Morgunblaðið - 16.01.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. janúar 1958 MORCUN BL AÐIÐ 11 Gís// Halldórsson, arkitekt: Stórfellt átak t húsnœðismálum undir Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur Reykjavík verið í örum vexti, svo örum að íbatala bæjarins hefur tvöfaldazt á síðustu 20 ár- um. Það má því segja að á þess- um skamma tíma hafi hér mynd- azt nýtízku borg úr bæ þeim er hér stóð rétt fyrir stríð. Þessi þróun stafar bæði af ört fjölg- andi bæjarbúum, svo og af tals- verðum fólksflutningum til bæj- arins. 'Að sjálfsögðu hefur þessi fjölgun íbúa hér skapað nokkra örðugleika á sviði húsnæðismála og hefur af þeim sökum verið nokkur skortur á íbúðum að und- anförnu. Þessi skortur hefur ekki bein- línis stafað afþví að of lítið hafi verið byggt, heldur miklu frem- ur af því að hér hefur rikt sú velmegun að þeir sem bjuggu áður í of þröngu eða lélegu hús- næði hafa nú haft ráð á að stækka nokkuð við sig. Á þann hátt hafa allmargar eins og JfÁxjtcir-' forystu Sjálfstœöismanna stríðslokum. Á línuriti hér að neðan sést hvernig þróunin hef- ur verið á hverju ári frá 1945. Fram til ársins 1954 er rúmlega byggt fyrir þá fjölgun íbúa á hverju ári, en eftir það verður aukning húsnæðis mun meiri en sem henni nemur. Sýnir þetta ljóslega að hér hefir gerzt undravert átak í hús- næðismálunum undir öruggri forystu Sjálfstæðisflokksins. Strax og sýnt var að íbúða- skortur væri hér nokkur í stríðs- lok tók bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna það upp á stefnuskrá sína að leysa þennan vanda, í samráði og samvinnu við borgarana. Þetta var gert m. a. með því að stærri hverfi voru nú skipu- lögð en áður og gerð bygging- Í94íli94t i9i7 i94B Í9-Í9 i9fO i9Jiíi9J2 Í9J3 Í9SÍ ÍS5SÍ93<S iió'/ Línurit þetta sýnir muninn á aukningu húsnæðis og fólksfjölg- un frá ári til árs 1945—1957. Reiknað er með að 4—5 einstakl- ingar búi að mcðaltali í hverri íbúð sem byggð er á þessum tíma. tveggja herbergja íbúðir horfið, en lélegar íbúðir rifnar eða tekn- ar fyrir geymsluhúsnæði. Að þetta er staðreynd, sést bezt á því að á árunum 1945— 1957 voru í Reykjavík byggðar 6548 íbúðir, en á sama t íma hefur fólksfjölgunin orðið um 22500 manns. Meðalfjölskylda er hér um 4—5 manns, svo hér hef- ur verið byggt á þessum árum fyrir um það bil 29500 íbúa. Hér hefur því verið byggt fyrir um 7000 íbúa umfram þá fjölgun sem orðið hefur í bænum frá arhæf á svo skömmum tíma, sem hægt var, síðan var lóðum út- hlutað í þessum hverfum til ein- staklinga og félaga. Þá var t. d. Hlíðahverfið skipulagt, en í því einu búa nú fleiri íbúar, en í nokkrum bæ utan Reykjavíkur. Jafnframt þessum framkvæmd um, hóf nú bærinn sjálfur bygg- ingaframkvæmdir fyrir þá sem minna máttu sín. Þessi hús voru ýmist byggð til þess að selja þau með hagkvæmum kjörum, eða sem leiguhúsnæði fyrir þá, sem ekki höfðu bolmagn til þess að Fjölbýlishús við Gnoðarvog. kaupa í svipinn. Síðar hafa marg- ar af þessum fjölskyldum átt þess kost að kaupa íbúðarhús- næði, sem byggt hefur verið á vegum bæjarins. Þegar bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins, hóf þessa byggingarstarfsemi, má segja að brotið hafi verið blað í bygg- ingarsögu bæjarins. Nú var haf- izt handa um að byggja stærri fjölbýlishús en áður hafði verið gert. Vil ég þar tilnefna fjöl- býlishúsin við Hringbraut, Skúla götu og Lönguhlíð. Siðar var haldið áfram og borgararnir sjólfir styrktir til þess að koma upp smáíbúða- hverfinu, en í þvi einu eru um 