Morgunblaðið - 17.01.1958, Side 12

Morgunblaðið - 17.01.1958, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. jan. 1958 Æ FRA S. U. S. RITSTJÓRAR: JÓSEF H. ÞORGEIRSSON OG ÓLAFUR EGILSSON // rr Við kjósum góða bæjcrstjóm og fellum slæma ríkisstjóm Ræba Geirs Hallgrimssonar, hæstaréttarlögmanns, á fundi Sjálfstæðisfélaganna i fyrrakvöld Hitaveifusfjári getir grein tyrir vélanofkun stofnunarinnar Á 40 ÁRA afmæli kommúnista- byltingarinnar sl. haust í Moskvu, sem Einar Olgeirsson og Hannibal Valdemarsson tóku þátt í, voru gefnar út tvær yfir- lýsingar. Önnur þeirra var yfirlýsing valdamanna í kommúnistaríkj- um, leppríkjunum, þar sem því var slegið föstu, að kommúnista- flokkur Ráðstjórnarríkjanna ætti að vera og væri forustu- flokkur kommúnistaflokkanna alls staðar í heiminum. Hin yfirlýsingin var gefin út af 64 kommúnistaleiðtogum víða um heim þess efnis, að kommún- istar í ríkjum, þar sem yfirráð þeirra væru ekki eftn að fullu tryggð, ættu að leggja áherzlu á alþýðubandalög, samvinnu við socialdemokra^a og miðflokka. Það dylst engum, að þessi ítrek un á stefnu hins alþjóðlega kommúnisma, sem áður hafði reyndar verið mörkuð, er aðal- stoðin undir stjórnarsamstarfi vinstri flokkanna. Án þessara fyrirmæla frá Moskvu, væru kommúnistar fyrir löngu farnir úr stjórn. StjórnarsamstarfiS sýnir sundrungu vinstri flokkanna í nánu samræmi við þetta er og viðhorf stjórnarflokkanna til Sj álf stæðisf lokksins. Rétt eftir síðustu alþingiskosn- ingar, sumarið 1956, hitti ég að máli einn forvígismann vinstrí flokkanna. „Vinstri stjórnarmyndun verð- ur að takast", sagði hann. „Ann- ars haldið þið íhaldsmenn áfram að lifa og nærast á sundrungar- kenningunni“. Stjórnarmyndunin tókst, en svo kaldhæðnislega hefur viljað til, að einmitt 3 missera valda- ferill stjórnarinnar hefur framar öllu öðru afhjúpað sundrungu, ó- samkomulag og stefnuleysi vinstri flokkanna. Stjómarsamstarfið sýnir, að stjórnarflokkarnir eru klofn- ir bæði langsum og þversum. Stefnu- og skoðanamunur rík- ir í þjóðmálunum, ekki ein- göngu milli stjórnarflokk- anna sem flokka, heldur og innbyrðis innan hvers stjórn- arflokks um sig. Það er erfitt að segja nú, hvort það er stefna ríkisstjórnarinnar að hafa varnir í landinu eða hvort það skuli veia varnarlaust. Forsætisráðherrann segir, að herinn skuli vera hér „að svo stöddu“, og viku seinna tilkynnir fjármálaráðherra lántöku í vest- urvegi. Kommúnistar segja herinn verða að fara tafarlaust og bjóða langtum stærra og hagkvæmara lán úr austurvegi. Forsætisráðherra boðar gengis- lækkun. Kommúnistar segja hana ekki koma til mála — í pað minnsta ekki núna fyrir kosningar. Varnir landsins, lánsútveganir og efnahagsmál eru tengd saman á niðurlægjandi hátt, og allir hlutar ríkisstjórnarinnar keppast um áð halda nokkurs konar upp- boð á íslendingum erlendis. Lánsútveganirnar hafa verið nauðsynlegar til að fleyta vinstri stjórninni fram yfir tvenn ára- mót, og þá ekki sízt þau síðustu — fram yfir kosningar. Fyrst eftir kosningar þykir svo aftur óhætt að koma fram í dags- ljósið með hin svokölluðu úrræði. Það er því vonlaust verk fyrir vinstri flokkana að benda á stjórnarsamstarfið sem sönnun þess, að þeir geti myndað sam- hentan, æskilegan