Morgunblaðið - 22.12.1957, Side 23
Sunnudagur 22. des. 1957
MORGUNBLAÐIÐ
23
Bandarísk eldflaugastöB
stofnub í Bretlandi
Silfurhófur
WASHINGTON 17. des. (Reuter)^
__ Douglas flugmálaráðherra
Bandaríkjanna tilkynnti í dag, að
bandarískt eldflaugaherfylki
myndi taka sér stöðu á Bretlands
eyjum fyrir næsta haust. Verður
það búið meðaldrægum flugskeyt
um.
Þá skýrði ráðherrann frá þvi
að Bandaríkjaher væri nú að und
irbúa smíði á orrustuþotu af mjög
fullkominni gerð. Mun hún
geta flogið með um 5700 km hraða
á klukkustund. Verður flugvél
þessi mönnuð.
Einnig er nú undirbúin smíði á
flugvélum sem knúnar verða
kjarnorku, sagði Douglas ráð-
herra. Og eftir tvö ár taldi hann,
að unnt yrði að hefja framleiðslu
á langdrægum eldflaugum.
Sexlugsafmæli
HAIJKUR Sigurðsson oddviti og
bóndi að Arnarstöðum í Helga-
fellssveit, er sextugur í dag. Hann
er fæddur að Arnarstöðum og þar
hefur hann dvalið allan sinn ald-
ur og komið þar upp mannvæn-
legum barnahópi.
Haukur nýtur almenns trausts
sveitunga sinna og þeirra,, sem
honum hafa kynnzt, enda mann-
kostamaður mikill. Kona hans er
Petrína Halldórsdóttir.
Kosningar á Alþingi
Á FUNDI sameinaðs Alþingis síð-
degis í fyrradag voru kosnir
y firskoðunarmenn ríkisreikning-
anna fyrir árið 1957. Stjórnarliðar
stungu upp á Jörundi Brynjólfs-
syni og Birni Jóhannessyni, en
Sjálfstæðismenn upp á Jóni
Pálmasyni. Voru þessir menn
sjálfkjömir.
Þá var kosið í verðlaunanefnd
Gjafar Jóns Sigurðssonar (kosn-
ingu hlutu Þorkell Jóhannesson,
Þórður Eyjólfsson og Matthías
Þórðarson), þrír menn voru
kosnir í stjórn landshafnar í
Keflavíkurkaupstað og Njarð-
víkurhreppi (Daníval Danívals-
son, Bjarni Einarsson skipsm. og
Alfreð Gíslason bæjarfógeti) og
2 endurskoðendur reikninga
hafnarinnar (Valtýr Guðjónsson
bæjarstjóri og Guðmundur Guð-
mundsson sparisjóðsforstjóri).
Loks var Eggert Þorsteinsson
kosinn í stjórn hyggingarsjóðs í
stað Stefáns Jóhanns Stefánsson-
ar.
Kosningu í raforkuráð var frestað
fyrir tilmæli Eysteins Jónssonar.
Einnig var frestað að kjósa í
nefnd til að úthluta listamanna-
fé. Hafði sú kosning ekki verið
boðuð fyrir fund og var frestað
að ósk Bjarna Benediktssonar.
ÞEGAR við karlarnir utan
Reykjavíkur komum til höfuð-
staðarins um jólin, er það einkum
tvennt í jólaskreytingunni, sem
dregur athygli okkar að sér, en
það eru kertin og bækurnar.
Líklega er þetta okkur í blóð
borið frá dögum afa og ömmu,
þegar dýrmætustu jólagjafirnar j
voru kerti, bækur og spil.
Alltaf draga barnabækurnar
sérstaklega að sér athygli mína.
í fyrra var það Söngur villi-
andarinnar, sem mér þótti fengur
að fá, enda höfðu þrír kunnir
listamenn lagt hönd á blöðin til
þess að gera þau sem fallegust
og auðskildust fyrir börnin. Svo
var og bókin tileinkuð hinum
mikla dýravini og skólamanni
Jóni Þórarinssyni fræðslumálastj.
og má því ætla, að skólastjórar
og dýraverndunarfélagið hafi
fundið hjá sér köllun að dreifa
þessari fallegu ódýru bók út á
milli barnanna.
