Morgunblaðið - 16.01.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.1958, Blaðsíða 6
6 MORCV1VBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. janúar 195$ Björgvin Frederiksen’ Ábyrgðarleysi kommúnista hefir lamað atvinnuvegina f UPPHAFI þess kjörtímabils baejarstjórnar, sem nú er að enda, var mikil gróska í atvinnulífi Reykjavíkur, og flestir horfðu vonglaðir fram í tímann, því við áramótin 1954—’55 hafði náðst meira jafnvægi í atvinnu- og efnahagsmálum okkar, en áður um nokkur undanfarin ár. Menn voru því bjartsýnir, og margir réðust í framkvæmdir, þar sem þeir gerðu sér vonir um, að þá- verandi ríkisstjórn mundi takast að rétta við margt það, sem farið hafði úr skorðum í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar á eft irstríðsárunum, meðal annars vegna óeðlilegs hlutfalls milli framboðs og eftirspurnar á vinnu afli, svo og vegna pólitískra verk falla. Örðugleikarnir virtust ætla að verða yfirstíganlegir, án verulegrar skerðingar á lífslcjör- um fólksins. Þau góðu lífskjör, sem þjóðin bjó þá við, verzlunarfrelsi, minnk andi höft og næg atvinna í iðnaði, voru þyrnir í augum kommúnista og torfærur á leið þeirra til yfir- ráða. Þeir gripu því til óþjóð- hollra ráða og „hinnar gömlu og úreitu aðferðar“, eins og forsætis ráðherra kallaði verkföllin í ára- mótaboðskap sínum, og skipu- lögðu eitt skaðlegasta pólitískt verkfall, sem hér hefir verið beitt, og sem öllum mun minnis- stætt frá árinu 1955, verkfall sem vægast sagt ætti hér eftir að kalla „landráðaverkfallið". Með verkfalli þessu hófst í raun og veru sambræðsla vinstri aflanna, sem nú hefir náð fullnustu í því ömurlega stjórnarfari, er nú ríkir í landinu. Engír bera því jafnmikla ábyrgð á því ráðleysi og öng- þveiti, sem nú ríkir í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar. eins og kommúnistar, þótt fleiri eigi þar nokkra sök, með því að láta glepjast til stuðnings við þá. Framsýnir stjórnmálamenn lýð- ræðisflokkanna hafa oftsinnis bent á það með rökum á undan- förnum áratugum, að svo mundi fara, sem orðið er, ef fólkið léti glepjast af kenningum kommún- ista. Það var löngu vitað mál, að hin pólitísku verkföll, sem komm únistar hafa staðið að hvað eftir annað, og nú síðast svo áþreiían- lega árið 1955, hafa ekki verið til þess gerð að bæta kjör fólks- ins í landinu, eða til þess að tryggja blómlegt atvinnu- og efnahagslíf — Nei, þvert á móti. Kommúnistar vinna aðeins að einu settu marki, það er að koma lýðræðisskipulaginu á kné, hvað sem það kostar, því að þeir eru svarnir óvinir lýðræðis og frelsis. Aðferðirnar, sem þeir nota við þessa landráðastarfsemi sína, eru líka margar og þrauthugsaðar, enda ein sérgreinin, sem kennd er í áróðursskólunum austan járntjalds, og okkar fámenna þjóð hefir ekki farið varhluta af afleiðingum hinna kommúnist- isku vinnubragða. Á flestum vinnustöðum er af liðsoddum kommúnista haldið uppi skefja- lausum áróðri gegn fyrirtækjum, sem þessir menn þó vinna hjá, hvort sem það eru fyrirtæki ein- staklinga eða félaga. Alið er á úlfúð, öfund og tortryggni, og lítt skeytt um afkomu