Morgunblaðið - 17.01.1958, Blaðsíða 10
10
MORCUWBLAÐIÐ
Fðstnrlasiir 17. jan. 1958
fJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Aðairitstjórar: Vaitýr Stefánsson (ábm '
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arm Ola, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjalri kr. 30.00 á mánuði mnaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
SVAR REYKJAVÍKURBÚA
"ST'\ RÁSÖGN Morgunblaðsins
af hinni „gulu bók“ ríkis-
* stjórnarinnar í húsnæðis-
isálunum og frumvarpinu um
húsaleigu, sem var afturkallað,
hefur að vonum vakið hina mestu
athygli.
Er nú naumast um arinað meira
talað í allri Reykjavíkurborg en
þessi tíðindi.
Það var fyrir löngu vitað að
ýmsar ráðagerðir hafa verið uppi
um það meðal stjórnarliðsins,
hvernig koma mætti Reykjavík
og Reykvíkingum á kné, en
„gula bókin“ og það, sem henni
fylgir, er einn þátturinn í þeim
ráðagerðum.
Illviljinn í garð Reykjavíkur
skin út úr þessu „gula“ plaggi
hins svokallaða vinstra liðs.
Handa Reykvíkingum á að nægja
„þokkaleg þriggja herbergja
íbúð“. Ríkið á að fá yfirráð yfir
öllum íbúðarhúsabyggingum.
Öllu fjármagni „verði ráðstafað
af einni stofnun, sem starfi á
ábyrgð ríkisstjórnarinnar og í
samræmi við vilja hennar og
óskir“. Það má nærri geta,
hvernig hlutur Reykjavikurbúa
yrði í slíku kerfi. Samkvæmt
„gulu bókinni" á ekki að hugsa
um einstaklingana, þeir eiga að
sitja á hakanum en opinber
byggingastarfsemi á að njóta
„forgangsréttar um opinbert
lánsfé“. Svo á að taka ráðin af
mönnum, ef þeir vilja selja fast-
eign. Það á „fasteignasölunefnd“
að sjá um.
Ef menn vilja leigja fasteign á
líka að taka ráðin af þeim, sem
eignina eiga og allir leigusamn-
ingar milli einstaklinga skulu
bannaðir. Leigan á svo að vera
ákveðin af „sérfræðingum".
Þarna sjá menn andann sem
svífur yfir þessum vötnum. Það
á að kreppa að mönnum, ef þeir
vilja byggja og taka ráðin af
þeim, ef þeir vilja selja eða
leigja.
Stefna „gulu bókarinnar" er í
fáum orðum sú að svipta ein-
staklingana möguleikum til að
byggja yfir sig og hrifsa yfirráð
eignanna undir ríkið.
Þetta er boðskapurinn. Eins og
tilfært er í blaðinu í gær segir
svo á einum stað í „gulu bók-
inni“:
„Með þessu er gengið nokkuð
langt inn á eignarréttinn". „Nokk
uð langt“, segja þeir herrar!
Reykvíkingar munu fella sinn
dóm um það, hversu langt þeim
finnst gengið. Og Reykvíkingar
munu sjálfir skera úr um það, I
hvort stjórnarfylkingin þorir að
láta til skarar skríða gegn þeim,
eins og stofnað er til í þessum
tillögum „gulu bókarinnar".
Bæjarstjórnarkosningarnar munu
skera úr um það, hvort fram-
kvæmt verður það tilræði, sem
fyrirhugað er. Ef Reykvíkingar
fylkja sér nú um Sjálfstæðis-
flokkinn og sýna stjórnarherrun-
um þannig hug sinn, munu þeir
ekki þora að halda eignaráni og
rangindum „gulu bókarinnar" til
streitu og þá munu þeir einnig
sjá sitt óvænna og gefast upp
við annað ráðabrugg gegn bæj-
arbúum, sem verið hefur uppi á
teningnum að undanförnu.
Glæsilegur sigur, stærri meiri-
hluti Sjálfstæðismanna en nokkru
sinni áður við kosningarnar ann-
an sunnudag, er. sú ráðning, sem
Reykvíkingar munu veita stjórn-
arliðinu — og hún nægir.
GLÆSILEGUR SIGUR ER
TAKMARKJÐ
„VIÐ KJÓSUM góða bæjarstjórn
og fellum slæma ríkisstjórn“,
voru orðin, sem seinast voru töl-
uð á fundi Sjálfstæðisfélaganna
í fyrrakvöld. Þessi orð urðu
eins konar heróp Sjálfstæðis-
manna á þessum fundi. Fund-
urinn í fyrrakvöld var svo
fjölmennur sem húsrúmið gat
frekast tekið á móti, og kom
þar fram á margan hátt, að
Sjálfstæðismenn standa saman og
eru einhuga í að vinna nú hinn
glæsilegasta sigur. Menn gerðu
sér ljóst, að „orrustan um borg-
ina er hafin“, eins og einn ræðu-
manna komst að orði.
