Morgunblaðið - 28.12.1957, Síða 7

Morgunblaðið - 28.12.1957, Síða 7
L.augarrtapui' 28 dos 1957 M O R C 11 N fí L 4 Ð I Ð 7 Lífeyrissjóður verzlunarmormo eftir Ingvar N. Pálsson UMRÆÐUR um lífeyrissjóð í því formi, sem hann nú er, voru tekn- ar upp á félagsfundi í V. R. árið 1952 og var þá jafnframt sam- þykkt að visa máiinu til samn- inganefndar félagsins um laun og kjör. Var lífeyrissjóðsmálið upp frá því gert að baráttumáli félagsins á vettvangi þeirra sam- taka, er standa að launakjara- samningi V.R. Á samninganefnda fundum með kaupsýslumönnum var málið síðan tekið fyrir og þó samningar væru gerðir nokkr- um sinnum án þess að það fengi hljómgrunn, voru ýmsir kaup- sýslumenn þó fylgjandi því að lífeyrissjóðsmálið yrði athugað nánar enda var það og gert og var unnið að málinu sleitulaust. Með launakjarasamningi, sem gerður var 27. maí 1955, var síð- an samið um að stofna lífeyris- sjóð verzlunarmanna og var þá einnig skipuð undirbúningsnefnd til þess að hrinda málinu í fram- kvæmd, en sjóðurinn tók til starfa hinn 1. febrúar 1956, svo sem kunnugt mun vera. Með stofnun Lífeyrissjóðs verzl unarmanna verða að minum dómi þáttaskil í launamálum verzl- unarstéttarinnar. Þar sem áður var öryggisleysi og óvissa, kem- ur fullkomin eftirlaunatrygging, fjölskyldutrygging og örorku- lífeyrir. Tilgangurinn er ekki lengur aðeins só að reyna að afla sem mests hverja líðandi stund, heidur einnig og jafnframt því er búið í haginn gagnvart hverju því, sém framtíðin kann að bera í skauti sínu. Verzlunarstéttin er fimmta stéttin, er nýtur lífeyrisréttinda, fyrir eru starfsmenn hins opin- bera, lyfjafræðingar, verkfræð- ingar og flugmenn. Eru lífeyris- sjóðir allra þessara stétta starf- ræktir á sama grundvelli og veita þeir sömu eða svipuð rétt- indi. Að einu leyti er þó Lifeyris- sjóður verzlunarmanna frábrugð inn öðrum lífeyrissjóðum, en það er fólgið í því að verzlunarfólk er ekki skyldað til þess að ger- ast sjóðfélagar, en þannig er það þó alls staðar annars staðar. Það, að ekki er um skyldu að ræða í þessum sjóði, veldur auðvitað því að aukning sjóðsins er ekki eins ör og ella hefði verið. Þó hefur þátttaka verzlunarfólks verið vaxandi og eykst hún með hverjum deginum sem liður. Þegar sjóðurinn tók til starfa, var öllum meðlimum V. R. sent sérstakt bréf varðandi sjóðinn með leiðbeiningum um, hvað gera þurfti til þess að gerast sjóð- félagar, jafnframt fylgdi með eintak af reglugerð sjóðsins. Sömuleiðis var öllum fyrirtækj- um i bænum sent bréf þessu við- víkjandi og fyrir þeim brýndar skyldur þeirra gagnvar-t þyí starfsfólki, er óskaði að gerast .sjpðfélagar i lífeyrissjóðnum. En þrátt fyrir þetta, svo og auglýsingar í dagblöðum bæjar- ins, gerðust ekki fleiri en ca. 200 manns sjóðfélagar. Það urðu óneitanlega nokkur vonbrigði, að ekki skyldu fleiri verzlunarmenn og konur ljá þessu máli eyra, hins vegar sannar þetta aðeins það, sem ég hefi síðan fengið staðfestingu á í sambandi við starf mitt fyrir lífeyrissjóðinn, að það tekur tíma fyrir fólk að átta sig á, hvað raunverulega er um að ræða. Það horfir fastar í krónurnar, sem það þarf að láta af hendi mánaðarlega, en