fyrirtækjanna, þótt menn hafi framfæri sitt af þeirri atvinnu, sem þau veita. Er þetta alveg gagnstætt því, sem tíðkast í öðrum vestrænum lönd- um, þar sem kommúnistar hafa að mestu tapað fylgi sínu og áhrifum, því þar er unnið að því sem sameiginlegu hagsmunamáli verkamanna og atvinnurekenda að tryggja betri sambúð. betra skipulag og betri afkomu, með meiri arði bæði til hins vinnandi fólks og fyrirtækjanna. Meðan aðrar vestrænar þjóðir hafa sótt markvisst fram á þessari braut, þá hafa kommúnistar hér hvað eftir annað leikið sér að fjöreggi þjóðarinnar, þar sem þeir hafa stofnað til öngþveitis í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar Björgvin Frederiksen með pólitískum verkföllum, sem þeir hafa eingöngu beitt í sínum kommúnistiska tilgangi, til þess að grafa undan lýðræðisskipulagi hins unga íslenzka lýðveldis. Eitt lítið dæmi um það, hve byltingarhneigðin er verðlaunuð í herbúðum kommúnista er þetta: Ingi R. Helgason, bæjarfulltrúi, hefir á þessu síðasta kjörtíma- bili bæjarstjórnar látið eftir sér þann munað, að nota persónu- frelsi sitt til þess að fallast stund um á orðalagsbreytingar meiri hlutans, eða sýna sanngirni undir sumum kringumstæðum. Fyrir þetta refsar flokksforustan lion- um með því að færa hann niður í vonlaust sæti á framboðslistan- um, en ofar kemur inn á listann mikið auglýstur byltingarsinni, yfirliðsforingi úr landráða- verkfallinu 1955, sem kvað vera jafnvígur til munns og handa. Þegar litið er yfir það kjör- tímabil, sem nú er að ljúka, þá má með sanni segja, að þrátt fyrir skefjalausan áróður ein- stakra bæjarfulltrúa minnihluta- flokkanna og núverandi ríkis- stjórnar í garð Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn, þá hefir Sjálf- stæðisflokkurinn unnið mark- visst að stefnumálum sínum á kjörtímabilinu, og þannig staðið við loforð sín, auk þess sem hann hefir tekið upp ýmis ný mál til velferðar fyrir bæjarfélagið, sem allir sanngjarnir borgarar viður- kenna og sjá fyrir sér, hvert sem litið er. Bæjarstjórnin hefir nú sem fyrr reynt af fremsta megni að skapa iðnaðinum í Reykjavík sem hagstæðust starfsskilyrði, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa á þessu tímabili einnig unnið að framgangi margra mikilvægra mála fyrir iðnaðinn. Má þar til dæmis nefna lög um iðnskóla, endurskoðun tollskrárlaganna með tilliti til sérþarfa iðnaðarins, eflingu Iðnlánasjóðs, og byggingu iðnskólahúss í Reykjavík. Bæjarstjórnin hefir á undan- förnum árum stóraukið fjárfram lög úr bæjarsjóði til Iðnskólans í Reykjavík, og hefir þannig veitt iðnaðinum ómetanlegt brautar- gengi. Aftur á móti hefir vinstri stjórnin séð ástæðu til að lækka fjárveitingu til Iðnskólans í Reykjavík, á fjárlögum ársins 1958 niður í kr. 500.000,00 úr kr. 1.000.000,00, sem hafa verið veitt- ar árlega undanfarin ár. Þegar lög um iðnskóla voru til með- ferðar á Alþingi fyrir tveimur árum, þá var helzt á kommúnist- um að skilja, að þeir vildu byggja iðnskóla með verknámsfyrir- komulagi, sem hefði kostað tugi milljóna, auk þess að verða gífur legt fyrirtæki, því eins og gefur að skilja, þá