Morgunblaðið - 19.12.1957, Side 13
Fimmtudagur 19. des. 1957
MORCUN BLAÐIÐ
13
lega að nota útþvældar mann-
gerðir til þess eins að knýja fram
hlátur. Ameríski dollaraprinsinn,
Tod, er dæmi um þetta. Hann er
sú skopmynd Ameríkumannsins,
sem lélegir reyfarahöfundar bæði
vestan hafs og þó sérstaklega
austan hafa dregið uPP í óteljandi
myndum, sem eru þó jafnan
með sama móti. Jafnfrjóum höf-
undi og Steinbeck hefði átt að
vera í lófa lagið að skapa frum-
lega skopmynd af Bandaríkja-
manni í Evrópu, en hann hefur
látið þetta gullna tækifæri ganga
sér úr greipum.
Þá hefur Steinbeck gert sög-
una tímabundnari er þörf krafði
með því að tína í hana ýmis þau
nöfn, sem nú eru á allra vörum,
en verða líklega flest gleymd eft-
ir svo sem áratug, nöfn eins og
Dior, Conrad Hilton, Louella Par-
sons, Marilyn Monroe, Ava Gardn
er, Grace Kelly, Gina Lollobri-
gida og önnur slík.
Að öllum þessum annmörkum
upptöldum verður það samt að
segjast, að bókin er vel þess verð
að hún sé lesin. Þar er margt stór
vel sagt, og víða vekur sagan í
senn hlátur og umhugsun. Ég hef
fyi'ir satt, að ýmsir mætir menn
hafi hlegið yfir henni heilar næt-
ur, og eru það út af fyrir sig dágóð
meðmæli með hennl En Stein-
beck hefur varla bætt miklu við
skáldhæð sína með þessu verki.
Um þýðingu Snæbjarnar Jó-
hannssonar er það að segja, að
hún er afburðavel gerð. Hann
hefur snúið bókinni á gott mál
og varðveitt kímni höfundar því
nær óskerta. Ég skil bara ekki,
að það skuli hafa farið fram hjá
þýðanda, að Cindarella er venju-
lega nefnd Öskubuska á íslenzku,
en hann heldur enska nafninu.
Prófarkalesturinn er líka með
ágætum sem og allur frágangur
bókarinnar. Káputeikning Atla
Más finnst mér með því betra,
sem ég hef séð á íslenzkum bók-
um. Bókin er ein af félagsbókum
Almenna bókafélagsins í ár.
Sigurður A. Magnússon.
Kristmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
BOKAÞATTUR:
Hundadagastjórn
Pippins IV
JOHN Steinbeck: Hundadaga-
stjórn Pippins IV. Skáldsaga.
191 bls. Snæbjörn Jóhannsson
íslenzkaði. Almenna bókafé-
lagið, Reykjavík 1957.
Það er mól margra, að með
síðustu bók sinni, „Hundadaga-
stjórn Pippins IV“, hafi hinn
heimskunni bandaríski rithöfund
ur John Steinbeck reist sér hurð-
arás um öxl. Hann hefur tekið
sér fyrir hendur að draga upp
mynd af frönsku stjórnmálalífi,
sem sé ósennilegri og kátlegri
en sjálfur veruleikinn. Það er í
mikið ráðizt, einkum þar sem
franskt stjórnmálaþvarg hefur
hingað til tekið fram öllum lygi-
sögum. Steinbeck hefur sýnilega
ekki sett það fyrir sig, heldur
kastað sér yfir bráðina og reynt
að gera sér sem allra mestan mat
úr henni.
Sögusviðið er Frakkland ein-
hvern tíma á seinni helmingi
þessarar aldar. Óreiðunni er loks
þar komið, að stjórnmálaleiðtog-
arnir ákveða að endurreisa kon-
ungdæmið. í hásætið er valinn
óframfærinn miðaldra maður,
Pippin Arnulf Héristal, sem er
afkomandi Karls Martels, lang-
afa Karlamagnúsar. Hann hefur
fram að þessu lifað þægilegu lífi
á afrakstri eigna sinna og drepið
tímann með því að leita uppi ný-
jar stjörnur á himinhvolfinu.
