Morgunblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 1
45. árgangur.
7. tbl. — Föstudagur 10. janúar 1958.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
20 síður og Lesbók
Ný skret stigin r heilbrigðismálunum
HeilsuverndarstöBin full-
byggð — Bygging bœ$ar-
spífalans framfí&armálið
Heilbrigðiseffirlifið hefir
verið sfóraukib
Samfal vib borgalækni
í GÆR fór tíðindamaður
Morgunblaðsins að hitta borg
arlækni að máli til að spyrja
hann um ýmislegt varðandi
heilbrigðismálin í Reykjavík,
eins og þau horfa við nú og
framkvæmdir í þeim efnum
á undanförnum árum.
Eins og kunnugt er, eru skrif-
stofur borgarlæknis nú í hinni
nýju Heilsuverndarstöð. Er geng-
ið inn í hina glæsilegu suðurálmu
hússins. Þar er hátt til lofts og
vítt til veggja, allt bjart og hreint
eins og hæfir þeirri starfsemi,
sem fram fer í Heilsuverndar-
stöðinni. Eftir að tiðindamaður-
inn hafði rætt nokkuð við Jón
Sigurðsson, borgarlækni, og að-
stoðarmenn hans, varð fljótlega
ljóst, að hér er um svo margþætt
og yfirgripsmikið efni að ræða,
að þvi verða ekki gerð nema
mjög takmörkuð skil í einni
blaðagrein.
Það er tvímælalaust, að á síð-
asta kjörtimabili hefur margt
merkilegt gerzt í heilbrigðismál-
um bæjarins. Þar eru unnin
störf, sem lítið láta yfir sér og
eru ekki öllum kunn, þótt
þau hafi stórkostlega þýðingu
fyrir bæinn.
Hér á eftir fer svo viðtalið við
borgarlækni, þar sem hann gefur
yfirlit um nokkra þætti heii-
brigðismálanna í bænum.
Framh. á bls. 18
Tveir a-þýzkir kennarar flúðu
til V-Berlínar í dag.
★
Japönsk flotadeild kemur í op-
inbera heimsókn til Pearl Har-
bour á næstunni.
Stærsti einstakur áfangi sem náð var í heilbrigðismálunum á síðasta kjörtímabili var að bygg-
ingu Heilsuverndarstöðvarinnar var lokið. Myndin hér að ofan er frá bólusetningu í Heilsuvernd-
arstöðinni gcgn sóttnæmum sjúkdómi. Næsta stórverkefnið er að fullbyggja Bæjarspítalann.
Flöskubréf frá Pamir ?
Fannsf víð Englandssfrönd — Rannsókn
stendur yfir
LUBECK, 9. jan. — Fyrir nokkrum dögum fann brezkur póst-
maður bréf í lokaðri flösku i flæðarmálinu á eyðilegri strönd í
Cronwall. Bréf þetta reyndist vera ritað af einum hásetanna á
þýzka skólaskipinu Pamir, sem fórst í haust, sem kunnugt er —
með 80 manns.
Bréfið var í dag lesið upp fyrir
rannsóknarnefndina, sem skipuð
var til þess að rannsaka ástæð-
ur til þessa hörmulega slyss. í
bréfinu voru yfirmennirnir á
Pamir bornir hinum þyngstu
sökum og sakaðir um leti og van-
rækslu. Sagði m. a., að seglin
hefðu ekki verið rifuð fyrr en í
óefni var komið. Við riefndar-
rannsókn hefur og komið í ljós,
að seglin voru ekki rifuð fyrr
en 90 mín. áður en skipið fórst.
Er bréfið hafði verið lesið upp
stóð formaður nefndarinnar á
fætur og neitaði að taka það
sem fullgilda sönnun. Flaskan
hefði ekki getað rekið til Eng-
lands á þeim tíma, sem liðinn er
frá slysinu, veðráttu hefði verið
þannig háttað á Atlantshafi í
vetur.
Eigendur skipsins hafa höfðað
mál gegn hinum óþekkta bréf-
ritara og rithandarsérfræðingar
AUKABLAÐ af Lesbók fylgir
blaðinu í dag og telst með ár-
ganginum 1957. í því er annáll
desembermánaðar og efnis-
yfirlit. Þeir, sem halda Lesbók
saman geta nú látið binda
þennan árgang.
vinna nú að því að bera saman
rithandarsýnishorn hinna 86, sem
á skipinu voru, við bréfið.
TALSMAÐUK v-þýzka sjávarút-
vegsmálaráðuncytisins skýrði svo
frá í dag, að líklegt væri að bréf-
ið væri falsað. Það væri ekki und
irritað. Veðurfræðingar styðja
og þessa skoðun þar eð þeir segja
ólíklegt að flaskan hafi getað
borizt alla þessa leið eins og vind
um hefur verið háttað á hafinu
í vetur.
