Morgunblaðið - 28.12.1957, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.12.1957, Qupperneq 15
L.augardagur 28. des. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 15 Jafnaðarmenn hafna samstarfi við kommúnista BONN, 27. des. — Jafnaðar- mannaflokkurinn í V-Þýzkalandi vísaði í dag á bug tilmælum a-þýzka kommúnistaflokksins þess efnis, að flokkarnir tveir hæfu samstarf, sem miðaði að því að hindra að kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir í Þýzkalandi. Tilmæli þessi voru send stjórn v-þýzka jafnaðarmannaflokksins bréflega á aðfangadag — og var bréfritarinn enginn annar en Walter Ulbricht. Sagði hann í bréfinu, að æskilegt væri að flokkarnir tveir tækju höndum saman og ýttu undir og efldu kröfur þýzkrar alþýðu um að kjarnorkuvopn yrðu ekki stað- bjóða rúblur hverjum, sem hafa vill KAIRO, 27. des. — Þessa dag- ana er haldin í Kairó ráðstefna sem fulltrúar frá ýmsaim Asíu og Afríkuríkjum auk komm- únistaríkja í Evrópu sækja. Á fundi í dag bauð rússneski fulltrúinn öilum Asíu og Afríku- ríkjum, sem hafa vildu, rúss- neska efnahagsaðstoð skuldbind- ingalaust. Sagði hann, að Banda- ríkjamenn hefðu boðið ýmsum rikjum aðstoð, en skilyrðið hefði jafnan verið þátttaka í árásar- bandalögum Bandaríkjamanna. Sýrlenzki fulltrúinn bar jafn- framt fram tillögu þess efnis á þinginu, að öll lönd, sem gert hefðu samninga við lýðræðis- löndin um olíuvinnslu, segðu samningum upp þegar í stað og öll arðbær mikilvæg fyrirtæki yrðu þjóðnýtt. Ráðstefnunni barst kveðja frá Voroshilov þar sem hann hvatti til nánara samstarfs við Ráð- stjórnarríkin, efnahagslega og menningarlega. Rætt var og um hvort hag kvæmt mundi að koma á fót iðn aðarbandalagi Asíu og Afríku- ríkja svo og tollabandalagi til þess að vega upp á móti væntan- legu markaðsbandalagi Evrópu. sett I Þýzkalandi. Talsmaður v-þýzka jafnaðarmannaflokksins sagði í kvöld 1 svari sínu, að kröfurnar væru þegar háværar og það mundi einungis skaða málstaðinn, ef hinu ósvífna til- boði Ulbrichts yrði tekið. Þess- ar kröfur okkar munu að lokum sigra, enda þótt Ulbricht reyni að lóta líta svo út, sem hann sé talsmaður þess fólks, sem kröf- urnar ber fram — og hann reyni að notfæra sér þetta sem efni í „sameiginlega hagsmuni“ sagði v-þýzki jafnaðarmaðurinn. Ég þakka innilega öllum vinum og vandamönnum, sem heimsóttu mig eða glöddu mig með gjöfum og heillaskeyt- um á sjötugsafmæli mínu 26. desember sL Guð blessi ykkur öll. Tómas Guðmundsson frá Stað í Grunnavík. PILTAR % EF ÞlO EICIÐ UNMUSTUNA /f/ ÞA Á ÉG HRINCrANA //V/ Aför/Jn tís/M//MfcÍon\ vrétft S ■ Hafnarfj’örður Herbergi og eldhús óskast sem fyrst. Tvö í heimili. - Uppl. i síma 50135. — Þýzk guðsþjónusfa ÞÝZK guðsþjónusta verður flutt í Dómkirkjunni á morgun (sunnu dag) kl. 2 e.h. Sr. Jón Auðuns, dómprófastur, prédikar og annast altarisþjónustu. Dómkórinn syng- ur undir stjórn dr. Páls ísólfs- sonar. Öllum er að sjálfsögðu heimill aðgangur. — Á Akureyri Frh. af bls. 2. útgerðin myndi hafa náð saman endum, ef aflamagn hefði verið jafn mikið og gert var róð fyrir í rekstrargrundvelli rikisstjórn- arinnar um s. 1. áramót. Helgi sagði að takast myndi að koma togara þeim, sem hér liggur nú bundinn, út annað kvöld. Hins vegar væri allt óvíst um hvernig hægt yrði að koma næstu skip- um á vpiðar. Þá gat hann þess að álit rannsóknarnefndar myndi liggja fyrir um áramótin og myndi að langmestu leyti sam- komulag um álitið meðal nefnd- armanna. Jón Sólnes (Sj) og Stefán Reykjalín (F) bentu á að nauðsyn væri að fyrir lægju ákveðnar tillögur frá stjórn Ú. A áður en mál þetta yrði tekið til frekari umræðu innan bæjar- stjórnarinnar. Nokkrar frekari fyrirspurnir voru gerðar varð- andi nokkur atriði