600 íbúðir. Jafnhliða byggingu smáíbúðahverfisins var svo haf- izt handa um að byggja upp Bú- staðavegshverfið, en í því eru 248 íbúðir. Andstæðingar okkar hafa reynt að gera lítið úr smáíbúða- hverfinu og talið það dýrt fyrir bæjarfélagið, þrótt fyrir það að þeir vita eins og við að nýtízku bær verður aldrei byggður upp með fjölbýlishúsum eingöngu. En þeir vita líka að íbúar þess- ara húsa munu seint fullþakka meirihlutanum í bæjarstjórninni fyrir þá aðstoð sem þeim var veitt til þess að koma þessu hverfi upp. Enda sýndi það átak bezt að Sjálfstæðisflokkurinn er staðráð- inn í því að rétta sem flestum hjálparhönd til þess að koma þaki yfir sig og sína, og telja það ! einna mikilvægast í viðleitni I sinni að gera alla bæjarbúa sjálf- I bjarga um húsnæðisþörf. Þessi aðstoð var einmitt veitt þegar málum okkar í stjórnartíð Stefáns harðast kreppti að í byggingar- I Jóh. Stefánssonar. Framkvæmdir bæiarins Þegar samningar tókust við Framsóknarflokkinn um stjórn- armyndun árið 1953, undir for- sæti Ólafs Thors, var það gert nroíS-.i ^nnsrí með þvi skilyrði o<idil ilUÍiUa. af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að Fjárhagsráð yrði lagt niður og leyft yrði að byggja íbúðir af hóflegri stærð. Jafnframt var ákveðið að koma lánamálum til íbúðabygginga á fastan grund- völl. Við bæjarstjórnarkosning- arnar 1954 lýsti því Sjálfstæðis- flokkurinn því yfir, að hann myndi nota hið nýfengna bygg- ingafrelsi til þess að stórauka byggingaframkvæmdir hér í bænum m. a. m«ð því að hafa Raðhúsin við Bústaðavcg-. i v"v“ fleiri byggingarhæfar lóðir til taks en áður, bæði fyrir félög og einstaklinga, er byggja vildu af eigin rammleik, en jafnframt yrðu hafnar byggingaframkvæmd ir á vegum bæjarins fyrir þá er verst voru settir með húsnæði. Strax að afloknum kosningum lögðu Sjálfstæðismenn fram í bæjarstjórn áætlun um víðtæk- ar byggingarframkvæmdir á veg- um bæjarins. Áætlun þessi mið- aði að því að útrýmt yrði á sem skemmstum tíma öllum herskál- um og öðru óhæfu íbúðarhús- næði. Á Alþingi 1955 voru svo að til- hlutan fyrrverandi ríkisstjórnar, samþykkt lögin um Húsnæðis- málastjórn og veðlán til íbúða- bygginga. Var hér um almennt veðlánakerfi að ræða, en auk þess var í II. kafla laganna sér- staklega kveðið á um lánveiting- ar til íbúða er byggðar yrðu í því augnamiði að útrýma heilsu- spillandi húsnæði. Með tilvísun til þessara laga, lagði bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins fram endur- skoðaðar tillögur um byggingu 600 ibúða á næstu 4—5 árum. í nóv. 1955 voru tillögur þessar samþykktar í bæjarstjórn. Byrj- að var á byggingum við Bú- staðaveg, en síðan voru reist 144 raðhús við Réttarholtsveg, Ás- garð og Tunguveg. Við Gnoðar- vog var ákveðið að reisa 120 íbúðir í 4 hæða fjölbýlishúsum. Húsin eru 5 að töki hvert með 12 þriggja herbergja og 12 tveggja herbergja íbúðum. Nú er búið að úthluta 160 íbúðum og eru þegar margir af eigendunum flutt ir í þessar íbúðir. Á næstunni verður svo enn úthlutað 120 íbúð- um við Gnoðarvog, en 72 þeirra verða tilbúnar til afhendingar í næsta mánuði en hinar 48 síðla næsta sumars. Verður þá búið að úthluta 280 íbúðum, rúmum tveimur árum eftir að áætlunin var samþykkt. Það er því staðreynd að á næsta ári verður búið að byggja íbúð- arhúsnæði á vegum bæjarins fyrir hverjar 3 af 5 fjölskyldum er bjuggu í herskálum við síð- ustu kosningar. Minnihlutaflokk- arnir hafa viljað afneita þessari Frh. a bJs. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.