Morgunblaðið - 03.01.1958, Blaðsíða 1
Hlutleysi virðist ekki lengur hugsanlegt í ófriði
og hlutleysi á friðartímum þarf
ekki að tryggja
Nýjársávarp
Góðir íslendingar!
Við hjónin sendum yður öllum,
nær og fjær, innilegar óskir um
gott, farsælt og gleðilegt nýtt
ár og hjartanlegar þakkir fyrir
gamla árið. Við höfum þar margs
að minnast, sem ekki er kostur
á að rekja nánar í s<tuttu ávarpi.
Hins liðna árs verður lengi
minnzt fyrir veðursæid og ár-
gæzku. Þess höfum vér öll notið
í ríkulegum mæli, og búféð fær
í vetur ilmandi töðu og úthey.
Vér höfum þó verið minnt á, að
sjávaraflinn er stopull. En svo
er um allan veiðiskap, og verður
ein vertíðin að bæta aðra upp.
En vissulega geturn vér þakkað
hið góða, gegna ár, mikla atvinnu
og góða afkomu á flestum svið-
um.
Sérstaka þökk vil ég þó flytja
héðan frá Bessastöðum, vegna
umbóta á kirkjunni, til tveggja
ríkisstjórna og hinna mörgu
stuðningsmanna, sem lagt hafa
fé og starf að mörkum, svo hún
yrði samboðin staðnum og því
heilaga verkefni, sem kirkjur
þjóna. Það stenzt nokkurn veg-
inn á, sem ráðgert var í upphafi,
að kostnaður hefur verið greidd-
ur til helminga af frjálsum fram-
lögum og ríkissjóði. Og þó er
álitleg fjárhæð frá Vestur-fs-
lendingum, sem heimsótt hafa
staðinn, geymd til framkvæmda
á þessu ári, og sendi ég þeim
beztu nýjárskveðju og þökk fyr-
ir óbrigðula þjóðrækni. En höfuð
atriðum er lokið, gluggaskreyt-
ingu og hinu nýja altari.
Ég vil og minnast heimsókna
okkar hjóna í nokkur héruð á
síðastliðnu sumri og þakka ágæt-
ar viðtökur. Sumarblíðan lék við
okkur, hlýít viðmót gerir manni
gott, og ánægjuefni, að allir eru
íslendingar, án tillits til flokka-
skiptingar, við þau tækifæri.
Þegar að er gáð, þá eiga ís-
lendingar margar slíkar stundir,
lausar við dægurþras og rig. Nú
eigum við eftir að heimsækja ein
fjögur lögsagnarumdæmi. Sú
forseta íslands
heildarmynd af landi og þjóð,
sem vex í huganum, er ærið um-
talsefni, en það geymi ég mér,
þar til yfirreið er lokið.
Ég vil ekki heldur láta hjá
Ásgeir Ásgeirsson
líða að minnast opinberra heim-
sókna erlendra þjóðhöfðingja.
Heimsókn Friðriks IX Dana-
konungs og Ingiríðar drottning-
ar í fyrra, var sögulegur atburð-
ur. Slík heimsókn konungs, sem
áður var vor eiginn krónprins,
mun vera nokkuð fágæt í sög-
unni, ef ekki einsdæmi, og báð-
um þjóðunum, Dönum og ís-
lendingum, til heiðurs og sóma.
Það munu allir hér á landi minn-
ast konungshjónanna með hlýj-
um hug og virðingu, og konung- f
ur hefur við síðustu samfundi,
látið í ljósi við mig mikla ánægju
yfir komunni og hrifning, og
Framh. á bls. 14
Foot ræðir við
Makaríos?
LUNDÚNUM, 2. jan. (Reuter) —
— Macmillan, forsætisráðherra
Bretlands, ræddi í dag við land
stjóra Breta á Kýpur, Sir Huge
Foot, um framtíð eyjarinnar.
Meðal viðstaddra var Selwyn
Lloyd, utanríkisráðherra. — Foot
tók við landstjóraembættinu 3.
des. sl. Hann flaug í gær til Lund
úna og kveðst gera ráð fyrir að
dveljast þar í tíu daga.
Sennilegt þykir, að Foot verði
falið að halda til Aþenu og ræða
þar við Makaríos erkibiskup um
framtíð eyjarinnar og skilyrði
þau, sem brezka stjórnin setur
fyrir því, að biskupinn fái að
halda heim til Kýpur aftur.
