Morgunblaðið - 16.01.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. janúar 1958
MORGVN B 7. ÁÐ1Ð
9
notað að yfirskini til að fá stuðn ; að vinna störf, sem Dagsbrúnar-
lýÖrœðissinnaöir verkamenn sameinast
gegn kommúnistam
Raddir nokkurra verkamanna um
Dagsbrúnarkosningarnar á laugardag
og sunnudag
Á LAUGARDAG OG SDNNUDAG fara fram kosningar í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún, og hafa lýSræðissinnar, hvar í flokki
sem þeir standa, sameinazt um einn lista, B-listann, í því skyni
aS ná stjórn félagsins úr höndum hommúnista. Óánægjan meS
stjórn kommúnista í Dagsbrún hefur aldrei veriS eins mikil og
nú. Kommúnistar eiga nú fuiltrúa i ríkisstjórn og ættu því aS
hafa aSstöSu til aS bæta hag verkamanna meS ýmsu móti. ÞaS
kemur hins vegar fljótlega í ljós, þegar rætt er viS Dagsbrúnar-
menn, að þeir telja kommúnista hafa svikið flest sín loforS.
MorgunblaSiS hefur snúiS sér til nokkurra Dagsbrúnarmanna
og lagt fyrir þá spurninguna; „Hvers vegna kýst þú lista lýS-
ræðissinna í Dagsbrún?" Hér svara þeir;
Auka verður
kaupmátt launa
SIGURÐUR ÓLAFSSON gekk í
Dagsbrún 1934 og hefur æ síðan
verið félagsmaður. Hann hefur
unnið sem verkamaður, aðallega
við höfnina í Reykjavík. Hann
segir:
— Ég kýs lista lýðræðissinna,
vegna þess að ég tel að félags
stjórn kommúnista hafi haldið
illa á málum Dagsbrúnar. Sér-
staklega finnst mér, að þeir hafi
beitt verkfallsréttinum rangt og
beinlínis til tjóns fyrir verka
menn, svo sem var í stórverk-
fallinu síðasta. Ég held, að verka-
menn skilji almennt, að það verk
fall var ekki háð þeim til hags-
Ólafur Skaftason bóta, heldur eingöngu í pólitísk-
um tilgangi, gegn þáverandi ríkis
stjórn.
Þurfum nýja og
ötula félagsstjórn
ÓLAFUR SKAFTASON starfar
hjá Eimskipafélagi íslands. Hann
byrjaði að vinna verkamanna-
vinnu í Reykjavík 1940 en hér í
bæ er hann fæddur og uppalinn.
— Þegar við veitum B-listan-
um stuðning okkar er það fyrst
og fremst vegna þess að við vou-
um að með því sé stefnt að því
að gera Dagsbrún að ópólitísku
og óháðu stéttartélagi, sem berj-
ist fyrir hagsmunum félags-
manna, en ekki fyrir annarleg-
um sjónarmiðum.
Núverandi stjórn Dagsbrúnar
tel ég að hafi algerlega brugðizt
vonum manna í baráttunni fyrir
bættum lífskjörum og afkomu
verkamanna. Þess vegna er kom-
inn tími til að skipta tim félags-
stjórn.
Við þurfum að kjósa okkur
nýja og ötula félagsstjórn, sem
rétti við öll okkar hagsmuna-
mál. Auk kjarabaráttunnar er
svo margvíslegt annað sem nú-
verandi félagsstjórn hefur van-
rækt meira og minna. Það þyrfti
t. d. að kippa í lag aukameðlima-
skránni og korna betra skipulagi
á innheimtu félagsgjalda. Það
þyrfti að lífga við félagslíf, en
ekki er von að mikið fjör sé í
því, þegar félagsfundir hafa ver-
ið háðir 'líkt og kommúnískir
sellufimdir.
Og það þyrfti að vekja upp
ráðagerðirnar um byggingu dval-
arheimilis verkamanna að Reykj-
um í Grímsnesi: Sú tillaga hefir
fengið að sofa værum svefni
undir núverandi aðgerðarleysis-
stjórn. Þó ætti jafnstórt verka-
lýðsfélag auðveldlega að hafa
fjárhagslegt bolmagn til að koma
því velferðarmáli fram. Jafnvel
góður félagsandi einn gæti kom-
ið málinu vel áleiðis, t. d. mætti
hreyfa því að menn ynnu að
byggingu slíks sumardvalar-
heimilis í sjálfboðavinnu. En þar
sem félagsandinn er dauður eins
og nú er í Dagsbrún, er ekki
von að mikill árangur náist.
Ragnar Elíasson
ing okkar við núverandi ríkis
stjórn, en hún hefur brugðizt
írausti okkar herfilega eins og
raun ber vitni. Við skulum muna
að í Dagsbrúnarkosningunum
gefst okkur tækifæri til reikn-
ingsskila.
