Morgunblaðið - 19.12.1957, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. des. 1957
Sannleikurinn um
Ef tir
GEORGES
SIMENON
Þýðing:
Jón H. Aðalsteinsson
26.
(Bélé
onc^e
Hvaða sönnun hafið þér íyrir því,
að þér hafið fyrst fengið arse-
nik í kaffið sunnudaginn 20.
ágúst.
— En....
— Grípið ekki fram í fyrir mér!
Hann talaði bæði vel og lengi,
og hann gerð; það eins og maður
gæti ímyndað sér að tröll tæki til
matar síns — græðgislega, þannig
að kjálkarnir, skeggið og allur lík
aminn hreyfðist í takt.
— Skjólstæðingur minn hefur
viðurkennt, pr hún hafi tekið eitr
ið í tilraunastofu yðar þremur
mánuðum áður. En hver maður
veit, þó ekki sé nema úr síúður-
dálkum blaðanna og réttarskýrsl-
um, að ef andiátið á að virðast
eðlilegt þá er fórnardýrinu gefið
arsenikið í skömmtum, fyrst mjög
lítið en aukið smám saman. Hver
segir að þér hafið ekki fengið smá
skamtana, án þess að vita það?
Francois opnaði munninn, en
fékk ekki tóm til að segja neitt.
Ákveðin hreyfing handarinnar
með svörtu neglurnar stöðvaði
hann.
— Við skulum tala rólega um
málið. Við skulum ekki strax
hugsa um ástæðuna. Við vitum,
að hver svo sem ástæðan kann að
vera, þá var hún til staðar þrem-
ur mánuðum áður, því þá aflaði
skjólstæðingur minn sér eiturflösk
unnar í rannsóknarstofu yðar
með þeirri áhættu, sem því var
samfara. Næstu þrjá mánuði fór-
uð þér að staðaldri út til La
Chataigneraie.
Að heyra Boniface taka orðið
Chataigneraie sér í munn! Það
var ómögulegt að hugsa sér ljóst
og snyrtilegt húsið í sambandi við
hann.
— Þér sváfuð þar, þér borðuð-
uð þar og drukkuð kaffi. Oftsinnis
sátuð þér með tengdamóður yðar,
bróður og mákonu, í garðinum þar
sem morðtilraunin var gerð. Um
þriggja mánaða skeið voru aðstæð
urnar eins, og við getum sagt hag-
kvæmar. Sama ústæða, sömu að-
stæður. Hvers vegna beið skjól-
stæðingur minn þá svo lengi? Leyf
ið mér að tala út, herra Donge!
Það er skylda mín að reyna alla
möguleika, og þér getið treyst orð-
um mínum, þegar ég segi að ákær-
andinn mun ekki láta neinn þeirra
ónotaðan. Lagði kona yðar nokk-
urn heimanmund í búið?
Þó Francois liefði komið upp í
skrifstofu Boniface, allt of lítið
klæddur, til dæmis aðeins í nærföt-
unum, þá hefði hann ekki farið
meira hjá sér.
— Nei, það var ég sem....
— Mágkona yðar gifti sig um
leið. Lagði hún til nokkurn heim-
anmund?
— Bróðir minn er eins settur
og ég.
— Nei, herra Donge! Ég bið yð-
ur afsökunar á því, að ég skuli
blanda mér í einkamál yðar vegna
embættisins, en þetta kemur til-
finningunum ekkert við. Hvorug
þeirra d’Onnarville-systra gat lagt
nokkurn heimanmund í búið, af
þeirri einföldu ástæðu, að móðir
þeirra er svo gott sem eignalaus,
enda þótt hún hafi aðgang að fé.
Ef tilteknir atburðir hefðu ekki
gerzt á stjórnmálasviðinu, væri
frú d’Onnerville mjög vel stæð. En
allt hefur breytzt í Tyrklandi eft-
ir að hún kom til Frakklands, og
hlutabérfin, sem maðurinn henn-
ar lét eftir sig, eru nærri verð-
laus í dag. Svo verðlítil, að eitt af
hennar fyrstu verkum var að láta
veðsetja jarðeign foreldna sinna í
Mauffrand.
Francois varð skyndilega hugs-
að til flugunnar, sem spriklaði í
svörtu vatninu, en nú líkti hann
henni ekki lengur við Bébé, held-
ur við sjálfan sig. Hann var renn
votur af svita og langaði mjög til
að opna gluggann til að anda að
sér hreinu lofti, sjá venjulegt fólk
ganga á götunni fyrir utan og
heyra eitthvað annað en sjálfglaða
rödd lögfræðingsins.
— í stuttu máli sagt, þá hafið
þið bræðurnir séð fyrir frú d’Onn-
erville síðustu tíu árin.
