Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUN BLÁÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1957 ÍJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) j Bjarni Benedíktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. j Einar Ásmundsson. ' Lesbók: Arni Öla, sími 33045 ( Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftarg.iatd kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. FRÓÐLEGUR SAMANBURÐUR SlÐASTLIÐINN fimmtudag var fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1958 lögð fram í bæjarstjórn. Eins og vikið hefur verið að áður hér í blaðinu, hefði mátt búast við að andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna mundu nú nota tækifærið og halda meiriháttar dómsdag yfir meirihluta bæjar- stjórnarinnar, einmitt þegar fjár- hagsáætlunin var lögð fram. — Þessir flokkar hafa sí og æ verið að „klifa á“ „óstjórn" og „óreiðu" í stjórn bæjarins, „eyðslu“ og „bruðli" o. s. frv. Betra tækifæri gat ekki gefizt til þess að finna þessum stóryrð- um stað, en einmitt þegar fjár- hagsáætlunin er lögð fram. En þetta varð ekki svo. Andstöðu- flokkar Sjálfstæðismanna héldu stuttar og léttvægar ræður, pó þeir hefðu haft nóg tækifæri til að kynna sér fjárhagsáætlunina. Ekki hefðu þeir átt að vera í vandræðum með að hella úr skál- um reiði sinnar yfir bæjarstjórn- armeirihlutann, eins mikið og þeir hafa látið í blöðum sínum undanfarið. En þessi þögn gefur ljóslega til kynna, hve lítið er á bak við öll stóryrðin um „óreið- una“ og „óstjórnina“, því það mega allir vita, að ekki hefðu minnihlutamennirnir látið það liggja í láginni við slíkt tæki- færi, ef þeir raunverulega hefðu getað staðið við stóru orðin. ★ í gær birtust í Tímanum og Þjóðviljanum, sem löngum hafa samflot, stóryrtar forustugreinar um bæjarmálin og munu þær eiga að bæta upp þögn bæjar- fulltrúa flokkanna á fimmtudags- kvöldið. Uppistaðan í þessum greinum er að útgjöldin og útsvör in hafi hækkað verulega á sl. 4 árum. Það er engu líkara en að þessi blöð vilji telja mönnum trú um að Reykjavíkurbær sé eitt- hvert fyrirbæri, sem standi utan og ofan við þjóðfélagið og verði ekki fyrir neinum áhrifum af því sem gerist í þjóðarbúskapnum almennt. Þó allt hækki, vísitala, laun, vöruverð og allt sem nöfn- um tjáir að nefna, þá ætti það að vera svo, eftir þessum grein- um Tímans og Þjóðviljans að dæma, að Reykjavíkurbær geti með öllu losnað við afleiðingarn- ar af þessari hækkunaröldu, sem gengið hefur yfir undanfarið og hófst með fullum þunga eftir verkföllin 1955, sem kommúnist- ar stóðu að, með velviljuðum stuðningi Framsóknarbroddanna. En þessu er auðvitað ekki svona farið. Reykjavíkurbær er lifandi þáttur í þjóðfélaginu og á honum skella eins og öðrum þeir örðug- leikar og misfellur, sem almennt eiga sér stað í búskap lands- manna. í þessu sambandi er ekki úr vegi að gera lítilsháttar sam- anburð við ríkissjóð, sem á þess- um tíma hefur verið undir stjórn Eysteins Jónssonar. Stjórnarblöð- in tvö hafa mörg orð um, að rekstrarútgjöld Reykjavíkurbæj- ar hafi hækkað mikið. Þegar litið er á fjárhagsaætlunina nú, hækka rekstrargjöldin um 15% miðað við það sem var 1957, en á sama tíma hækka rekstrargjöld ríkis- ins, samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu, um 21%. Ef 5 sl. ár eru tekin til athugunar eða árin 1952—1957, þá hafa rekstrargjöld Reykjavík- ur á því tímabili hækkað um 104% en rekstrargjöld ríkisins um 118%. öll þessi ár hefur Eysteinn Jónsson haft fjármálastjórnina með höndum, en þessi saman- burður er Reykjavíkurbæ mjög í hag. Þetta talar vitaskuld sínu máli. ★ Þá má taka annað atriði, sem eru umframgreiðslurnar en þær þykja ætíð gera glöggan vott um það, hvernig fjárstjórn raunveru- lega