Morgunblaðið - 17.01.1958, Qupperneq 2
2
morctiv nr, aðtð
Fostudagur 17. jan. 1959
Rekstrarútgjöld
ar 1957 urðu
en áætlað
Reykiavíkurbæj-
ægri
var
Rekstrarafgangur varð 54,8 milljónir
og var varið til byggingar íhúða,
skóla, bæjarsjúkrahússins o.fl.
Úr rœðu borgarstjóra í gœr
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri lagði í gær fram á fundi
bæjarstjórnar áætlun um rekstr-
arreikning bæjarsjóðs fyrir árið
1957. Eru á reikningnum til-
færðar tekjur og gjöld eins og
þau voru áætluð í fjárhagsáætl-
un ársins 1957 og síðan er til-
fært, hvernig niðurstaðan hefur
orðið á reikningum bæjarins. Er
þetta yfirlit birt á öðrum stað
í blaðinu.
Skv. þessu yfirliti hafa
t e k j u r farið 14,5 millj. fram
úr áætlun. Gjöldin hafa hins
vegar staðizt mjög vel áætlun.
Framlög til skólanna hafa far-
ið 1,5 millj. kr. fram úr áætlun
og gatna og holræsagerð 600
þús. kr. og heilbrigðismál um
1 millj. kr. Nokkrir aðrir liðir
hafa orðið'lægri en áætlað var.
Heildarútkoman á gjöldum er
sú að þau reyndust 361 þús.
kr. 1 æ g r i en áætlað hafði
verið.
Niðurstaðan er því sú, að
afgangur verður á rekstrar-
reikningi, sem nemur 54,8
millj. kr. en áætlað hafði ver-
ið að afgangur yrði 39,9 millj.
kr. Þessum mismun hefur öll-
um verið varið til verklegra
framkvæmda, til byggingar
raðhúsa, fjölbýlishúsa við
Gnoðarvog, skólabygginga,
Bæjarsjúkrahúss, leikvangs í
Laugardal, sorpeyðingarstöðv
ar o. fl.
Borgarstjóri gat þess að lokum
að yfirlit um eignabreytingar
gæti ekki legið fyrir svo snemma
árs en greiðslujöfnuður muni
verða hagstæður á árinu.
Þegar borgarstjóri hafði lagt
þetta yfirlit fram, urðu ekki um
það neinar umræður, nema hvað
Magnús Ástmarsson (A) gat þess,
að bæjarstjórnarmeirihlutinn
gerði áætlanir sínar um tekjur
fullvarlega. Annað höfðu bæjar-
fulltrúar minnihlutans ekki um
reikninginn að segja, en hann
sýnir betur en flest annað, hve
f járstjórn bæjarins er í traustum
höndum.
Mun það sennilega eins dæmi
í þjóðfélagi voru, eins og stend-
ur, að lagður sé fram slíkur
opinber reikningur, sem sýni að
gjöld hafi staðizt svo vel áætlun,
eins og hér kemur fram.
Það er eins með fjárhags-
legt öryggi Reykjavíkurbæj-
ar eins og einstaklingana, að
það er undir því komið,
hvernig hinn fjárhagslegi
grundvöllur er.
Það er vitaskuld fullkom-
lega útilokað að hugsa sér,
að rekstur Reykjavíkurbæjar
og f járhagur hans væru í sliku
horfi, ef fjórir sundurleitir og
höfuðlausir flokkar hefðu
bæjarfélagið, stofnanir þess og
sjóði að bitbeini. Þetta skilja
Reykvíkingar og þetta kunna
þeir að meta.
Kjósenda-
handbókin
VIÐ síðustu kosníngar gaf
Heimdallur F.U.S. út kosninga
handbók, KJÓSENDAHAND-
BÓKINA, sem hlaut þá miklar
vinsældir fyrir fróðlegt efni og
vandaðan frágang. Heimdallur
hefur nú gefið út Kjósenda-
handbók fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar, sem er ómiss-
andi fyrir hvern, sem vill fylgj
ast með kosningaúrslitunum. f
bókinni er mikill fjöldi upp-
lýsinga þ.á.m. úrslit alþingis-
kosninga og bæjar- og svjgitar
stjóranarkosninga frá 1942
ásamt hlutfallstölum nm kjör-
fylgi flokkanna í þeim kaup
stöðum, sem eru kjördæmi og
atkvæðatölum, eins og þær
voru lesnar í útvarpinu við
undanfarnar bæjarstjórnar-
kosningar. Þá eru í bókinni
kaflar úr grein eftir Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóra um
Sjálfstjórn bæjar og sveitar-
félaga, sem allir ættu að lesa.
Kindunum bjargað
úr Meðalfelli
VALDASTÖÐUM, 14. jan. —
Kindunum, sem að undanförnu
hafa verið tepptar í klettum í
Meðalfelli, var bjargað s.l. laug-
ardag eftir að búið var að fá
nógu langan vað til þess.