hefði slíkur skóli þurft að sjá nemendum í flestum iðngreinum fyrir nægilegum verkefnum. En athugið, að þegar þetta var, þá voru kommúnistar í stjórnarandstöðu, og þá skiptu miiljónatugir víst engu máli, þeg ar ætlunin var að leggja niður alia meistarakennslu í landinu. Hér er aðeins eitt dæmi um hina ábyrgðarlausu afstöðu kommún- ista. Þegar þeir svo eru komnir í ríkisstjórn, með hinum vinstri flokkunum, þá hentar þeirri ríkis stjórn betur að lækka fjárveit- inguna til Iðnskólans i Reykja- vík um helming, eða niður í kr. 500.000,00. Er þetta og gert skömmu eftir að síðasta Iðnþing samþykkti einróma áskorun til AI þingis og ríkisstjórnarinnar um aukna fjárveitingu til Iðnskólans í Reykjavík, til þess að þar yrði sem fyrst hægt að taka upp fram haldskennslu fyrir iðnaðarmenn, og framkvæma þar með bein fyrirmæli iðnskólalaganna nýju. Það er álit mitt að Sjálfstæðis- mönnum sé bezt trúandi til þess að líta á málefni iðnaðarins af velvilja og skilningi og að þeir séu fúsastir til þess að fylgja þeim til sigurs í þeirri vissu, að þeir séu að handleika þau mál sem tryggja munu að framþróun iðnaðarins í Reykjavík verði eðli leg og í samræmi við þarfir þjóð- arinnar á hverjum tíma til at- vinnuaukningar og velmegunar borgurunum til handa. Ég álít að Sjálfstæðismönnum sé bezt trúandi til þess að tryggja heil- brigða sambúð milli verzlunar, sjávarútvegs og iðnaðar, því að nauðsynlegt er að auka skilning allra sétta á því, að svo bezt verða vandamál vaxandi bæjar- félags leyst á farsælan hátt að stéttirnar skilji og meti gildi hverrar annarrar fyrir bæjarfé- lagið í heild. Sjálfstæðisflokkn- um hefur tekizt allra flokka bezt að samræma velferð og skoðanir borgaranna í blíðu og stríðu. Ég er þeirrar skoðunar, að hið frjálsa framtak einstaklinganna eigi í ríkum mæli að fá'að njóta sín við allar framkvæmdir á sviði atvinnulífsins, því að athafnaþrá frjálsra einstaklinga er sú dýr- mætasta orka, sem íslenzka þjóð- in á. Reykjavík er borg verzlunar, siglinga og iðnaðar, borgararnir hafa af kostgæfni á löngum tíma spunnið afkomendum sínum þetta eftirsótta óslítandi þríband blómlegs atvinnulífs. Reykjavík bíður alltaf upp á ótal möguleika dugandi fólki í öllum stéttum. Undir forustu Sjálfstæðis- manna á æsk* Reykjavíkur fyrir höndum glæsilegt tímabil, sköp- uð hafa verið ótal skilyrði og búið í haginn undir forystu okkar mikilhæfa borgarstjóra. Og hvað á svo að kjósa um 26. janúar. Það á að kjósa um það, hvort í okkar bæjarfélagi eigi áfram að sitja að völdum bæjar- stjórn skipuð víðsýnum, athafna- sömum Sjálfstæðismönnum, mönnum, sem starfa munu í sama anda og þeir mætu Sjálf- stæðismenn, sem um langt árabil hafa átt hugmyndina að öllum helztu framfaramálum bæjarfé- lagsins, þeir menn, sem hafa haft hugrekki og þrautseigju til að hrinda öllum helztu velferðar- Jmálum Reykjavíkur í fram- kvæmd gegn harðvítugri mót- stöðu óvina Reykjavíkur. Það verður kosið um það hvort einstaklingsframtak og vel rekin fyrirtæki í útgerð, verzlun og iðnaði eigi áfram að þróast og dafna hér í bæ öllum bæjarbú- um til hagsældar og ágóða, eða