Öllum er það einnig ljóst, að
Sjálfstæðismenn verða að halda
vel vöku sinni. Áróðurinn gegn
þeim er nú ef til vill magnaðri
úti um bæinn, en nokkru sinni
fyrr. Þar ganga nú erindrekar
ríkisstjórnarinnar og vinstri
flokkanna um og villa um fyrir
fólki. Jafnframt því, sem þessir
menn beita hinum magnaðasta
áróðri, læða þeir því inn hjá
fólki, að engin hætta sé á, að
Sjálfstæðismenn tapi meirihluta
sínum í bæjarstjórn. Með þessu
á að svæfa Sjálfstæðismenn og
vela kjósendur, sem annars hafa
íylgt Sjálfstæðismönnum að mál-
um við bæjarstjórnarkosningar,
til að kjósa nú gegn þeim. Nú
geri það ekki til, því Sjálfstæðis-
menn séu svo öruggir! Á þessum
og þvílíkum áróðri þurfa allir
Sjálfstæðismenn og aðrir kjós-
endur, sem þeim fylgja, að vara
sig nú fyrir kosningarnar.
Tíminn til kjördags styttist.
Það er margt hægt að gera á þeim
dögum, sem eftir eru, en ekki
þýðir lengur að fresta því til
morguns, sem hægt er að gera í
dag.
Sjálfstæðisflokkurinn kallar nú
á alla krafta til starfa, sem
leggja vilja fram verk fyrir kjör-
dag. Sjálfstæðismenn ættu að
fylgjast með auglýsingum frá
flokknum um þessi efni.
Enn sem fyrr leitar Sjálfstæð-
isflokkurinn til allra hugsandi
Reykvíkinga um stuðning. Við
fyrri bæjarstjórnarkosningar hef
ur fjöldi manna og kvenna fylgt
flokknum að málum, sem ananrs
telja sig ekki til flokksmanna
hans. Sjálfstæðismenn kalla enn
á ný á þessa bæjarbúa, sem setja
hag Reykjavíkurbæjar ofar öll-
um þröngum flokkssjónarmiðum.
Ef allir standa saman, sem vilja
að bænum verði stjórnað næsta
kjörtímabil af einum, samstillt-
um flokki, þá er Reykjavík borg-
ið við kosningarnar annan sunnu
dag.
Sigur D-listans er sigur Reykja
víkur
Það er ekki hægt að segja, að þetta séu fullkomnustu aðferðir við þreskingu — en ef til vill
þær nýjustu.
Indverski flakkarinn, sem hafði mesfan
áhuga á olíukyndingu
GUSTIP MULTANI er Indverji,
27 ára gamall. Um margra ára
skeið hefur hann setið á skóla-
bekk í heimalandi sínu — og
fyrir nokkrum árum lauk hann
embættisprófi í ensku og sögu.
En þá var hann búinn að fá nóg
af skólalífinu í bili. Hann lang-
aði til þess að skoða sig um í
heiminum áður en hann hæfi
kennslu^törf — og ákvað því að
fara umhverfis hnöttinn. Keypti
hann sér gott bifhjól og í októ-
bermánuði 1955 lagði hann af
stað frá Nýju Dehli og hefur ver-
ið á stöðugu flakki síðan, en á
samt langan veg ófarinn áður en
hann kemst aftur til heimalands-
ins. Multani hefur á ferð sinni
unnið sér inn smáskilding með
því að skrifa stutta ferðapistla
fyrir blöð og tímarit — og hér
birtist útdráttur úr einum, sem
hann ritaði fyrir eitt Kaupmanna
h afnarblaðanna.
Rússneskur læknir
Frá Nýju Dehli, Bombay, þaðan
sjóleiðis til Khuramshehar í Iran.
Ók hann síðan um íran og komst
til Teheran, en í erfiðri ferð yfir
hálendið hafði hann hlotið kal á
annarri hendi. Leitaði hann til
sjúkrahúss til þess að fá aðhlynn-
ingu. Af tilviljun kynntist hann
þar rússneskum lækni, sem sagði
honum, að hann gæti ekki talizt
hafa séð allan heiminn án þess
að komast til Rússlands.
Multani taldi litla von til þess
að komast þangað, en læknirinn
sagðist skyldu reyna að útvega
honum vegabréfsáritun. Hann
yrði bara að hafa þolinmæði.
Indverska blaðið og olíu-
kyndingin björguðu
Multani hélt síðan ferð sinni
áfram — og hafði stöðugt sam-
band við rússneska lækninn. í
Bonn í Þýzkalandi sat hann eitt
sinn í veitingahúsi og las ind-
verskt blað. Lítil stúlka, sem sat
með eldri systur sinni við næsta
borð, virtist hafa mikinn áhuga
á indverska blaðinu — svo að
þau tóku tal saman. Kom það
upp úr kafinu, að Multani hafði
aldrei séð olíukyndingu á ævi
sinni — og langaði mikið til þess
að fara ekki úr Evrópu án
þess að sjá þetta undratæki.