Ríkisstjórnin hafði ekki setið
lengi, þegar hún lagði á okkur
nokkur hundruð milljóna í nýj-
um sköttum og tollum. Það voru
og eru varanlegu úrræðin. Og nú
ef tir bæj arst j órnarkosningarnar
fáum við 100—200 milljónir í r.ýj-
um álögum að minnsta kosti —
eða jafnvel gengislækkun. Við
verkamenn styðjum ekki stjórn,
sem þetta gerir, enda virðist mér
að segja megi, að engin ríkis-
stjórn hafi ráðizt jafnmikið á
lífskjör launþega og sú, sem nú
situr. Nú mega verkamenn ekki
gera kröfur, en það mátti gera
árið 1955. Þá var háð harðvítugt
verkfall, og mun það fremur
menn annast, en ekki varð ég þó
fullgildur meðlimur og hafði
ekki kosningarétt. Ég var á auka
meðlimaskrá í 2 ár, c g þurfti
síðan að fara í skrifstofu félags-
ins til að fá mig tekinn inn sem
félagsmann með fullum réttind-
um. Ég ætla að nota þau á sunnu-
daginn og kjósa B-listann.
Upphaf ópólitískrar
Dagsbrúnarstjórnar
RAGNAR ÓLAFSSON starfar
hjá Olíuverzlun íslands. Hann
gekk í fyrsta sinn í Dagsbrún
1929, en var síðan utan Reykja-
víkur nokkurn tíma, en síðan
aftur í Dagsbrún.
— Ég kýs lista lýðræðissinna,
segir Ragnar, einfaldlega vegna
þess, að ég álít, að núverandi
ríkisstjórn hafi svikið öll þau
Ég styð lista þann, sem lýðræðis-
sinnar hafa lagt fram til stjórn-
arkjörs í Dagsbrún, vegna þess,
að ég tel þær aðferðir, sem stjórn
kommúnista í félaginu beitir
skiptum sínum við félagsmenn
algerlega óverjandi.
Það var táknrænt, að fyrir
komulagið á síðasta félagsfundi
var ekki ósvipað og tíðkast á
þingum kommúnista í Rússlandi:
ritarinn talar, formaðurinn situr
og hlustar á, og óbreyttir fundar-
menn hafa ekki málfrelsi. Má því
segja, að það. sé ekki aðeins úti-
lokað fyrir okkur verkamenn að
koma málum okkar fram heldur
einnig, að stjórn félagsins kapp-
kosti að svipta okkur málfrelsi
og beiti til þess ofríki á fundum.
Ég er í atvínnu hjá olíufélagi.
Þeir, sem vinna við slík störf
hafa mest áhrif á gang verkfalla
af öllum starfshópum í Dagsbrún,
þar sem stöðvun olíu- og benzín-
sölu hefur víðtækar afleiðingar.
Þess vegna hefði mátt búast við,
að stjórn Dagsbrúnar hefði sýnt
hagsmunamálum okkar ein-
hverja rækt, en svo er ekki.
Þvert á móti hafa kjör okkar,
sem erum starfsmenn hjá olíu-
félögum farið versnandi borið
saman við kaup þeirra félags-
manna, sem fá kaup sam-
kvæmt hinum almenna • dag-
vinnutaxta. Ég tel því, að eitt af
því fyrsta, sem gera beri, þegar
kommúnistastjórnin í Dagsbrún
hefur verið hrakin frá, sé að
koma upp sérdeild fyrir þá, sem
eru starfsmenn olíufélaganna.
Ég vil skora á alla verkamenn,
að styðja B-listann í Dagsbrún.
hafa verið gert í þágú kommún- fögru i0forð, er hún gaf verka-
istaflokksins heldur en í þágu 1
okkar verkamanna. Þetta er að
setja flokkshagsmuni ofar hags-
munamálum verkamanna, enda
látum við ekki lengur stjórn
Dagsbrúnar vera undir hand-
monnum.
Þeir lofuðu að bæta kaup okk-
ar. í stað þess höfum við aðeins
fengið um 100 kr. hækkun á
mánuði, samkvæmt vísitölunni,
og sú hækkun nægir ekki einu
leiðslu kommúnistaflokksins. Að sinni fyrir þeim hækkunum sem
Sigurður Ólafsson
endingu vil ég beina því til
verkamanna, að þeir stuðli að
sigri B-listans, lista lýðræðis-
sinna.
Creiddi félagsgjöld,
en hafði ekki
kosningarétt
Hörður Sigurðsson, Skólavörðu
stíg 17, verkamaður á Reykja-
víkurflugvelli, segir:
Ég hef ekki haft mig mikið í
frammi á stjórnmálasviðinu, en
fylgi nú eindregið Sjálfstæðis-
flokknum að málum. Mér finnst
stefna þess flokks vera heilla-
drýgsta stefnan, sem íslenzkir
stjórnmálaflokkar gefa nú kjós-
endum kost á að velja um. Sjálf-
stæðismenn vilja, að hver maður
hafi sem mest frjálsræði til að
lifa og bjarga sér eins og hann
getur bezt, og það er sú stefna,
sem ég álít, að tryggi mestan
framgang í atvinnulifinu.
