Morgunblaðið - 17.01.1958, Side 15

Morgunblaðið - 17.01.1958, Side 15
Föstudagur 17. jan. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 15 Jón Karl Sigurðsson ísfirðingar byggja nœr eingöngu á fluginu í samgöngumálum INGÓLFSCAFÉ INGÓLFSCAFÉ Eldri dansarnir í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiöar seldir frá kl. 8. Sími 12826 Eitf helzta framfaramál Vestfirðinga er, oð flugvallabyggingum verbi hra&að, segir Jón Karl Sigurbsson umboósmabur F.í. á Isafirði Félagsvistin i G.T.-húsinu í kvöld klukkan 9. — Góð kvöldverðlaun hverju sinni auk heildarverðlauna Dansinn hefst klukkan 10.30. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 1-33-55 ★ ★ ★ SAMGÖNGUMÁL hafa löngum verið ofarlega á baugi á Vest- fjörðum. Vestfirðingar hafa jafn- an átt í erfiðleikum með sam- göngur við aðra landshluta, en segja má, að mikið hafi rætzt úr, þegar flugsamgöngur til Vest- fjarða hófust. Nú horfir hins vegar báglega í þessum efnum. Framkvæmdastjóri Flugfélags íslands hefur nýlega skýrt frá því í blaðaviðtali, að flugbátar félagsins gangi óðum úr sér og erfiðleikar á starfrækslu þeirra fari sívxandi, Megi jafnvel búast við því, að félagið verði að leggja þá á hilluna fyrir fullt og allt innan tíðar. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Vestfirðinga. Þar eru engir flug- vellir, sem aðrar flutningaflug- vélar Flugfélagsins geta athafnað sig á — og segja má, að á undan- förnum árum hafi flugbátarnir verið einu samgöngutækin við Vestfirði, sem hægt hefur verið að treysta á. ★ ★ ★ Jón Karl Sigurðsson hefur um margra ára skeið verið umboðs- maður Flugfélags Xslands á ísa- firði og er óhælt að segja, að enginn sé jafnkunnugur fluginu vestur og viðhorfum þeim, sem breyttar aðstæður í samgöngu- málunum skapa vestra. Frétta- maður blaðsins hitti hann að máli á dögunum og innti hann eftir skoðun hans á málunum. — Eitt helzta nauðsynjamál ísfirðinga nú er, að komið verði upp flugvelli við bæinn, sagði Jón Karl. Á undanförnum árum höfum við í vaxandi mséli orðið að treysta á flugsamgöngurnar. Skipaferðum hefur fækkað til muna — og líða oft vikur á milli þess sem hægt er að fá sjóferð suður til Reykjavíkur. Enn erum við ekki komin í samband við akvegakerfi landsins. Yfir sum- arið er samt haldið uppi bílferð- um að Djúpi, en til þess að kom- ast í bilana verðum við ísfirðing- ar fyrst að fara margra stunda ferð með báti inn Djúp. Vart hefur því verið um annað að ræða en flugsamgöngurnar — og má segja, að ísafjörður svo og önnur kauptún á Vestfjörðum hafi verið einangruð, þegar flug- ferðir hafa fallið niður um nokkurn tíma. ★ ★ ★ Til marks um það hve ísfirð- ingar hafa notað flugsamgöngurn ar mikið má benda á það, að á árinu, sem leið, ferðuðust hátt á 7. þúsund manns flugleiðis milli ísafjarðar og Reykjavíkur. f bænum búa hins vegar ekki nema nokkuð á 3. þús. manns. Vöruflutningar hafa einnig verið mjög miklir — og hefðu orðið mun meiri, ef flugbátarnir hefðu getað annað flutningaþörfinni. ★ ★ ★ Það er langt síðan farið var að gera athuganir á heppilegu flug- vallarstæði í nágrenni kaupstað- arins. Ekki fyrst og fremst vegna þess að Flugfélaginu reyndist erfitt að starfrækja sjóflugvélarn ar, heldur vegna þess, að flugið vestur yrði Vestfirðingum mun tryggara, ef flugvöllur væri fyrir hendi. Einnig vegna þess, að oft reynist erfitt að afgreiða sjóflug- vélarnar — sérstaklega að vetr- inum. Oft er það, að flugveður er hið bezta, en illt í sjóinn — og ólendandi. Þá kemur það einnig oft fyrir að vetrinum, að firði legg ur og flugvélin verður að lenda langt utan við bæinn. Er þá ekki um annað að ræða en að sigla út að flugvélinni — oft langa leið. Fyrst og fremst veldur þetta far- þegum miklum óþæindum og í öðru lagi tefur þetta flugvélina oft og veldur því, að