Hann á góða og fastheldna konu
og tvítuga einkadóttur, Klóthildi,
sem skrifað hefur metsölubókina
,Adieu Ma Vie‘ 15 ára gömul. Auk
þess hefur hún leikið í kvikmynd
um við lítinn orðstír og er í sjálfs
morðshugleiðingum, þegar hér er
komið sögu, en prinsessutitillinn
gefur henni aftur gleði sína, sem
og ást hennar á amerískum doll-
araprinsi, er kemur á vettvang og
býðst til að bjarga fjárhagi
Frakka með því að selja banda-
rískum milljónerum franska her-
togatitla fyrir offjár!
Fyrstu 50 síður bókarinnar eru
frábærlega skemmtilegar, og er
Steinbeck sérlega fundvís á skop-
lega hluti. Lýsing hans á stjórn-
málaþrasinu og samningamakk-
inu er góð, og hann færir sér
óspart í nyt möguleikana, sem
þetta efni leggur honum upp í
hendurnar. Stjórnmálalxfið hefur
löngum þótt frjór akur skoplegra
ádeilusagna.
Þá eru víða skemmtileg tilþrif
í lýsingunni á heimilislífi Pippins
og þá einkum á einkalífi Klót-
hildar, sem verður eins konar
summa hinnar eirðarlausu og
„taugaveikluðu“ æsku nútímans,
sem þjáist af hinum margrómaða
„lífsþorsta“. Ádeilan er víða
snjöll og hárbeitt.
En þegar fx-á líður, verður les-
andanum ljóst, að þessi tegur.d
af gamni á ekki sérlega vel við
'Steinbeck. Hann er miklu sterk-
ari á svellinu, þegar hann tekur
fyrir skemmtilega sérvitringa,
eins og hann gerði í ,Tortilla Flat‘
(Kátir voru karlar). Þar nýtur
kímnigáfa höfundar sín til full-
nustu, og persónulýsingar hans
eru lifandi og trúverðugar.
Helzti gallinn á sögunni um
Pippin er sá, að höfundurinn er
ekki nægilega þolgóður í gríninu.
Hann á marga glæsilega fjör-
spretti, en svo er eins og fákur
hans „hlaupi upp“ á skeiðinu:
hann verður grafalvarlegur og
fer jafnvel stundum að prédika.
Þessir bláþræðir í sögunni eru
hvimleiðir. Við sjálft liggur, að
þeir slíti söguna í sundur. Sem
dæmi má nefna systur Jasirxtu,
fyrrverandi dansmey í Folies
Bergére, sem á að vera ímynd-
hinnar víðsýnu konu, er þekkir
allar hliðar lífsins. Hún er ósköp
tilkomulítil persóna í skopsögu.
Eða þá gamli maðurinn á bls.
147—148. Hann á að vera dæmi
um hinn einfalda alþýðumann,
sem er alltaf að byggja upp af
John Steinbeck.
eintómri eðlishvöt. Slíkar mann-
lýsingar verða hjárænulegar íi
skopsögu og eru alls ekki til þess
fallnar að gefa henni dýpt, enda
þótt sú kunni að hafa verið ætlun
höfundar.
Þá gerir Steinbeck sig einnig
sekan um hinar öfgarnar, nefni-
Sögni önunn í
jólafríinn
BARNABÓKIN „Bergnuminn í
Risahelli“ hefði alveg eins mátt
heita „Amma segir frá“. í bók-
inni, sem ísak Jónsson, skóla-
stjóri, hefir þýtt á gott mál, eins
og við var að búast af honum,
eru 10 kaflar — tíu sögukaflar,
sem amma segir litlu börnunum
í jólafríinu.
Hver kafli er hæfilega langur
til lestrar eina stixtta kvöldstund,
og í sögunni verða börnin svo
hrifin og gagntekin af ævintýx'-
inu, að ekkert, hvorki sleðaferð-
ir eða aðrir leikir að deginum,
skyggir á tilhlökkunina að
amma komi að loknum kvöld-
verði til þess að halda sögunni
áfram. — Bókin er tæpar 150
blaðsíður.
Skólavarðan
NÚ að undanförnu hefir gefiff
aff líta í búffargluggum þessa
teikningu af Skólavörffunni.
Skólavarffan er eitt þeirra mann
virkja, sem nú eru hofin, en
settu svip sinn á bæinn hér
áffur fyrr. Margir sakna henn-
ar og gæti þessi teikning orffiff
þeim einhver raunabót.