meirihluta til að stjórna Reykjavík. Til stjórnarsamstarfsins og af- reka vinstri stjórnarinnar heyr- ist heldur ekki viínað í þessari Geir Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður kosningabaráttu — og víst er um það, að enginn stjórnarflokkanna hefur talið það sér til framdrátt- ar að fá ráðherra sína til að taka heiðurssæti á framboðslista eins og hingað til hefur þó tíðkast. Meginmunur er á stefnu Sjálfstæðismanna og and- stæðinganna Vinstri flokkarnir reyna nú að leyna samábyrgð sinni á svikun- um við kosningaloforðin 1956 og sækja að Sjálfstæðisflokknum hver með sínu lagi og hver í sínu líki. En hvort heldur við litumst um á sviði þjóðmálanna eða bæj - armálanna, þá er meginmunur á stefnu Sjálfstæðismanna annars vegar og allra vinstri flokkanna hins vegar. Sjálfstæðismenn vilja byggja bæjarfélagið upp af sjálfstæðum, óháðum einstakl ingum, sem án íhlutunar ráða og nefnda, hafta og banna, geta skapað sér starfssvið, lífs viðurværi, húsnæði og mynd- að sér skoðanir án ótta við valdhafa eða yfirboðara. Þannig á bæjarfélagið að vera rammi um líf og starf borgar- anna, sinna sameiginlegum þörf- um þeirra og sérstökum þörfum, þar sem skortur og sjúkdómar hafa lamað. Vinstri flokkarnir vilja, að sambandsvald, bæjarfélögin eða þjóðfélagið reki öll atvinnutæk- in, veiti mönnum atvinnu og hús- næði, sé forsjá einstaklinganna og hafi þannig ráð þeirra í hendi sér. Þessi stefnumunur kemur ljós- lega fram í viðhorfi Sjálfstæðis- flokksins annars vegar og vinstri flokkanna hins vegar í húsnæðis- málum. Það hefur verið stefna Sjálf- stæðismanna, að hver fjölskylda byggi í eigin húsnæði, og hefur mikið áunnizt í þeim efnum hér í Reykjavík undir forustu Sjálf- stæðismanna, þótt betur megi ef duga skal. En vinstri flokkarnir leggja áherzlu á, að ríki og bær byggi íbúðir og leigi þær, að einstakl- ingarnir séu leiguliðar hins opin- bera, háðir valdhöfunum. Sjálfstæðismenn vilja bygg- ingafrelsi og bera virðingu fyrir eignaréttinum og ráðstöfunar- rétti einstaklinga á eigin verð- mætum. En vinstri flokkarnir vilja inn- leiða á ný og herða bygginga- höft og virðing þeirra fyrir eign- arréttinum og ráðstöfunarrétti einstaklinga á eigin verðmætum er slík, að þeir gerðu það að til- lögu sinni á sl. kjörtímabili ' bæjarstjórn, að skora á ríkis- stjórnina að gefa út bráðabirgða- lög, er heimiluðu að ráðstafa „því húsnæði einstaklinga, sem umfram er eðlilega íbúðastærð, miðað við fjölda heimilismanna" Bæjarstjórn felldi þessa tillögu en lagafrumvarp var prentað, þar sem ein allsherjarríkisnefnd skyldi ráðstafa öllu húsnæði, hvort heldur til leigu eða sölu, skammta mönnum húsnæði til íbúðar og hirða leigugjald og söluverð. Sjálfstæðismenn vilja leysa úr húsnæðisskortinum með því að byggja meira og auka framboðið á húsnæði. Vinstri flokkarnir eygja að- eins úrræði eins og skömmt- un, höft og hömlnr og alls- herjar ríkisíhlutun með þar afleiðandi frelsisskerðingu. Sigur Sjálfstæðisflokksins tryggir áframhaldandi þróun, vöxt og viðgang. Þetta eru þau úrræði, sem bíða okkar eftir kosningarnar, bæði á sviði húsnæðismála og efnahagsmála, bæði á sviði bæj- armála og þjóðmála, ef svo skyldi fara, að Sjálfstæðismenn misstu meirihlutann í bæjar- stjórn