Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. des. 1957
MORGUNBLÁÐIÐ
9
in sárfátæk. Hér sker sig enginn
einstaklingur sérstaklega úr hópn
um. Hér var það hið sameinaða
átak margra duglegra manna, er
varð þyngst á metunum og gerði
gæfumuninn. Seinni hluti bókar-
innar er hvergi nærri eins
skemmtilegur eða glæsilegur og
sá fyrri, en hann er samt nauð-
synleg fylling í þá stóru mynd,
sem dr. Magnús Jónsson hefur
dregið upp af síðasta þriðjungi
aldarinnar sem leið.
í formála segir höfundur m. a.:
„Vafalaust þykir nútímans sagn-
fræðingum full mikill manna-
þefur í þessum helli, en eg get
ekki að því gert. Eg er af þeim
gamla skóla, sem vildi fá að rita
um menn og viðburði ekki síður
en hagfæði og þróun, einstaklinga
ekki síður en múginn. Eg hefi
samt sem áður enga oftrú á mætti
einstaklingsins og veit vel að líf
þjóðanna sígur áfram í stórum
sjávarföllum, stígandi og fallandi.
En þessar löngu öldur skapast
þó af átökum einstaklinganria,
og í fylling tímans koma ein-
staklingar, sem miklu valda. Eg
hefi reynt að lýsa hér hvoru
tveggja, rás sögunnar í heild og
þeim einstaklingum, sem ýmist
hafa skapað þessa rás eða borizt
með henni. Þetta verður þó að
vonum því erfiðara, sem nær dreg
ur vorum tímum og tímabilin
styttri, sem um er fjallað í hverri
bók. Fer hér sem annars staðar
að skógurinn breytist í tré þegar
að honum er komið.“
Það mun mál margra, að höf-
undi hafi tekizt sæmilega að
halda því jafnvægi milli manna
og málefna, sem hann stefndi að.
Hann hefur, ef svo má segja, far-
ið milliveginn mill Carlyles og
Marx, enda hefur meðalhófið
jafnan þótt affarsælt.
Mál höfundar er víðast hvar
Ijóst og alþýðlegt, en á stöku stað
bregður fyrir tyrfnum og losara-
legum setningum. Hann heldur
sér jafnan í hæfilegri fjarlægð
frá efninu, þannig að frásögnin
éf yfirleitt hlutlæg og laus við
sleggjudóma. þó er orðalag hans
stundum dálítið hvimleitt. eins
og t. d. þegar ýmsum prestum
er lagt það til lofs, að þeir hafi
verið „kreddulausir" eða „ekki
kreddufastir". Hér skjóta per-
sónulegar skoðanir höfundar upp
kollinum að þarflausu. Guðfræði-
prófessornum er það án efa ljóst,
að orðið „kredda“ er komið af
latneska orðinu „credo“ (trúar-
játning), og prestar, sem lítið
hirða um túarjátningar kirkju
sinnar, mundu með flestum þjóð-
um þykja heldur lélegir kenni-
menn. Hitt er annað mál, að menn
mega hafa þær einkaskoðanir,
sem þeim sýnist, á trúarjátning-
um og „frjálslyndi“ En það óprýð
ir sagnfræðirit af þessu tagi að
halda þeim á loft að þarflausu.
Auk þess efnis, sem að ofan
er nefnt, er í bókinni árferðisann-
áll og skrá yfir myndir, sem eru
margar góðar. í síðara hluta þessa
bindis verður svo væntanlega
heimilda- og nafnaskrá yfir bind-
ið allt. Prófarkalesturinn virðist
góður, ef undan er skilinn for-
málinn.
Sigurður A. Magnússon.
Rafmagnsverkfœri
Verkfœrakassar
Griptengur
nýkomið
= HÉÐINN =
Jón Magnússon
fyrrum forsætisráðherra
ari hljómgrunn í hjörtum íslend-
inga en nokkur önnur ritsmíð af
því tagi, fyrr eða síðar. Var þess
og að vænta, þar sem eftir þann
var að mæla, er þjóðin öll vissi
og fann, að hafði verið „sópii ís-
lands, sverð þess og skjöldur“.
Stjórn Þjóðvinafélagsins mun
hafa fundið, að það var vel þegið
og metið, að minnzt væri í And-
vara hinna merkustu sona þjóð-
arinnar, er þeir voru horfnir af
sjónarsviðinu. Var og sú regla
von bráðar upptekin að birta i
ritinu eina ævisögu með mynd
á hverju ári. Hefur það haldizt
til þessa dags. Af Andvara haía
komið út 82 árgangar. Birzt hafa
þar um 75 ævisögur, langflestar
ritaðar að tilhlutun stjórnar
Þjóðvinafélagsins. Þær eru að
Sjálfsögðu nokkuð misjafnar að
gæðum, eins og gérist um mann-
anna verk. Þó er fortakslaust ó-
hætt að segja,' að í mörgufn
þeirra er að finna góðar maiin-
lýsingar, fróðleik um ævistörf og
kjör þeirra manna, sem um er
ritað, Og um mikilvægi þessa alls
fyrir samtíð þeirra og siðari
tíma, að ógleymdu því, að ævi-
sögurnar eru að öðrum þræði
saga íslenzku þjóðarinnar — eða
að minnsta kosti áhrifamiklar
svipmyndir sögunnar — á því
tímabili, er þær ná yfir.
