Morgunblaðið - 19.12.1957, Qupperneq 22
22
MORGVN BLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. des. 1957
Eysteinn nr jainvægi — Beynir
ekbi nð bern of sér rðkfnstor
ódeilnr Ingólfs Jónssonœr
TÍMINN birtl í gær stuttan kafla
úr ræðu Ingólfs Jónssonar við
2. umræðu f járlaga varðandi lána
málin. Endurtekin er fullyrðing-
in um, að Ingólfur hafi kallað lán
til Sogsins eyðslulán, enda þótt
ræðukafli sá, sem Tírninn birtir,
sanni hið gagnstæða. Sannleikur-
inn er, að sá hluti Sogslánsins,
sem fer til greiðslu á innlendum
kostnaði, 2,7 millj. dollara, er
greiddur í ýmiss konar matvör-
um, en ekki í peningum. Hvað er
þá hægt að nefna þetta lán ann-
að en réttu nafni: matarlán.
Innlent fjármagn vantar
LániS, sem tekið var um ára-
mótin í fyrra var eyðslulán,
tekið til þess að jafna gjaldeyr-
ishallann, sem annars var óbrú-
anlegur. Þótt nokkur hluti láns-
ins hafi gengið til Ræktunar-
sjóðs og annars, sem má telja
gagnlegt, raskar það ekki þeirri
staðreynd, að óheillastefna vinstri
stjórnarinnar olli því, að ekki
var innlent fjármagn fyrir hendi
til þess að lána Ræktunarsjóði
eða til annarra nauðsynlegra
framkvæmda, eins og gert var
í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar.
Meðan fyrrverandi ríkisstjórn
sat að völdum var tekjuafgangur
hjá ríkissjóði, sjóðir Búnaðar-
bankans, Fiskveiðasjóður, Bygg-
ingasjóður kaupstaðanna og raf-
orkuframkvæmdir fengu fé af
tekjuafgangi ríkissjóðs. Flestum
er ljós sá reginmunur, hvort
Sjálfslæðismenn
vilja auka stuðning
við einkaskóla
EINS og áður hefur verið skýrt
frá í Morgunblaðinu, flytur
Bjarni Benediktsson frv. um það
á Alþingi, aff fastir kennarar viff
einkaskóla fái greidd laun úr rík-
issjóði, eftir sömu reglum og
kennarar við aðra barnaskóla. í
•gær var útbýtt í neðri deild svo
hljóðandi áliti frá minni hluta
menntamá ar efndar deildarinnar
(Ragnhildi Helgadóttur og Kjart-
ani J. Jóhannssyni):
„Frv. þetta, sem flutt er nú í
þriðja sinn af 1. þm. Reykv.,
Bjarna Benediktssyni, fjallar um
stuðning ríkisins við einkaskóla.
í hitteðfyrra felldu vinstri
flokkarnir frv. þetta, og í fyrra
afgreiddu fulltrúar þeirra í
menntamálanefnd neðri deildar
málið ekki þrátt fyrir ítrekuð til-
mæli fulltrúa Sjállfstæðisflokks-
ins. Málið var samt oft rætt í
nefndinni.
Á þinginu nú í vetur hefur mál
ið enn legið fyrir, en meiri hlut-
inn ófáanlegur til að afgreiða
það.
Minni hl. finnst hins vegar
engin ástæða til að draga af-
greiðsluna úr hömlu og telur:
1. að einkaskólana beri að
styðja vegna þeirrar fjölbreytni,
sem þeir eru líklegir til að skapa
í fræðslumálunum;
2. að engin ástæða sé til að
gera fólki, sem heyrir til söfnuð-
um utan þjóðkirkjunnar, fjárhags
lega erfiðara fyrir en öðru fólki
að senda börn sín í þá löggiltu
einkaskóla, sem söfnuðurnir
reka;
3. ef skólahald þetta hætti
vegna fjárskorts, mundu börnin,
sem annars stunda nám í einka-
skólum, fara í almenna barna
skóla, og yrði þá að fjölga þar
kennurum, sem launaðir eru af
hinu opmbaia.