hagnaðinn, sem þvj býðst. í þessu sambandi minnist ég eins vérzlunarmanns, sem ég tal- aði við í fyrra í því augnamiði, að hann gerðist sjóðfélagi, tók hann því ekki illa, en vildi þó athuga málið. Nú kom að því fyrir skömmu, er ég ræddi við þénnan mann á ný, að hann gerð- ist sjóðfélagi. Veitti ég því þá athygli að hann er 38 ára gamall. Það vill segjá, að ef þessi sjóð- félagi mundi hafa hug til þess að öðlast hæstu eftirlaunapró- sentu, sem er 60%, þá verður hann að vinna einu ári lengur, en hann hefði þurft, ef hann hefði gerzt sjóðfélagi í fyrra þá 37 ára gamall, en þá stóð hann nákvæmlega á þeim aldursmót- um að vera i hæsta eftirlauna- flokki. Hitt kemur vissulega til greina undir slíkum kringum- stæðum, að kaupa sér réttindi aftur í tímann, þó ekki sé um það að ræða í þessu tilfelli. íngvar N. Pálsson Þátttaka verzlunarfólks í sjóðnum má segja að hafi vaxið jafnt og þétt, og eru nú um 700 roanns sjóðfélagar, en það er von min að verzlunarfóikið muni finna hvöt hjá sér til að gerast aðilar að sjóðnum, svo þess verði ekki langt að bíða, að í fram- kvæmdinni verði eins og um skyldu sé að ræða í þessum sjóði, sem og í öðrum lífeyrissjóðum. Raunveruleg iðgjöld sjóðsins eru 10% launum sjóðfélaga og verður þvi ekki neitað að þetta eru há iðgjöld, en sjóð- urinn getur því aðeins veitt svo háa tryggingu, sem raun ber vitni, að iðgjöldin séu þetta há. Fyrir verzlunarmanninn og stúlk una er iðgjaldið hins vegar mjög lágt, miðað við þau hlunnindi, er sjóðurinn veitir, sem kemur auðvitað til af því að atvinnu- rekendur greiða stærri hluta iðgjaldsins eða 6% á móti 4% frá hendi sjóðfélaga. Þess vegna er raunin sú, að þeir verzlunar- menn, sem ekki eru sjóðfélagar, eru í lang flestum tilfellum að slá hendinni á móti 6% kjara- bótum. Að vísu eru þær kjarabætur ekki alveg á næsta leiti, þar sem þær eiga sér stað í formi eftir- launa og annarra trygginga, og af þeim sökum er það vafalaust, að mörgum virðist erfitt að koma auga á þær, en verzlunarfólk verður að hugsa frarnar fetinu í þessu efni, svo það ekki missi af þessum kjarabótum, sem þó standa því til boða eða lækki í eftirlaunaflokkum, meðan það veltir málinu fyrir sér, eins og í dæminu, er ég gat um hér að framan. Iðgjaldagreiðslur til sjóðsins nema nú 4 milljónum króna og. greiðslur eru nú um kr. 300 þús. að jafnaði á mánuði. Mun því láta nærri að ársvelta miðað við 700 sjóðfélaga muni vera ca. 3'zá milljón kr. Virðist mér það ekki goðgá að ætla að sú upphæð gæti hækkað upp í 8 til 10 millj. á ári, áður en mjög langt líður. Tryggingakerfi sjóðsins er fjórþætt: í fyrsta lagi veitir sjóð- urinn eftirlaun allt að 60% mið- að við meðallaun síðustu 10 ár- anna, er viðkomandi tekur laun, í öðru lagi makalifeyri allt að 40%, ef sjóðfélagi fellur frá, í þriðja lagi barnalífeyri til 16 ára aldurs, ef sjóðfélagi andast eða verður öryrki, og loks ör- orkulífeyri, ef sjóðfélagi verður ófær til að gegna störfum að öllu eða einhverju leyti. Það, sem gefur lífeyrissjóðnum hvað mest gildi er það að eftir- launin, sem er hin raunverulega’ tryggingarupphæð, eru miðuð við síðustu árin. Með jafn óstöð- ugu verðgildi