Þarna voru kindurnar búnar
að vera fimm vikur frá því
þeirra varð fyrst vart og lengst
af við þröngan kost. Voru þær
því eðlilega orðnar magrar og
mjóslegnar. Þrjár þeirra voru frá
Eyjum en ein frá Hjarðarhoiti.
BÍLDUDAL, 15. jan. — Lokið er
að mála félagsheimilið hér á
Bíldudal, hátt og lágt, að innan
samkomusalinn og önnur her-
bergi, svo að nú er mjög
skemmtilegt inn að koma og um
að litast. Hefur þetta verk verið
unnið algjörlega í sjálfboðaliðs-
vinnu, en efni verið útvegað. Hef
ur Halldór Helgason, forstjóri,
formaður félagsheimilisnefndar
haft yfirumsjón með verkinu.
Borgarstjóri hefur falið skipulags-
stjóra að gera hið bráðasfa skipu-
lagsuppdrátt af Breið-
holtshverfi og Blesugróf
Reksfrarreikmntpir bæjarsjóðs
Reykjavíkur (Aætlun)
Fj árhagsáætlun
T e k j u r : 1957 Reikningur
þús. kr. þús. kr.
Tekjuskattur 203.200
Fasteignagjöld 7.400
Vmsir skattar 1.000
Arður af eignum 3.550 3:550
Arður af fyrirtækjum 3.905 3.905
Ýmsar tekjur 400
204.910 219.455
G j ö 1 d :
Stjórn kaupstaðarins 11.575
Löggæzla 10.050 10.400
Brunamál 4.160 4.188
Fræðslumál 17.898 19.281
Listir, íþróttir og útivera .... 6.966 7.601
Heilbrigðismál 18.755 19.722
Félagsmál 54.176 52.097
Gatna- og holræsagerð 33.200 33.800
Fasteignir 5.005 2.705
800 580
Önnur gjöld 1.450 1.700
Framlag til SVR 1.000 1.000
165.010 164.649
Mismunur, færður á eignabreytingu, til
raðhúsa, fjölbýlishúsa við Gnoðarvog,
skólabygginga, Bæjarsjúkrahúss, leik-
vangs í Laugardal, sorpeyðingarstöðv-
ar o. fl................................ 39.900
54.806
204.910
219.455
GUNNAR THORODDSEN, borgarstjóri, skýrði frá því á bæjar-
stjórnarfundi í gærkvöldi, að hann hefði fyrir nokkru falið bæjar-
verkfræðingi og skipulagsstjóra að láta hið fyrsta gera mælingar
og skipulagswppdrátt af Breiðholtshverfi og Blesugróf.
þetta mál við skipulagsstjóra, unz
hann ritaði svohljóðandi bréf fyr
ir nokkru.
Til bæjarverkfræðings:
Málið kom til umræðu í sam-
bandi við tillögu, sem Alfreð
Gíslason kom fram með í gær,
að láta gera skipulagsuppdrátt
af Breiðholtshverfi og að öllum
húsum í þessu hverfi skuli veitt
lóðarréttindi til 25 ára.
Borgarstjóri kvaddi sér hljóðs.
Hann sagði að þetta mál hefði
verið rætt marg sinnis áður í
bæjarstjórn. Á þeim tíma hefði
verið leitað umsagnar skipulags-
nefndar ríkisins og samvinnu-
nefndar um skipulagsmál og
hefði hún andmælt því að lóðar-
réttindi væru veitt meðan Svæðið
væri óskipulagt. Enn kvaðst borg
arstjóri margsinnis hafa rætt
— Hér með er lagt fyrir yður
að láta hið fyrsta gera mælingar
af Breiðholtshverfi og Blesugróf
til undirbúnings skipulagsupp-
dráttar af svæðinu.
Til skipulagsstjóra Reykjavík-
urbæjar:
— Hér með er yður falij að
láta hið fyrsta gera skipulagsupp
drátt af Breiðholtshverfi og Blesu
gróf.
Uppdráttinn skal miða við, að
íbúðarhverfi verði á svæðinu og
enn fremur skal svo sem auðið
Hörð gagnrýni lýð-
ræðissinna á kosn-
ingafundi Dagsbrúnar
í GÆRKVELDI var haldinn hinn svonefndi kosningafundur í
verkamannafélaginu Dagsbrún, en á þeim fundi eru til umræðu
störf og framkvæmdir stjórnar félagsins í hagsmunamálum þess
á umliðnu ári. Fundurinn var fjölmennur, og var deilt harka-
!ega á dáðleysi stjórnarinnar við framkvæmd ýmissa nauðsynja
og hagsmunamála félagsmanna. Hörðust var gagnrýnin á aðgerðar-
leysi stjórnarinnar þó af hálfu stuðningsmanna og frambjóðenda
B-listans í stjórnarkosningum þeim er standa fyrir dyrum í félaginu.
er, taka tillit til varanlegra mann
virkja, sem þar eru, svo sem
húsa, holræsa, vatnslagna o. s.
frv.“
Utankjorsfaðakosning
ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu-
mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavik
hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum
sendiráðum og ræðismöimum, sem tala íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst-
húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin ftá
kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. daglega.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 1,
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—i0
daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00, 2 47 53 og 1 22 48.