Hann hefði getað æpt:
„Farið noður og niður með allt
þetta kjaftæði. Þetta snertir
hvoi'ki Bébé né okkur á La
Chataigneraie. .. . “
Hendur hans skulfu. Hann var
þurr í kverkunum. Og honum varð
óglatt af að horfa á Boniface ti'oða
neftóbakinu með þumalfingrinum
upp í loðna nösina.
— Sjáið til, hvert réttarmál
verður að rannsaka fr' öllum hlið
um, hvort sem það er ómerkilegt
eða núkilvægt, hvort sem um er að
ræða deilu við leigusalann eða
stórglæp.
— Kona mín var ekki í neinum
peningavandræðum.
— Auðvitað létuð þér henni í té
eins mikla peninga og hún vildi fá.
En eruð þér vissir um að sú stað-
reynd, að þér lifðuð, hafi ekki
hindrað hana £ að verj-a pening-
unum að eigin geðþótta? Eruð þér
vissir um að það líf, sem hún lifði
við yðar hlið, hafi verið það líf
sem hún þráði?
Hann næstum brosti í grátt
skeggið. Hann hafði lítinn áhuga
á fólki; það ein-a, sem hann kærði
sig um að vita, voru gerðir þess,
og hvað hefði rekið það til að gera
það, sem það gerði.
— Frú d’Onnerville hefur alltaf
verið mikiil heimsborgari og hún
ól dætur sínar upp í sama and-a.
Það er altalað að hún kvartaði
undan því iem hún kallaði innilukt
andrúmsloft hér í bæ. Klæðnaður
konu yðar vakti ekki beint
hneyksli en undrun, ekki síður en
kæruleysi hennar, eða réttara sagt
lítilsvirðing fyrir fábreyttum um-
gengnisvenjum okkar. Þér eruð
verzlunarmaður, herra Donge....
— Ég get fullvissað yður....
— Iss....
Francois hröklc við, undrandi yf
ir að heyra slíkt hljóð úr þessum
munni.
— Þér verðið að læra að í slík-
um tilfellum getur maður ekki
verið viss um neitt. Eins .og ég
hef sýnt fram á. .. .
Hann hefði viljað mótmæla:
„Þér hafið ekki sýnt fram á
nokkurn skapaðan hlut!“
— Ég hef sýnt fram á, að við
getum ekki fyrirfram útilokað
þann möguleika að hagnaðarvon-
in hafi ráðið úrslitum. Við höf-
um þegar minnzt á, hverja upp-
hæð var um að ræða. Nú skulum
við halda okkur við staðreyndir
og ekkert nema staðreyndir. Þenn
an umrædda sunnudag kom ekkert
óvenjulegt né óeðlilegt fyrir. Kona
yðar fékk ekkert nafnlaust bréf.
Þið höfðuð ekki rifizt kvöldið áð-
ur.
— Hvernig vitið þér það? tókst
honum að skjóta inn í.
Og lögfræðingurinn lagði flat-
an lófann á möppuna, eins og
hann vildi gæla við hana.
— Það stendur hér. Við höfum
hér eigin orð skjólstæðings míns.
Við vitum einnig, að þennan morg
un hitti hún yður ekki fyrir há-
degisverð. Þar af dreg ég þá álykt
un, að það hafi ekki frekar verið
ástæða til að byrla yður eitur þenn
an dag en einhvern annan dag. Ég
geng enn lengra. . . .
Francois gat ekki stillt sig leng-
ur og þaut á fætur, en með mynd-
ugri h-andahreyfingu fékk Boni-
face hann til að setjast aftur.
— Ég skal bráðum hlusta á það,
sem þér hafið að segja. Ég geng
enn lengra. Þennan sunnudag voru
að minnsta kosti þrjú vitni til stað
ar. Og eitt þessara vitna var sá,
sem kona yðar hafði ástæðu til að
öttast mest, það er bróðir yðar,
því allir vita, hve vænt honum
þykir um yður,
Kona yðar veit, að þér eruð efna
fræðingur, herra Donge. Bróðir
yðar er einnig vanur að fara með
þau efni, sem þið notið daglega í
verksmiðjunni, enda þótt hann
liafi ekki próf.
Þó er hægt að gefa manni ban-
væn-an skammt af arseniki, án
þess fram komi þau einkenni, sem
efnafræðingar þekkja öllum betur.
Hann brosti ekki, en virti
Franeois fyrir sér sigri hrósandi
meðan hann strauk skeggið.
— Hvers vegna valdi kona yð-
ar, sem er þó vel skynsöm, ein-
mitt þennan d-ag til að gefa yður
slíkan skammt? Ég get sagt yður
það. Ef þér viljið heldur, getum
við látið sem það sé opinberi ákær
andinn sem talar. Þennan sunnu-
dag gerði kona yðar glappaskot.
Áður hafði hún aðeins gefið yður
smáskammta í kaffið, hæfilegt til
að veikja heilsu yðar og undirbúa
jai'ðveginn. En í sólskininu í trjá-
garðinum í návist fjölda fólks hef-
ur hönd hennar skolfið og. .. .