peninga og hjá okkur fslendingum, þá hefur það ekki litla þýðingu, að trygging- arupphæðinni er ekki slegið fastri í upphafi, eins og á sér stað um venjulegar líftryggingar, heldur reiknuð út frá meðallaunum siðústu 10 áranna í sjóðnum. Þó megintilgangur hverrar líftryggingar sé ekki fyrst og fremst sá að fá sem mest út- borgað á sínum tíma, heldur hitt að vera öryggi, ef á þarf að halda, þá er það vissulega mikilsvert og nauðsynlegt, að maður geti verið nokkurn veginn viss með að sú upphæð, sem menn leggja fram í þessu skyni, rýrni ekki svo, að hún verði orðin einskis nýt, þegar til hennar á að taka. Ems r" *il dæmis hjá mannin- um, sem mér var sagt frá fyrir skömmu; hann var að nálgast sextugt og þá átti hann von á að fá útborgaða líftrygginguna sína, sem var kr. 1.500,00. í þessu sambandi væri ekki ófróðlegt að gera sér grein fyrir því, hver eftirlaun myndu vera úr Lífeyrissjóði verzlunarmanna nú, ef sjóðurinn væri orðinn gamall og hefði starfað á und- förnum áratugum. Hefi ég gert athugun á þessu og lagt til grund vaflar launakjarasamning V. R. Yfir 10 ára timabil aftur í tím- ann. Gera má ráð fyrir því að verzl- unarfólk, sem starfar við verzlun alla sína tíð, sé komið í hæsta launaflokk samkvæmt samningi V. R. á hverjum tima, þegar það nálgast það timabil, sem lifeyris- réttindin eru miðuð við. Gæti það út af fyrir sig verið athug- andi fyrir samninganefnd félags- ins i launamálum, hvort ekki væri rétt áð vinna að því að ákvæði um þetta atriði kaemist í launakjarasamninginn með tilliti til lífeyrisréttindanna. í ársbyrjun 1948 nema árslaun samkvæmt hæsta flokki í launa- kjarasamningi V. R. kr. 37,000,00, sem er nærfellt helmingi lægra en árslaun samkvæmt samningn- um nú og í gildi verður út þetta ár, en það er kr. 70 þús. Á þessu 10 ára bili hefi ég reiknað með meðal kaupgreiðslu vísitölu hvers árs fyrir sig og samkvæmt því nema meðallaun á síðast liðnum 10 árum kr. 55 þús. Mundu því eftirlaun, sem sjóð- urinn mundi greiða nú miðað við 60% eftirlaunaflokk vera kr. 33 þús. á ári. Þessum eftirlaun- um myndi sá, sem kominn væri á eftirlaun, halda meðan hann lifði. Ég vil bæta því við hér að fyr- ir dyrum stendur endurskoðun á reglugerð lífeyrissjóðsins, en á þeim vettvangi mun verða unn- ið að því að breyta reglugerð- inni þannig: að ef kaupgreiðslu- vísitala hækkar, eftir að menn eru komnir á eftirlaun, þá hækki eftirlaunin samsvarandi. Verði þetta atriði samþykkt, sem vonir standa til, þá myndu til dæmis eftirlaun sjóðsins kr. 33 þús. eins og þau væru nú, miðast sem grunnlaun við visi- töluna 183 stig, en fara síðan hlutfallslega hækkandi, ef kaup- greiðsluvísitalan á eftir að hækka. Það sem vafalaust vekur hvað mestan áhuga verzlunarfólks á lífeyrissjóðnum, er lánastarfsem in og möguleikar þess á því að fá lán, en samkv. reglugerð sjóðs- ins er beinlínis gert ráð fyrir því að þeir, sem aðilar eru að lifeyrissjóðnum, geti fengið lán óg hefur sá þáttur í starfsemi sjóðsins þegar verið hafinn. Gengið var frá fyrstu lánveit- ingu úr sjóðnum í vor, svo sem kunnugt mun vera, og var þá 21 sjóðfélaga veitt lán. Veitt eru lán úr sjóðnum til 10 ára gegn