Morgunblaðið - 28.12.1957, Page 3

Morgunblaðið - 28.12.1957, Page 3
Laugardagur 28. des. 1957 MORCUNBLAÐIÐ Hermann Jónasson segir í samtali um ráðherrafund NATO: Jbess gef/ð, að v/ð myndum ekki krefjast þess, að herinn færi héöan að svo stöddu UM miðjan aðfangadag flutti útvarpið samtal, sem Jón Magnússon, fréttastjóri, átti við Hermann Jónasson, for- sætisráðherra, þá nýkominn heim af ráðherrafundi NATO. Samtalið fer hér á eftir í heild: ★ — HERMANN Jónasson, forsætis ráðherra, kom heim frá Lundún- um í gærkvöldi en þangað fór hann frá París á fimmtudag og dvaldist í Lundúnum að læknis- ráði. Hann mun nú segja hlust- endum frá ráðherrafundinum í París. — Þér frestuðuð för yðar frá Lundúnum vegna lasleika — hvernig er heilsa yðar nú? — Já, ég var með kvef eða inflúenzu og ekki fullbatnað, þeg ar ég fór utan — versnaði þegar ég var á leiðinni til London frá París. Það er nú óðum að lagast. — Hverjir sátu ráðherrafund- inn af íslands hálfu auk yðar og utanríkisráðherra? — Það voru ambassador Is- lands í París og ambassador ís- lands við NATO og aðstoðar- menn þeirra. ★ — Hvernig var fundinum hag- að? — Ja, frá því hefur nú efluast verið skýrt í fréttum, svona í aðal atriðum. Það má segja, að aðal- fundurinn eftir sjálfa fundar- setninguna væri fundur forsætis- ráðherranna, sem stóð frá ki. 3,30 til kl. 8 á mánudaginn 16. desember. Á þeim fundi flutti Spaak eins konar framsögu og yfirlitsræðu og gerði grein fyrir ástandi og horfum. Að því búnu fluttu allir forsætisráðherrarnir og utanríkisráðherra Bandaríkj- anna ræður. Stóðu þau ræðuhöld, eins og ég sagði áðan, til kl. 8 um kvöldið. En eftir þennan fund lá nokkurn veginn ljóst fyr- ir, hvernig samþykktir fundarins yrðu. Vinnubrögðum var svo hagað þannig, að utanríkisráð- herrarnir störfuðu á fundum alla daga á morgnana, en síðan var kl. 4 hvern dag sameiginlegui fundur forsætis- og utanríkisráð - herranna og aðstoðarmanna þeirra. ★ — Hvernig var það þarna á fyrsta fundinum, sem var lokað- ur, að því er mér hefur skilizt, voru ræður, sem forsætisráðherr- arnir fluttu þá birtar? — Það hefur verið aðalreglan, að birta ekki ræður af þessum fundum. Að ósk sumra ráðherr- anna var þó frá þeirri venju vikið nú að því leyti, að það var lagt í vald hvers forsætisráðherra um sig, hvort og að hve miklu leyti þeir birtu sínar eigin ræður. Sumir ráðherrarnir birtu því ræður sínar eða kafla úr þeim — aðrir ekki. T. d. hagaði svo til um Norðmenn og Dani, að sterk- ur orðrómur hafði gengið um það og mikið um það skrifað í Norð- urlandablöðin, að farið væri fram á að koma eldflaugastöðv- um upp í Noregi og Danmörku. Forsætisráðherrar þessara landa lýstu því báðir yfir í ræðum sín- um á fyrsta fundinum, að þeir myndu ekki leyfa eldflaugastöðv- ar í löndum sínum. Ég geri ráð fyrir að birting þessara ummæla hafi tekið af allan efa heima- fyrir, ef hann hefur verið til staðar. ★ — Já, mætti ég spyrja, hvert var efni yðar ræðu? — Ja, — ég skýrði að sjálf- sögðu sérstöðu hins vopnlausa ís- lands. Þess vegna hefðum við leyft erlendum her að koma