Þess vegna er sanngjarnt að
fara fram á, að laun fastra kenn-
ara verði greidd úr ríkissjóði,
enda verði þeir þá ráðnir og laun-
aðir eins og kennarar barna-
skóla“.
landið er ræktað og byggt fyr-
ir fjármagn sem þjóðin sparar
og aflar sjálf — eða hvort erlent
fé er fengið til allra fram-
kvæmda, sem að er unnið.
í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar
var meira ræktað og byggt en
nokkru sinni áður. Aldrei var
meiri aukning atvinnutækja en
á því tímabili. Til framkvæmd-
anna var notaff innlent fé. Er-
lend lán til hinna miklu fram-
kvæmda þurfti ekki að taka.
Þjóðarbúskapurinn var rekinn
með heillavænlegri hætti en nú
er gert. Það var þetta, sem Ing-
ólfur Jónsson ræddi vel og skil-
merkilega við 2. umræðu fjár-
laganna og leiddi skýr rök að
þeirri þjóðarnauðsyn, að horfið
verði frá þeirri villu sem nú-
verandi ríkisstjórn leiðir yfir
þjóðina.
Skömm Eysteins
Ræða Ingólfs Jónssonar kom
fjármálaráffherra úr jafnvægi.
Hann kaus að þegja í þinginu, en
Tíminn reynir aff borga fyrir ráff-
herrann með því að halda því
fram, að Ingólfur Jónsson sé á
móti Sogsvirkjuninni, fjáröflun
til Ræktunarsjóðs og fleiri nauð-
jynlegra framkvæmda. En það
má Tíminn vita að fylgi þessa
þingmanns minnkar ekki þótt
slíkur þvættingur verði daglega
birtur í málgagni Framsóknar-
flokksins.
Fjármálaráðherrann sættir
sig við að fjárlögin verði að
þessu sinni afgreidd með 85
millj. kr. greiðsluhalla. Enginn
fjármálaráðherra í heiminum
mun sýna jafnmikinn aum-
ingjaskap og ábyrgðarleysi
og Eysteinn Jónsson gerir
með því að taka við fjárlög-
um, sem þannig eru afgreidd.
Dýrtíðar- og óheillastefna Ey-
steins Jónssonar leiðir vand-
ræði yfir þjóðina.
Allir ættu að gera sér greln
fyrir nauðsyn þess, að skipta
nú þegar um stefnu í atvinnu-
og fjármálum. En það verður
ekki gert fyrr en Eysteinn Jóns
son lætur af völdum.
Tekur við af
Zhukov
MOSKVU, 18. des. — Æffstaráff
Sovétríkjanna kemur saman til
fundar á morgun. Ekki er vitaff
um fundarefnið, sumir segja, að
rætt verffi enn um mál Zhukovs,
affrir, að Krusjeff taki viff for-
setaembættinu af Voroshilov og
verffi um leiff yfirlýstur foringi
flokksins, eins og t.d. Tító í Júgó-
slavíu.
Miffstjórn kommúnistaflokksins
kom saman í dag og var Mukitdi-
nov kosinn í hana í staff Zhukovs.
„Helga stóff og starffi á Gunnlaug lengi eftir“.
Fornsögur handa ísl. æsku
CunnSaugs saga ormstungu komin út
hjá „Forna"
í FYRRAVETUR byrjaði bókaútgáfan „Forni“ að gefa út fornsög-
ur okkar í búningi, sem sérstaklega er ætlaður börnum og ungling-
im. Var Gísla saga Súrssonar fyrsta sagan, sem gefin var út. Sáu
þeir Guðni Jónsson prófessor og Tómas Guðmundsson skald um
útgáfuna.
Nú hefur „Forni“ gefið út
Gunnlaugs sögu ormstungu á
sama hátt. Hafa þeir Guðni Jóns
son og Tómas Guðmundsson séð
um útgáfuna.