I. veðrétti í fasteign með venju- legum vöxtum eða 7% eins og nú er. Hámarksupphæð nú er 75 þús. kr., en samkvæmt reglu- gerð sjóðsins er þó ekki heimilt að lána hærri upphæð en 30% af brunabótamati eða matsverði eignar í liverju einstöku tilfelli. Nú er ákveðið að veita næsta lán úr sjóðnum á áramótum næst- komandi, og verður það auglýst sérstaklega á sínum tíma. Eg hefi nú drepið á það helzta í sambandi við lifeyrissjóðinn, bæði þátttöku fólksins, iðgjalda- greislur, tryggingakerfi hans og lánastarfsemi. Sjóðurinn er enn ungur og því engu hægt að spá um framtíð hans, en trú mín er sú, að það spor, sem stigið var með stofnun lífeyrissjóðsins eigi eftir að verða verzlunarstéttinni til ómetanlegra heilla bæði í nú- tíð og framtíð. Ingvar Isdal frá Patreksfirði ÉG er ekkert sérstaklega, gamli vinur, að óska þér til hamingju með að hafa lifað í 80 ár, það er víst hlutur sem kemur nokkurn veginn af sjálfum sér og þú mund ir varla taka eftir ef samferða- mennirnir fyndu ekki ástæðu til að staldra við og líta yfir farinn veg. Það er stundum sagt að tim- arnir breytist og mennirnir með, en mér finnst bara að timinn líði og veröldin sé löngum söm við sig. Þegar ég fór fyrst að vinna með þér fyrir 30 árum, nýútskrifaður úr alls konar skólum, en þá hafðir þú þegar starfað sem fyrsti há- spennustjóri á íslandi, lærði ég fljótt að ýmislegt fleira má að gagni koma en það sem beint er lært á bókina. Viðbrögðin við lífsins tilskikkunum mótast oft eins vel af hinni högu hönd og heilbrigðri hugsun og af laganna paragröffum. I þann tíð var kannske meira brúk fyrir það en nú er. Þá þurfti oft að búa til af litlu efni margt af því sem hver bjáninn getur nú pantað eftir prískúrantinum. Þar varst þú maðurinn. Aldrei hefi ég séð þig ganga frá neinu verkefni óleystu, hvort sem það var í sjálfs þin þágu, eða einhvers sem átti bágt. Ég er ekki að segja að þú hafir alltaf verið jafnblíður á mann- inn, en hjartalagið og verkin töl- uðu. Þú heimtaðir af öðrum starf og virðingu fyrir verkinu, en líka af sjálfum þér. f eins löngu lífi og þínu skeður margt. Þú hefir séð konurnar þínar deyja og skipin þín sökkva í sjó, en aldrei hefir þú brotnað, ekki einu sinni bogn- að. Það er gott að læra af svo- leiðis manni. Ég er ekki að syngja yfir þér neinn útfararsálm, menn eins og þú deyja aldrei. Handa- tiltéktir þinar og uppörvunarorð man ég meðan ég lifi og trúlega mikið lengur.' Aldrei hefir þú grátið farið fé, en horft fram á veginn til nýrra verkefna og skemmtilegra starfa. Aldrei hefir þú gert neitt nema með glöðu geði hins góða starfs- manns. Sigurður Ólafsson. KAUPMANNAHÖFN, 19. des. — Danska þinginu hefur borizt orð- sending frá æðstaráði Ráðstjórn- arinnar þar sem hvatt er ein- dregið til þess að friðaröflunum sé veittur stuðningur. Sams kon- ar orðsending mun vei'ða send þjóðþingum allra aðildarrikja S. Þ. Nokkrar vikur eru liðnar síðan norska þinginu barst svip- uð orðsending, en hún var samin að tilhlutan Æðstaráðsins Frá brunanum í Þingholtsstræti. Eldhafið eftir að efri hæð hússins er fallin. — Ljósm.: Birgir Gunnax-sson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.