genginn í björg Framsóknar, að hann vilji bregð- ast stefnu sinni og styðja þann flokk í að láta Alþingi til fram- búðar vera skrípamynd af þjóð- arviljanum. Páll Zóphóníasson talaði næst- ur og kvað Vestfirðinga hafa lært af Reykvíkingum. Sagðist hann eitt sinn hafa mætt fávita sem sendur hefði verið á kjörstað í Reykjavík. Lék Páll tilburði hans. Tillögu Jóns Kjartansson- ar um 2 kjördaga kvað hann vera til bóta, en sagði að athuga þyrfti 'nana betur og myndi hann ekki greiða henm atkvæði. Kvöldfundur Eftir þetta var fundi frestað til kl. 9 í gærkvöldi. Er sá fund- ur hófst tók Sigurður Bjarnason fyrstur til máls. Benti hann Páli Zóphóníassyni á, að í frumv. vinstri stjórnarinnar væri ekkert sem hindraði andlega vanheilt fólk í að neyta kosningaréttar síns frekar en áður. Annars kvað Sigurður Pál hafa leikið fávitan ágæta vel. Ræðumaður svaraði þeirri staðhæfingu Eysteins Jónssonar, að komið hefði í Ijós stuðningur við frumv. stjórnar- innar hjá almenningi. Hvað er SMSTEIMR „Með öllum mjalla”? Þjóðviljinn víkur í gær að sam starfi lýðræðissinna innan verk- lýðshreyfingarinnar. Blaðinu dámar ekki, ef úr því verður, og segir: „Það er engin furða þótt menn .,. , . _ spyrji hver annan, og þá ekki til marks um það, spurði þmg- ; , J , „ , , . , sizt gamhr og goðir Alþyðufl— maðurmn? Mer er ekki kunnugt , „ „ , . , :,, I irArlram I, »r »r f i Afllli'rfn /o, I Kirðsf um að Alþingi hafi borizt ein einasta áskorun um að samþykkja frumv. stjórnarinnar. Mikill meirihluti þjóðarinnar liti á það sem pólitískt ofsóknarmál. Óregla meðal kjósenda Ennfremur tóku þátt í umræð- unum á kvöldfundinum þeir Jón Kjartansson, Páll Zóphóníasson og Bernharð Stefánsson. Bern- harð kvað styttingu kjördagsins vera áhrifamikla bindindisráð- stöfun. Ennfremur taldi hann að atkvæðatalning ætti ekki að fara fram þegar að kosningunni lok- inni, því að af slíku leiddi ó- reglu meðal kjósenda. Nokkur orðaskipti urðu enn milli Páls Zóphóníassonar og Sig urðar Bjarnasonar. Sagði Páll, að það væri siður sinn fyrir austan, að láta það ráðast hverj- ir kæmu á kjörstað. Sigurður kvað engan trúa þeim orðum Páls. Þvert á móti væru Fram- sóknarmenn á Austurlandi þekkt ir fyrir harkalega kosningabar áttu og ágengni við kjósendur. Umræðum lauk seint í gær- kvöldi. Felldar voru breytingar- tillögur Sjálfstæðismanna. Sam- þykkti stjórnarliðið síðan frum- varpið sem lög, en Sjálfstæðis' menn greiddu atkvæði á móti því. | verkamenii, hvort forusta Alþýðu flokksins sé raunverulega með öllum mjalla, að leyfa tiltölulega fámennum hópi valdstreitu- manna og skemmdarverkamanna að koma þannig fram í nafni Al- þýðuflokksins. Menn standa undr andi frammi fyrir þessari óhrjá- legu staðreynd og spyrja eðli- lega hvað valdi“. Ekki eru vandaðar kveðjurnar til samstarfsmanna og logar auð- sjáanlega heitt undir, þegar því- líkt orðbragð blossar upp á yfir- borðið. Mývatnsbœndur herja stöðugt á minkinn MYVATNSSVEIT, 12. des.: — Stöðugtt er barizt við minkana. Nýlega hafa náðst þrír, sem allir voru drepnir með sprengingum. Vel má vera að tekizt hafi að drepa nokkra í viðbót, með Á Akranesi Mynd þessi er af byggingarframkvæmdum við Sementsverk- smiðjuna á Akranesi, og var hinn mikli reykháfúr hennar 64 m á hæð, er hún var tekin. — Nú er reykháfurinn full- steyptur, að undanteknum kransi, er kemur efst á hann. Hann var byggður með skriðmótum, og utan um efsta hluta hans var byggt 6 m hátt hús til að halda steypunni heitri á meðan hún var ný. Húsið sést á myndinni. — Daginn áður en lokið var að steypa reykháfinn upp, eða sl. sunnudag, gerði hvassa vestanátt. Mutiu hafa verið 11—12 vindstig, þegar hvassast var, og stóðst reykháfurinn þá eldraun. sprengingum, þó hræin hafi ekki náðst. Þeir, sem vinna að minnka veiðunum hér, reyna fyrst og fremst að fyrirkoma minkunum á hvern þann hátt, sem kostur er á, og þá einkum með sprengingum. Hagar þá oft svo til að engin leið er að ná dauða minknum, nema þá með óhemju fyrirhöfn. Veiðimennirnir tapa þá verðlaununum. Þeir telja það meira um vert að sleppa engu tækifæri til að drepa minkinn heldur en það að reyna að ná verðlaunin. Á nokkrum stöðum er ennþá vitað um lifandi minka. 