Hansen fer fil Grænlands
KAUPMANNAHÖFN, 2. jan. —
H. C. Hansen, forsætisráðherra
Dana, skýrði frá því í nýjárs-
ræðu sinni, að hann mundi heim
sækja Grænland á fyrra helmingi
ársins 1958. Kvaðst forsætisráð-
herrann hlakka til að kynnast
Grænlandi og Grænlendingum.
D-listinn
REYKVÍKINGAR!
Listi Sjálfstæðismanna
við bæjarstjórnarkosning
arnar 26. janúar er D-list-
inn. Athugið hvort þér
eruð á kjörskrá. Kæru-
frestur rennur út á sunnu
dagskvöld.
Hvor verður á undan til Suður-
pólsins, dr. Fuch eða Hillary?
Lundúnum, 2. jan.
KAPPHLAUPIÐ til Suður-
pólsins, milli Hillarys og dr.
Vivian Fuchs, er nú að ljúka,
og verður ekki annað séð en
Nýsjálendingurinn og félagar
hans muni bera sigur úr být-
um. Báðir leiðangrarnir hafa
hreppt slæm veður og orðið
að yfirstíga allmargar hindr-
anir, sem á vegi þeirra hafa
orðið, en leiðangur dr. Fuchs
hefur orðið að glíma við
miklu erfiðara landslag, há
fjöll og jökulsprnugur, síðasta
áfangann.
Brezki leiðangursstjórinn (dr.
Fuch) hefur símað eftir sex daga
þögn, að hann og menn hans
ættu 300 mílna leið eftir, en sam-
tímis hefur Hillaiy tJlkynnt, að
leiðangur nar.s ætti aðeins eftir
70 mílur. Þeir félagar eiga þó
við mikla erfiðleika að etja —
hvorttveggja er að þeir eru að
verða benzínlausir og að trakt-
orarnir festast í snjónum og láta
illa að stjórn. Segir Hillary, að
þeir félagara séu reiðubúnir að
skilja þá eftir og ganga síðustu
mílurnar til Pólsins, ef nauðsyn
krefur. Dr. Fuch hefur yfir að
ráða öflugum skriðbílum og
mundi láta nærri, að leiðangrarn-
ir stæðu jafnt að vígi,
ef Hillary og félagar hans verða
að fara fótgangandi. — Hillary
sendi eftirfarandi skeyti í dag:
— Við höfum aðeins fjögur föt
af benzíni eftir og ætti það að
nægja, en ef nauðsyn krefur
skiljum við traktorana eftir. —
Hásléttan, sem þeir fara nú yfir
er um 11 þús. fet á hæð. Loftið
er mjög þunnt, mennirnir lerk-
aðir og vélarnar eyða meira elds-
neyti en ella.
Þá má geta þess, að þriggja
manna norskur leiðangur er einn
ig á leiðinni til Pólsins. Hann er
undir stjórn dr. Sigurds Helles.
í dag barst skeyti frá leiðangr-
inum þess efnis að honum sæktist
ferðin illa. Gætu þeir félagar
ekki haldið áfram nema um næt-
ur og hefði það slæm áhrif á
hundana. Þeir komast ekki nema
5—6 kílómetra á sólarhring. —
Þess má geta, að sums staðar á
Suðurskautslandinu er 60 stiga
frost.
Sjómenn í Keflavík o
Vestmannaeyjum fella sam
komulagið um fiskverðið
Fárániegí sjáEfshól Lúðvíks Jósefssonar
ÞAÐ MUN almenn skoðun að aldrei hafi jafnótímabært hól birzt
um íslenzkan ráðherra eins og „Þjóðviljinn“ birti um Lúðvik
Jósefsson á gamlársdag. Var því þar lýst, að sjávarútvegsmála-
ráðherra hefði unnið það frábæra afrek að „semja um alla þætti
útflutningsframleiðslunnar fyrir áramót“ og tryggja þar með óslit-
inn rekstur atvinnutækja sjávarútvegsins allt frá áramótum.
Ósamið við togarana
Sannleikurinn í málinu er hins
vegar sá, að ennþá er algerlega
ósamið við togaraútgerðina um
rekstur togaranna á þessu ári.