er. Árið 1951, þegar Eysteinn Jónsson var orðinn fjármálaráð- herra á nýjan leik, urðu greiðsl- ur úr ríkissjóði umfram það, sem veitt var í fjárlögum 16% en úr bæjarsjóði urðu greiðslur um- fram fjárhagsáætlun aðeins 5%. Árið 1952 greiddi ríkið 7% um- fram fjárlögin, en bærinn aðeins 2,5% fram yfir fjárhagsáætlun. Árið 1953 greiðir ríkið 11% fram yfir það, sem fjárlög heimiluðu, en það ár eru útgjöld Reykja- víkurbæjar 1% lægri en heimil- að var í fjárhagsáætlun. Árið 1954 greiddi ríkissjóður 11% fram yfir fjárlög en Reykjavíkurbær það ár 1,4% fram yfir fjárhags- áætlunina. Lengra ná reikningar ríkisins ekki, en árið 1955 urðu útgjöld Reykjavíkurbæjar 0,7% Iægri en fjárhagsáætlun heimil- aði og árið 1956 5,3% fram yfir. í þessu sambandi er rétt að benda á að á sl. vori, þegar Reykjavík- urbær lagði reikningana fyrir ár- ið 1956 fyrir bæjarstjórn, var Al- þingi um sama leyti að sam- þykkja ríkisreikninga fyrir árið 1954 og var þannig tveimur árum á eftir. Þessi samanburður á umfram- greiðslunum sýnir ljóslega, að Reykjavikurbær hefur lagt áherzlu á að áætla útgjöldin sem nákvæmlegast og einnig reynt að standa gegn auknum útgjöldum eins og frekast hefur verið unnt. Eí bera ætti saman fjárlögin nú og fjárhagsáætlun Reykjavík- ur, þá er það alls ekki hægt vegna þess hve fjárlögin eru stór- kostlega fölsuð. Eins og alkunn- ugt er, leggur ríkisstjórnin mikla stund á að 'alsa fyrir almenn- ingi, hvernig raunverulega er ástatt í efnahagslifinu og má í því sambandi minna á hina gífur- legu fölsun vísitölunnar og svo nú síðast fölsun fjárlaganna sjálfra. Eins og tekið hefur verið fram áður, er heildarhækkun fjárhags- áætlunarinnar nú 10% og er það mjög hóflegt, þegar litið er til þess að vísitalan hefur hækkað, mörg lögbundin útgjöld, sem er mjög verulegur hluti allra út- gjalda bæjarins hafa hækkað, verðlag hefur stórkostlega hækk- að og hinar miklu álögur ríkis- stjórnarinnar hafa vitaskuld stór- kostleg áhrif á rekstur Reykja- vikurbæjar. I því sambandi er athyglisvert að rekstrargjöld Reykjavikurbæjar hækka um 9,5%, eða miklu minna en út- gjöldin til verklegra fram- kvæmda, sem haékka um 13,5%. UTAN UR HEIMI ÆT Ur ýmsum áttum Kadar er vinafár, en klórar í bakkann EFTIR að kommúnistaforingj- rnir, sem flykktust hvaðanæva Kadar — sendisveinn innan Kremlmúra. að til Moskvu á byltingarhátíð- ina í nóvember, fóru að tínast heim hafa borizt út margs konar sögur um umræður og orðasenn- ur á fundum íoriiigjanna í Kveml með hinum erléndu kommúnist- um. Það er t.d. sagt, að Mao Tse- tung og Gomulka hafi átt í karpi í lok fundarms. Mao réðst á Go- mulka fyrir að hafna óskeikulli forystu rússneskra kommúnista, en Gomulka sakaði Mao um að hafa látið undan Krúsjeff í það óendanlega vegna loforða Krú- sjeffs um hernaðarlega aðstoð við Kínverja. Sagt er og, að mikla athygli hafi það vakið, að Kadar lýsti sig fylgjandi Gomulka. Tal- ið er, að Kadar hafi vænzt þess að hljóta vináttu Gomulka að launum, en Kadar er nú talinn mjög vinafár, jafnvel innan Kremlmúranna, því að þar er hann miklu frekar talinn til sendisveina en heimilisvina. Krúsjeff valtur í sessi? Haft er eftir júgóslavneskum kommúnistaforingjum, sem sátu ráðstefnurnar í Moskvu á dögun- um, að vins'ældir Krúsjeffs fari nú mjög dvínandi. Sérlega hafi hann fallið í áliti vegna fram- komunnar við Zhukov — og full- yrða Júgóslavarnir jafnframt, að Krúsjeff sé langt frá því að vera fastur í sessi. ★ í okt. sl. komst Nikita Krúsjeff sð þeirri niðurstöðuýað tími væri til þess kominn, að hann fleygði slitnum fötum sínum og gamal- dags höttum og fengi sér nýtízku fatnað. Sneri hann sér þá til An- slo Litrico sem er klæðskeri í Róm, og bað hann að hlaupa undir bagga. — Litrico, sem er