Morgunblaðið - 28.12.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.12.1957, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 28. des. 1957 tJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýstngar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstrætj 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargialrí ki. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. FRAMBOÐSLISTI SJALFSTÆÐIS- FLOKKSINS í REYKJAVIK ^PHfclITAN IÍR HEIMt Onassis á vettvangi tízkunnar — Maugham vill vera hrukkóttur Ingríd Bergmann I hIutverki Krist'mar Lafranzdóttur? REYKVÍKINGAR hafa nú séð framboðslista Sjálf- stæðismanna við bæjar- stjórnarkosningarnar, sem fram eiga að fara í lok næsta mánaðar. Urðu Sjálfstæðismenn fyrstir hinna pólitísku flokka til þess að leggja fram lista sinn. Aður hafði farið fram prófkosning með al flokksmanna am skipan list- ans. Hefur niðurstaða hennar að sjálfsögðu ráðið uppbyggingu hans og svip. Það er athygiisvert að minni- hlutaflokkarnir í bæjarstjórn Reykjavíkur öfunda Sjálfstæðis- menn mjög af hinum lýðræðis- legu aðferðum við framboð þeirra. Viku eftir viku hafa mál- gögn þessara flokka reynt að gera prófkosningarnar tortryggi legar. En sú iðja hefur engin áhrif haft önnur en þau, að auka áhuga fólksins í Sjálfstæðisflokknum fyrir þátttöku í undirbúningi kosninganna. Skinaður dueandi og firiálslvndu fólki Framboðslisti Sjálfstæðis- manna við þessar bæjarstjórnar- kosningar er eins og jafnan áður skipaður dugandi og frjálslyndu fólki úr öllum stéttum bæjarfé- lagsins. Þetta fólk þekkir hags- muni bæjarbúa og hefur góð skil- yrði til þess að vinna af fyrir- hyggju og dugnaði að framfara- málum þeirra. Nokkrir nýir menn eiga sæti í efstu sætum listans. Hefur það jafnan verið háttur Sjálfstæðismanna að end- urnýja forystulið sitt í bæjar- stjórn höfuðborgarinnar nokkuð við hverjar kosningar. Þannig hafa ný sjónarmið komizt að með nýjum mönnum um leið og þeir, sem unnið hafa langt og gott starf hafa dregið sig í hlé. Felst í þessu mikill styrkur fyrir flokkinn og á sinn rika þátt í þeirri frjáls- lyndu og lífrænu stefnu, sem hann hefur jafnan fylgt í stjórn málefna höfuðborgarinnar. Það hefur og stuðlað mjög að því að skapa Sjálfstæðisflokknum vin- sældir meðal bæjarbúa, að hann hefur jafnan haft á að skipa mönnum úr öllum stéttum bæj- arfélagsins til að starfa að opin- berum málum. Þannig hafa iðn- aðarmenn, sjómenn, verzlur.ar- menn, menntamenn, verkamenn, bifreiðarstjórar og opinberir starfsmenn átt fuiltrúa í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna. Reykvíkip^ar kiósa heil- bripft stiórnarfar Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í bæj- arstjórn Reykjavíkur um nokk- urra áratuga skeið. Ástæða þessa mikla trausts og fylgis flokksins er tvímælalaust sú, að hann hef- ur stjórnað bæjarfélaginu vel, haft forystu um stórfelldar fram- farir og unnið skynsamlega og af frjálslyndi og víðsýni að bæj- armálefnunum yfirleitt. Auðvit- að er hægt að gagnrýna eitt og annað í stjórn bæjarfélagsins. Enginn stjórnmálaflokkur er al- fullkominn og víxlspor hljóta óhjákvæmilega að vera stigin í stjórn opinberra mála eins og í daglegu starfi einstaklinganna. En það mun almennt viðurkennt, einnig af andstæðingum Sjálf- stæðismanna, að þeir hafi stjórn- ao Reykjavík af dugnaði og ár- vekni. Traustur fíárhagsgrund- völlur Sjálfstæðismenn hafa jafnan lagt á það megináherzlu að