Lýðræðissinnar standa nú að
lista, sem borinn er fram
orðið hafa á vinnufötum.
Sérhver verkamaður hefur
fengið að kenna á „blessunum"
þessarar svonefndu vinstri stjórn
ar. Fyrir 1% ári höfðu menn
yfirleitt meiri vinnu en nú, svo
Tilgangurinn með því verk-
falli var að stuðla að myndun
vinstri stjórnar. Fyrir það bar-
áttumál var hagsmunum verka-
manna fórnað. Það er fyrst nú,
sem við sjáum hvernig það bar-
áttumál er í raun. Nú er vinstri
stjórnin komin á laggirnar og
búin að standa í 1 % ár. Árang-
urinn er eins og allir verkamenn
þekkja, að við höfum aldrei í
heilan áratug eða meira átt erf-
iðara uppdráttar enn núna.
Vinstri stjórnin hefur skert mest
laun hinna lægst launuðu.
Ef ný og betri stjórn tekur við
í verkamannafélaginu Dagsbrún,
þá vildi ég að hún stuðlaði að
því fyrst og fremst að kaup-
máttur launa okkar ykist. Ég
kæri mig ekki um að fá kaup
mitt hækkað að krónutölu, ef
það er svo allt tekið aftur af
mér og meira til í hækkuðu verði
og auknum sköttum. Um þetta á
stjórn verkalýðsfélags okkar að
standa á verði.
Serdeild fyrir starfs
menn olsufélaganna
Ragnar Elíasson, bifreiðastjóri
hjá Shell, til heimilis að Njörva-
sundi 20, segir:
Dagsbrúnarstjórnin
setur flokkshags-
muni ofar hags-
munum félagsins
Halldór Briem, Bergþórugötu
11, verkamaður hjá Ölgerðinni
Agli Skallagrímssyni segir:
Valldór Briem
Hin svokallaða vinstri stjórn
átti að tryggja okkur verkamönn
um betri kjör en áður. Það var
Hörður Sigurðsson
gegn kommúnistum í Dagsbrún.
Það er í samræmi við stjórn-
málaskoðanir mínar, að ég greiði
honum atkvæði og styðji hann á
annan hátt eftir megni. Með því
að styðja lista lýðræðissinna
gefst okkur verkamönnum líka
tækifæri til að vinna gegn komm
únistum, sem ég álít að jafnan
komi fram til ills.
Kommúnistarnir, sem nú ráða
í Dagsbrún, hafa líka unnið til
þess að fá skell í kosningum. Sú
skoðun mín byggist ekki á því, að
þeir hafi reynt að skipta sér af
mér á óviðfeldinn hátt, heldur
fremur af hinu, að þeir hafa sýnt
mér eins og fleiri verkamönnum
heldur litla hugulsemi. Að vísu
vantaði ekki, að félagsgjald væri
tekið af mér, þegar ég byrjaði
-ar Ólafsson
sem eftirvinnu, og hagur þeirra
var betri. En aðgerðir vinstri
stjórnarinnar hafa orsakað stór-
fellda skerðingu á kjörum verka-
manna. Þetta finna verkamenn,
það er mikil óánægja meðal
þeirra og þeir fara ekki í laun-
kofa með kvartanir sínar.
Ég vildi einnig nota þetta tæki-
færi til að koma á framfæri um-
kvörtunum yfir því, hve allt
félagslíf í Dagsbrún liggur i
miklum dvala. Fræðslufundir og
almennir félagsfundir hafa legið
niðri. Það er ekki nóg með að
stjórnin hafi vanrækt launamál
verkamanna, heldur allt sem lýt-
ur að velferð þeirra. Ekkert hef-
ur verið gert til að bæta aðbúnað
á vinnustöðum né efla almennt
öryggiseftirlit. Það er eins og
núverandi stjórn hafi ekki kært
sig um að Dagsbrún gerði neitt
annað en að vera pólitjskt verk-
færi þeirra. Fyrir ævintýra-
mennsku og valdastreitu sjálfra
sín eru þeir reiðubúnir að fórna
hagsmunum verkamanna.
Ég vildi óska að þær kosning-
ar sem nú fara í hönd í Dags-
biún mættu verða upphaf þess
að með mál félagsins færu menn
af öllum stjórnmálaflokkum, sem
eru reiðubúnir að vernda hags-
muni félags síns og verkamanna.
Við Dagsbrúnarmenn þurfum að
hindra það að stjórn félagsins
ráði pólitískir sendisveinar, sem
hafa félag okkar og hagsmuni
að pólitískum leiksoppi.
Munið það Dagsbrúnarmenn,
að með því að kjósa B-listann
erum við að stíga fyrsta skrefið
til að eignast öflugt ópólitískt
stéttarfélag, sem stendur örugg-
lega vörð um hagsmuni okkar.