fjárhagsáætl- unarinnar. •Samþykkt var till. frá Stein- dóri Steindórssyni og Guðmundi Jörundssyni að halda sérstakan fund um útgerðarfélagsmálin. Upphaflega var í tillögunni að fundur þessi skyldi lokaður, en ákveðið að fresta að taka um það ákvörðun þar til í byrjun þess fundar. Samþykkt var tillaga frá full- trúum allra flokka í bæjarstjórn- inni um að heimila yfirkjörstjórri að hafa tvo kjörstaði í bænum, í Gagnfræðaskólanum og Oddeyr- arskólanum. ★ Ákveðið var að breytingartill. við fjárhagsáætlunina skyldu vera fram komnar fyrir 15. jan. n. k. og síðari umræða verði 21. janúar. —vig. IR JólatréSiaynauur IR fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra verður í Silfur- tunglinu fimmtudaginn 2. janúar kl. 3—6* DANSLEIKUR um kvöldið kl. 9 fyrir IR-inga og gesti þeirra. Mætið stundvíslega. Aðgöngumiðapantanir í Silfurtunglinu mánudaginn 30. desember kl. 10—4. STJÓRN ÍR. Silfurtungliö Dansleikur í kvöld klukkan 9 Óli Ágústsson og Edda Bernhards syngja með hljómsveitinni. Aðgöngumiðar seldir eftir klukkan 5. Útvegum skemmtikrafta, símar 19611, 19965 og 11387. Góðtemplarahúsið Jólatrésskcmmtun í húsinu klukkan 2,30. Nokkrir miðar við innganginn. ÖIl börn velkomin. Ungfemplararáð SparisJóðsdeiEd vor verður lokuð dagana 30. o;» 3 n.k. vegna vaxtaútreiknings. Verzlunarsparisjóðurinn Búnaðarbanki Isiands verður lokaður 2. janúar 1958. Víxlair, sem falla 30. des. 1957 verða að greiðast fyrir áramót, ella verða þeór afsagðir. Búnaðarbanki Islands Hjartans þakkir til barna minna og barnabarna, skyld- fólks og vina sem glöddu mig með gjöfum á 75 ára afmæli mínu 22. þ.m. Guð blessi ykkur öll. María Guðniundsdóttir. Forstöðumanni Áhaldahúss Reykjavíkurbæjar og starfs liði hans, þakka ég höfðinglegar gjafir á 70 ára afmæli mínu 22. des. sl. Einnig systkinum mínum, börnum, tengda- börnum og barnabörnum. Ragnar Guðmundsson, Ásvallagötu 40. tss GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, húsfreyja að Vallá, Kjalarnesi lézt í Landsspítalanum 26. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. Móðir okkar og tengdamóðir JÓNFRÍÐUR HELGADÓTTIR, Grettisgötu 31, andaðist í Landakotsspítala á jóladag. Inga Gestsdóttir, Bjarni Gestsson, Ásta Gestsdóttir, Helena Gestsdóttir, Gústaf Gestsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir. Fósturfaðir minn, bróðir og frændi JÓN ÓLAFSSON, Króksfjarðarnesi, andaðist á heimili sínu á jóladag. Haukur Friðriksson, Bjarney Ólafsdóttir, Ólafur E. Ólafsson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir GUÐJÓN KR. JÓNSSON, Nýlendugötu 22, andaðist á Landakotsspítala 26. þ. m. Ágústa Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Útför eiginmanns míns og sonar okkar GUNNARS HLÍÐAR, stöðvarstjóra í Borgai’nesi, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. desember kl. 11 árdegis. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Ingunn H. Hlíðar. Guðrún og Sigurður E. Hlíðar. Minningarathöfn um móður mína SIGRIÐI HALLDORSDÖTTUR frá ísafirði, sem lézt 17. þ.m. fer fram í Fossvogskapellu, mánudaginn 30. þ.m. kl. 1.30 e.h. Jarðsett verður á Patreksfirði. Sigríður Guðjónsdóttir. JAKOB STEFÁNSSON Brekkugötu 13, Akureyri, sem andaðist 16. desember var jarðsettur 21. desember. Friðrik Jalcobsson, Lilly Jakobsson, Ingibjörg Friðriksdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim mörgu, fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengdaföður JÓNS JÓHANNESSONAR bifreiðarstjóra, Laugateig 17. — Sérstaklega þökkum við Bifreiðastjórafélaginu Þrótti, fyrir góða aðstoð og hlut- tekningu. Anna Benediktsdóttir, Sæmundur R. Jónsson, Loftur H. Jónsson, Hrafnhildur Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.