Segir Tómas í formála fyrir
sögunni að gerð hennar sé mjög
áþekk því, er átti sér stað með
fyrri bókina í þessum flokki. Enn
sem fyrr hafi stuttum köflum,
sem ekki eiga erindi í söguna,
verið sleppt, og sömu meðferð
hafi sætt flestar þær vísur, sem
minnst eftirsjá sé að.
Ástarsaga og hetjusaga
Tómas kemst ennfremur að
orði á þessa leið í formála sínum:
„Gunnlaugs saga hefur oftar
verið gefin út, hér og erlendis, en
aðrar íslendingasögur, og margt
ber til þess að hún hefur einkum
orðið ungu fólki betur að skapi
en flestar þeirra. Að jöfnum
höndum er þetta ástarsaga og
hetjusaga, harmræm að bygg
ingu og næsta rómantísk að yfir-
bragði, en samt hvergi með þeim
öfgum, er spilli ánægju þeirra
lesenda, sem umfram allt kjósa
að leggja trúnað á hana“.
Gunnlaugs saga ormstungu er
prýdd-fjölda mynda, er Kjartan
Guðjónsson listmólari hefur
teiknað. Er ekki að efa að margir
unglingar vilja kynnast ævintýr-
inu um Helgu hina fögru og þá
Gunnlaug ormstungu og Hrafn.
- NATO
Frh. af bls. 1.
hafa gert það. Annars verður mál
þetta rætt ýtarlegar í yfirlýsingu
þeirri, sem gefin verður út eftir
fundinn. Verður það væntanlega
fyrir hádegi á morgun.
Þá segja fréttaritarar, að
Bandaríkjamenn geti ekki
. afhent öðrum Atlantshafs-
þjóðum hirgðir kjarnorku-
vopna og eldflaugar fyrr en
eftir lVa—2 ár.
Nýr stórveldafundur?
Reuter segir, að Adenauer
muni biðja Bulganin um nán-
ari skýringu á ýmsum atrið-
um í bréfi því, sem hann
sendi honum fyrir skemmstu.
Þá munu Bretar, Bandaríkja-
menn og Frakkar biðja pólsku
stjórnina um að skýra betur
tillögu þá, sem hún bar ný-
lega fram um svæði í Evrópu,
þar sem ekki yrði komið upp
eldflaugastöðvum né birgðum
kjarnorkuvopna. Loks munu
fulltrúar vesturveldanna í af-
vopnunarnefnd S. Þ. snúa sér
til Rússa og fá þá til að halda
áfram viðræðunum um af-
vopnunarmálin. Það voru
frönsku fulltrúarnir, sem
komu skriði á afvopnunar-
málin á N A T O-ráð-
stefnunni með því að stinga
upp á því, að reynt yrði að
fá Rússa til að taka þátt í
nýjum utanríkisráðherra-
fundi stórveldanna um þessi
mál. |
Algert samkomulag — Bréf
Bulganins rædd.
Spaak, affalritari Atlantshafs
bandalagsins, sagði í dag, að
á Parísarfundinum hefðu leiff
togar NATO-ríkjanna komizt
aff samkomulagi um öll meiri
háttar mál, sem á dagskrá
hafa veriff.
Hann sagði ennfremur, að ekki
hefði verið rætt beinlínis um til-
lögu Pólverja, sem fyrr er getið,
en aftur á móti hefði verið sam-
þykkt í einu hljóði að taka til-
boði Bandaríkjamanna um af- •
hendingu á eldflaugum og kjarn-
orkuvopnum, enda væru menn
sammála um, aff nauffsynlegt
væri aff búa heri Atlantshafs-
bandalagsins kullkomnustu vopn
um. Þetta atriði verður nánar
rætt milli hinna einstöku ríkis-
stjórna, sagði hann. Þá sagði
hann, að í ■ yfirlýsingunni, sem
gefin verður út á morgun, verði
rætt ýtarlega um afvopnunarmál
in. Aðspurður sagði hann enn-
fremur, að bréf Bulganins hefðu
verið til umræðu á Parísarfund-
inum, en NATO-ríkin mundu
svara þeim hvert fyrir sig. Loks
sagði hann, að í yfirlýsingunni
yrði rætt um deilumál Indónesíu
og Hollands, svo og ástandið í
löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs, en ekki yrði minnzt á Kýp-
ur eða Alsír, enda hefðu þau mál
ekki verið rædd formlega á fund
inum.
