Morgunblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 8
6
MORCUNRT 4010
Fðs'fn'flaerur 10. ‘anúar 1958
*
*
Akiuiies cr mikilí útflutningsbær
Hafnargerðin á Akranesi
Ríkisstjórn Ólafs Thors tryggði fram
gang málsins
Meirihluti bœgarsfjórnar reynir að fela
þá, sem lögðu grunávöllinn að verkinu
„Mótið í Moskvu”
Greinar Magnúsar Þórðarsonar
gefnar út sérprentaóar
MIKIÐ hefur að undanförnu ver-
ið rætt og ritað um framkvæmíi-
ir í Akraneskaupstað síðustu ár-
in og ekki nema það bezta um
það að segja, þegar eitthvað er
vel gert og unnið. En þegar saga
er sögð, þarf að segja hana alla.
eða a. m. k. góðan útdrátt úr
henni allt frá byrjun. Maður er
engu nær, ef lesa á sögu, að lesa
aðeins síðustu blaðsíðuna og
sleppa öllu öðru — en þannig
hefur „þrífóturinn" hér á Akra-
nesi sagt frá sínum „afrekum“
um framkvæmdir bæjarins, og þá
einkum og sér í lagi um hafnar-
framkvæmdirnar, sem nú er ný-
hætt við, en þó ólokið. Þeir sýna
bæjarbúum og þeim öðrum, sem
þessum málum eru kunnugir
lítilsvirðingu og vanmeta þeirra
heilbrigðu skynsemi, er þeir bera
það á borð, að allt hafi verið gert
á tveim síðustu árum. Það sér
hver heilvita maður, sem eitt-
hvað hefur kynnt sér þessi mál.
að slíkt er ekki framkvæman-
legt.
Hitt er svo annað mál, að nýj-
um áfanga nefur verið náð
þessum málum og ber að þakka
það öllum þeim er hafa lagt bar
hönd á plóginn — og engan und-
an draga. Því er það, að ég rita
um þetta mál nú fremur öðru
að ég vil leitast við að segja út-
drátt úr allri sögunni frá byrjun
Rifja hana upp fyrir þeim, sem
áður þekktu, en gefa hinum kost
á því að kynnast öllum sannleik-
anum.
Það var áður en Akranes fékk
kaupstaðaréttindi, að hafinn var
fyrsti undirbúningur að þessum
hafnarframkvæmdum. Sá maður
er hafði mestan veg og vanda af
öllum undirbúningi og fram-
kvæmdum fyrst í stað, var Finn-
bogi R. Þorvaldsson, prófessor.
Þá var það, er fyrst var kosið
til bæjarstjórnar hér árið 1942,
að hingað valdist, sem fyrsti
bæjarstjóri, Arnljótur heitinn
Guðmundsson og með honum
kemst stór skriður á málið. —
Haraldur Böðvarsson, sá stór-
huga framfara- og athafnamað-
ur, mun fyrstur hafa vakið máls
á gildi hinna velþekktu kera til
hafnarvirkja og Arnljótur tók
það mál þegar upp.
Fyrir harðfylgi og dugnað þess
ara manna og þeirra Sjálfstæðis-
manna er að baki þeim stóðu,
voru svo keypt til landsins fimm
stór ker í þessu augnamiði. Er
hvert ker um 62.5 m á lengd. —
— Síðar voru keyptar feri-
urnar, sem komið hafa að góð-
um notum, þrátt fyrir annan til-
gang í fyrstu. Með þessu var
lagður sá hornsteinn, sem nú hef-
ur verið byggt upp af. Þá þegar
var fyrsta kerinu sökkt og hafn-
argarðurinn lengdur um það og
nokkru síðar öðru.
Það eru þessi atriði, sem ég
hefi nefnt hér í stórum drátt-
um, er ég tel þau veigamestu
í sögu hafnarinnar, en núver-
andi bæjarstjórnarmeirihluti
sleppir og vill gleyma. Eitt
mikilvægt atriði er þó eftir
en það er hið geysimikla og
ómetanlega starf, sem Pétur
Ottesen hefur innt af hendi í
þrotlausri haráttu fyrir hag og
velferð þessa bæjar, jafnt í
þessum málum sem öðrum.
