Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22. des. 195Y
MORC, UNBLAÐIÐ
13
Frá jólafagnaði barna í Melaskóla. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
REYKJAVÍKURBRÉF
andstæðinganna villa um fyrir
sér. Þeir munu sækja fram t,il
sigurs undir ágætri forustu Gunn-
ars Thoroddsens borgarstjóra, og
þeir gera sér fulla grein fyrir,
að sigur fæst þvi aðeins, að hver
einasti flokksmaður geri sitt til
að hann vinnist.
Gamanið er grátt
í því stutta hléi stjórnmálabar-
áttunnar er verður um jólin, er
rétt að gera sér grein fyrir því,
að sú barátta er að vísu óhjá-
kvæmilega á milli manna, en hún
er, eða á að vera, um málefni.
Auðvitað er hætt við, að oft
slettist upp á vinskapinn í slíkri
baráttu. Grímur Thomsen segir:
Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt;
en bróðernið er flátt mjög
og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan.
Vandinn er sá, að meta mál-
efnin meira en mennina, en
kunna þó að meta manngildi
hvers og eins jafnt samherja sem
andstæðinga, hvað sem skoðana-
ágreiningi líður. Að lokum verð-
ur sá heilladrýgstur, sem mesta
tryggð hefur sýnt góðum mál-
efnum, sannast hefur sagt og
bezt séð hvað verða vildi. Sér-
hverjum ber að gera það eitt,
er hann sjálfur bezt geturogsann
færing hans segir til um. Engum
nægir til afsökunar að færa það
fram, að fyrirrennara hans eða
andstæðingi hafi ekki tekizt bet-
u*. Dómurinn yfir gerðum manns
fer eftir verkum hans sjálfs en
ekki því, hvernig einhverjum
öðrum hefur til tekizt.
Með lögum skal
land byggja
utanríkisráðherra trausts langt
út fyrir raðir verkamannaflokks-
ins. Hann á öruggu fylgi að fagna,
ekki síður meðal hægri og
vinstri manna en í sínum eigin
flokki. Það er m. a. s. vitað, að
sumir vinstri sinnaðir flokks-
menn hans hafa á honum verri
bifur en allur þorri andstæðing-
anna til hægri.
í Bandaríkjunum sáu menn
dæmi þess sama fyrir skemmstu,
þegar Eisenhower óskaði tillagna
Stevensons, formanns stjórnar-
andstöðunnar, um meðferð mála
á Parísarfundinum og bauð hon-
um þátttöku þar, þótt hann
treystist ekki til fararinnar.
Samstarfi hafnað
Islendingar eru að vísu óvan-
ari meðferð utanríkismála en
flestir aðrir. Alþingi var þó þeg-
ar frá upphafi ljóst, að nauð-
synlegt, væri að haga meðferð
þeirra með öðrum hætti en
venjulegra mála. Þess vegna var
það ákvæði sett um utanríkis-
málanefnd jafnskjótt og hún var
lögboðin, að ríkisstjórnin skyldi
hafa samráð við hana um með-
ferð utanríkismála, jafnvel þótt
þau væru ekki í formi venjulegra
þingmála, sem Alþingi sendi
henni til meðferðar. Þessi ákvæði
voru sett þegar 1928 og voru í
gildi til 1951, er lögboðin var
innan utanríkismálanefndar, sér-
stök ráðgjafarnefnd til samstarfs
við ríkisstjórnina. Lögboðið er,
að utanríkismálanefnd kjósi
þessa ráðgjafarnefnd ár hvert.
Þar eiga sæti 3 menn kosnir hlut-
fallskosningu. Þetta fyrirkomu-
lag var tekið upp vegna þess,
að ekki hafði þótt fært að fram-
fylgja fyrirmælunum um samráð
við alla utanríkismálanefnd á
þann veg sem skyldi. Áttu þar
ýmsir högg í annars garð. Ein-
mitt vegna þess að ákvæðið hafði
ekki verið framkvæmt eins og
efni stóðu til, voru ný fyrirmæli
sett.