En rekstrarhalli þeirra hefur
aukizt stórkostlega á sl. ári, m. a.
vegna vaxandi verðbólgu og dýr-
tíðar í landinu. Er nú svo komið
að við borð ldggur að sumir tog-
aranna stöðvist og valdi þar með
miklu atvinnutjóni í ýmsum
byggðarlögum. Þrátt fyrir þessa
staðreynd hefur sjávarútvegs-
málaráðherra kommúnista varla
talið það ómaksins vert að ræða
við togaraútgerðina um vandræði
Framhald á bls. 2.
Við hvað eru Rússar hræddir !
BERLÍN, 2. jan. — Rússnesk-1
ir hermenn tóku sér stöðu á
götum Austur-Berlínar í dag
og við markalínuna milli
borgarhlutanna. Voru þeir
allir með alvæpni, margir
með vélbyssur. Þetta er í
fyrsta skipti, sem Rússar eru
þannig útbúnir síðan í upp-
reisninni 1953. Ekki er vitað
um ástæðuna, en fréttamenn
segja, að hún sé sú, að rúss-
nesk hernaðaryfirvöld hafi
komizt að því, að hópar rúss-
neskra hermanna hafi á prjón
unum að flýja til Vestur-
Berlínar og vilji yfirmenn
Rauða hersins fyrir alla muni
koma í veg fyrir, að þeim tak-
ist það. Hefur þessi viðbúnað-
ur Rússa vakið mikla athygli
í Þýzkalandi.
Rokovssovskí varalandvarnaráðherra
Rússlands
MOSKVU, 2. jan. — Rokossovski
marskálkur, sem undanfarið hef
ur verið yfirmaður Rauða hers-
ins í Trans-Kákasíu, hefur verið
skipaður aðstoðarlandvarnaráð-
herra Sovétríkjanna. — Mar-
skálkurinn var sendur til Káka-
síu, þegar sem verst horfði um
friðsamlega lausn deilumála
Tyrklands og Sýrlands. — Áður
hafði hann verið landvarnaráð-
herra Póllands og yfirmaður
rauðu herjanna þar, en var rek-
inn úr landi, þegar Gomúlka tók
við. Loks má geta þess, að síðar
varð liann aðstoðarlandvarnaráð
herra Sovétríkjanna og hefur nú
endurheimt þá stöðu.
Uppreisn í Venesn-
ela bæld niður
WASHINGTON, 2. jan. — Setu-
liðið í bænum Maracay í Venesú
ela gerði uppreisuavtilraun í
gærkvöldi, en hún hafði verið
bæld niður í kvöld. Maracay er
um 80 km. frá höfuðborginni
Caracas.
Hersveitir stjórnarinnar héldu
þegar í stað á vettvang og mættu
lítilli mótspyrnu í Maracay. —
Flestir uppreisnarmanna voru
teknir höndum, en foringjarnir
flýðu úr landi. — Forseti lands-
ins er Marcos Jiminez.
Voru neyddir til
að lenda í Albaníu
LUNDÚNUM, 2. jan. — Á gaml-
árskvöld neyddu albanskar orr-
ustuþotur brezka Skymasterflug
vél til að nauðlenda í Albaníu.
— Brezka stjórnin hefur beöið
franska sendiráðið í Tírana, höf-
uðborg landsins, að grcnnslast
fyrir um afdrif flugmannanna,
sem eru sex að tölu. Ekki hafði
Frökkunum tekizt að fá neina
vitneskju um dvalarstað Bret-
anna. — Brezka flugvéiin var á
leiö frá Þýzkalandi til Singa-
pore, þar sem hún átti að taka
hollenzka flóttamenn frá Indó-
nesíu og flytja þá til Hollands.
Fleiri glæpir í
Lundúnum
LUNDÚNUM, 2. jan. (Reuter)
— Scotland Yard hefur tilkynnt,
að allar tegundir glæpa hafi auk
izt í Lundúnum á sl. ári. — Á
árinu voru 38 morð framin í
borginni, eða heldur fleiri en ár-
ið áður og bílaþjófnaðir voru
helmingi fleiri en 1956. — Scot-
land Yard segir enn fremur, að
bæta þurfi við lögregluna um
3500 mönnum og 80 hundum, ef
vel ætti að vera.