Morgunblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 12
12 MORGUN BL 4Ð1Ð Föstudagur 10. janúar 1958 Byggingarsamvinnufélag barnakennara tilkynnir Jón J. Maron minning Fyrir dyrum standa eigendaskipti að 5 herbergja íbúð félagsmanns í Kópavogi. Félagsmenn, sem kynnu að vilja neyta forkaups- réttar, gefi sig fram við undirritaðan í síðasta lagi 15. þessa mánaðar. Reykjavík, 8. janúar 1958. Steindór Guðmundsson, Nesveg 10. — Sími 12785. sack kjólar MARKAÐURINN Laugavegi 89 UTSALA í dag hefst útsala hjá okkur. — Meðal ann- ars verða seldar eftirtaldar vörur: Kjólaefni Kvennærföt Kvenblússur Kvenpeysur Slæður og treflair Barnapeysur Gallabuxur á börn og fullorðna Manchettskyrtur Sportskyrtur allskonar Amerískar: dacron manchettskyrtur dacron og bómullar- manchettskyrtur nylon manchettskyrtuir og fleiri vörur — 20—50% afsláttur Ágs. G. Gunnlaugsson & Co Austurstræti 1 f DAG er jarðsettur á Bíldudal Jón J. Maron. Hann fæddist 24. október 1883 í Halakoti á Álfta- nesi í Bessastaðahreppi. Foreldr- ar hans voru Jón Hallgrímsson og kona hans Guðný Jónsdóttir, búandi þar, og síðar í Litlabæ á Álftanesi, Skildingarnesi við Reykjavik og Bakka við Arnar- fjörð. Jón fluttist með foreldrum sín um að Bakka á Arnarfirði árið 1901 og stundaði þar sjómennsku og búskap með föður sínum og bræðrum um tíu ára skeið. Hann kvæntist árið 1904 Margréti Gísladóttur Daníelssonar bónda i Stíflisdal og Guðrúnar Jónsdótt- ur konu hans. Árið 1910 flytur hann ásamt konu sinni frá Bakka að Bíldudal og stundaði þar ýmis störf, var meðal annars verk- stjóri hjá Bildudalsverzlun Hannesar Stephensens og síðar hjá Ágústi Sigurðssyni. Samfara þessum starfa rak hann útgerð í félagi við aðra menn fram til ársins 1938, þá stofnaði hann ásamt bróður sínum, Gísla Jóns- syni fyrrv. alþingismanni, Hluta- félagið Maron og var fram- kvæmdastjóri og stjórnandi þess, þar til það hætti störfum. Jóni og konu hans varð tveggja barna auðið: Jón fæddur 1905 og Guðbjartur fæddur 1910. Tíma- bilið frá árinu 1915 til ársins 1922 var erfitt í ævi Jóns, svo erfitt að meðalmenn hefðu auðveldlega brostið undan því, en með skynsemi og þrótti stóðst Jón það með miklum manndómi. Um þetta leyti missti hann Guð- bjart son sinn 1915, Margréti konu sína 1918 og Jón son sinn 1922. Fjölskyldan hrundi öll nið- ur á rúmum sex árum og þeir sem þekktu til vissu hve honum þótti vænt um hana og hve erfið- ur tími þetta var í lífi hans. Jón kvæntist aftur árið 1922 eftirlifandi konu sinni, Bjarnfríði Sigurðardóttur bónda á Hóli Jónssonar og konu hans Hallfríð- ar Bjarnadóttur. Þessu seinna hjónabandi fylgdi mikil blessun í lífi Jóns. Bjarnfríður átti mik- inn þátt í því að Jón komst yfir sitt erfiða tímabil og stóð sem stólpi við hlið hans í blíðu og stríðu allt til dauða hans. Heim- ili þeirra var annálað fyrir mynd arskap og gestrisni húsmóðurinn ar. Þeim varð ekki barna auðið en hjá þeim ólst upp ein stúlka, Inga Sigurðardóttir gift Jóni G. Jónssyni, hreppstjóra á Bíldudal. Hefur hún verið þeim til mikill- ar gleði í lífinu. Margir minnast þess hversu traustur Jón var gegnum öll þessi ár, enda sýndu sveitungar hans honum mikinn trúnað og velvild og endurgalt hann það traust í ríkum mæli og reyndist ætíð ábyggilegur sem bjarg. BÍLAR teknir til geymslu í ágætt geymslupláss, sími 24 102. Sigurður Sigtryggsson. 