Heimsvaldasfefna Rússa ógn-
ar vonum okkar um frið á jörðu
saqði Eisenhower i ræðu sinni i gær ; og voru máiin rædd í uósí þeirra
*■' : staðreynda, að framfarir hafa
WaSHINGTON, 9. janúar. — Eisenhower Bandaríkjaforseti flutti orðið geysimiklar í Ráðstjórnar-
í dag ræðu á Bandaríkjaþingi og gerði grein fyrir ástandi og horf-1 ríkjunum á undanförnum árum
um landsmálanna. Kvað hann bandarisku þjóðina verða að Ieggja — sérstaklega hvað viðvikur
harðar að sér en hingað til, til þess að hægt yrði að ná Ráðstjórnar- framleiðslu eldflauga og gervi-
ríkjunum í framleiðslu langdrægra eldflauga og til allherjar efl- hnatta.
ingar landvarnanna. Kvað hann ekki vera hægt að andmæla því,1 Verkefnið er tvíþætt, sagði
að Bandaríkin stæðu að baki Ráðstjórninni á sumum sviðum eld-' Eisenhower. Fyrst og fremst að
flaugaframleiðslunnar. Þetta bil yrði að brúa og til þess þyrfti að efla orygg! ..°kkar með vopn-
veita aukið fé, fjóra milljarða dollara, til vísinda og hernaðar, um ~ 1 0 ru agl að leS6Ía
. . grundvoll varanlegs fnðar. Þetta
a næs u jar ogum. j tv£þætta markmið er öllu öðru
Alla ræðuna flutti hann á þrem i mikilvægara — og þess vegna
stundarfjórðungum — og að verða fjárlögin helguð því.
henni lokinni risu fréttaritarar
henni lokinni var honum fagnað
ákaft og innilega.
Að langmestu leyti fjallaði ræðan
um varnarmál Bandaríkjanna —
Ræðuna flutti forsetinn í sam-
einuðu þingi og var henni sjón-
varpað og útvarpað um öll Banda
ríkin. Var hann hinn hraustleg-
asti í útliti og 38 sinnum var
hann stöðvaður í ræðunni af
dynjandi lófaklappi þingheims.
Nýtt bréf frá Bulgan'h.
Hermanni Jónassyni afhent bréfið i dag
MOSKVU, 9. jan. — Bulganin
sendi í dag bréf til 19 landa, þ. á.
m. Atlantshafsbandalagsland-
anna. Bréfin hafa verið afhent i
London og Washington — og
verður eitt slíkt afhent í París i
fyrramálið.
I hinu nýja bréfi stingur
Bulganin upp á því að efnt verði
til forsætisráðherrafundar innan
tveggja eða þriggja mánaða, til
þess að ræða hvernig draga megi
úr viðsjám á alþjóðavettvangi.
’ Er þar m. a. lagt til, að á 800
km breiðu svæði beggja vegna
línunnar ,sem skilur kommúnista
ríkin og lýðræðisríkin í Evrópu
verði samið um gagnkvæmt eft-
irlit úr lofti — og eftirlitsstöðv-
ar verði settar upp á mikilvæg-
um samgönguleiðum og í hafn-
arborgum, Forsætisráðherrafund-
inum ætlar Búlganin og að ræða
algert bann við kjarnorkutilraun
um um 2—3 ára skeið — og
vopnlaust belti í Mið-Evrópu.
Tillögunni um að utanrikisráð-
herrarnir undirbúi fundinn er
vísað á bug þar eð Búlganin tel-
ur, að enginn ávinningur yrði
að slíkum fundi. Þá er sú tillaga
gerð, að þennan fund sæki einnig
forsætisráðherrar „hlutlausra“
landa — m. a. Indlands, Afgan-
istan, Austurríkis, Egyptalands,
Svíþjóðar og Júgóslavíu.
Enn hefur bréf Bulganins til
Macmillans ekki verið birt í
heild, en af lauslegum útdrætti,
sem fengizt hefur úr því, er ljóst,
að Bulganin ræðir um hugsan-
legan griðasáttmála austurs og
vesturs — og er hlynntur honum.
1 þessu sambandi spurðist Mbl.
í gærkvöldi fyrir um bréf Búlg-
anins í sendiráffi Sovétríkjanna
hér. Þar fékk blaðið þær upp-
Iýsingar, aff bréfiff myndi berast
hingaff til Reykjavíkur í dag og
sendiherrann afhenda þaff Her-
manni Jónassyni forsætisráff-
herra samdægurs.
o—★—o
Hann kvað Bandarikin eiga í
dag yfir miklum herstyrk aff
ráða. Á þann herstyrk treystum
viff einnig, ef á okkur verffur
ráðizt — og þessum herstyrk
verffum viff aff halda enda þótt
viff verffum aff færa fórnir. En
viff mundum gera mikil mistök,
ef viff liugsuðum og einbeittum
okkur einungis aff hernaðarmál-
unum. Þá mundi öld óttans rísa.
Þaff er hægt aff skilgreina ógn-
unina viff öryggi okkar og von
um friff á jörffu á einfaldan
hátt: Heimsvaldastefna komm-
únismans. En ógnun Ráðstjórn-
arríkjanna er sérstæff í sögunni
vegna þess, að hún nær til allra
— liins smæsta sem hins stærsta.
Okkar barátta verffur fyrir alls-
herjarfriffi. Við megum ekki
vanmeta lierstyrk okkar, en viff
megum heldur ekki ofmeta hann.
o—★—o
Síðan ræddi hann nánar um
herstyrk og varnir. Hann kvað
Bandaríkin nú byggja mest á
langfleygum sprengjuflugvélum,
sem yrði beitt á svipstundu, ef
Framh. á bls. 2