Morgunblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. janúar 1958 MORCUNRT 4 V1P 3 RÆYKJAVIK, HAFNAHFJÖRDUR. NE5KAUP5TAÐUR. AkfcANES Kr. 1540, - Kr. 4160,- kr 4190,- Kr.^560,- Hvoð hefur barna- fjölskylda í útsvar? HVERNIG er búið að barnafjölskyldum varðandi útsvör í Reykjavík annars vegar og í kaupstöðum, þar sem „flokkar hinna vinnandi stétta“ ráða, hins vegar? Tökum dæmi um fjölskyldu, hjón með 5 börn, sem hefur 60 þús. kr. skattskyldar tekjur. Slík fjölskylda greiðir í útsvar: ■9 CT A' ifh dfcítfc * Reykjavík, þar sem Sjálfstæðismenn I34U9UU ráða, /S.'SlKáí dlfl í Hafnarfirði, þar sem kratar og kommún- R uUjUW istar hafa stjórnað, SVESKJUR 80/90 70/80 40/50 og pakkar APPELSÍNUSAFI GRAPE og APPELSÍNUSAFI N iöursuðuvörur: JARÐARBER PERUR PLÓMUR ANANAS FERSKJUR MARMELAÐI ASPARGUS BAKED BEANS TOMATSÚPA MAIONNAISE WORCHESTERSÓSA CJ^ert ^JCriiá tjdnááovi CJo} lij. SÍMAR 11400 4190,00 ! Neskaupstað, þar sem kommúnistar hafa - „„ á Akranesi, undir stjórn Framsóknar, krata 4«JofJ,00 °S kommúnista og þar er nú kosninga- bandalag sömu flokka. Bæjarfélögin, þar sem hinir svokölluðu vinstri flokkar hafa ráðið, leyfa sér að leggja nærri því þrisvar sinnum hærra útsvar á barnaf jölskyldu en gert er í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðismenn hafa meirihluta. Dæmið um útsvör barnafjölskyldunnar er sérstaklega táknrænt og talar sínu máli um það, hvernig Reykjavík, undir forystu Sjálfstæðismanna, leitast við að létta byrðar þeirra, sem erfiðast eiga. Myndin er hins vegar allt önnur ef litið er til bæjarfélaganna, þar sem „vinstri“ flokkarnir hafa ráðið, annað hvort einn eða fleiri. Efstu menn D-listans í Hafnarfirði Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri. Eggert fsaksson, fulltrúi. Páll V. Daníelsson viðskiptafræðingur ’Glín Jósefsdóttir, húsfrú. Valgarð Thoroddsen, rafveitustjóri. Bœrinn okkar SÝNINGIN um skipulagsmál| kl. 2—10 * _^gasal Þjóðminja- Reykjavíkur er opin daglega j safnsins. STAKSTEINAR Yfirgefinn af flestum í aðalfréttagrein brezka blaðs- ins „The Manchester Guardian Weekly“ frá 26. des. s.l. segir fregnritari blaðsins í Washing- ton, Max Freedman, svo í grein skrifaðri 22. des.: „Mr. Dulles er síður en svo í sigurhug eftir komuna til Was- hington frá Atlantshafsráðsfund- inum í París. Eins og vant er lýsir sér hjá honum sjálfsánægjan með eigin gerðir, en einhvern veginn virðist bjarsýni hans vera innan- tóm og tilbúin. Hér trúir nær enginn, sem nýtur verðskuldaðs trausts fyrir dómgreind í alþjóða málum, því, að fundur Atlants- hafsbandalagsins hafi verið eftir- minnilegt kennileiti á leiðinni til friðar. Mr. Dulles er nú van- treyst af mörgum bandamönnum sínum, sem telja, að hann hafi gegn vilja sínum verið rekinn til að samþykkja að hefja að nýju samninga við Rússland. Samtímis liefur Kremlin af yfirlæti sínu látið hann vita, að Rússland muni ekki fallast á að ræða afvopn- un á utanríkisráðherrafundi, þar , sem Mr. Dulles yrði óhjákvæmi- lega aðaltalsmaður hins frjálsa heims.--------er Mr. Dulles yfir gefinn af flestum, í þann mund, sem hann hefur undirbúning að nýrri viðureign við Þjóðþingið, þar sem margir Demokratar hampa gagnrýni sinni á frammi- stöðu hans“. Hermann fv]orir Dulles Eftir að hið mikla frjálslynda brezka blað birti þessa gagnrýni hefur liðskostur Mr. Dulles stórum minnkað, og var t.d. vestanhafs mjög fundið að skýrslugjöf hans af Atlantshafs- ráðsfundinum. Því eftirtektarverðara er, að í útvarpsviðtali sínu á aðfangadag sagði Hermann Jónasson um Parísarfundinn: „Fundurinn er því að minu áliti verulegt skref í friðar- átt“. — Hermann Jónasson flytur hér sem sagt þann boðskap, sem Was hington-fregnritari Manchester Guardian segir að nær enginn, sem njóti verðskuldaðs trausts fyrir dómgreind í alþjóðamálum, trúi. „Minn herra á aungvan vin“ En Framsókn er svo einföld í trú sinni, að Tíminn segir með lineykslun frá þessari lýsingu Halldórs Kiljan Laxness á Banda ríkjaför sinni: „-------hitti ég aldrei neina manneskju eða hóp fólks, sem ræddi af samúð um stefnu Dull- esar. Oft var ég sá eini á neilli samkomu, sem af kurteisisástæð- um reyndi að verja manninn". Bætir Tíminn siðan við: „Það er svo sem ekki að spyrja að kurteisinni í Halldóri. Við lestur þessara orða hlýtur mönn um að koma í hug setningin úr íslandsklukkunni: „Minn herra á aungvan vin“, þótt það hafi verið talað á öðrum og raunverulegri forsendum". Von er að Timanum finnist það ekki „raunveruleg forsenda“ að segja Dulles eiga „aungvan vin“ á meðan Hermann er hon- um trúr og dyggur. Mætti Dullcs launa þá tryggð vel, eftir þá meðferð, sem hann veitti Her- manni, er veitingu samskotaláns ins var frestað, þangað til Her- mann hafði lýst yfir i viðurvist 60 ráðherra — sem votta —, að herinn skyldi ekki að svo stöddu fara frá íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.