I upphafi fundarins fluttu full-
trúar framboðslistanna tveggja
hálfrar klukkustundar framsögu-
ræður, en að þeim loknum hóf-
ust almennar umræður. Af hálfu
B-listans talaði Þorsteinn Pét-
ursson. Rakti hann ýtarlega ó-
fullburða fálm kommúnista-
stjórnarinnar í Dagsbrún í kjara-
málum félagsins, sérstaklega þó
auðsveipni hennar í samningum
við núverandi ríkisstjórn. Af
hálfu A-listans talaði Guðmund-
ur J. Guðmundsson, skrifstofu-
maður Dagsbrúnar.
Að framsöguræðunum loknum
tóku allmargir menn til máls,
og var það einkennandi í þeim
umræðum, hversu óánægja Dags-
brúnarmanna með stjórn félags-
ins er mikil og eftirtektarvert,
að ræðumenn kommúnista forð-
uðust í ræðum sínum málefna-
legar umræður.
Þeim var líka vorkunn, þar
sem rökfesta einkenndi allan
málflutning stuðningsmanna
B-listans, sem flettu vægðar-
laust ofan af svikum og sofanda-
hætti Dagsbrúnarstjórnarinnar í
meðferð félagsmála.
Meðal ræðumanna, sem deildu
á stjórnina voru Guðm. Niku
lásson, Magnús Hákonarson, Jó-
jiann Sigurðsson, sem benti á, að
öll störf núverandi stjórnar fé-
lagsins virtust beinast að því
einu að tryggja valdastöðu
kommúnista í ríkisstjórninni,
Kristínus Arndal o. m. fl.
Meðal lýðræðissinnaðra félags
manna ríkir nú bjartsýni um, að
takast megi að velta kommún
istum úr valdasessi sínum í fé-
laginu, og að frambjóðendur
B-listans verði kjörnir til stjórn-
arstarfa í kosningum félagsins
n.k. laugardag og sunnudag.
Að þessu tvennu kvað borgar-
stjóri nú vera unnið. Hins vegar
sagði hann, að það væri ekki eðli
leg vinnubrögð, sem lagt væri til
í tillögu Alfreðs, að veita fyrst
lóðarréttindi og síðan að skipu-
leggja hverfið. Þvert á móti væri
það eðlilegt að gera fyrst skipu-
lagsuppdrátt, sem yrði hagað
þannig, að sem allra flest hús
kæmust inn á hann og síðan að
veita þeim húsum lóðaréttindi,
sem féllu inn í skipulagið, Það
væri ekki hægt að vænta þess, að
hvert einasta hús félli inn í skipu
lagið, heldur myndu einhver
þeirra verða að víkja eða flytjast
til m.a. vegna gatnagerðar.
Nokkrar umræður urðu um mál
ið. Kvaðst Alfreð óánægður með
þessa afgreiðslu í málinu. Hélt
hann fast við, að hann vildi fyrst
láta veita lóðaréttindi og síðan
skipuleggja hverfið. Var þó um
það talað á fundinum, að Al-
freð myndi aldrei hafa komið
fram með slíka tillögu nema af
þeirri ástæðu einni að aðeins 10
dagar eru til kosninga.
Ingi R. Helgason þakkaði borg-
arstjóra hins vegar fyrir að hann
hefur nú falið viðeigandi yfir-
völdum að skipuleggja þetta
hverfi hið bráðasta. Fagnaði hann
þeirri ákvörðun, en var um leið
fylgjandi tillögu Alfreðs.
★
Björgvin Frederiksen tók
einnig til máls. Hann kvaðst
ekki skilja undirtektir Alfreðs
undir það að málið fær nú
þá afgreiðslu að ákveðið er
að gera skipulag af hverfinu.
Hitt taldi hann ekkl vera til
umræðu að sinni, hvað bæj-
arstjórn gerði til að leysa
vanda manna, þegar að því
kæmi að framkvæma skipu-
Iag hverfisins. Bæjaryfirvöld-
in munu þegar þar að kem-
ur reyna að leysa vanda þeirra
á sem farsælastan hátt. Þau
skildu að þetta væri við-
kvæmt mál, það fjallaði um
það, hvort heimili ættu að
fá að standa í sinni mynd eða
flytjast. Á slíkum málum yrði
ætíð að taka varlega, og það
væri ekki réttmætt hjá einum
minnihlutaflokkanna að fara
að gera slík fjölskyldumál að
áróðursefnl á alröngum grund
velll.