Verður honum það seint full-
þakkað. Og að lokum í þessu
sambandi: Það sem fyrst og
fremst knúði þessa menn til
hafnarframkvæmdanna nú, og
um leið hjálpaði þeim og tryggði
lán og ábyrgð -íkisins í þessum
málum, var staðsetning og fram-
kvæmdir Sementsverksmiðjunn-
ar á Akranesi. Hafði Ólafur
Thors allan veg og vanda af þess
um málum innan ríkisstjórnar-
innar.
Þetta skal einnig haft í huga,
því ella hefði getað orðið bið á
öllum framkvæmdum.
Óhöndulegir samningar
En nú er komið að síðustu
blaðsíðunni, þ. e. a. s. 1. heftis.
þar sem enn er margt ógert. Um
hana hefur meirihluti bæjar-
stjórnarinnar á Akranesi básún-
að og þanið sig, eins og þar væri
sagan öll, en ýmsu hafa þeir
þó gleymt af henni, eða ekki vilj-
að segja frá því frekar en upp-
hafinu. Þeir hafa aldrei sagt frá
því hversu óhöndulega þeim
fórst við samningagerðina v;ð
hina þýzku verktaka, svo að bæ;
inn hefur stórskaðazt af.
Þeir hafa lítið frá því sagt,
að um áætlaðan kostnað, kr.
9.6 milljónir fyrir allt verkið.
var hægt að semja, en því
höfnuðu þeir og sömdu heldar
um eitt og eitt atriði í einu
Jón Ben. Ásmundsson
jöfnum höndum, svo að nú er
kostnaðurinn kominn upp i
20 milljónir og heildarskuldir
bæjarins orðnar um 60 millj.
Sjálfstæðismenn eiga sjálfsagt
að bera ábyrgð á þessum afglöp-
um, samkvæmt rökfærslu vinstri
manna, en svo mun þó eigi verða,
er að skuldadögum kemur, því
að þá mun þetta ásamt öllum
öðrum þeirra axarsköftum, verða
stór frádráttur í þeirra fáu fram-
kvæmdamálum. Já — úr því að
ég minntist á framkvæmdamal
þeirra, er ekki úr vegi að geta
hér að síðustu lítillega þess eina.
er þeir hafa ávallt unnið fram
úr áætlun, en bað er álagning
útsvara. Árið 1953 voru útsvörin
3,4 millj., samt. 9,5 millj. 1957
og hækka enn á þessu ári, svo að
á valdatíma þessarar bæjar-
stjórnar hafa þau nærri þrefald-
azt. Minna mætti þó gagn gera.
Tími appgjörs -
Þrátt fyrir það, að mun minni
atvinna hefur verið siðasta ár —
og afkomumöguleikar fólksins
eftir því, þá hafa þeir sótt svo
fast að mönnunum með greiðslu
útsvara undanfarin ár, að algjört
einsdæmi mun vera, enda hefur
Framh. á bls. 12
SAMBAND ungra Sjálfstæðii-
manna og Heimdallur, félag
ungra Sjálfstæðismanna í Reykja
vík, hafa nýlega gefið út í bæki-
ingsformi greinar þær um „Mótið
í Moskvu“, er Magnús Þórðarson,
stud. jur. ritaði hér á síðuna í
ágúst og september sl., en þær
vöktu þá þegar mjög mikla at-
hygli víðsvegar um land.
Ástæða er til að fagna því, að
landsmönnum skuli nú gefast
tækifæri til að lesa hina merku
frásögn Magnúsar í heilu lagi,
því í henni felst margvíslegur
lærdómur fyrir þá, er ekki hafa
átt þess kost að kynnast lífi og
högum almennings austan járn-
tjalds af eigin raun.
Kommúnisminn á fallanda fæti
I formála fyrir ritinu er komizt
að orði á þessa leið:
„Það er flestum ljóst, að fræði-
kerfi kommunismans er nú á
fallandi fæti. Fjörutíu árum eftir
að kommúnistar sviku samstarfs-
menn sína í alþýðubyltingunni
miklu 1917 og brutust til valda,
hefur kenning þeirra, svo fögur
sem hún kann að virðast við
fyrstu sýn, reynzt i framkvæma
mesta kúgunarstefna, sem sagan
getur um, og er þá langt til jafn-
að.