ættaður frá Sikiley, hafði ekki annað undir höndum Krúsjeff — en myndir af fleygði gömlu sovézka for- fötunum. ingjanum og 128 dollara, sem honum höfðu verið greiddir fyr- irfram. Með þessi gögn undu' höndum tók Litrico til óspiiltra málanna. Og árangurinn varð: Grá flún elsföt og brún ullarföt, hvort tveggja með þröngu sniði sam kvæmt ítalskri tízku; tvennir tá- mjóir skór, sem gerðir voru í Flórenz; þrír hattar með breið- um börðum; fjögur silkihálsbindi og komst Litrico svo að orði, að þau væru „draumur“. Ekki kommúnisti, bara iðnveirkamaður Starfsmenn rússneska sendi- ráðsins í Rómaborg sóttu fatnað ínn og greiddu fyrir hann 552 dollara. Klæðskerinn var afar á- nægður, en tók það fram, að hann væri auðvitað enginn komm únisti, bara iðnaðarmaður. Sennilegt er, að Litrico hafi orðið að beita allri s:nni hæfni sem iðnaðarmaður til að sauma á Krúsjeff, sem er 5 fet og 5 þamlungar á hæð, 49 þumlungar um mittið og 21 þurmungur yf;r axlirnar. Gigtin þjáir Titó Frá Belgrad herma fregnir, að Tito muni láta af stjórnarforyst- unni á næsta ári og fela hana ein- hverjum tryggum, persónulegum Tító — syndir í upphitaðri sundlaug. vini, sem ólíklegur verði til þess að hverfa frá þeirri stefnu, er Tito hefur markað. Tito hefur að undanförnu verið illa haldinn sakir sjúkleika, löngum dvalizt á Brioni-eyju og synt í upphitaðri sundlaug á sveitasetri sínu. Mun þetta vera læknisráð, en gigtin hefur þjáð hann að undanförnu. Nehru veitir Menon ákúrur Nehru mun vera langt frá því að vera ánægður með frammi- stöðu Krishna Menons á Allsherj- arþinginu. Er Nehru sagður hafa veitt h’onum ákúrur fyrir of mikla hörku og jafnvel ókurteisí við umræður á þinginu. Sem kunnugt er hefur Menon verið sárlasinn að undanförnu, en um margra ára skeið hefur hann ver- ið veill í maga. Hefur það komið fyrir, að hann hafi misst stjórn á sér við umræður og orðið að leggjast í rúmið að umræðunum loknum vegna of mikillar áreynslu. Mun honum hafa verið ráðlagt að hafa hægar um sig, þá mundi legudögunum jafnframt fækka. Sættast konungsfjöl- skyldan brezka og her- toginn af Windsor? Hertoginn af Windsor tók ný- lega í fyrsta skipti í 21 ár þátt í samkvæmi í Lundúnum. Hann var heiðursgestur í miðdegis- verðarboði og drakk te með Elízabetu drottningu og Filip prins í Buckinghamhöll. Hertog- inn kom til Lundúna til að vera viðstaddur jarðarför síns forna vinar, Edwards Metcalfe majórs — og „til að hittta gamla vini og kunningja“. Hann neitaði að ræða við fréttamenn um möguleika á, að fullar sættir kæmust á milli hans og konungsfjölskyldunnar og að útlegð hans væri þannig lokið. Hertoginn af Wíndsor (til vinstri) tekur aftur þátt í sam- kvæmislífi Lundúna. Mófmœla ufvíkkun land- helginnar LONDON 19. desember. — Það er haft eftir áreiðanlegum heim- ildum í London, að brezka stjórn in muni bera fram opinberlega mótmæli við indonesisku stjórn- ina vegna ákvörðunar hennar að færa út landhelgina umhverfis eyjarnar 3,000, sem standa að indonesiska eyjasambandinu. Tel ur brezka stjórnin að stjórn Indo nesiu hafi með einhliða ákvörð- un brotið í bága við reglur um siglingafrelsi á úthöfum. Brezk skipafélög, sem haldið hafa uppi reglubundnum ferðum milli Bret lands og Astralíu og Nýja Sjá- lands hafa jafnan siglt á milli indonesisku eyjanna. Nú hefur indonesiska stjórnin ákveðið að draga landhelgislínuna utan við yztu sker yztu eyja eyjasam- bandsins, en vegalengdin frá að- aleyjaklassanum til margra þeirra yztu er um 100 sjómílur. STOKKHÓLMUR, 19. des. — Hammarskjöld er kominn til Stokkhólms. 1 viðtali við blaða- menn hefur hann látið svo um mælt, að of mikið hafi verið gert úr brottvikningu danska starfs- mannsins við S. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.