í Washington hefur það vakið
mikla athygli, hve Evrópuríkin
hafa mikinn áhuga ú því að finna
jákvæð atriði í bréfum Bulgan-
ins. Segja sumir stjórnmálamenn
þar, að Bandaríkjamenn hafi orð
ið að beygja sig undir vilja Evr-
ópuríkjanna í þessum efnum. En
talsmaður Eisenhowers Banda-
ríkjaforseta sagði í París í kvöld,
að Bandaríkjamenn væru fúsir
að vinna af alefli að því með
bandamönnum sínum að reyna að
ná samkomulagi við Ráðstjórn-
ina um þau deilumúl, sem nú
eru efst á baugi. Hins vegar vildu
Bandarikjamenn elíki fallast á
þá tillögu Krúsjeffs nýlega, aff
Rússar og Bandaríkjamenn sett-
ust einir að samningaborðiniu og
ræddu um deilumálin.
YfirlýsiiMj ráðherrafundarins
PARÍS, 18. des. — Utanríkis
ráðherrar NATO-ríkjanna
unnu í kvöld að því að semja
yfirlýsingu þá, sem birt verð-
ur á morgun um Parísarfund-
inn. Fréttamenn segja, að eft-
irtalin atriði beri þar hæst:
1) a. Atlantshafsríkin lýsa
yfir, að nauðsynlegt sé, að
stórveldin hefji aftur við-
ræður um afvopnunarmál-
in.
b. NATO-ríkin harma, að
ráðstjórnin skuli ekki hafa
getað fallizt á afvopnunar-
tillögur þær, sem Vestur-
veldin lögðu fram í sum-
ar og Allsherjarþingiö
samþykkti með miklum
meirihluta atkvæða í
haust.
c. NATO-ríkin harma, að
Ráðstjórnin hefur neitað
að taka áfram þátt í störf-
um afvopnunarnefndar-
innar.
2) NATO-ríkin eru sammála
um, að nauðsynlegt sé, að
herir bandalagsins séu allt-
af útbúnir nýjustu og
öflugustu vopnum. Kjarn-
orkuvopn verða að vera
snar þáttur í vörnum
bandalagsríkjanna. Ekki
verður ákveðið, hvar
kjarnorkuvopnum og eld-
flaugum verður komið fyr-
ir fyrr en hershöfðingjar
bandalagsins hafa rætt
málið. (Danska útvarpið
sagði í gærkvöldi, að fyrst
yrði Bretum afhent þessi
vopn frá Bandaríkjunum,
síðan yrði komið upp eld-
flaugastöðvum á Norður-
Ítalíu og Tyrklandi).
3) NATO-ríkin auki samstarf
sitt í vísindalegum efnum
og skipi sérstaka ráðgjafa,
sem hafi yfirumsjón með
þessu samstarfi. Einkum
verður lögð áherzla á frið-
samlega notkun kjarn-
orkunnar.
4) Nánari samvinna verði
milli NATO-ríkjanna í al-
þjóðamálum.
5) NATO-ríkin taki höndum
saman um að veita löndun-
um fyrir botni Miðjarðar-
hafs efnahagsaðstoð.
6) NATO-ríkin harma, að
Rússar hafa enn staðið í
vegi fyrir því, að Þýzka-
land geti orðið sameinað í
eitt ríki.
7) Atlantshafsbandalagið
hafi meiri samvinnu við
önnur varnarbandalög
frjálsra þjóða, s. s. Bagdad-
bandalagið og SEATO í
Suðaustur-Asíu.