Reykjavíkur. Þá væri vígi einstaklingsfrelsisins, Reykjavík, fallið. Þá væru stjórn arherrunum lítil takmörk sett, og úrræði þeirra eftir kosningarnar yrðu harðræði. Gætum að því, að kommúnist- ar yrðu þá áhrifamestir um stjórn bæjarmálefnanna, við það mundu ítök þeirra í ríkisstjórn enn aukast í samræmi við til- gang yfirlýsingarinnar á .40 ára byltingarafmælinu í Moskvu, um samstarf við socialdemo- krata og miðflokka og forustu- hlutverk rússneskra kommúnista. Þá leysir alræði kommún- ismans sundrungu og stefnuleysi stjórnarflokkanna af hólmi. En með glæsilegum sigri Sjálf- stæðisflokksins tryggjum við í senn borginni okkar, Reykjavík, góða, samhenta stjórn, áfram- haldandi þróun, vöxt og viðgang, og um leið getum við á áhrifa- mikinn hátt lýst vantrausti á ríkisstjórn landsins og stuðlað að falli hennar. Það eru 10 dagar til kosninga. Enginn má liggja á liði sínu. Þessar kosningar eru ef til vill örlagaríkari en flestar þær aðrar kosningar, sem við höfum gengið til. Atkvæði okkar 26. jan. er í raun og veru tvígilt: Við kjósum góða bæjarstjórn og fellum slæma ríkisstjórn. A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var lagt fram bréf frá hita- veitustjóra út af grein í Þjóð- viljanum 1. des. sl., sem fjallar um vélanotkun Hitaveitunnar. í bréfinu segir m. a.: „Frá upphafi byggingar Hlíða- hitahitaveitunnar hafa verið leigðar vinnuvélar frá ýmsum fyrirtækjum, sem annast rekstur vinnuvéla og eru þau þessi (vinnuvélar í svigum); Almenna Byggingafélagið h.f. (loftpressur með og án bíls o.fl.) Gunnar Guðmundsson h.f. (skurðgröfur). Gustur h.f. (loftpressur á bíl og lítill bílkrani). Jarðýtan s.f. (jarðýtur, kranar og „scraper"). Kol & Salt h.f. (ámokstursvél). Landssmiðjan (stór bílkrani). Pétur Jónsson o. fl. (ámokst- ursvél og krani). Pétur Snæland h.f. (loftpress- ur, kranar). Þungavinnuvélar h.f. (loft- pressur, kranar). Goði h.f. (skurðgrafa). Vélaeign Hitaveitunnar er að- allega miðuð við að get'a annað daglegum rekstri eins og við- gerðum og lagningum á pípum inn í hús o. fl. Þegar ráðist er í stórvirki sem byggingu hitaveitukerfis í heil bæjarhverfi er vélaeign fyrir- tækisins ekki fullnægjandi og þar sem Hitaveitan annast mik- inn hluta framkvæmdanna sjálf, hefur hún orðið að ráða til sín vélar annarra aðila, sem eru tald- ir að ofan. Viðvíkjandi leigu á tækjum YKefln- víh KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðismanna á Suðurnesjum er í Sjáifstæðishúsinu í Keflavík og er hún opin daglega frá kl. 10 til 10. — Sími 21. Sjálfstæðismenn á Suðurnesj- um er hvattir til að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosn ingarnar. Kosningaskrifstofa Sjáifstæðis- ( manna fyrir Nes- og Melahverfi hefur verið opnuð í KR-húsinu, með inngangi frá Granaskjóli. Síminn þar er 13-0-97, og er skrifstofan opin kl. 5—10 e.h. dag hvern. Sjálfstæðismenn, sem búsettir eru í Miðbænum (frá Óðinsgötu vestur að Aðalstræti), hafa kosn- ingaskrifstofu að Laufásvegi 58. Hún verður opin daglega kl. 2— 10 e.h., sími 1-27-43. Sjálfstæðismenn í Vesturbæn- um hafa skrifstofu að Ægisgötu 10. Hún er einnig opin daglega kl. 2—10, sími 1-12-88. Sjálfstæðismenn í Austurbæn- um hafa opnað skrifstofu að Hverfisgötu 42 (2. hæð). Þar er opið daglega