Laugardagur 21. des.
Jóla-annir
þessa dagana
Þessa dagana standa yfir
mestu jólaannirnar. Sumum
finnst undirbúningur jólanna nú
ganga úr hófi og hafa fengið á
sig of mikinn verzlunarblæ. Um
slíkt má lengi deila, en ætla verð-
ur, að enginn verji meira fé sér
og sínum til glaðnings á jólun-
um en hann hefur efni á. Enda
hélt einn vinstri höfðinginn því
fram á Alþingi nú fyrir
skemmstu, að jólaverzlunin
sýndi, að enn væri óhætt að auka
álögurnar!
Margir og e.t.v. flestir afla
um jólin ýmislegs, sem heimilið
og einkum börnin hefur vanhag-
að um. Verður ekki séð, að mik-
ill skaði sé skeður, þótt slíkt sé
gert í formi jólagjafa. Sumt kem-
ur ekki að beinum notum. T. d.
eru vafalaust ekki strax lesnar
allar þær bækur, sem keyptar
eru og gefnar um jólin. En jóla-
gjafasiðurinn á nú orðið mikinn
þátt í bókaútgáfu hér. Segja má,
að margt af henni mætti missa
sig. En hver segir, að hið léleg-
asta mundi einmitt fyrst falla, ef
bókaútgáfa drægist verulega
saman?
Grein Arin-
bjarnar læknis
Á miðvikudaginn var birti
Morgunblaðið mjög athyglisverða
grein eftir Arinbjörn Kolbeins-
son, lækni. Hann ræðir þar um,
hvort ljósastillingar þær, er gerð-
ar voru á bifreiðum hér í bæ sl.
haust, hafi raunverulega orðið til
þess að draga úr slysahættunni.
Hér er fræðilegt atriði, sem sá,
er þetta skrifar, hefur ekki þekk-
ingu til að dæma um. En hann
hefur heyrt bílstjóra hreyfa því,
að þeim virtist þeir ekki sjá
jafnvel fram fyrir bifreiðirnar og
þeir áður gerðu.
Fyrir þessu færir Arinbjörn
læknir nú fræðileg rök. Rétt
stjórnarvöíd mega ekki láta þetta
afskiptalaust. Þau verða án tafar
að ganga úr skugga um hvað
rétt er, og ef mistök hafa átt
sér stað, ber að leiðbeina almenn-
ingi um hvað gera skuli.
Grein Arinbjarnar er þeim
mun þakkarverðari sem það er of
sjaldgæft, að mætir borgarar láti
til sín heyra um ákveðin við-
fangsefni, er þeir telja, að ekki
hafi verið leySt svo sem skyldi.
Meira en nóg sést af almennum
bollaleggingum, sem til lítillar
niðurstöðu leiða, en rökstuddar
athuganir á þýðingarmiklum úr-
lausnarefnum eru of sjaldgæfar.
Yeiðar og
veðurfar
Veðurfar hefur að undanförnu
verið svipað og oft er hér á vetr-
um. Ýmist undrast menn blíðu
slíka sem um hásumar væri eða
kvarta undan misviðri og ill-
viðrahrotum. í heild hefur veðr-
áttan þó verið svo góð, að menn
hafa sízt ástæðu til að kvarta.
