Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 1
48 síður I Þessi gamanmynd um NATO-fundinn birtist nýlega í brezku blaði. Texti hennar er við að snúa okkur að dagskrá fundarins eða eigum við að fara að lesa póstinn? Eigum Rússar hafna tillögum NATO um nýjar samkomulags- umleitanir Dulles únægðui MOSKVU, 21. ág. — Einkaskeyti frá Reuter. I DAG lauk fundum Æðstaráðs Sovétríkjanna með því að sam- þykkt var ályktun um utanríkismál. í ályklun þeirri vísa Rússar á bug samþykkt ráðherrafundar NATO um að hefja aftur umræður um afvopnunarmáiin og að efna til utanríkisráðherrafundar. I stað þess að fallast á tilboð NATO-fundarins, skora Rússar á Vesturveldin að ganga til stórveldafundar, þar sem æðstu menn stórveldanna setjist að samningaborði. En NATO-fundurinn hafði lýst því yfir að ekki væri vænlegt að halda slíka ráðstefnu nú, þar sem líkur væru litlar á samkomulagi. WASHINGTON, 21. des. — John Foster Dulles, utanríkisráðherra, er kominn 'heim eftir Parísarför sína. Á leiðinni heim kom hann við á Spáni og ræddi við Franco. Dulles kveðst vera ánægður með Parísarráðstefnuna. Taldi hann að stefna og skoðanir Banda ríkjastjórnar hefði jafnvel feng- ið betri undirtektir á ráðherra- fundinum en hann hefði búizt við. Ályktun þessi var samþykkt^ að loknum ræðum þeirra Krúsj- effs og Gromykos, þar sem þeir höfðu ráðizst harðlega á NATO- fundinn. Krúsjeff lagði áherzlu á það í Frétfaþjámisfa Nato í molam og Spaak stirSur sinni ræðu, að banna bæri notkun kj arnorkuvopna og stöðva kjarn- orkutilraunir frá næstu áramót- um. Þá tók hann undir tillögur Pólverja um að banna að setja upp eldflaugastöðvar í Þýzka- landi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Gromyko réðst einnig harðlega á framkomu Vesturveldanna í af- vopnunarmálunum. Hann kvað Bandaríkjamenn, Breta og Frakka eina eiga sök á því að upp úr afvopnunarumræðunum slitnaði. Þetta stafaði af því að þessar þrjár þjóðir væru nú að vígbúa sig af kappi. Gromyko sagði einnig að NATO-ráðstefnan hefði verið mikill ósigur fyrir Bandaríkin. Það hefði komið í Ijós að Evrópu- þjóðir snerust gegn bandarísku tillögunum um eldflaugastöðvar í Evrópu. Nú vissu Vesturveldin ekki sitt rjúkandi ráð. Þau hefðu séð hinar stórfelldu tæknilegu framfarir í Rússlandi og skildu nú loks að þau hefðu ekkert hernaðarlegt bolmagn á móti Rússum. PARÍS 21. des. — Fréttamenn og fréttastofnanir hafa aö undan- förnu kvartaö sáran undan því, hve fréttaþjónusta Atlantshafs- bandalagsins hafi farið í mola, þegar ráðherrafundurinn stóð yfir á dögunum. Einkum virðist það nú almennt rnál fréttamanna, að hinn nýi framkvæmdastjóri NATO, Paul Henri Spaak hafi ekki verið þeim vanda vaxinn, að stjórna stórum blaðamanna- fundi. Minnzt lipurðar Izmays. Það hefir ætíð verið siður við ráðherrafundi NATO, að útbýtt sé meðal fréttamanna stuttum út- drætti úr ræðum ráðherranna og fyrrverandi framkvæmdastjóri NAT©, Ismay lávarður svaraði spurningum af velvilja og oft með sinni alþekktu gamansemi. Nú minnast gamlir fréttamenn hans með virðingu og þykir sem eftirmaður hans, Spaak, hafi til að bera lítið af þeirri lipurð, sem Ismay átti. Gramur við fréttamenn. 