Nú hefir sama prentverk þ.e.
Litoprent, gefið út undurfagra
barnabók, sem komin er i bóka-
búðir og heitir Silfurhófur.
Um hinn prýðilega frágang
bókarinnar vil ég aðeins segja
sjón er sögu ríkari“, og er þetta
einhver fallegasta jólagjöfin
handa börnum, en það sem eink-
um heillar mig í þessu litla prýði
lega sagða ævintýri, auk hinna
undurfögru mynda, er mannúðin
og vináttan til dýranna.
Dýravinur.
Loglæring á skattnlöggjöfinni
eitt þýðingnrmesta mól iðnaðarins
— Alvarleg mistök
Framh. af bls. 1
haust, að hann hefði ákveðið að
viðurkenna austur-þýzku stjórn-
ina. En það virðist ekki síður
koma Tító nokkuð á óvart, hve
vestur-þýzka stjórnin tók þessa
ákvörðun illa upp. Hún ákvað
tafarlaust ag kalla sendiherra
sinn heim frá Belgrad og slíta
stjórnmálasambandi við Júgó-
6lava.
Efnahagsaðstoð stöðvast.
Hinn austurríski Balkan-sér-
fræðingur dr. Stefan Marinoff,
segir í grein sinni að ákvöðun
Júgóslava muni draga meiri dilk
á eftir sér. Hún hafi það í för
með sér, að Júgóslavar geti ekki
vænzt meiri efnahags og hernað-
araðstoðar frá vestrænum lönd-
um, sem og er komið á daginn,
að Bandaríkj amenn hafa stöðvað
slíka aðstoð.
Krúsjeff blekkti Tító.
Það er því sýnt, segir greinar-
höfundur, að akvörðun Títós er
mikil mistök. En hversvegna tók
Tító þetta spor. Dr. Marinoff skýr
ir það svo, að Krúsjeff hafi
blekkt Tító mjög alvarlega á ráð-
stefnu sem þeir héldu í Constanza
á Svartahafsströnd Rúmeníu í
sumar. Þar sótti hann mjög á Tító
að viðurkenna austur-þýzku
stjórnina, en Tító var lengi mót-
fallinn því. Að lokum spilaði
Krúsjeff út sterka trompinu.
Hann hét Tító og Júgóslövum
nýju forustuhlutverki á Balkan-
skaga, ef þeir yrðu við tilmæl-
um hans. Skyldi Tító taka við
forustu Búlgara og Albana, ef
hann gerði svo. Við þessu agni
gein Tító og samkvæipt því við-
urkenndi hann austur-þýzku
stjórnina.
í samræmi við loforð sín voru
ýmsir gamlir fylgismenn Tító-
ista í Búlgaríu látnir koma
fram á sjónarsviðið til að sann
færa Tító um að Krúsjeff
hefði verið aivara. En strax
og Tító hafði tilkynnt viður-
kenningu á austur þýzku
stjórninni, voru þeir sviptir
stöðum sínum að nýju og
Bússaþjónarnir aftur settir
hæst.
Það er því fleira en íhukov-
jnálið, sem nú skilur á milli
Rússa og Júgóslava og veldur
ósamþykki.
Bændur í eftir-
leit á ieppum
GRÍMSSTÖÐUM, Mývatnssveit,
12. des. — Tíðarfar hefur verið
gott undanfarið og bílfæri gott
um alla vegi.
Rjúpnaveiði er nú engin, því
rjúpurnar eru mjög dreifðar um
öll öræfi. Eftirspurn eftir rjúp-
um er mjög mikil, enda mun sára
lítið berast á markaðinn af
þeim.
