Morgunblaðið - 03.01.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1958, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. jan. 1958. MORGUNBLAÐIÐ 13 Norrœnf Ijóstœknimóf í SEPTEMBER s.l. var haldið norrænt Ijóstæknimót í Stokk- hólmi, hið fimmta í röðinni. ís- land tók nú í fyrsta sinn þátt í slíku móti, en Ljóstæknifélag ís- lands var stofnað árið 1954. Þátttakendur í mótinu voru um 150. íslenzku þátttakendurnir voru 3: Kristinn Guðjónsson, forstjóri, Gísli Jónsson, verkfr. og Aðal- steinn Gujohnsen, verkfr. Erindi vi ru þessi: „Lamparnir og umhverfi vort“: Lisa Johansson-Pape, innanhús- arkitekt Finnlandi. „Þróun ijós^ gjafanna“: Georg Weber, prófess- or, Danmörk. „Ljós og litir i iðn- aði“: Eivind Hellern, arkitekt, Noregi. „Lýsing á íslandi“: Aðal- steinn Guðjohnsen, verkfr., ís- land. „Góð lýsing í umferðinni“: Ivar Folcker, verkfr., Svíþjóð. I íslenzka erindinu var skýrt frá ástandi í lýsingarmálum hér á landi og rætt um verkefni Ljós- tæknifélags íslands. Sýndar voru skuggamyndir af lýsingu á ýms- um stöðum í Reykjavík, svo sem í nokkrum verzlunum, skólum, einu heimili, svo og nokkrar myndir af götulýsingu. I finnska erindinu var rætt um mikilvægi Ijóssins í að skapa viðeigandi umhverfi, svo og um nauðsyn á meiri samvinnu mill: arkitekts, lýsingarverkfræðings, byggingameistara og þess sem „skapar“ (hannar) lampabúnað- inn. Einnig var rætt um gerð lampabúnaðar og varað við ýms- um þeim fáránlegu gerðum, sem fram hafa komið í seinni tíð, svo sem margarma Ijósakrónur með berum glólömpum. Fyrirlesari óskaði þess, að bráðlega verði efnt til norrænnar Ijóstæknisýn- ingar, enda 30 ár síðan sýningin „Ljósið í þjónustu mannsins" var haldin. Miklar umræður urðu um er- indi þetta. Ýmsir gagnrýndu arkitekta fyrir að vanrækja þátt lýsingar í byggingum og fyrir áhugaleysi á sviði lýsingar. Við athugun kom í Ijós, að meðal bátt takenda voru aðeins fjórir arki- tektar, þar af fluttu tveir erinai. í danska erindinu var rakin saga ljósgjafanna, annarra en gló lampa, og sýnd sýnishorn af öll um helztu gerðum þeirra. E.ætt var um þær nýjar gerðir ljós- gjafa, sem líklegastar eru til að ná útbreiðslu í framtíðmni. Er- indi þetta var hið fróðlegasta. í norska erindinu var rætt um nauðsyn á að undirbúa og skipu- leggja lýsingu (bæði dagsljós og rafljós) og litaval í iðnaðarbygg ingum. Áherzla var lögð á, að þeir sem skipulegðu iðnaðar- byggingar, t.d. verksmiðjur, hefðu ætíð heildina í huga. Þetta taldi fyrirlesari gera miklar kröf- ur til samstarfs milli eigenda, arkitekts ráðgefandi aðila og byggingameistara. Hann sýndi ýmsar myndir og útskýrði nýj- ustu gerðir verksmiðja með til- liti til sem beztrar dagslýsingar. f Englandi hefur Building Res- earch Station gert ýtarlegar rann sóknir á því hvernig dagsljós sé bezt hagnýtt í verksmiðjum, sjúkrahúsum og skólum. Norð- menn hyggjast færa sér þessa reynslu í nyt í nýrri verksmiðju- byggingu í Noregi. Fyrirlesari lagði áherzlu á, að lýsingu og litaval yrði að skipuleggja sam- an. í Englandi hefur verið gefinn út „standard" um liti í iðnaði, og verður fróðlegt að fylgjast með nytsemi hans. í sænska erindinu var lögð áherzla á þá staðreynd, að götu- lýsing umferðargatna skal vera þannig