1 sambandi við NATO-ráðstefn una komu hundruð erlendra fréttamanna til Parísar. í frásögn um þeirra liggja þeir Spaak á hálsi fyrir það, að hann hafi tek- ið upp aðra siði en fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hann lét oft sinnis í ljós gremju yfir spurn- ingum, sem bornar voru fyrir hann og sagði við blaðamenn: — Verið þið nú ekki svona óþæg- ir í spurningum ykkar. Einnig kvaðst hann ekkert geta sagt blaðamönnum um einstakar ræð- ur. Um það yrðu þeir að leita til ráðherranna hvers í sínu lagi, sem þær hefðu haldið. Oft varð aðeins að styðjast við orðróm. Mistökin í fréttaþjónustunni leiddu m. a. til þess, að Aden- auer forsætisráðherra Þjóð- verja varð sjálfur að láta dreifa sinni ræðu og vildi þá svo illa til, að henni var dreift hálftíma áður en hann flutti Pramh. á bls. 23 Atvarleg mistök hjá Tito að vLðurkenna a-jDýzku Talið að Krúsjeff hafi með gylliboðum. Vínarborg, 21. des. KUNNUR Balkan-sérfræðingur, dr. Stefan Marinoff, hefir ritað athyglisverða grein í austurríska blaöið „Salzburger Nachrichten“, þar sem hann staðhæfir, að Krú- sjeff hafi blekkt Tító illilega með gylliboðum, er hann fékk hann til að viðurkenna austur þýzku stjórnina. Sú ákvörðun Títós hefur rúið hann öllu trausti vest- rænna ríkja, en hinsvegar hef- stjórnina tælt hann til þess ur Krúsjeff ekki efnt fyrlrheit sín við Tító. Stendur Tító nú uppi með sárt enni og reynir að draga úr áhrifum ákvörðunar sinnar með því, að fresta að skipa í sendi herraembættið í Austur-Berlín. Bonn-stjórnin reiddist. Það kom mönnum á Vestur- löndum mjög á óvart, þegar Tító forseti Júgóslavíu tilkynnti í Frh. á bls. 23. Soekarno farinn úr landi Og nú talar stjórn Indónesíu um friðsamlega lausn DJAKARTA, 21. des. — Það er nú almælt í Indóncsiu, að Soehara* forseti sé farinn úr landi og varaforsetinn hafi tekið við völdum. Stjórn Indónesíu hefur svarað tilmælum NATO með því að krefj- ast þess, að bandalagið hlutist ekki til um mál Indónesíu. Utanríkisráðherra Indónesíu dr. Subandrio flutti ræðu á þjóð- þinginu í dag, þar sem hann skýrði frá því að Indónesíustjórn hefði sent tvær mikilvægar orð- sendingar, aðra til NATO um að hefja ekki íhlutun í deilu Indó- nesa og Hollendinga. Hin orð- sendingin var til Breta, þar sem skorað var á þá að heimila Hol- lendingum ekki að nota Singa- pore sem bækistöð til hernaðar- árása á Indónesíu. Þá skýrði ráðherrann frá því að stjórnin hefði leyst upp Vestur-Irian (Nýju Guineu) fylkinguna, en það er hópur manna, sem hefur beitt sér fyrir hefndarráðstöfunum í garð Hollendinga vegna deil- unnar um vesturliluta Nýju Guineu. Kvað ráðherrann ekki sæmilegt að beita Ilollendinga hefndarráðstöfunum, heldur ættu Indónesar að reyna að semja við Hollendinga um friðsamlega lausn. Öflugur hervörður var í dag við höfnina í Djakarta, þegar um 1000 Hollendingar gengu um borð í brezkt farþegaskip, sem mun flytja þá til Amsterdam. Stuðningsblað stjórnarinnar, Buluh, skýrir í dag frá því að kínverska kommúnistastjórnin hafi heitið Indónesum víðtækri efnahagsaðstoð, sem einkum yrði fólgin í vefnaðarvörum og vélum. Fyrsta myndin af jarðskjálftasvæöinu. Móðir biður Allah um vernd. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.