hvort hneppa skuli athafnalífið í kommúnistiska fjötra ríkis- rekstrar og áætlunarbúskapar. Reykvíkingar. Undir yfirstjórn Sjálfstæðismanna munu beztu eiginleikar borgaranna fá að njóta sín í bæjarfélaginu, en hvað tæki hér við, ef rauðu flokkrnir ættu að stjórna bænum? Ein- staklingsframtak og athafnaþrá yrði þeirra fyrsta skotmark og í staðinn kæmi einræði, áætlunar búskapur, fjötrar, ótal nefndir og ráð, fjöregg bæjarfélagsins, fyrir tæki í verzlun, iðnaði og útgerð yrðu ofsótt, lömun og ráðaleysi héldi innreið sina. Þetta vitum við Sjálfstæðismenn allt, en svo halda þessir póltísku prangarar glundroðaflokkana að bæjarbúar séu ekki þroskaðri en svo að hægt sé að segja: „Það er engin hætta góðir Reykvíkingar að lofa okkur að stjórna þó ekki sé nema bara eitt tímabil og ef ykkur líkar það ekki þá skulum við fara aftur“. Þetta er sá lævisi áróður, sem allir Reykvíkingar verða að var- ast. Það verða allir góðir Reyk- víkingar að varast það 26. janúar að láta fjötra dómgreind sína með hinum lævísa blekkingarvef þessara glundroðaflokka um að lofa þeim aðeins að snerta stjórn- artaumana, þar höfum við dýr- keypta reynslu af ríkisstjórninni. Sjálfstæðismenn og konur sýn- ið það í verki 26. janúar að eng- inn flokkanna er þess verðugur að hafa yfirstjórn bæjarmálanna nema Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er búinn að margsanna að honum einum er treystandi til þess að halda áfram mótun Reykjavíkur og skila henni full- komnari og fullkomnari kjör- tímabil eftir kjörtímabil, það er hin víðsýna og eðlilega þróun. Reykvíkingar munið það að 26. janúar getur eitt atkvæði orð- ið meira virði en nokkru sinni fyrr í sögu Reykjavíkur, munið því að síðasta atkvæðið sem kemst í kjörkassann getur ráðið mikilvægum úrslitum. Sjálfstæðismenn og konur göng um öll til baráttu, baráttu fyrir Reykjavík, baráttu fyrir afkom- endur okkar og vini. Sjálfstæðisflokkurinn einn bíð ur upp á mannréttindi, virðingu fyrir eignarrétti, frelsi og bræðra lag allra stétta. sferifar ur , daglega lifinu 1 Bólusetning — og heilbrigði IIELVAKANDI hefur fengið " bréf frá „heimilisföður", sem segist vera nýbúinn að lesa danska blaðið „Information" og hafi lesturinn orðið tilefni til eftirfarandi bréfs: „Þegar hin svonefnda Asíuin- flúenza fór yfir heimsbyggðina eins og eldur í sinu, hófu ýmsar þjóðir framleiðslu á bóluefni við veikinni, m. a. var tiltölulega mikil bóluefnisframleiðsla á Keldum. Af fréttum er ekki ann að að sjá en bólusetning við veik inni hafi gefið góða raun, m. a. er það skoðun dansks læknis, sem „Information“ ræðir við nýiega um veikina. Af skýrslu dr. Björns Sigurðssonar, sem hann flutti í útvarpið í vetur var ekki annað að sjá en búast mætti við svipaðri niðurstöðu hér á landi, þótt fulln aðar skýrslur lægju ekki fyrir um það. í grein danska læknisins kemur fram, að Danir halda áfram bóluefnaframleiðslunni, þvi að svo gæti farið, að veikin kæmi í annarri bylgju, eins og einmitt virðist hafa gerzt í Japan. Dönum finnst því full ástæða til þess að vera vel á verði, búast við hinu versta, því að hið góða