gerð, að góð sjónskilyrði séu á svæði innan ca. 300 m frá ökutæki, enda gert ráð fyrir að bifreiðir aki með „parkljósum" eingöngu. Þetta atriði er mikil- vægt. Fræðilegar athuganir sýna, að lægri aðalljós bifreiðar trufla ca. 30 sinnum meira en flestar tegundir götulampa í 8 m hæð. Umferðarlög þurfa að mæla svo fyrir, að á sæmilega lýstum göt- um sé óheimilt að aka með öðrum ljósum en „parkijósum". Bæði blinda aðalljósin og vinna gegn götulýsingunni. (Götulýsing er miðuð við það, að hindranir komi fram sem dökkir skuggar á ljós- um vegfleti. Bílljósin lýsa hindr- unina upp, svo að hún sker sig ver úr umhverfinu). Fyrirlesari greindi frá ýmsum alnugunum, sem gerðar voru á götum í Stokk hólmi og sýndi myndir. Þá ræddi hann kosti og ókosti hinna ýmsu lampa til götulýsingar. Auk þessara erinda, skoðuðu mótsgestir ýmsa staði í Stokk- hólmi, m.a. lýsingu í skrifstofum, sjúkrahúsi og á götum. íslenzku þátttakendurnir eru mjög ánægðir með ferðina. Nor- ræn ljóstæknimót eru haldin fjórða hvert ár. Næsta mót verð ur að öllum líkindum haldið Helsingfors árið 1961. Frá Ljóstæknifélagi íslands Tjarnargötu 12, Reykjavík. ScilKakolllllI, Hjálpræðisherinn í lcvöld kl. 20,30: .Tólafagnaður hjálparflokksins. — Laugardag kl. 20,30: Jólatréshátíð fyrir al- menning. — Málflutningsskrifstofa Einar Ö. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Gudmuiidur Pciursson Aðaistrœti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. Vanan háseta vantar strax á m.s. Flókaklett frá Hafrr arfirði, sem stundar veiðar með ýsunet. — Uppl. í síma 50165. Unglinga vantar til hlaðburðar við Sörlask jól IFreyiucfötu Grenimel HávaElagötii Fjólugötu Tunguveg Gergstaöastræti Flókagötu Barmahlíð AðaSstræti Hverfisgötu i Skúlagötu Lindargötu Sími 2-24-80 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS Sala miða hefur aldrei verið meiri en árið 1957. Hefur ]iví verið ákveðið að fjölga númerum á næsta ári um 5.000, upp í 4S9Ö00 Eftir sem áður hlýtur fjórða hvert númer vinn- ing og verða vinningairnir samtals 11,250 Nú er bví aftur hægt að kaupa raðir af hálfum og heilu m miðum, en það færist nú ört í vöxt að menn kaupi raðir af miðum, þar sem það eykur vinningslíkurnar. Dregið verður í 1. flokki þann 15. janúar. Vinningar á árinu: 2 á 500.000.00 kr. 11 á 100.000.00 — 12 á 50.000.00 — 71 á 10.000.00 — 139 á 5.000.00 — 11.015 á 1.000.00 — Endurnýjið strax til að forðast biðraðir seinustu dagana. Samtals 15120,000,00 Verð miðanna er óbreytt: 1/1 miði 40.00 kr. á mánuði 1/2 miði 20.00 kr. á mánuði 1/4 miði 10.00 kr. á mánuði Umboðsmenn í Reykjavík: Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10, sími 19030. Elís Jónsson, Kirkjuteig 5, sími 34970. Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557. Guðrún Ólafsdóttir, Bankastræti 11, sími 13359. Helgi Sívertsen, Vesturveri, sími 13582. Jón St. Arnórsson, Bankastræti 11, sími 13359. Þórey Bjarnadóttir, Ritfangadeild tsafoldar, Bankastr. 8, sími 13048. Umboðsmenn í Hafnarfirði: Valdimar Long, Strandgötu 39, sími 50288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandgötu 41, sími 5031«, Umboðið í Kópavogi: Verziunin Miðstöð, Digranesvegi 2, simi 10480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.