hing- að og dvelja hér. Ég lét þess get- ið, að við myndum ekki krefjast þess, að herinn færi héðan að svo stöddu, en hins vegar væri það ekki stefna okkar að hafa hér her á friðartímum. Ég studdi að sjálfsögðu að gera bæri hið ýtrasta til að koma á samkomulagi milli austurs og vesturs og tryggja friðinn á þann hátt, en ég lagði áherzlu á að At- lantshafsbandalagið gæti naum- ast staðið til lengdar sem hernað arlegt varnarbandalag eingöngu. Bandalagið yrði aldrei sterkara en þeir sameiginlegu hagsmunir og hugsjónir, sem það hvíldi á og þess vegna yrði að treysta þá undirstöðu, ef bandalagið ætlaði að vera traust og varanlegt, en það teldi ég hafa verið vanrækt. Ýmsir forsætisráðherranna færðu fram mjög sterk rök fyrir þessum málstað og um hann voru gerðar ýtarlegar og einróma sam- þykktir á fundinum. — Hvernig var það á fundin- fsl. gerlaíræðingui iær styrb til rnnnsdkna ó eggjahvíta- efnum fiski og fiskúrgangi um, — komu fram óskir um flug- skeytastöðvar hér á landi? — Því er fljótsvarað, — það kom engin ósk fram um slíkt og var ekki nefnt á nafn af neinum. -— Og að lokum, hver teljið þér vera heildaráhrifin af þessum fundi? — Ja, — mér virðist, að þeir sem komu á þennan fund og fund inn sátu, komu á fundinn með þá einlægu ósk, að allt yrði gert, sem væri á valdi þeirra til þess að ná samkomulagi við Rússa, enda kalda stríðið og tryggja frið. Engum er það auðvitað ljósara en þeim mönnum, sem þennan fund sátu, hvílík gjöreyðing myndi leiða af heimsstyrjöld og mér virðist, að samþykktir fund- arins beri með sér mikla og ein- læga ábyrgðartilfinningu í þá átt að halda öllum leiðum opnum til samtala og sámkomulags við Rússa, þótt bandalagið vilji hins vegar vera við öllu búið. Fund- urinn er því að mínu áliti veru- legt skref í friðarátt. — Var það eitthvað frekara, sem þér vilduð spyrja um? — Nei. — Þá vildi ég nota tækifærið og óska öllum hlustendum nær og fjær gleðilegrar hátíðar. u STAKSTEINAR GUÐLAUGI Hannessyni, tekn- iskum gerlafræðingi við Iðnaðar- deild Atvinnudeildar Háskólans, hefir verið veittur styrkur frá Matvæla- og landbúnaðardeild SÞ. Er styrkur þessi ætlaður til rannsókna á því, hvaða fæðuefni megi vinna úr úrgangseggjahvítu efnum. Mun rannsókn Guðlaugs framar öllu beinast að því, hvern ig nýta megi úrgangseggjahvítu- efnin úr fiskinum til manneldis. 48 umsækjendur frá 26 löndum Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem íslendingur fær slikan styrk beint frá Matvæla- og landbún- aðardeild SÞ., og er styrkurinn veittur úr sjóði, sem stofnaður var í nafni André Mayers. Veitt- ir eru 5—6 styrkir úr þessum sjóði á ári hverju, og í þetta sinn sóttu um hann 48 manns frá 26 löndum. í hverju landi fjallar sérstök nefnd á vegum Matvæla- og landbúnaðardeildarinnar um veitingu þessara styrkja, og for maður íslenzku nefndarinnar er Árni G. Eylands, stjórnarráðsftr. Styrkurinn nemur 240 dollurum og ókeypis ferðum fram og til baka. Mun Guðlaugur vinna að rann- sóknum sínum við Massachusetts Institute of Technology í Boston undir leiðsögn dr. Proctors, sem er