Undanfarna daga var smalað
fé því, sem gengur í Austurfjöll-
um. Voru heimtur góðar hjá flest
um fjáreigendum og hjá sumum
ágætar. Var farið á jeppum víða
um fjöllin, t.d. í Grafarlönd og
Herðubreiðarlindir. Lét( þetta
mjög smalamennskuna. í morg-
un fór 11 manna flokkur austur
til að leita betur um svæðið, sem
féð gengur á. Fóru þeir á jepp
um og eru væntanlegir heim aft-
ur í kvöld. Slíkar eftirleitir eru
farnar öðru hverju fram eftir
vetri meðan nokkrar líkur eru
til að lifandi fé sé í fjöllunum,
ALMENNUR félagsfundur í Fé-
lagi ísl. iðnrekenda var haldinn
í Þjóðleikhúskjallaranum sl. laug
ardag.Formaður félagsins Sveinn
B. Valfells, setti fundinn, en fund
arstjóri var kjörinn Jón Loftsson.
Björn Ólafsson, alþingismaður,
flutti framsöguræðu um skatta-
mál. Gerði ræðumaður grein fyr-
ir því helzta, sem gerzt hefur
undanfarin ár varðandi endur-
skoðun á skattagreiðslum fyrir-
tækja, en þrátt fyrir margendur-
tekin loforð stjórnvalda um end-
urbót í þessum efnum, hefur
engin leiðrétting fengizt. Rakti
ræðumaður síðan með ljósum
dæmum hve skattaokið er orðið
óbærilegt fyrir fyrirtækin, sem
mörgum tilfellum verða að
Langt komið að
vinna alll blý
í Meislaravík
Kaupmannahöfn 21. des
FYRIR nokkru hélt danski jarð-
fræðingurinn J. Bondam erindi í
Kaupmannahöfn, þar sem hann
skýrði fra því, að blýmagnið í
námunni í Meistaravík á Græn-
landi hefði nú reynzt allmikið
minna en ætlað var I byrjun.
Taldi hann að nú þegar væri um
það bil hálfnað að grafa upp allt
blý, sem þarna fyndist.
Stjórnarformaður námufélags-
ins ,Nordisk Mineselskab' kvaðst
ekki geta gefið nánari upplýsing-
ar um blýmagnið í námunum.
Hinsvegar gat hann þess, að frá
upphafi hefði verið búizt við, að
þær myndu ekki endast mörg ár.
Er einmitt lögð á það áherzla
að ljúka námuvinnslunni sem
skjótast. Málmgrjótið hefir
reynzt ianihalda jafnvel meira af
blýi en zinki en ætlað var í
fyrstu og standast þær áætlanir,
að tekjur af námugrefrinum séu
um 100 milljónir danskra króna
i á ári.
Jólahefti Birtings
TÍMARITIÐ Birtingur, 4. hefti
1957 er nýkomið út, og er það
lokahefti þessa árgangs. Fremst
heftinu er ávarp til íslenzku
pjóðarinnar, undirritað af 100
listamönnum og stúdentum, og er
þar heitið á þjóðina að krefjast
brottfarar bandaríska hersins frá
íslandi. ísleifur Sigurjónsson rit-
ar greinina „. . ég þarf að tala
við kónginn í Kína . .“, endur
minningar um samvistir höfund-
ar og Halldórs Kiljans Laxness í
Kaupmannahöfn veturinn 1920.
Hörður Ágústsson birtir viðtal
við franska málarann Auguste
Herbin, og fylgja því margar
myndir af verkum listamannsins.
Ljóð er eftir Stein Steinarr, og
Jóhann Hjálmarsson birtir þýð-
ingar á fimm ljóðum eftir ítalska
skáldið Salvatore Quasimodo. í
Syrpu Thors Vilhjálmssonar er
fjallað um sýningu Þjóðleikshúss
ins á Kirsuberjagarðinum, stofn-
un íslandsdeildar PENklúbbsins,
félagið Frjálsa menningu útgáfu
Almenna bókafélagsins, tónlistar
líf í höfuðstaðnum og sitthvað
fleira. Arkitektarnir Hannes Kr.
Davíðsson, Gunnlaugur Halldórs-
son, Skarphéðinn Jóhannsson og
Skúli H. Norðdahl svara spurn
ingum ritsins um ráðhússmál
Reykjavíkur. Leifur Þórarinsson
skrifar grein um tólftónamúsík,
og ritdómar eru eftir Magnús
Torfa Ólafsson, Jón úr Vör og
Jón Bjarman. Káputeikning er
eftir Benedikt Gunnarsson, list-
málara.
greiða í skatta miklu hærri upp-
hæðir heldur en hreinar tekjur
þeirra nemur.