flugveður nýtist mun minna en ella. Þá má ekki gleyma því, að sjóflugvélar mega hvorki lenda né hefja sig til flugs af sjó eftir ljósaskipti. í umhleypingasömu skammdegisveðrinu eru samgöng ur því oft erfiðar. Flugvöllur er ísfirðingum mik- il nauðsyn enda þótt engir fyrir- sjáanlegir örðugleikar væru í rekstri sjóflugvélanna. Flugvöll- ur mun tryggja samgöngurnar að miklum mun og efla kaupstaðinn. Rætt hefur verið um að byggja flugvöll á Skipeyri þar sem nú er flugbraut fyrir sjúkraflugvél. Það yrði okkur mikill ávinningur að fá flugvöll þar, enda þótt okk- ur finnist hálft í hvoru hann verða of langt frá bænum, stað settur þar. En hér er ekki margra kosta völ, því að undirlendi er lítið í firðinum. Flugvöllur er í byggingu í Bolungavík og hefur verið rætt um að sá völlur yrði einnig fyrir ísafjörð. Ég tel samt fráleitt að ætla það. Bolvíkingum verður flugvöllur ómetanlegur, en sá flugvöllur kæmi ísfirðing- um að harla litlum notum. Flugmálastjórnin hefur að und anförnu gert athuganir á heppi- legu flugvallarstæði hér — og eins og ég sagði áður, þá yirðist Skipeyri einna helzt koma til gi'eina. Hins vegar er þorri bæjar búa þeirrar skoðunar, að bæjar- félaginu mundi koma bezt, að flugvöllurinn yrði byggður með hlíðinni, innan við bæinn. Að vísu yrði flugbrautin þar senni- lega dýrari í byggingu en hún yrði á Skipeyri. En flugvöllurinn yrði bæjarbúum mun notadrýgri rétt við bæinn — og það, sem mikilvægara er: Á þeim stað yrði hægt að gera flugbrautina lengri en á Skipeyri — og nothæfa fyrir stærstu flugvélar okkar. Á Skip- eyri mundu hins vegar aldrei geta lent stæi'ri flugvélar en Douglas. Samgöngubót sem þessi mun efla bæinn og aðstöðu hans til muna og laða að. Ef ekkert verð- ur hins vegar aðhafzt og fer sem nú horfir, að sjóflugvélarnar anni ekki flutningaþörfinni, mun óvið unandi ástand skapast hér. Sama ástand mun einnig skapast í öðr- um byggðarlögum hér vestra, ef flugsamgöngurnar gerast erfiðar, eða falla niðui’. Þingmenn ís- firðinga og N-ísfirðinga hafa unn ið að því með ráði og dáð að koma skriði á flugvallbyggingarn ar — og við hér vestra tengjum miklar vonir við að úr rætist. Það er oft selnlegt og erfitt að afgreiða sjóflugvélarnar, sérstaklega ef illt er í sjóinn. Myndin er tekin á Pollinum við ísafjarðarkaupstað fyrir skenunstu. Farþegar gánga upp úr flugbátnum, út í flugfélagsbátinn. SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn sunnu- daginn 19. janúar 1958 í Alþýðuhúsinu við Hverfis. götu og hefst klukkan 13.30 (1.30 e.h.). Fundarefni: 1. Félagsmál 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Önnur mál. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn, er sýni skír- teini við innganginn. — Stjórnin. Rockhátíðin mikla Vegna fjölda áskorana verður Rockhátíðin mikla end- urtekin í Silfurtunglinu í kvöld kl. 9. Rocksöngvararnir Óli Ágústsson Prestley, Sigurður Þórðarson Johnny Boy, Sigurdór Sigurdórsson, Bjarni Guðmundsson o. fl. o. fi. syngja vinsælustu rock- og calypsolögin: Diana, Freight Train, Long Tall Sally, Calypso Rock, Hound Dog, Tutty Frutty, Lagið hans Guðjóns, We’re gonna teach you to rock, See you later alligator, Just run, Tammy, Around the world og margt fleira. Kl. 11 danslag kvöldsins: Cocanut woman leikið og sungið af hljómsveitinni og öllum söngvurunum. Kl. 11.15 nýtt atriði: Barrelhouse Blackie syngur nýj- ustu rocklögin með eigin píanóundirleik. Albezta rockatriði, er fram hefur komið síðustu mánuði. Riba og hljómsveit aðstoða á liátíðinni af mikluin krafti Sala aðgöngumiða og borðpantanir frá kl. 2. — Simi 19611 Komið tímanlega og forðist þrengsli. Síðast seldist strax upp SILFURTUNGLIÐ. Vanti yður skemmtikrafta, þá hringið í síma 19965, 19G11 og 11378.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.