Varð það úr, að eldri systirin
bauð honum heim, því að á heim
ili hennar var einmitt olíukynd-
mg.
Nú kynntist Multani foreldr-
um stúlkunnar og heimili, en
svo fór þó að lokum, að hann
fékk meiri áhuga á stúlkunni en
olíukyndingunni — og þegar
hann sagði henni, að hann væri
að hugsa um að reyna að komast
til Rússlands, sýndi hún fyrstu
merki þess, að hún hafði einnig
fellt hug til hans: Hún varð ótta-
slegin.
Störðu eins og naut á
nývjrki
Nú barst Multani orðsending
þess efnis, að hann mundi fá
vegabréfsáritun til Rússlands í
Varsjá. Lagði hann upp frá
Bonn og ók áleiðis til Póllands.
Gustip Multani var ekki hálfn-
aður í hnattferðinni, er hann
hafði krækt sér í konu.
Allt gekk að óskum — og síðan
segir Multani:
— Strax og ég var kominn inn
fyrir rússnesku landamærin varð
ég þess var, að fólk starði á mig
ems og naut á nývirki — starði
á þennan undarlega mann, sem
kom aleinn til Rússlands. Því
hafði fólk ekki vanizt. Sama var
að segja um bifhjólið mitt, sem
var víst mun glæsilegra og betra,
en fólkið átti ^>ar að venjast. All-
ir, sem færi fengu á, rannsökuðu
það hátt og lágt . . .
Multani fékk uppgefna leið, er
hann mátti aka eftir til Moskvu,
en í öðrum ferðapistli, er hann
ritaði í enskt blað fyrir skemmstu
skýrði hann svo frá, að ströng
viðurlög hefðu legið við því að
víkja út af þessari leið, sem hon-
um var heimilað að aka.
Sex fjölskyldur um
sama eldhúsið v
Hann komst brátt að því, að lít-
ið mundi upp úr Rússlandsferð-
inni að hafa, án þess að hafa
túlk. Leitaði hann fyrir sér í því
skyni og fékk loks kennslukonu,
sem gift var verkfræðingi, til
þess að fara með sér um Moskvu
og leiðbeina sér. Segir hann svo:
„Hún var mjög glöð yfir því að
fá tækifæri til þess að rifja upp
og viðhalda enskukunnáttu sinni.
Ég var boðinn heim til hennar,
en þau hjón bjuggu með þrjú
börn sín í tveggja herbergja í-
búð. Ég snæddi hjá þeim einu
sinni, maturinn var mjög góður,
en hvar hún bjó hann til gat ég
ekki skilið. Hún var treg til að
segja mér það, en loksins kom
það upp úr kafinu, að þau höfðu
aðgang að eldhúsi ásamt fimm
öðrum fjölskyldum. Hræðilegt,
viðurkenndi hún“.
Rækur — eini
munaðurinn
„Og heimilið? Hreint og þrlfa-
legt, en án alls munaðar og hlý-
leika. Útvarpstækið var æva-
fornt og virtist jafnvel heimatil-
búið. En bækur voru margar.
Bókaskápurinn var spegilmynd
af fólkinu, sem ég var þarna í
heimsókn hjá. Það voru góðar
bókmenntir — og eini munaður
fjölskyldunnar, ef hægt er að
kalla bækur munað á annað
borð“.
„Enn virðist fólk ekki hafa
efni á að lifa fjölskyldulífi. í
þess stað sækja allir klúbbana
— börn og gamalmenni.
Munurinn á glæsilegum opin-
berum byggingum og íbúðar-
hverfunum er slíkur, að ótrúlegt
er“.
Bílar gernýttir
Multani segir frá því, að á ein-
um stað hafi hann séð einkenni-
legar aðferðir við kornþreskingu.
Bændurnir þöktu steypta þjóð-
vegi með þroskuðu korni og not-
færðu sér bílaumferð til þess að
brjóta hýðið utan af kjarnanum.
Einnig höfðu þeir stóra vörubif-
reið, sem þeir óku fram og aftur
yfir kornið. Var hismið síðan
blásið burt — og kornið rakað
saman með hrífum og sett í poka.
Einkennilegar aðfarir það.
Það mikilvægasta hefur
gleymzt
Indverski ferðalangurinn tek-
ur sérstaklega til þess hve fólk er
vinnusamt í Rússlandi. AIls stað-
ar sá hann konur að verki með
karlmönnum, við hin erfiðustu
störf, sem enginn kvenmaður léti
bjóða sér í Vesturlöndum. M.a.
Framh. á bls. 19.