Ævisaga
Sigurffar Ingjaidssonr
frá Balaskarffi.
Bókfellsútgáfan.
ÆVISAGA Sigurðar Ingjaldsson-
ar, sú er hér birtist, kom út árin
1913 og 1914, í tveim bindum.
Vakti hún mikla athygli og seld-
ist brátt upp, svo að fám árum
síðar var hún ófáanleg og hefur
þótt erfið viðfangs bókasöfnur-
um um margra ára skeið. þriðja
bindi er til af sögunni. Kom það
út 1933 og þótti miklu minna til
þess koma en hinna fyrri, enda
var í því samtíningur og sitt
hvað. Var vel ráðið að sleppa því
í þessari útgáfu og er ævisagan
eigulegra og heilsteyptara verk
fyrir bragðið.
Frásagnargáfa Sigurðar er frá-
bær, og augljóut að hann hefur
haft stálminni. Lýsingar hans á
daglegu lífi íslendinga, heimilis-
háttum og starfi, á ofanverðri
nítjándu öld, eru meðal hins
bezta, sem völ er á af því tagi,
og hafa auk þess þann öndvegis-
kost að vera skemmtilegar af-
lestrar. Höf. er barnslega einlæg-
ur í frásögn sinni, stundum dá-
lítið rogginn, svona líkt og stát-
inn strákur, en lætur þess þó
jafnan getið, að hann hafi í öllu
notið hjálpar og aðstoðar Guðs.
Einhverjir urðu til þess að bregða
honum um mont, þegar bókin
kom fyrst út, og töldu þeir hinir
sömu, að hann færi pkki alltaf
með rétt mál, en aldrei hefur
það sannazt, og hvergi er í bók-
inni um grobb að ræða. Höf. virð-
ist að vísu ekki gera minna úr
sjálfum sér en efni standa til,
en hví skyldi hann gera það?
Hann hefur lifað viðburðaríku
lífi, siglt marga krappa báru, en
staðið sig vel, verið lífsins verð-
ur, og veit það. Og bókin hans
er síðasta afrekið, hún er enginn
hroði, það verður aldx-ei haægt
að ganga framhjá henni í sögu
og menningarsögu íslands. Sig-
urður frá Balaskarði var sæmd-
armaður og hans mun ætíð verða
vel getið á landi hér.
Margt er það sem drífur á daga
Sigurðar, allt frá fyrstu bernsku-
tíð og þar til bókin endar, á bú-
skap hans í Nýja-íslandi. Fyrstu
leikfélagar hans eru huldufólks-
börn og er frásögn hans af þeim
mjög athyglisverð. Fóstra hansi
sá þau einnig og varaði hann við
að segja öðrum frá þeim. Þau
áttu falleg gull. Eitt sinn buðu
þau honurn í bæ sinn; skyggndist
hann þá inn um opnar dyrnar og
þótti falleg híbýli þeirra. Af frá-
sögninni verður helzt ráðið, að
hann hafi ekki farið nema að
dyrunum, enda hefði sagan haft
snöggtum minna sannleiksgildi,
ef höf. teldi sig hafa gengið x hús
þessara hulduvera.
Lífsbaráttan var harðari þá en
nú og ævi barna og unglinga
miklu veri'i. Sigurður hlaut
snemma að amla fyrir brauði
sínu, sem stundum var óríflega úti
látið. En hann var bjartsýnn og
treysti skapara sínum, hefur ber-
sýnilega verið prýðilegur strákur,
dugandi og kjarkmikill. Frá öllu
er vel og skemmtilega sagt; les-
andinn hrífst með og á bágt með
að leggja frá sér bókina, fyrr en
lokið er. Og hún mun ekki ryk-
falla í hillu, þetta er skrudda,
sem maður lítur oft í og þykir
gott að eiga.
Frágangur er allur hinn smekk’
legasti og bókin fjarska íalleg. —
Freysteinn Gunnarsson skóla-
stjóri hefur búið verkið undir
prentun og ritað stuttan en greina
góðan formála.
Kristín Lafranzdóttir.
Eftir Sigrid Undset.
Helgi Hjörvar þýddi.
Setberg.