1 dag er til dæmis verið að reyna að ná í mink sem er í Slútnesi. Þegar snjóföl kemur, grípa menn tækifærið til að at- huga um minkaslóðir til að hafa hugmynd um hvar helzt eigi að láta hundinn leita. Er þá símað til þess, sem hundinn hefur og honum gefnar uppiýsingar um ferðir minkanna. Hundurinn „Snoddas” hefur staðið sig með ágætum við veið- arnar. Hann segir til um það hvar minkurinn ferðast um neðanjarð- ar, og er þá oftast hægt að koma fyrir sprengiefni mjög nærri minknum. Er þá ekki sparað að hafa sprenginguna stóra, ef það mætti verða til að bana minkn- um. Oft má ráða það af háttalagi hundsins, hvort minkurinn er dauður, Stundum tekst. að fæla minkinn út úr hraungjótum og er þá reynt að skjóta hann, eða þá að hundurinn tekur hann. ÞÚFUM, 18. des. — Síðustu daga hefur verið nokkur fannkoma og búið er nú að taka sauðfé á hús. Vegir eru nú oi’ðnir þungfærir. Er nú fyrst orðið vetrarlegt á þessum slóðum. — PP. „Á tilveru sína algerlega undiir kommúnistum“ Skýringin kemur og strax á eftir. Þjóðviljinn segir í beinu framhaldi hins fyrra: En það sem augljóst er, er í stuttu mál það, að á sama tíma og Alþýðuflokkurinn tekur opin- beran þátt í ríkisstjórn, sem á til- veru sína og framgang stefnu sinnar algerlega undir náinni og góðri samvinnu við verkalýðs- samtökin----“. Hér sem ella kemur fram, að þegar kommúnistar tala í þessum dúr um „verkalýðssamtökin“ eiga þeir við að þau eigi að vera undir kommúniskri einræðisstjórn. Ann ars sé ekki um eiginleg verka- lýðssamtök að ræða, sízt af öllu slík, sem mark sé á takandi. Þjóð- viljinn meinar því raunverulega. að „rikisstjórnin eigi tilveru sína og framgang stefnu sinnar alger- lega undir náinni og góðri sam- vinnu við“ kommúnistaflokkinn. Gjaldið sem samstarfsflokkar kommúnista eiga að greiða fyrir þátttöku kommúnista í ríkisstjórn er m. a. að tryggja þeim einræði í verkalýðssamtökunum. „Aðvörun“ Tímans Engin nýlunda er, að kommún- istar sjálfir haldi fram þessum skilningi á verkalýðsmálunum. En einhvern tíma hefði þótt ótrú- legt, að Tíminn gæfi út „aðvör- un“ til Reykvíkinga um að fylgja þessum boðum kommúnista. Sú hefur samt raunin orðið, því að sl. sunnudag sagði Tíminn. „Af þessum ástæðum hefur Tíminn varað alla einlæga verka lýðssinna við því að hafa nú sam- starf við erindreka Sjálfstæðis- flokksins í verkalýðsfélögunum“. Orð Tímans verða ekki mis- skilin. Tryggja skal áframhald- andi völd kommúnista. Hitt er eftir að sjá hvers reyvískir verkamenn meta „aðvaranir“ úr þessari átt. Alþýðublaðinu ofbýður Jafnvel Alþýðublaðinu ofbýð- ur, því að í gær segir það svo frá ályktun 25. flokksþings Alþýðu- flokksins. „Þessi staðreynd sýnir að kommúnistum er aldrei að treysta og þá jafnframt að ein- ingarlijal þeirra er algjör blekk- ing. Greinilegust er þó sú stað- reynd að þeir hika aldrei við að setja flokkshagsmuni ofar hags- munum verkalýðssamtakanna hvenær sem þeim býður svo við að hofa. Þingið varar því alvarlega við öllu samstarfi við kommúnista í verkalýðssamtökunum, hvort heldur er í einstökum félögum eða lieildarsamtökum þeirra“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.