kl. 5—10 e.h. Sím- inn er 1-47-22. Kosningaskrifstofa fyrir Hlíða- og Holtahverfi er á Miklubraut 50. Sími þar er 1-17-79. Skrif- stofan er opin kl. 5—10 síðdegis. Kosningaskrifstofa fyrir Norð- urmýrarhverfi er að Miklubraut 15 (Rauðárstígsmegin). Sími þar er 1-48-69. Skrifstofan er opin kl. 5—10 síðdegis. Kosningaskrifsofa fyrir Lang- holts- og Vogahverfi er að Siglu- vogi 15. Skrifstofan er opin kl. 10—12 f.h. 2—6 síðd. og á kvöldin kl. 8—10. Sími skrifstofunnar er 3-31-59. Gusts h.f. skal það tekið fram, að vélaeign þess fyrirtækis er tveir bílar með óbyggðum loft- pressum og litlum (ca % tonns) vökva-lyftikrönum og slík tæki á Hitaveitan ekki til. Hitt er að Hitaveitan á loftpressur og krana bíl o. fl. tæki, og er ekkert óeðlilegt við notkun þeirra, þar sem loftpressa á bíl er alltaf notuð og höfð til taks til við- gerða, önnur er t. d. 1 vinnu í grunni dælistöðvar við Fúlu- tjörn, kranabíllinn í að setja lok á stokka í Hlíðahverfi o. s. frv. Af allri vélavinnu Gusts h.f. er gefinn afsláttur, tíu af hundr- aði, og eru þær langódýrasta þjónustan af þessu tagi, sera hægt er að fá, því að auk loft- pressu er þægilegt að geta haft krana til notkunar við byrging- ar, lyftingu á grjóti og aðra til- færslu. Það hefur hingað til aldrei ver- ið bannað að opinberir starfs- menn ættu hlutabréf í félögum, og það jafnvel þótt þeir ynnu hjá opinberum aðilum, sem hefðu samskipti við hlutafélag, sem starfsmaður ætti hlut í. Til viðbótar má geta þess aS samhliða vinnu við hitaveitu í Hlíðahverfi, hefur verið unnið að ýmsum öðrum framkvæmd- um auk hin daglega reksturs. Má t. d. nefna byggingu dæli- stöðvar hjá Höfða, lagningu leiðslu þaðan að Rauðarárholu og yfir Skúlagötu. Bygging vél- stjórahúss að Reykjum, lagfær- ing lóðarinnar hjá aðaldæli- stöðinni o. fl. Það kemur því oft fyrir að nota þurfi loftpressur og krana á mörgum stöðum á sama tíma og var því óhjákvæmi legt að fá tæki að láni. Til við- bótar því sem áður er talið má geta þess að loftpressa og stór krani hefur verið fenginn frá Reykjavíkurhöfn, að ýta hefur verið fengin frá Ræktunarsam- bandi Kjalarneshrepps, bíll með grafkló hefur verið fenginn frá Jóni Hjálmarssyni og ámokstur hefur verið fenginn hjá Vegagerð ríkisins. Ólíkum verkfærum og aðstæðum henta ólík tæki og Hitaveitan hefur ávallt valið það sem hagkvæmast var í hverju tilfelli, og þá að sjálfsögðu not- að fyrst og fremst sín eigin tæki.“ Loks hafa Sjálfstæðismenn, er búa í Smáíbúða- og Bústaðahverf unum og í Biesgróf, opnað skrif- stofu á Sogavegi 94. Fyrst um sinn verður hún opin kl. 8—10 e.h dag hvern. Síminn er 1-86-47. í skrifstofunni iiggja frammi kjörskrár, og þar eru gefnar all- ar upplýsingar, sem kosningarn- ar varða. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofurnar í hverfum sínura hið fyrsta. YSe/- foss SJALFSTÆÐISMENN á Sel- fossi hafa opnað kosningaskrif stofu í verzlunarhúsi S. Ó. Ólafssonar & Co. (2. hæð). Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síð degis. Sími skrifstofunnar er 119. Stuðningsfólk D-Iistans á Selfossi er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna. 8 kosiiingaskrifstofur Sjálf- stæðismanna víðs vegar um bæinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.