í skjóli vopnavalds hefur hinni
kommúnistisku yfirstétt tekizt að
mynda öflugt lögregluríki, sem
með blóðugu ofbeldi hefur undiiv
okað fjölda þjóða. Þótt kommún-
ismanum leiki hugur á að beita
allar þjóðir heims sömu aðferð,
og ógni með því stöðugt hinum
frjálsa heimi, hefur það sem bet-
ur fer enn ekki tekizt vegna ein-
arðrar samstöðu lýðræðisþjóð-
anna í baráttunni við kommún-
ismann. Því ber að harma hina
dæmalausu framkomu núverandi
ráðamanna íslands í utanríkis-
málum þjóðarinnar. Það verður
þungur róður að afmá þann
smánarblett, þegar heiðarlegir
menn hafa aftur fengið forsjá
þeix-ra mála.
^randlaust fólk beitt
blekkingum
Það er alkunna, að kommúnist-
ar beita blekkingum gagnvart
grandlausu fólki og fullnægja
með því trúarþörf margra þeirra
manna, sem leggja þeim lið sitt.
Allir þekkja friðardúfuna sál-
ugu, og eftir lát hennar gripu
kommúnistar til stórkostlegra
cirkushalda í löndum sínum, þar
sem ætlazt er til, að heilbrigð
hugsun saklausra boðsgesta víðs
vegar að úr heiminum kafni í
veizluglaumnum.
Ein slík cirkushátíð var haldin
í Moskvu sl. sumar, og var Magn-
ús Þórðarson stud. jur. meðal
þeirra, sem sóttu það mót.
Greinar þær, sem hér fara á eft,-
ir, ritaði hann í Morgunblaðið
í ágúst og september sl. Vöktu
þessar greinar im Moskvumótið
slíka athygli, að stjórnir Heim-
dallar og SUS töldu rétt að gefa
þær út sérprentaðar. Útgefendur
vona, að lestur þessara greina
megi verða til þess að opna augu
manna enn frekar fyrir hæt.t-
unni af kommúnismanum og
baráttuaðferðum þjóna hans.“
Ritinu „Mótið í Moskvu" hef-
ur að undanförnu verið dreift um
hin ýmsu bæjarhverfi Reykja-
víkur af sjálfboðaliðum og áform
að er að senda það út um byggð-
ir landsins við fyrstu hentug-
leika.
Til minnis fyrir
Akurnesinga
•jlf Sjálfstæðismenn lögðu grundvöllinn að lokaðri
höfn á Akranesi.
'fc Sjálfstæðismenn keyptu kerin, sem gert hafa
hafnargerðina framkvæmanlega.
★ Sjálfstæðismenn keyptu ferjurnar, sem reynzt
hafa ómetanlegar við hafnargerðina á Akranesi.
Sjálfstæðismenn gengu frá samningum Akranes-
bæjar við Sementsverksmiðju ríkisins, en þeir
samningar tryggðu fyrirgreiðslu ríkissjóðs.
Pétur Ottesen hefur manna mest beitt sér fyrir
hafnargerð á Akranesi.
■fc Ríkisstjórn Ólafs Thors veitti ríkisábyrgð fyrir
erlendum lánum til Akraneshafnar.
Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar skuldar Akra-
neshöfn 7 millj. króna.
'A>- Vinstri menn á Akranesi vildu ekki semja um
allt verkið í heild við hina Þýzku verktaka fyrir
kr. 9,6 millj.
Kostnaður er því orðinn rúmar 20 millj. króna
og auk þess er verkið mun minna í smöum en til
stóð í öndverðu.
ýkf Hafnargerð á Akranesi er ekki nærri Iokið.
-y^ Sjálfstæðismenn munu enn sem hingað til hafa
forgöngu um auunar hafnariramkvæmdir á
Akranesi.
1
(
}
I
l
t
&
J
t
t
(
I
I
I
i
J,
f
t
J.
(
1
I
s
I