Morgunblaðið - 17.01.1958, Side 16
18
MORCIJN BLAÐ1Ð
Fðstudagur 17. jan. 1958
nu ct í reihctn di
Eftir
EDGAli MITTEL HOLZER
Þýðii.g:
Svarrir Harnldsson
t
13
u
9 9
CL
9.
Morg-unverðurinn — kakaó,
brauð, smjör og linsoðin egg —
var að enda, þegar rifrildið byrj-
aði, frammi í eldhúsinu. Rödd
Ellenar barst inn í borðstofuna,
önug, æst og skerandi og rödd
Logans, líkust dimmu, ólundarlegu
gelti.
„Þau eru eitthvað að tala um
syndir“, sagði Olivia.
„Heyrðuð þið til hans áðan, fyr
ir framan húsið?“ spurði Berton.
„Já, ég held nú það. Hann æddi
stanzlaust fram og aftur, fyrir
neðan gluggann okkar“, sagði Ma-
bel. — „Hvað skyldi nú hafa lent
í hausinn á honum, í þetta skipt-
ið?“
„Hann hefur kannske séð leður-
blöku í hengirúminu hennar Ell-
enar í nótt“, sagði Bei-ton.
„Ertu enn með þetta heimsku-
lega gaman þitt?“ nöldraði Gar-
vey.
Gi'egory sá að Mabel roðnaði.
„Elleni sefur í liengirúmi,
frammi £ eldhúsinu", útskýrði OIi-
via í hálfum hljóðum fyrir Gre-
gory — „og Logan sefur úti á
ganginum, á dýnu“.
„Hafa þau flugnanet?"
„Nei, flugurnar ónáða þau ekki.
Þau hafa skurði".
„Skurði ?“
„Já, þúsundfætlu-skurði og
sporðdreka-skurði. Þá geta hvorki
þúsundfætlur né sporðdrekar
stungið þau. Hefurðu aldrei heyrt
slíka varnarskurði nefnda?"
„Nei, ekki man ég til þess“.
„Svo eru líka til höggorma-
skurðir. Berton hefur einn. Það
var gamall Indíáni, sem gerði
hann, leynilega. Pabbi má ekki
heyra slíkt nefnt á nafn. Hann
segir að það sé bara hjátrú og
hindurvitni".
„Ho. Haw“, hrópaði Logan
frammi I eldhúsinu. — „Allir sem
horfa á þig sjá að þú ert hund-
tík“.
Gregory skotraði augunum til
séra Harmston og sá að andlit
hans var alveg svipbrigðalaust. —
Frú Harmston virtist hins vegar
örlítið kvíðafull. Hún hvíslaði ein-
hverju að manni sínum og hann
kinkaði kolli, þegjandi.
Það var eins og Olivia stirðnaði
I sætinu og Gregory sá að henni
vöknaði um augu.
„En pabbi, hún er sannkölluð
hund-tík. Þú getur ekki sett hann
í fjötra fyrir að segja sannleik-
ann“.
„Hann er óþokki", drafaði í Gar
vey. — „Hann á fyllilega skilið að
vera settur í fjötra“.
Faðir hans þagði, krækti sét í
brauðsneið og smurði hana. Það
voru kakódropar á efri-vara-
skegginu á honum.
Einhver heyrðist ganga berum
fótum frammi á ganginum og svo
birtist Ellen í stofudyrunum.
„Frú Harmston.
„Já, Ellen“.
„Logan er að tala Ijótt frammi
í eldhúsi".
„Já, Ellen. Húsbóndinn ætlar að
tala við hann, eftir morgunverð.
„Berjið hann rækilega, prestur.
Berjið þér hann og berjið, þangað
til blóðið fer að fossa úr honum.
Hann hefur verið að segja ljótt
um miss Mabel.
„Um mig?“
„Já, miss Mabel. Hann segir að
þú sért syndari. Þess vegna byrj-
aði rifrildið".
„Snautaðu fram í eldhúsið, hat-
ari. Hundskastu héðan út, áður en
ég skvetti heitu kakói í ógeðs-
legr. Indíána-smettið á þér“.
„Svona nú, Olivia", sagði faðir
hennar áminnandi og hleypti brún
um.
„Hann segist hafa séð miss Ma-
bel syndga í nótt sem leið, í her-
bergi mister Gregorys. Hann er
lygari og óþokki".
Mabel roðnaði upp í hársrætur.
„Sagði hann það?“
„Já, miss. Hann sagði það. —
Hann sagðist hafa heyrt einhvern
hávaða inni í herbergi mister Gre
gorys, í nótt sem leið. Hann sagð-
ist hafa gæzt inn í herbergið og
séð miss Mabel £ rúminu hjá
mister Gregory og að miss Mabel
hefði verið að syndga“.
„Sagði hann þetta, Ellen?“
spui'ði frú Harmston.