En „bókfellið velkist, og staf-
irnir fyrnast og fúna“. Andvari
mestallur, fram að síðustu ára-
tugum eða árum, er nú í örfárra
manna höndum og alveg ófáan-
Þær hugleiðingar, sem hér að
framan hafa verið festar á blað,
eru gamlar, en rifjast upp nú, er
lokið er, að sinni, útgáfu hins
mikla ritsafns „Merkir íslending-
ar“, sem komið hefur út á vegum
Bókfellsútgáfunnar, undir um-
sjá dr. Þorkels háskólarektors
Jóhannessonar. Fyrsta bindið
kom út fyrir tíu árum, hið sjötta
og síðasta nú í haust og fylgir
því efnisyfirlit og nafnaskrá yfir
öll bindin, sem er til ómetanlegs
hagræðis fyrir notendur þess. í
ritsafninu eru ævisögur um 100
merkra íslendinga á seinni öld-
um. Er þess fyrst að geta, að þar
eru birtar þær ævisögur úr And-
vara, er torgæðastar voru. ú'r
fyrstu 54 árgöngunum (fyrir
1930) hefur engri verið sleppt,
ep tíu eru úr síðari árgöngum.
Aðrar ævisögur eru teknar úr
ýmsum ritum, flestum nokkuð
gömlum og ófáanlegum, sem of-
langt yrði upp að telja; nokkrar
hafa áður komið út sérstakar; er
þeirra lengst ævisaga Jóns Espó-
líns. Ekki er fylgt tímaröð um
skipan ævisagna. Fyrsta bindið
hefst á ævisögu Jón^Sigurðsson-
ar, er hér að framan er getið, en
síðasta bindið endar með ævi-
sögu fyrsta forseta lýðveldisins,
Sveins Björnssonar. Lengst nær
ritið aftur í tímann, þar er segir
frá Arngrími lærða (f. 1568),
Brokeyjar-Jóni og Hallgrími Pét-
urssyni, en yngstur manna í rit-
safninu er Tryggvi Þórhallsson
forsætisráðherra (f. 1889). Mynd
fylgir hverri ævisögu, ef til var;
annars eru rithandarsýnishorn, ef
þeirra var kostur.
Þessu greinarkorni er ekki
ætlað að vera ritdómur. Hinum
gömlu, góðu höfundum ævisagn-
anna, sem flestir eru fyrir löngu
af þessum heimi farnir, ber að
þakka skerf þeirra til íslenzkrar
persónusögu, en ekki burðast við
að tína til aðfinnslur, sem flestar
myndu falla um sjálfar sig. Ég
vildi aðeins nú, þegar jólaösin er
að verða á enda liðin.og kyrrð.,
hinnar miklu hátíðar er í vænd- I
KIWI
s \ I f / gljáinn
- er
bjartastur
og
dýpstur
Kiwi verndar skó ySai
og tykui endinguna.
ÍVðalumboðsmenn: O. JOHNSON & KAABER H.F.
Svipmyndir sögunnar
Jón Guðnason skrifar um Merka íslendinga
um, lýsa ánægju minni yfir að
hafa fengið þetta ritsafn í hend-
ur, svo fallega útgefið sem raun
ber vitni um, og gegn svo vægu
gjaldi, að ótrúlegt má þykja á
þessari verðbólgutíð. Áhyggju-
efnið er helzt það, að brátt sæki
í sama horfið og áður, að ritsafn
þetta hverfi af markaðinum og
komi þá í ljós, að færri hafi feng-
ið en vildu. En ef svo fer, væn
ráð að bæta úr því í bráð með því
að gefa út nýtt safn ævisagna.
Munu þeir, er nú eiga „Merka Is-
lendinga", fagna því, en aðrir
öðlast nokkra raunabót. Vér eig-
um enn, í prentuðum ritum, lítt
eða ekki fáanlegum, og í hand-
ritasöfnum, gnægð góðra ævi-
sagna, sem bíða þess, að fram-
takssamur útgefandi taki á sig
áhættuna — til þess að gleðja
bókelska þjóð.
Á barnið yðar að gráta?
Húð barnsins er viðkvæm og sé ekki vel um hana hugsað fer
barnið að gráta. Komið í veg fyrir sársauka með því að nota
Johnson’s barnapúður þegar barnið er
baðað eða skipt er um bleyjur. —
Johnson’s barnapúður þerrar
raka húðina og lætur barninu
líða vel og gerir það ánægt.
Einkaumboð:
Friðrik Bertelsen & Co. h. f.
Mýrargötu 2 — Simi 1662®
Merkir íslendingar, I.—VI.
Ævisögur og minninga-
greinar.
Þorkell Jóhannesson gaf út.
Bókfellsútgáfan,
Keykjavík, 1947—1957.
JÓN forseti Sigurðsson lézt, sem
kunnugt er, 7. des. 1879. Þegar á
næsta ári birti tímarit Þjóðvina-
félagsins, Andvari, ævisögu hans
eftir síra Eirík Briem. Ævisagan
þótti frábærlega vel rituð, og
stendur sá dómur óhaggaður enn
í dag. Mun hún hafa fundið næm-
legur, hvað sem í boði er. Ævi-
sögur þær, er þar höfðu birzt,
voru þjóðinni því í raun og veru
glataðar. Sama var að segja um
aðrar ævisögur merkra manna
frá fyrri og seinni tíð, er birzt
höfðu sérstakar eða í tímaritum,
og þó allra helzt þær, er geymd-
ar voru í söfnum og aldrei hafa
verið gefnar út. Geta má nærri,
að þeim hinum mörgu með þjóð
vorri, er finnst það sem svalalind
að sökkva sér niður í gamlar
kirkjubækur og ættartölur og
þykja þar „nöfnin tóm“ í þeirri
von að skynja þannig æviþráð og
örlög genginna kynslóða — þeim
muni þykja fengur í ævisögum,
er sýna í skýrum myndum starf
og stríð góðra manna og mikii-
hæfra á liðnum tíðum.