4ra herbeigja íbúð óskast til kaups strax. Mikil útborgun. Listhafendur tilgreini við hvaða götu íbúðin er. —• Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt „íbúð — strax — 7918“, fyrir 15. þ.m. Utsala hefst ■ dag Hatta- og Skermabúðin Bankastræti 14 Okkur vantar duglegan söl u ma n n Ásbjorra Ólafsson heildverzlun — Grettisgötu 2a General Mótors bátavél Höfum til sölu eina 150 ha. General Motors báta- dieselvél. Vélin er nýstandsett og í fyrsta flokks ástandi. Vélaverkstæbi Björns og Halldórs Ingólfsstræti il — Sími 2-22-20. — Jón átti þráfaldlega sæti í hreppsnefnd og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.fyrir hérað sitt. Hann var álitinn einn áhrifa- mesti og ötulasti baráttumaður Sjálfstæðisflokksins í héraðinu. Ýmis önnur trúnaðarstörf voru honum falin í hendur, svo sem safnaðarfulltrúi og meðhjálpari í Bíldudalskirkju og einmg var hann umboðsmaður Viðtækja- verzlunar ríkisins á Bíldudal um langt skeið. Of langt væri að telja upp öll þau störf er hann hafði með höndum en öll voru þau vel og dyggilega unnin. Þó skal minnzt örlítið á eitt af hans áhugamálum en það voru félags- mál og studdi hann þau allveru- lega á æviskeiði sínu. Meðal annars hafði hann mikinn óhuga á leiklist og stóð oft að leiksýn- ingum og lék jafnvel sjálfur oft á tíðum. Hann hafði miklar mæt- ur á leiklist og góðum bókum enda bróðir Guðmundar Kamban, eins fremsta skálds íslendinga. Jón átti þrettán systkini, þar af eru aðeins fjögur enn á lífi. Þau eru Guðrún gift í Reykjavík, Borghildur Fanning ljósmóðir, búsett í Danmörku, Loftur, bú- settur í Ameríku og Gísli for- stjóri í Reykjavík. Með Jóni Maron er fallinn í valinn merkismaður. Lífsferill hans mótaðist af atorku, reglu- semi og heiðarleik. Skapferli hans var oft á tíðum þungt og ákveðið en hjartalag hans var milt og aumt mátti hann ekki sjá. Lífið hafði hert hann en jafnframt kennt honum að lifa því í sátt og samlyndi með öðrum og taka ríkan þátt í að vera stoð og stytta þeirra er til hans leituðu í erfiðleikum sínum. Margar eru minningarnar um Jón, frænda minn, og allar eru þær mér ljúfar. Konu hans, fósturdóttur og systkinum auk allra þeirra mörgu vina er hann átti, votta ég innilegustu samúð mína. Haraldur Gíslason. - s. u. s. Framh. af bls. 8 mörg íjölskyldan þurft að berj- ast í bökkum vegna þessara of- sókna bæjaryfirvaldanna. Nú er því kominn tími til uppgjörs við þessa menn. Þess vegna trúi ég því ekki, að óreyndu, góðir Ak- urnesingar, að þið látið ánetjast í þann blekkingavef, sem nú er reynt að spinna um hag og frarp- kvæmdir þessa bæjar, í þeirri von, að við séum svo skyni skroppin að trúa þessum gróu- sögum. Látum það ekki spyrjast um þennan athafnabæ og það at- hafnafólk er hann byggir, að við séum vanmetin á þann hátt. Ilreinsum af okkur slyðru- orðið. Losum okkur við allt glundroðaliðið. Einhuga og samtaka styðjum .yið Sjálf- stæðisflokkinn í kosningunum 26. janúar. Akranesi, 7. jan. 1958. Jón Ben. Asmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.