fjár- hagslegur grundvöllur bæjar- félagsins væri traustur. Slíkan grundvöll hefur þeim tekizt að skápa. Þess vegna hefur höfuð- borgin getað leyst þau stórbrotnu verkefni, sem að hafa kallað inn- an vébanda hennar. Það er Sjálfstæðismönnum um land allt hið mesta gleðiefni, að einmitt undir stjórn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur ver- ið ráðist í farmkvæmd mar'gra merkilegra nýmæla, bæði í verk- legum efnum og á sviði menn- ingar- og heilbrigðismála. Reykjavík hefur þannig haft for- göngu um hagnýtingu vatnsafls og jarðhita til sköpunar atvinnu og lífsþægindum, ekki aðeins fyrir sína eigin ibúa heldur fyr- ir þúsundir annarra landsmanna. í skólamálum hefur bærinn haft forgöngu um byggingu full- kominna og glæsilegra mennta- stofnana og lagt áherzlu á aukið verknám og hagnýta fræðslu fyrir æskuna. Á sviði heilbrigðismála er bygg ing og rekstur hinnar fullkomnu heilsuverndarstöðvar eitt stærsta og merkilegasta sporið, sem stig- ið hefur verið. Nauðsvn samhuga hairáttr Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að mörgu leyti góða vig- stöðu í þessum bæjarstjórnar- kosningum. Þeir hafa unnið bæj- arfélagi sínu vel, njóta forystu vinsæls borgarstjóra og bjóða fram framboðslista, sem skipað- ur er vel metnu og duglegu fólki, sem bæjarbúar þekkja og treysta. í landinu situr auk þess ríkisstjórn, sem er mjög óvin- sæl og hefur brugðist flestum þeim fyrirheitum, er hún gaf við valdatöku sína. Þrátt fyrir þessa góðu vígstöðu má enginn Sjálfstæðismaður 'iggja á liði sínu í þeirri kosn- ingabaráttu, sem nú fer í hönd. Þar verða allir að leggjast á eitt um að gera hlut Sjálfstæðis- flokksins sem mestan. Með því sr heill og hag Reykjavíkur bezt borgið. Andstöðuflokkarnir munu leita allra bragða til þess að svipta bæjarfélagið meiri- hlutastjórn Sjálfstæðismanna. En þeim má ekki takast það, hvorki með breytingu kosn- ingalaga, takmörkun kosninga réttarins eða öðrum brögðum. Þess vcgna verða Sjálfstæðis- memn og aðrir frjálslyndir menn, sem unna framtíð Reykjavíkur að standa saman í órofa fylkingu um D-list- ann. ARISTOTELES Onassis, hinn ævintýrale.ga auðugi milljóna- mæringur, virðist ekki hafa nóg að starfa við sín mörgu olíuflutn- ingaskip og fyrirtæki sín í dverg ríkinu Monaco. Franska blaðið France-Soir heldur því ákveðið fram, að nú ætli hann einnig að láta til sín taka í París — og þá auðvitað á vettvangi tízkunnar. Víðfrægasta tizkuhús í heimi Sagt er, að Onassis hafi keypt öll hlutabréfin í tízkufyrirtæk- inu Jean Desses og ætli sér að skapa úr því víðfrægasta tízku- hús í heimi. Eiginkona Onassis mun eiga hugmyndina að þess- um kaupum, og sagt er, að hún fylgist af miklum áhuga með þessum framkvæmdum. Frú Onassis er talin vera mjög fögur. Vafalaust hefir Onassis séð sér leik á borði, þar sem Christian Dior er nýlátinn, og énn bólar ekki á neinum, sem líklegt er, að skipi hans sess. Onassis sá sér leik á borði — ★ fc fc Sá gamli, góði ritháfundur Somerset Maugham er einn þeirra, sem hafa mikla ánægju af því að láta taka myndir af sér. Hann fór í jólaheimsókn til Lund úna og notaði tækifærið m. a. til að. láta jósmyndarann Dorothy Wilding taka af sér fjölmargar myndir — Maugham í baðslopp, Maugham í jakkafötum, Maug- ham í frakka, Maugham í kjól og hvítu. Ljósmyndarinn hafði vissulega nóg að gera. Ætla mætti, að sú ánægja, sem Maug- ham hefir af því að láta taka af sér myndir, bæri framar öllu vott um