Morgunblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 6
«5 MORGin\fíT, 4ÐIÐ Fðstudagur 10. Janúar 1958 Átta stofur teknar í notkun í nýja skólanum við Hagatorg Mikid hagræði i jbv/ að fá þetta nýja húsnæði til viðbótar húsakosti Mela- skólans segir skólastjórinn Arngrimur Kristjánsson SL. miðvikudag voru fyrstu átta kennslustofurnar í nýja skólan- um við Hagatorg búnar til notk- unar, og 14 bekkir úr Melaskól- anum fluttir. þangað. í hverjum þessara bekkja eru 25—30 börn. Eru börnin á aldrinum 7—11 ára. Fram á vor heyrir þessi nýi skóli undir Melaskólann. Þar hafa verið alls 64 bekkir í vetur. Skólastjóri Melaskólans Arngrím ur Kristjánsson tjáði blaðinu, að mikið hagræði hefði verið að því að fá þetta nýja húsnæði til við- bótar húsakosti Melaskólans. Við þessa breytingu hefir þrí- setning minnkað til mikilla muna i Melaskólanum, og í þeim átta stofum, sem nú eru tilbúnar í Hagaskólanum, verður eingöngu tvísett, og ein stofa tekin undir kennslu í teikningu og handa- vinnu. Auk þess hefir þetta í för með sér, að þau börn, sem Haga- skólann sækja, geta mætt á miklu hagstæðari tímum en áður, og mun minna verður um, að börnin í sjálfum Melaskólanum þurfi að sækja skóla á óheppileg um tímum, t.d. matmálstímum eða mjög síðla dags. Verður þetta til mikilla þæginda fyrir foreldra og aðstandendur barnanna. ★ Gat skólastjórinn þess, að það hefði reyndar nokkra erfiðleika Hér sést dálítill hópur af börnum úr Melaskólanum ganga inn ganginn í nýja skólahúsinu við Hagatorg, þar sem þau eiga að vera við nám það, sem eftir er vetrar. sRritar ui lífinu „Eðlileg lögmál um fréttir" ELVAKANDI hefur fengið eftirfarandi bréf frá „Fram- sóknarmanni, sem ætlar ekki að kjósa kommúnistalista Fram- sóknar við bæjarstjórnarkosn- ingarnar", eins og hann kemst að orði: Sl. þriðjudag skrifar annar ritstjóri Tímans, Haukur Snorra- son, grein í blað sitt, sem nefnist „Undanhald í ófrægingar- stríðinu". í grein þessari er m. a. fjallað um ferðalag ritstjórans til Bandaríkjanna fyrir nokkrum mánuðum og reynir hann að af- saka það tiltæki sitt að fara til erlendra fréttastofnana og rægja íslenzka starfsbræður sína fyrir það, að þeir skuli voga sér að senda út fréttaskeyti um hið markverðasta, sem gerist hér á landi, og skýra satt og rétt frá reikandi og óljósri stefnu núver- andi ríkisstjórnar i utanríkis- ismálum. Er ritstjórinn sárgram- ur yfir þessu tiltæki, sem von- legt er, enda hafa fréttaskeytin ekki verið samin upp úr Tíman- um einvörðungu, heidur hefur verið vitnað á hlutlausan hátt ? aðrar heimildir, sem fyrir hendi eru. Það er auðvitað hin mesta „ófræging“ í augum Tíma- manna, en þó ættu þeir að geta sætt sig við þessi vinnubrögð, þvi að ekki yrði hlutur þeirra veg- legur á erlendum vettvangi, ef ekkert yrði sent út annað en úr- dráttur úr þeim furðulegu rit- smíðum, sem birzt hafa í Tíman- um um utanríkismál íslands á s.l. 1% ári. Gæti þá verið, að New York Herald Tribune yrði ekki eins hrifið af Timanum og ritstjórar hans vilja vera láta, enda mundu þá útlendingar giöggt sjá, hvílíka klofglennu blaðið hefur tekið, með annan fót í Moskvu en hinn í Washington, eða öllu heldur í ríkiskassanum þar. — í fyrrnefndri grein rit- stjórans er farið hörðum orðuin um það, að fréttamenn póli- tískra blaða skuli hafa á hendi þjónustu við erlendar fréttastof- ur, en því er jafnframt bætt við, að nú verði breyting á, því að „Tíminn gerðist áskrifandi að fréttaþjónustu einnar þessar (svo) stofnunar“. Þar með ætti málið að vera leyst, eða hvenær hefur nokkrum manni dottið í