Kaupism htesnar
„Já, miss. Og svo kallaði hann
mig hund-tík og þefdýr og . . .
„Það var alveg rétt hjá honum.
Farðu fram £ eldhús og hataðu
sjálfa þig til bana“.
„Olivia, stattu á fætur og farðu
upp á loft“.
„Sjálfsagt, pabbi. Ég skal fara.
Sama er mér, en Logan hefur rétt
fyrir sér. Hún er skítug skepna.
Hund-tík og. .. .“
„Olivia, komdu hingað“.
Hún stóð samstundis upp og
gekk til hans. Hann sló hana all-
fast á kinnina, með flötum lófan-
um, svo að farið eftir hönd hans
sást greinilega á rauðu hörundinu.
Hún skalf, en ekkert tár kom £
Ijós. Augu hennar leiftruðu af log
andi hatri. Hún fór út.
í þögninni, sem fylgdi á eftir
brottför hennar, gat Gregory
heyrt andardrátt sinn, hljóð sem
líktist því, er maður strýkst við
netlublöð.
„Mundu eftir Osbert“, söngl-
aði Logan frammi £ eldhúsinu. —
„Oh, smán, svívirðing. Svei, svei“.
„Farðu aftur fram £ eldhús,
Ellen“, sagði frú Harmston.
Ellen leit til Berton og brosti —
fór svo út.
Berton var fölur I andliti. Gre-
gory gerði sér í hugarlund að sál-
in hefði yfirgefið hann, farið út
úr herberginu og setzt að á ein-
manalegum kletti, sem hafið lék
sífellt um, í grimmdarfullum ofsa.
„Hvers vegna 1 ósköpunum dett
ur honum £ hug að segja annað
eins og þetta um mig?“ sagði Ma-
bel. — „Hann hlýtur a'ð vera geng
inn af vitinu". Hún gaut augunum
snöggt og vandræðalega, til Gre-
gorys. —
En áhrifin af meðali Gregorys
voru enn eklci alveg horfin og
hann fann ekki til neins óróleika.
Hann var miklu fremur £ léttu og
þægilegu skapi. Hann borðaði egg-
ið sitt með beztu lyst.
Úr sæti sínu gat hann séð
klukkuturninn, viðagranna, upp-
mjóa timburbyggingu, með litlu,
oddmynduðu þaki, sem skýldi
grænmáluðu, upplituðu klukkunni.
Klukkustrengurinn virtist vera
sterkur og all-digur, en gránað-
ur af elli. Skammt frá turninum
stóð bolmikill pálmi, með fyrir
ferðarmikla krónu af dökkgræn
um blöðum. En neðan við krónúna
héngu drúpandi klasar af blikn-
uðum, dauðum blöðum og Gregory
var sannfærður um það, að þar
hlytu óteljandi sægur af maurum
og öðrum skordýrum að eiga
heima.
Hann fékk ákafa löngun til þess
að vita, hvaða pálmategund þetta
væri og skyndilega varð hann
ónotalega var við fjarveru Oliviu.
Ef hún hefði ekki verið rekin upp
á loft, þá hefði hann getað spurt
hana. Undai’legt, bráðþroska
barn. í huganum sá hann hana
eins og litinn skugga á dökku
tjaldi kvöldhúmsins. Gagnstætt
Mabel, þá myndi hún ekki hafa
fallið vel inn í umgerð Surreys.
Berkelhoost var hennar eina rétta
baksvið: Skóglendi og myrk vötn,
andar og undarlega ilmandi blóm.
Hann reyndi að bera hana saman
vic Brendu, hina látnu eiginkor.u
sína, og fann á sáma andartaki að
sama áreynslan, sama þenslan,
var £ aðsigi innra með honum. —
Áhrif meðalsins voru að fjara út.
Veggirnir virtust þéttsettir göt-
um, þar sem óteljandi augu störðu
út — á ha-nn.
Séra Harmston skákaði frá sér
bollanum og reis á fætur. Hann
baðst afsökunar og gekk £ áttina
til eldhússdyranna, án þess að
nokkur asi væri á honum.
Ef myndunum á veggnum væri
ýtt hægt til hliðar. .. .
Gregöry tæmdi bollann sinn £
einum sopa. Hann yfirgaf líkama
sinn og horfði á fölt andlit sitt,
um leið og hann reis á fætur og
ýtti stólnum inn undir borðið. —
Hann reyndi að ná fullri stjórn
yfir hreyfingum sínum, en ein-
hver óvenjuleg ákefð hafði hið
reikula sjálf hans á valdi sínu.