einhver þekktasti matvæla- iðnfræðingur í heimi — a. m. k. vestan járntjalds. Guðlaugur verð ur við þessar rannsóknir a. m. k. 18 mánuði, en dvalartíminn fer nokkuð eftir því, hvernig rann- sóknin gengur. „Hér er raunveru- lega aðeins um að ræða að skipta um vinnustað,“ sagði Guðlaugur, er fréttamaður blaðsins hafði tal af honum í gær. Guðlaugur fer væntanlega til Boston í júní nk, ★ ★ ★ Hefur Guðlaugur undanfarin fjögur ár unnið við Atvinnudeild Háskólans, m. a. að rannsóknum á votheyi. Sérgrein hans er nær ingarfræði og efnaskipti gerla. Að loknu stúdentsprófi stundaði Guð laugur nám í sjö ár í gerlafræði í Bandaríkjunum. Nam hann fyrst við Wisconsinháskóla og vanp jafnframt við tilraunastöð Wisconsinfylkis. Síðan stundaði hann framhaldsnám við Oregon- háskóla, kenndi jafnframt gerla- fræði við háskólann í tvö ár og vann auk þess við tilraunastöð Oregonfylkis. Tugþúsundir sátu og biðu flugveðurs í gœr LONDON, 27. des. — Mjög mikil þoka var á Bretlandseyjum og í Vestur- og Mið-Evrópu í dag og tafði hún mjög alla umferð, bæði í lofti og á landi. Margir stærstu flugvellir álfunnar hafa verið lok aðir allan daginn og mikill fjöldi manna, sem ætlaði úr jólafríinu nú strax eftir hátíðisdagana, hef- ur setið í allan dag í biðsölum á flestum flugvöllum á þessu svæði. Kalt hefur verið í veðri um alla Evrópu og ísing á jörðu Mikil hálka hefur því verið á veg um og flugvöllum — og mörg minni háttar umferðarslys hafa orðið. Enda þótt þokunni létti af í nótt verður vart hægt að hefja umferð á öllum flugvöllum vegna hálkunnar. Norska blaðið „Nationen" birti teiknimyndina hér að ofan 19. des. sl. eftir að Iiermanni Jónassyni barst bréfið frá Bulganin. Undir myndinni stóð: „Ráðstjórnarríkin vilja ábyrgjast hlut- leysi íslands, ef herir erlendra ríkja yfirgefa landið“. 72 ára börn neyta áfengis að staðaldri STOKKHÓLMI, 27. des. Áfengisneyzla er nú orðin slíkt vandamál í Svíþjóð, að félags málaráðuneytið hefur sett á stofn margar rannsóknanefndir í bæj um og borgum. Þess eru fjölmörg dæmi, að börn á 12 ára aldri og þar yfir neyti áfengis að stað- aldri. Er hér um að ræða bæði stúlkur og drengi. Hinar nýstofn- uðu nefndir eiga að gefa skýrslu um ástandið í þessum málum — hver í sínu umdæmi — og síðar verður reynt að ráða bót á ó- fremdarástandinu. Tóku gleði sína, er Krúsjeff fór MOSKVU, 27. des. — Mikil há- tíðahöld hafa að undanförnu ver- ið í Ukrainu í tilefni 40 ára bylt- ingarafmælisins. Krúsjeff, aðal- ritari kommúnistaflokksins, sótti hátíðahöldin. Hélt hann i dag frá Kief til Moskvu — og segir Moskvuútvarpið, að þúsundir manna hafi fagnað brottför hans. Hýr héraðslæknir í Keflavík FORSETI fslands hefur hinn 21 þ. m., að tillögu heilbrigðismála- ráðherra, Hannibals Valdimars- sonar, veitt Kjartani Ólafssyni héraðslæknisembættið í Kefla- víkurhéraði frá 1. janúar 1958. (Frá ríkisráðsritara). íslendinffar o« iólagleðin Jólin eru liðin með úimim sínum og ánægju. Menn hafa haldið þau hátíðleg, eins og ger- ist á hverju ári, misjafnlega í hverju byggðalagi, hverjum bæ. Hvert landsliorn hefur