— En ég get svarið að þetta er
allt....
Boniface lögfræðingur andvarp
aði meðaukmkunarlega.
— Ég bið yður að afsaka, herra
Donge. Yið erum að tala um stað-
reyndir og ekkert nema staðreynd
ir. Það er ekki mín sök ef rök-
réttar afleiðingar. . . Það er ekki
ég, sem á að dæma, heldur eru það
emfaldar sálir, sem vita ekki
meira um yður og skjólstæðing
minn, en þ-að sem sagt verður fyr-
ir réttinum.
Þá gerði Francois eins og flug-
an í kald-a vatninu. H-ann gafst
upp. Hann hafði ekki kraft til að
berjast lengur. Hlustaði hann enn?
Orð Boniface bárust til hans eins
og úr mikilli íjarlægð, en skýrt og
miskunnarlaust.
— Undirbúningi málsins lauk I
gær. 1 dag eru skjölin afhent á-
kæruvaldinu. Því miður hef ég
ekki gengið frá málinu. Það er
byggt á játningu konu yðar og hún
hefur aldi'ei viljað hlusta á mín
ráð.
Það hefði kannske verið hægt að
ganga frá málinu eins og afbrýði
hefði stjórnað gerðum konu þinn-
ar, án þess að nefna þriðju per-
sónu. Það eru til gömul ástarævin
týri, sem eru það vel þekkt, að
hægt væri að minnast á þau fyrir
rétti, án þess það vekti nokkurt
umtal....
Hann tal-aði hratt. Boniface lög
HUtvarpiö
Fimmtudagur 19. desember:
Fastir liðir ein-s og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt
ir). 18,30 Fornsögulestur fyrir
börn (Helgi Hjörvar). 18,55 Þing-
fréttir. — Tónleikar. 20,30 Kvöld-
vaka: a) Eggert Stefánsson
söngvari les úr síðasta bindi sjálfs
ævisögu sinnar: „Lífið og ég“. —■
b) Magnús Jónsson syngur; Fritz
Weisshappel leikur undir á píanó
(ný plata). c) Kósberg G. Snædal
rithöfundur les úr kvæðabók sinni
„I Tjarnarskarði". d) Karl ísfeld
rithöfundur les úr bókinni „Bak
við fjöllin“ eftir Guðmund Ein-
arsson frá Miðdal. 21,45 Islenzkt
mál (Ásgeir Blöndal Magnússon
kand. mag.). 22,10 Erindi með tón
leikum: Dr. Hallgrímur Helgason
talar um músíkuppeldi. 23,00 Dag-
skrárlok.
DAGBÚK
ÚNNU FRANK
í ágœfri þýðingu
séra Sveins Víkings
er hugnæmur og göfgandi lestur fyrir
aldna sem unga.
Bókmenntagagnrýnendur sem og aðrir er
lesið hafa, ljúka einróma lofsorði á þessa
heimsfrægu bók. Dagbók Önnur Frank
hefur verið með bezt seldu bókum erlendis
og virðist einnig ætla að verða hér á landi.
Tryggið yður eintak tímanlega, því
upplagið er á þrotum.
Útgefandi
MARKUS Eftir Ed Dodd
1) — Ég er feginn að þú fæst
í þessa ferð Markús. Vona að þú
handsamir geiturnar og svo hand
samar einhver sonardóttir mín
þig.
— Ég þakka fyrir altt hólið,
frú Anna. Þær eru víst failegar
stúlkur.
2) — Segðu mér Oddur, nvað
gerði Króka-Refur af sér, þegar
frú Anna rak hann.
— Fyrst reyndi hann að eyði-
leggja veiðiferðina. Síðan reyndi
hann að fá kyrrsettan útbúnað
leiðangursins. Síðan hóf hann
málsókn.
3) — En hann tapaði málinu.
Skiptu þér ekki af Króka-Refi.
Hann var aðeins lélegur leiðsögu-
maður.
Föstudagur 20. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Börnin fara í heimsókn til
merkra manna (Leiðsögumaður:
Guðmundur M. Þorláksson kenn-
ari). 18,55 Þingfréttir. — Tónleik
ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðv
arsson kand. mag.). 20,35 Erindi:
Þjóðlegt og alþjóðlegt uppeldi
(Jónas Jónsson frá Hriflu). 21,00
Tónleikar (plötur). 21,30 Upplest
ur: „Jónsmessunæturmartröð á
Fjallinu helga“, skáldsögukafli eft
ir Loft Guðmundsson (Höfundur
les). 22,10 Upplestur: Séra Sveinn
Víkingui’ les úr bók sinni „Efnið
og andinn“. 22,30 Sinfóníuhljóm-
sveit íslands; Wilhelm Schleuning
stjórnar (Hljóðrit-að á tónleikum
í Þjóðleikhúsinu 10. þ.m.). Sin-
fónía nr. 4 í d-moll eftir Schu-
mann. 23,05 Dagskrárlok.