Að lokinni ræðu frummælanda
hófust frjálsar umræður og tóku
margir fundarmenn til máls.
Voru þeir allir á einu máli um
að lagfæring á skattalöggjöfinni
væri eitt allra þýðingarmesta
mál iðnaðarins og raunar allrar
atvinnustarfsemi í landinu Að
loknum umræðum var samþykkt
svofelld tillaga og var jafnframt
ákveðið að taka skattamálin til /
meðferðar á fundi skömmu eftir
áramótin.
„Almennur félagsfundur í F. í.
I. haldinn 14. desember 1957, skor
ar á Alþingi að taka nú þegar til
endurskoðunar lög um skatt-
skyldu félaga og semja ný lög á
grundvelli tillagna skattamála-
nefndar þeirrar, er starfað hefir
á vegum samtaka atvinnuveg-
anna.
Telur fundurin* það brýna
nauðsyn og eitt af helztu velferð-
armálum þjóðfélagsins, að samin
séu skynsamleg skattalög, sem
leiði til örfunar í atvinnulífinu
og geri mögulegan vöxt þess og
velgengni".
Heimsóknir
í Skógaskóla
UM FYRRI helgi heimsótti hinn
kunni íþróttakappi Vilhjálmur
Einarsson héraðsskólann að Skóg
um. Kom hann í boði bindindis-
félags skólans og flutti gagn-
merkt erindi um bindindismál.
Auk þess sýndi hann nokkrar
kvikmyndir, bæði íþróttamyndir
og aðrar.
Um síðustu helgi heimsótti svo
skólann dr. Hallgrímur Helgason
tónskáld. Flutti hann ágætt erindi
um tónlist og þróun hennar.
Skýrði hann mál sitt með ýms-
um dæmum og lék að síðustu
nokkur fögur tónverk á píanó.
í Skógaskóla var þessum ágætu
gestum tekið af einlægum fögn-
uði og skólastjórinn ávarpaði þá,
þakkaði og taldi skólanum hinn
mesta feng að komu þeirra.
JERÚSALEM, 19. des. — Slakað
hefur verið á hömlum á ferða-
frelsi til Jerúsalem og Betlehem
vegna jólahátíðarinnar, sem nú
fer í hönd.
Jólablómin
fáið þér ódýrust, eins og undanfarin ár
Blóma og Grænmetistorgið
(við Hringbraut og Birkimel)
Lokað
vegna jarðarfarar n.k. mánudag til kl. 1
V átry ggingarskrif stof a
Sigtúsar Sighvatssonar
— Fréttaþjónusta
Frh. af bls. 1.
hana. Sá leiðinlegi atburður
gerðist einnig, að í fyrstu
fengu aðcins norskir blaða
menn að vita um efni hinnar
merkilcgu ræðu Einars Ger-
hardscn. Og fréttamenn urðu
að vera á þönum milli sendi-
nefnda einstakra landa, til að
safna saman einhverjum brot-
um úr ræðum ráðherranna.
Þetta ollí þvi, að allskonar
lausafregnir og orðrómur voru
gripin á lofti og umheimurinn
fékk stundum ranga hugmynd
um, hvað væri á seyði á hinni
heimssögulegu ráðstefnu.
Hurðarnafnspjöld
Bréfalokur
Skiltagerðin, Skóla vörðustíg S.
Eiginmaður minn
EIBlKUB MAGNÚSSON
Stórholti 18, andaðist 20. desember.
Þorkelína Sigrún Þorkelsdóttir.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
ÓLAFS DANlELSSONAR
dr. phil.
Kristín og Axel Kaaber,
Anna Vigdís og Baldvin K. Sveinbjörnsson,
Valgerður og Snorri Ólafsson,
Kristín Daníelsdóttir.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim mörgu, fjær og
nær sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
PÉTURS HAFLIÐASONAR.
beykis. Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunarkonum og
öðru starfsliði á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir
góða umönnun og húkrun á meðan hann dvaldi þar.
Börn hins Iátna og aðrir aðstandendur.