hug, að Tíminn væri pólitískt blað? — Þá talar ritstjónnn um „eðlileg lögmál um fréttir" og skulum við nú athuga það rnál nokkru nánar. Svo skemmtilega vill til, að daginn áður en grein ritstjórans birtist í blaðinu, er prentuð á fjórðu og virðulegustu síðu þess þýðing á greinarkorni í bandaríska tímaritinu Time (frá 30. des. s.l.). í inngangi segir, að meðal blaðamanna á fundi einum með Hagerty blaða- fulltrúa Eeisenhowers hafi verið Art nokkur Buchwald, „sem kunnur er á íslandi fyrir greinar þær, sem hann skrifar fyrir Tím- ann“. Sennilega munar litlu, að hann sé líka kunnur í Bandaríkj- unum fyrir þessar Tíma-greinar sínar, það kemur þá a.m.k. að því. En ástæðan til þess, að vikið er að þessari grein Time, er sú, að hún sýnir vel, hvað Tíminn kallar „eðlileg lögmál um frétt- ir“. Setninguna: „One of Mr. Buchwalds readers said he wrote unadulterated rot“ þýðir Tíminn svo: „Einn af lesendum Buch- walds sagði, að það sem hann skrifaði væri svívirðilegt bull fyr ir stráka“. Nú vita allir sem eitt- hvað kunna í ensku, að una- duiterated merkir ósvikinn, ófals aður, en Tíminn hefur einhvern pata af því, að adult þýðir full- orðinn maður og heldur því, að unadulterated sé strákur. Þarna er víst eitt dæmi um „eðlileg lög- mál um fréttir" og má Tímiun vel við una, því að aUt er þetta í samræmi við þann „ósvikna stráks“-skap, sem einkennt heí- ur utanríkismálaskrif biaðsins. Litlu síðar segir Time: Mr. Buchwald has been known to write adulterated rot, but never to my knowledge has he written unadulterated rot“. Samkvæmt „eðlilegum lögmálum“ Tímans útleggst þetta svo: Buchwald er kunnur fyrir að skrifa svívirði- legt bull fyrir fullorðna, en aldrei stráka“. Nokkru síðar seg- ir Time: „What is Mr. Buchwald eating for lunch?“. Tíminn þýðir: „Hvað ætlar Buchwald að borða í kvöldmat?" Hingað til hefur lunch verið hádegismatur á íslenzku, en það lýtur ekki „eðii- legum íögmálum" Hauks Snorra- sonar og við því er ekkert að gera. Hann má hins vegar hrósa happi yfir því, að hafa aldrei þurft að bjóða Buchwald í lunch, því að sennilega hefði annar hvor þeirra þurft að bíða eftir hinum! — Þetta eru aðeins nokk- ur dæmi um „heiðarlega" blaða- mennsku, tekin á víð og dreif. Sennilega má kalla þessar að- finnslur „ófrægingu" og er þá að taka því. Þó hygg ég, að sú fréttamennska, sem hér hefur verið drepið á, sé hvorki „heiðar- leg“ né „eðlileg" — hún er að- eins eitt: „svívirðilegt bull“. ★ P. S. Það verður skemmtilegt, þegar „unadulterated“ Tímafrétt ir fara að 'streyma út um allan heim undir vörumerkinu: „eðli- leg lögmál um fréttir“! — Myndin sýnir eina kennslustofuna í nýja skólahúsinu við Hagatorg. Á myndinni ásamt börnunum er Tryggvi Tryggva- son, kennari. í för með sér að flytja á miðju kennslumisseri, þar sem stunda- tafla barnanna tæki mjög mikl um breytingum. En ekki væri á- stæða til að telja slíkt eftir, þar sem flutningurinn væri til mjög aukinna þæginda, er allt væri komið í samt lag að honum lokn- um. Kvaðst skólastjóri treysta því, að foreldrar og aðrir aðilar, sem þetta mál varðaði sýndu skiln ing á því, að nokkrar truflanir kynnu að verða á skólastarfinu, meðan verið væri að koma öllu í fastar skorður eltii flutningana. Ýmiss konar starfsemi Haga- SKÓIans, t.d. öll leikfimi, kvik- myndasýningar og annað slíkt, verður eftir sem áður í Melaskól- anum. Á Þetta nýja skólahús, sem ris við Hagatorg, er með mjög svipuðu sniði og Béttarholtskólinn, þ.e. tvær álmur ásamt aðalbyggingu, sem innangengt er í úr álmunum. Hefir nú að mestu verið lokið við álmur