skaði ekki. f vetur var okkur tilkynnt, að bóluefnisframleiðsl- unni væri hætt á Keldum, enda væri veikin gengin hjá. Við skul- um vona, að svo sé. En hefði samt ekki verið jafnmikil ástæða fyi'ir okkur og t. d. Dani, að minnast þess, að allur er varinn góður. Ég viðurkenni, að ég er aðeins ómerkilegur leikmaður í þessum efnum og skrifa þessar linur aðeins að gefnu tilefni, þ. e. a. s. vegna greinarinnar í „Information". Ég gæti ímyndað mér, að bóluefnisframieiðslunni hafi verið hætt á Keldum vegna þess að mönnum hafi ekki þótt ástæða til að eyða fé í þetta starf, meðan enginn veit um, hvort veikin er gengin hjá eða ekki. En það er skoðun mín, að við höfum stundum eytt fé í meiri óþarfa og fyrst við höfum tæki- færi til að vera við öllu búin, eigum við þá ekki að grípa það? Annars finnst mér athyglisvert, hversu góða raun þessi bólusetn- ingartilraun gaf og sýnir hún okkur svo ekki verður um villzt, að við eigum góða vísindamenn og ættum að sjá sóma okkar í að veita þeim viðunandi starfsskil- yrði. Að mínu áliti er fjármunum varla betur varið en til vísinda- starfsemi, ekki sízt í læknisfræði. Frumskilyrði hamingju mannsins er heilbrigði. Um það verður varla deilt“. Kaffisalan í Uppsalakjallaranum ÞÁ er hér annað bréf. Það er frá „kaffiþyrstum". Hann segir: „Ég fagna mjög nýju kaffisöl- unni í Uppsalakjallaranum, átti satt að segja ekki von á því að fá ítalskt „expresso" hér heim. Á ferðalögum erlendis hef ég lært að meta þennan ljúffenga drykk, enda er ekki hægt að segja annað en hann stingi all- mjög í stúf við það kaffi sem hér hefur fengizt. Mér finnst Upp- salakjallarinn hinn vistlegasti, já, hann hefur svei mér tekið stakka skiptum. Þarna virðist allt vera eftir nýjustu tízku og fer vel á því. Þó er ég heldur óánægður með tvennt: stólana, sem mér finnst ekki nógu þægilegir og ljósin. Þau eru heldur há, en úr því má bæta með lítilli fyrirhöfn. Annars finnst mér staðurinn hinn viðkunnanlegasti, eins og ég sagði áðan, og skemmtilegt fram lag til bæjarlifsins, ef svo mætti segja“. Góðir gestir heim- sækja Hrafnistu SÍÐAN Hrafnista „DAS“ tök til starfa, hefir margan góðan gest að garði borið. Þeir prestarnir séra Óskar Þorláksson, Garðar Svavarsson, Jakob Jónsson og Emil Björnsson hafa heimsótt og haldið guðsþjónustur fyrir heim- ilisfólkið. Nú um áramótin heim- sóttu þeir listamennirnir Sigfús Halldórsson og Ævar Kvaran heimilið og skemmtu með upp- iestrí, söng og hljóðfæraslætti. — Öilum þessum ágætismönnum þakka Hrafnistubúar heimsókn- ina og óska þeim gleðilegs nýj- árs. Þá hafa Hrafnistu borizt ný- lega eftirfarandi gjafir: Frá dán- arbúi Einars Þorsteinssonar skip stjóra kr. 15.000.00 til herbergis með nafni Einars. Frá Júliusu Júliníussyni skipstjóra kr.10.000.- með ósk um herbergisnafn og að Miðfirðingar njóti þar forgangs- réttar. Frá A. G. Gilchrist sendi- herra kr. 200.00. Frá Guðmundi Guðmundssyni, rafvirkjameist- ara kr. 200.00. — Öllu þessu fólki þakka ég fyrir hönd Hrafnistu, ást og umhyggju heimilinu til handa. Sigurjón Einarsson, forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.