ÞRIÐJA og síðasta bindið af
hinni miklu skáldsögu frú Undset
nefnist Krossinn, og er mest að
vöxtum. Kristín er nú kom-
in heim á föðurleifð sína,
og býr þar, ásamt Erlendi,
sem hefur misst allar eignir
sínar og haldið nauðuglega
lífi, eftir þátttökuna í uppreistar-
áformi Ingibjargar hertogaynju.
Ást þeirra hitnar að nýju í þeim
þrengingum, en jafnframt vaknar
aftur þrá Kristínar eftir því, að
geta af fúsu geði beygt sig undir
vilja Guðs. En hún er þrjózk og
eigingjörn, stórlynd og stríðlynd;
slíkum er leið auðmýktarinnar
erfið, að vonum, og svo reynist
Kristínu. Lýsing þessarar töfr-
andi persónu er afrek, sem á sér
fáa líka, og hin sálfræðilega rann
sökun hennar ógleymanleg. En
hún kemur ekki ein við sögu.
Erlendur Nikulásson, Simon
Darre, Lavrans Björgulfson, bróð
ir Edvin — og mikill fjöldi ann-
arra persóna birtast lesandanum
sem lifandi og ógleymanlegar
manneskjur.En áhrifamest er
örlagaveðrið sjálft, barátta anda
og holds, Ijóss og myrkurs, stríð
mannsins við sjálfan sig, hið
sæla og ægilega kall efnis og
blóðs, og hin óumflýjanlega rödd
að, ofan, sem hvíslar: sjá, ríki
þitt er ekki af þessum Ixeimi!
Sigrid Undset hefur kannað
djúpt og skyggnzt hátt í þessu
stórkostlega skáldvei-ki, sem er
ein mest lesna bók aldarinnar.
Og hún hefur jafnframt haft
glöggt auga fyrir dramatiskri
hagnýtingu efnisins, húr. kunni
að segja sögur, þannig að lesand-
inn ætti engrar undankomu
auðið. Lof sé henni fyrir það; sú
bók sem enginn nennir að lesa,
á lítið erindi í heim vorn.
Kristín Lavarnsdatter leitar
Guðdómsins, æðsta ósk hennar
ar að sál hennar og hugur yfir-
skyggnist af þeim kærleika, sem
er tákn vilja Guðs, og verði vilj-
ugt verkfæri hans. En hún er í
hæsta máta jarðnesk kona, með
funheitt blóð og brennandi lífs-
þorsta. Auk þess hittir hún þeg -
ar í æsku karlmann, sem er sam
nefnari allra óska konunnar á
öllum öldum, hinn fullkomna
karlpening, er stúlkur allra landa
og tíma dreymir um og sem —
satt bezt sagt — er álíka sjald-
gæfur og hin fullkomna kona!
Hann leiðir Kristínu skjót-
lega að skilningstrénu góðs og
ills, en eftir það á trúarlíf henn-
ar allmiklu örðugra uppdráttar,
svo sem viljað hefur við brenna
fyrr og síðar. Á hinn bógmn ber
hið aldna tré nafn sitt með réttu,
veröld reynslu og skilnings opn-
ast nú Kristínu — og lesandanum
— heill heimur ólgandi og stríð-
andi lífs, sem engan lætur ósort-
inn.
Listkunnátta höf. er blátt
áfram ótrúleg, allt leikur
henni í hendi allt verður
að gulli sem hún snertir
á. Persónulýsingar, atburðalýs-
ingar, umhverfis- og aldarfars-
lýsingar, bygging sögunnar, efnis
meðferð, frásögn, — um allt er
farið meistax-ahöndum, og allt
lifir kynngimögnuðu, geislandi og
glitrandi lífi. Magnað og áfengt
er einnig líf málsins, — engin
þýðing nær því að fullu og þótt
þýðing þriðja bindis sé betri en á
hinum tveimur, er hún lalsvert
dauðadoppulegri en frumtextinn.
Verkið er afar vandþýtt óvíst að
aðrir hefðu gert betur en Hjörvar,
en hinn gullni galdur í málsmeð-
ferð frú Undset er honum ofur-
efli.
Bókaútgáfunni Setbergi skal
þakkað fyrir að koma þessari
bók á íslezkan markað. Það er
ekki vansalaust að mörg beztu
verk Norðurlandamanna eru enri
óþýdd á íslenzka tungu, svo sem
ýmis af meistaraverkum Hams-
uns, Tryggve Andersens o.fl.
H Ó L A N E S