byggingarinnar ásamt mið gangi, sem tengir þær saman. Jón G. Jónsson bó Bolnngorvik Minningarorð f DAG kl. 3 fer fram í Dóm- kirkjuuni minningar- og kveðju- athöfn um Jón G. Jónsson frá Bolungarvík. Hann kom hingað til Reykjavíkur rétt fyrir ára- mótin hress og glaður, ásamt konu sinni, til þess að halda há- tíðarnar með dóttur sinni og venzlafólki. Um áramótin kenndi hann nokkurs lasleika og föstu- daginn 3. janúar var hann fluttur á sjúkrahús til rannsóknar. Sunnudagsmorgunin 5. janúar lézt hann á Landakotsspítaia, varð bráðkvaddur rétt áður en gert var ráð fyrir, að hann færi heim til sín. Þegar fregnin um lát Jóns G. barst heim til Bolungarvíkur varð þar almenn sorg. Hann var einn af vinsælustu og beztu mönn um byggðarlagsins. Engan varði, er hann fór að heiman fyrir jól- in að hann mundi ekki koma þangað aftur lifandi. Svo hraust- legur og þróttmikill var þessi tæplega 59 ára gamli maður, sem ávallt var glaður og reifur og reiðubúinn til þess að varpa birtu drengilegrar og traust.rar skap- gerðar á umhverfi sitt og sam- starfsfólk. Jón Guðni Jónsson var fædd- ur að Hanhóli i Bolungarvík 20. janúar árið 1899. Foreldrar hans voru Halldóra Geirmunds- dóttir og Jón Tyrfingsson frá Hóli. Jón ólst upp á Hanhóli en missti föður sinn 12 ára gamall. Átti hann þó heima á Hanhóii fram til tvítugsaldurs. En árið 1920 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Elísabetu Bjarnadótt ur, og reistu þau heimili sitt í Bolungarvík. Hafa þau átt þar heima síðan. Er heimili þeirra meðal fremstu heimila í byggðar laginu. Árið 1933 byggðu þau myndarlegt tveggja hæða stein- hús er þau nefndu Sólberg. Þau Elísabet og Jón eignuðust 7 börn. Eru þau öll á lífi nema einn sonur er andaðist um það bil misserisgamall. Börnin eru þessi: Pétur bóndi í Meirihlíð í Bol- ungarvík, Ingibjörg gift í Reykja vík, Guðmundur járnsmiður á ísafirði. Guðrún Halldóra gift í Reykjavík. Sólberg í foreldrahús um og Karitas námsmær í Sví- þjóð. Öll eru þessi börn mannvæn- legt og dugandi fólk, eins og for- eldrar þess, sem bæði voru eink- ar myndarlegt og geðþekkt fólk. Yfir heimilinu að Sólbergi hvíldi jafnan hressilegur og heiibrigður blær. Jón G. Jónsson stundaði fram- an af ævinni sjómennsku, bæði sem formaður og háseti. Yar hann harðduglegur maður, sem gekk með kappi og dugnaði að hverju starfi. Jafnframt fékkst hann mjög við smíðar enda var hann sérstaklega hagur maður og mátti segja að allt léki í höndum hans. Hann var músíkalskur og félagslyndur og þótti hvarvetna fengur að návist hans. Sl. 22 ár annaðist Jón verk- stjórn og afgreiðslumannsstörf við hraðfrystihús íshúsfélags Bol víkinga, sem hann var meðeig- andi að. í opinberum málum tók hann einnig nokkurn þátt þótt hann væri að eðlisfari hlédrægur mað- ur. Átti hann um skeið sæti í hreppsnefnd og bygginganefnd. Ennfremur átti hann sæti í stjórn hraðfrystihússins. Þessi mæti maður er nú skyndi lega horfinn. Hans er sárt saknað af mörgu fólki, sem naut vináttu hans, hjálpsemi og þeirrar heið- ríkju hugans, sem ávallt fylgdi honum. En mestur harmur er kveðinn að eftirlifandi konu hans, börnum og venzlafólki. Til þeirra streymir hljóðlát samúð, ekki aðeins frá fólkinu heima í Bolungarvík heldur stórum hóp vina og kunningja hér syðra og víðar um land. Vert þú svo kært kvaddur, vin- ur og félagi. Nú liggur leiðin vestur, heim í Bolungarvík, þar sem lífið og hamingjan brostu við þér. Þar verður þú kvaddur hinni hinztu kveðju. En minning- in um góðan dreng lifir áfram. S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.