Hitt er hörmulegt, hversu illa
hefur gengið með sjávaraflann að
undanförnu. Síldveiðarnar hafa
verið ágætar nokkra daga í senn,
og menn þá fyllzt bjartsýni um,
að þær mundu haldast nokkuð
fram á næsta ár. Hinn daginn
berast fregnir um, að nú sé þeim
með öllu lokið. Ennþá alvarlegra
er samt hversu togurunum hefur
gengið illa. Ærið erfiði er að
sækja sjó í svartasta skammdegi,
oft langa leið, þótt afli sé sæmi-
legur. Sókn langan veg eftir rýr-
um afla gefur ekki einungis lít-
inn arð, heldur hlýtur að vera
meir niðurdrepandi fyrir þá, er
sjóinn stunda, en landkrabbai’nir
gera sér grein fyrir. Ef tekizt
hefði, eins og sumir vildu, að
stöðva siglingar togaranna að
mestu eða öllu til erlendra mark-
aða með afla sinn, má heita víst,
að þeir hefðu orðið að hætta
veiðum að öllu þetta haust og
vetrarmánuðina hingað til. Hið
háa markaðsverð erlendis, a.m.k.
öðru hverju, hefur gert mögulegt,
að skipin héldu áfram veiðum.
Of mikil skipulagning getur
stundum leitt til þess, að atv-
vinnu- og sjálfsbjargarmöguleik-
um sé eytt.
Stormablé
í stjórnmálum
Löngum hefur verið talið, að
jólin ættu að vera tími griða og
friðar. Síðustu vikurnar hafa
verið allstormasamar í stjórn-
málum hér á landi. Ætla má, að
því veðri, sloti nokkuð upp úr
þessari helgi. Hlé hefur verið
gert á störfum Alþingis og utan-
bæjarþingmenn eru á förum eða
eru farnir heim, og er þeirra
ekki von aftur fyrr en um mán-
aðamótin janúar-febrúar, þegar
þing á að koma saman aftur.
Ekki er þess þó að vænta, að
lognið í stjórnmálunum vari svo
lengi. Nú þegar eru í uppsiglingu
bæjarstjórnarkosningar hér í bæ
og öðrum kaupstöðum og kosn-
ingar í sveitastjórnir í flestum
þéttbýlli hreppum landsins. Sú
viðureign mun þó ekki hefjast
af fullum krafti fyrr en eftir ára-
mót. Framboðum þarf ekki að
skila fyrr en um þær mundir,
þótt þau veVði sennilega víða
ákveðin áður. Sums staðar er
nú þegar búið að kveða á um
þetta. Af Sjálfstæðismanna hálfu
er t. d. kunnugt um lista til bæj-
arstjórnar í Vestmannaeyjum og
sveitarstjórnar á Selfossi.
Hér í Reykjavík breiða and-
stæðingar Sjálfstæðismanna út
ýmsar kynjasögur um fyrirhug-
aðan lista Sjálfstæðisflokksins.
Eins og vant er, á ógnarbarátta
að eiga sér stað milli Sjálfstæð-
ismanna innbyrðis. Allt er þetta
tilhæfulaust. Kjörnefnd hefur
með eðlilegum hætti unnið að
undirbúningi listans í hinu bezta
samkomulagi. Fulltrúaráðið mun
taka ákvarðanir sínar um fram-
boðið jafnskjótt og tímabært
þykir.
Sjálfstæðismenn vita, að nú er
mikið í húfi. Þeir munu og hvorki
láta óhæfilega bjartsýni né níð
í stjórnarskrá, þingsköpum,
öðrum lögum og venjum fyrri
ára, eru reglur um baráttuað-
ferðir, leikreglur stjórnmálanna.
Þessar reglur eru settar á grund-
velli fenginnar reynslu og oft
miðaðar við að koma í veg fyrir
þá misnotkun, sem mest hætta
hefur reynzt á.
Óþarfi ætti að vera að taka
fram, að reglurnar eru til þess
settar, að þeim sé hlýtt. Þó er það
einnig viðurkennd réttarregla að
nauðsyn brjóti lög. Sú nauðsyn
verður að vera rík. Hún má aldrei
verða til þess að mynda skálka-
skjól fyrir raunverulegt afnám
þeirra reglna, sem þó er haldið
í lögum.