hégómagirni, en það er þá a. m. k. mjög sérkennileg teg- und hégómagirni. Afmá hrukkurnar? Þegar myndatökunni var lokið spurði Dorothy rithöfundinn: — Og svo er það frágangurinn, herra Maugham? Eigum við ekki að afmá eitthvað af hrukkunum? Afmá hrukkurnar? spurði Maugham skelfingu lostinn. En kæra ungfrú Wilding, þér megið ekki gleyma því, að það hefir tekið mig rúmlega 80 ár að afla þeirra — Og nú ætlið þér að afmá þær á nokkrum mínútum! Það má aldrei verða! ★ ★ ★ Fjölmargar skrítlur hafa verið s:gðar af John Brown, skozka þjóninum, sem gegndi því virðu- lega starfi að vera þjónn Viktoríu Englandsdrottningar. Eins og kunnugt er, var John Brown tals I vert fyrir sopann. Drottningin | var yfirleitt mjög ströng í þess- um efnum, en hún fyrirgaf sínum Það hefir tekið mig rúmlega 80 ár að afla þeirra .... kæra John alltaf þennan veik- leika og reyndi jafnvel að breiða yfir þennan löst, þegar hún mogu lega gat. Viktoría drottning fann landskjálftakipp Eitt sinn á jólunum hafði John Brown fengið sér svo rækilega neðan í því, að hann valt um koll á hallargólfinu. Vakti þetta óþægilega eftir- tekt, en Viktoría drottning reyndi að koma John Bro_w til hjálpar hið bráðasta og sagði: — Já, svei mér ef ég held ekki, að ég hafi orðið vör við land- skjálftakipp! ★ ★ ★ Mel Ferrer hefir í hyggju að kvikmynda skáldsöguna Kristinu Lafranzdóttur eftir norsku skáld- konuna Sigrid Undset. Kveðst hann vonast til þess, að Ingrid Bergmann vilji taka að sér aðal- hlutverkið. Eins og kunnugt er, gerist skáldsagan í Noregi á 14. öld. Flestir vinir Ferrers hafa ráðið honum eindregið frá að reyna þetta og telja enga von til þess, að slík kvikmynd takist vel. Mel Ferrer heldur þó enn fast við þessa fyrirætluri sina. Síðustu verk Diors Enn einu sinni hefir „einn síð- asti módelklæðnaðurinn, sem Christian Ðior lauk við“ komið fram í dagsljósið. Þeim virðast engin takmörk sett. í sl. viku var það svartur pels, en nú er það kjóll, sem Ingrid Bergmann á að klæðast í kvikmyndinni „Indiscret“. Þetta er satínkjóll skreyttur með minkaskinni og perlum. Þetta er samt ekki allra „síðasti kjóllinn, sem Dior lauk við.“ Svo kann að fara, að síðustu kjólunum, sem Dior hefir lagt hönd á, megi einna helzt líkja við þá óteljandi ferhyrndu smábúta úr hvítu efni, sem kaþólskir menn víða um heim eiga í fórurn sinum. Hver smábútur á að vera úr nunnuklæðnaði heilagrar Theresíu. Allir þessir smábútar samanlagðir hefðu nægt til að klæða nokkrar nunnur. ★ ★ ★ Svo er að sjá, sem Ingrid Goude, er hlaut titilinn „Ungfrú Svíþjóð“ sl. sumar, verði ein af þeim fáu fegurðardrottningum, sem byrja kvikmyndaferil sinn í Hollywood mjög glæsilega. Ingi Ingrid Goude og James Cagney ríður fagra hefir fengið sitt fyrsta aðalhlutverk í myndinni „Never steal anything small“, og þar leikur hún á móti James Cagney, sem er með henni á myndinni hér að ofan. Þessum liíla plastbát er hægt að koma fyrir með hægu móti á bílþaki, og er því mjög handhægt að taka hann með í skemmtiferðir. Báturinn vegur 28 kg. Verður báturinn til sýnis á bátasýningu, sem innan skamms verður haldin í Lundúnum. Segja framlciðendur, að báturinn sé þannig útbúinn, að hann geti ekki sokkið, þó að leki komi að honum. Þessir litlu plast- bátar eru framleiddir í Englandi, og var fyrsti báturinn seldur kvikmyndastjörnunni Petula Clark, er reynir sjóhæfni hans á myndinni hér að ofan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.