sína siði, ef svo má segja, í því efni, en þó svo sé, eru jólin alltaf þau sömu, þau eru hátíð fólksins og þá sérstaklega þeirra, sem yngri eru. í sambandi við jólin eru líka ýmis viðfangsefni og vandamál og ef til vill ekki sízt í bæjun- um og finna þá þeir, sem búa í Reykjavík sérstaklega til vand- ans í sambandi við umferðina. Um jólin er umferðin um Reykja- vík oft þung og erfið, eins og það er kallað, en svo er fyrir þakkandi, að þrátt fyrir erfiðar aðstæður, að mörgu leyti, urðu lítil slys og jólaumferðin fór vel fram. Lögreglan hafði góða stjórn á umferðinni og slys voru fá. Veður var óhagstætt um allt land og hefur það vafalaust spillt jólagleði margra. Jólin eru svo mikil hátíð í huga fólksins, að það þarf mikið illviðri og erfiðar aðstæður til að spilla jólagleðinni. Hér á landi hafa oft verið örðugar aðstæður vegna óblíðu náttúnunnar en þó mun það sjaldan hafa komið fyrir, að hin stranga náttúra landsins, sem svo oft er talað um, hafi spillt jólagleði landsmanna. Að skattleggja jólagleðina En þegar jólin eru liðin, koma fáir dagar milli jóla og nýjárs og þegar nýjárið nálgast, fara menn að huglciða það, sem liðið er og hvað taki við. Eitt í því sambandi eru skattarnir og menn minnast „jólagjafarmnar“, sem kölluð var, frá því í fyrra eða skattanna, sem lagðir voru á um jólaleytið. Nú hefur ríkisstjórnin tekið þá afstöðu, að afgreiða ekki nema hulta af fjárlögunum, þannig að viðkvæmustu málin, dýrtíðarmálin, em tekin út úr lögunum og þeim frestað til seinni tima. Ástæðan til þessa er sú, að kosningar til bæja- og sveitastjórna eiga að fara fram í janúar. Ríkisstjórnin þorir ekki að horfa, nú frekar en áður, framan í vandamálin og gera þeim skil, heldur tekur aðeins fyrir liluta af þeim, en slær hinu á frest til síðari tíma. Það sést í sumum stjórnarblöðunum, að von muni vera á því að nýir neyzluskattar verði lagðir á þjóð- ina. Það hefur vakið athygli margra, að Einar Olgeirsson hafði þau ummæli rétt fyrir jól- in, að jólaverzliunin væri það, sem hann kallaða „liðleg“. Þetta gefur ákveðna bendingu um, hvað kommúnistarnir og ríkis- stjórnin ætli sér, sem er, að Ieggja enn á nýja neyzluskatta og er það þá einmitt jólaverzl- unin, sem gefur þeim tilefni til þess, að „undirbúa“ almenning undir það sem koma skal. En það er táknrænt í þessu sambandi, að það skuli einmitt vera þeir dagar, sem almenning- ur er að kaupa gjafir, eða eitt og annað sér og sínum til ánægju, sem gefa þessum mönnum ástæðu til að leggja á nýjar álög- ur. Það er jólaglcði og jólatil- hald almennings, sem á að vera afsökun þess að leggja nýja neyzluskatta á fólkið. Þetta er engin tilviljun. Það vita allir, að í þeim löndum, sem kommúnistar ráða liefur ali- ur almenningur lítið fram yfir það, sem nauðsynlegt er, hann hefur lítið til tilhalds og jóla- gleði. Þess vegna finnst vafa- laust mönnum, eins og Einari Olgeirssyni, eðlilcgt og rétt að skattleggja jólagleðina sjálfa eða það sem almenningur gerir sér til dagamunar á þessari mestu hátíð ársins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.