Allir valdhafar verða öðru
hverju fyrir þeirri freistingu að
setja reglurnar til hliðar eða
fara í kringum þær. Oft telja þeir
sjálfum sér trú um, að það sé gert
af ríkri nauðsyn. .Um þá gildir
eins og aðra, að enginn er dómari
í sjálfs sín sök. Þess vegna er
vakandi almenningsálit í þessum
efnum þjóðarnauðsyn og lifæð
frelsis og lýðræðis.
Samheldni
í utanríkismálum
Eitt af því sem flestar þjóðir
leggja mikla áherzlu á, er að
hvað sem liður deilum innan-
lands, þá sé samkomulag um
stefnuna í utanríkismálum. Fram
kvæmd þessa vill ganga misjafn-
lega. Þær þjóðir, sem eru stjórn-
vanastar, hafa náð í þessu mest-
um þroska. Á árunum eftir síðari
heimstyrjöldina hafa t. d. Bretar
fylgt sömu utanríkisstefnu, hvort
sem íhaldsmenn eða verkamanna
flokkurinn hafa verið við völd og
hefur þó verið ágreiningur um
einstök atriði, t.d. Suez-deiluna.
Sama máli er að gegna um
Danmörku. Þar hafa vinstri og
hægri flokkarnir sömu stefnu i
þessum efnum og sósíaldemó-
krataflokkurinn í öllu, sem máli
skiptir. Stjórnarskipti hafa þess
vegna ekki leitt til breytinga í
þessum efnum.
í Noregi nýtur Halvard Lange
Frá því að núverandi ríkis-
stjórn tók við hefur þetta laga-
fyrirmæli verið dauður bókstaf-
ur. Á síðasta Alþingi var ráð-
gjafarnefndin aldrei kosin þrátt
fyrir eftirgangsmuni Sjálfstæð-
ismanna. Það sem af er þessu
þingi, hefur sjálf utanríkismála-
nefnd aðeins haldið einn fund,
og þá óskuðu Sjálfstæðismenn
þess, að ráðgjafarnefndin væri
kosin, en það fékkst ekki. Síðan
hefur verið forðazt að hafa fund í
þessari mikilvægu nefnd.
Með þessu hefur ríkisstjórnin
neitað að hafa samráð við stjórn-
arandstöðuna um þau mál, sem
slíkt er lögboðið um. Þvílíkt sam-
ráð þykir sjálfságt hvarvetna
annars staðar í lýðræðislöndum.
Ekki bætir úr skák, ef ástæðan
til þessarar synjunar er sú, að rík
isstjórnin sé sjálfri sér sundur-
þykk í þessum málurn og þau séu
helzt ekki rædd innan ríkis-
stjórnarinnar í heild. Það gerir
meðferð þeirra á slíkum hættu-
tímum sem nú ennþá glæfra-
legri.
Uiidirbimingiir
íjárla«a
Upphaf löggjafarþinga í núver-
andi formi er það, að ríkisstjórn-
endur neyddust til að hafa sam-
ráð við þegnana um skattaálögur,
en þeir settu það skilyrði, að
ríkisfé yrði ekki varið án þeirra
samþykkis. Þess vegna hefur það
lengi verið talið aðalstarf þing-
anna að fjalla um fjárlagafrum-
vörp, þar sem gerð er grein fyrir
eyðslu næsta tímabils, og kveða
þannig á um, hvernig tekjum
ríkisins skuii varið. Telja má,
að fjárlagafrumvarp sé eins kon-
ar beiðni rikisstjórnarinnar um
að fá svo og svo mikið fé til
ráðstöfunar. Það er því enginn
aðili annar en ríkisstjórnin, sem
fjárlagafrumvarp getur samið.
Enda er það sums staðar siður,
að þingin hafa ekki heimild til
að hækka fjárlögin frá því, sem
ríkisstjórnin gerir tillögur um,
heldur einungis að samþykkja
Framh. á bís. 15.