Hann baðst einnig afsökunar og
lagði sérstak áherzlu á orðið
„einnig“. Hann vissi ekki fylli-
lega hvort rödd hans hafði smogið
í gegnum þétta fylkingu þeirra
svipa, er hópuðust saman umhverf
is hann. En hann beið ekki eftir
því, að sjá svipbrigðin á andlitum
fólksins. Seinna gæti hann skýrt
það út fyrir þvi, hvers vegna hann
hefði orðið að fara, hvers vegna
það hefði verið nauðsynlegt að
hann yrði vitni að þvi, sem var að
gerast í eldhúsinu. Sennilega
myndu þau ekki skilja það, jafn-
vel þótt liann gæfi þeim skýring-
ar, en það gerði þá ekkert til.
í eldhúsinu voru gólffjalirnar
lausar og létu undan líkamsþunga
hans og juku á öryggisleysiskennd
hans, á sviði veruleikans.
Logan lá kjökrandi og saman-
hnipraður á eldhúsgólfinu og yfir
honum stóð séra Harmston, eins
og eitthvert risalíkneski, með góð-
látlegt bros á holdskörpv andlit-
inu. Hann var að skipa Logan að
rísa á fætur og koma út með sér.
Ellen stóð við sótblakka eldavél-
ina, sem á stóðu pottur og
ketill, er sendu mjóa, liðaða gufu-
þræði upp £ loftið. Kaffibrúnt
andlit hennar afskræmdist i ógeðs
Bérefistifskur
Prenfsmiðja
l^Yjorgunllacíí
ómó
M A RKÚ S
Eftir Ed Dodd
1) Fjallahafurinn styggðist þeg
«r hann varð var við úlfinn og
þ»ut á brott á«ur «n Markús
«M0r að hleyp* *f.
2) — Þrjóturinn þinn, tautar
Markús til úlfsins, ég sstti að ...
— Nei, þú skalt ekki skjóta á
úlfinn. Ef þú gem það, fara
fjallageiturnar langt frá okkur.
Við skulum ekki skjéta að
óþörfu.
3) — Líklega er bezt fyrir okk-
ur nú, að snúa heim í tjaldbúðir
og fara aftur aí stað í dögun.
legu glotti, sem bar vott um hat-
ursfullan hefndarþorsta. Þegar
hún varð Gregorys vör, þokaði
glottið fyrir örlitlum undrunar-
svip.
Séra Harmston lét hins vegar
alls enga undrun i ljós. Hann leit
ekki einu sinni við, til þess að
samþykkja komu Gregorys. Hann
virtist hafa allan hugann bundinn
við það verk sem hann var að
framkvæma, og ekki sinna neinu
öðru.
„Komdu nú, Logan. Stattu á
fætur. Við skulum labba út að
vinnuskýlinu".
„Berðu mig, ef ég geri rangt,
prestur", kveinaði Logan. — „En
settu mig ekki £ f jötra, sah. Gerðu
það ekki við mig. Ég bið þig af
öllu mínu hjarta“.
„Á fætur með þig“, sagði séra
Harmston brosandi. — „Það er
einungis þér til góðs“.
„Oh, prestur. Ég ætlaði alls
ekki að gera neitt rangt. Andinn
hrærði mig bara og ég varð að
tala. Mundu eftir Osbert, prest-
ur“.
„Á fætur með þig“.
„Ég varð áhorfandi að syndsam
legu athæfi i nótt, prestur og Guð
lét mig tala. Settu mig ekki í
fjötra, sah. Gerðu það ekki“.
Ellen flissaði og nuddaði sam-
an höndunum i ákafa og dökku
augun £ henni skutu neistum. —
’Hatrið flæddi i ósýnilegum straum
um um allan stutta, þéttholda lík-
amann — straumum sem virtust
eiga upptök sín i mjúku, hrafn-
svörtu, gljáandi hárinu, sem i
þetta skipti var ekki bundið sam-
an með græna borðanum, heldur
féll laust niður um herðar henn-
ar.
„Vægðu mér, sah. Vægðu mér,
prestur...." Logan leit upp og
kom auga á Gregory, sem stóð á-
lengdar. — „Oh, mister Gregory,
sah! Þér komið til þess að biðja
fyrir mér, er það ekki, sah? Biðj-
ið þér prestinn að sýna mér misk-
unn“.
„Hann talar ljótt um yður,
mister Gregory, sah. Þér skuluð
ekki biðja honum vægðar. Látið
prestinn setja hann' i fjötra og
berja hann. Það verður að berja
hann fast, prestur, þegar búið er
SSlíltvarpiö
Föstudugur 17. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
18.30 Börnin fara i heimsókn til
merkra manna (Leiðsögumaður:
Guðmundur M. Þorláksson kenn-
ari). 18,55 Framburðarkennsla I
esperanto. 19,05 Létt lög (plötur).
20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars-
son kand. mag.). 20,35 Erindi: —•
Merkilegt þjóðfélag (Vigfús Guð-
mundsson gestgjafi). 20,55 Islenzk
tónlistarkynning: Vérk eftir
Fjölni Stefánsson. — Flytjendur:
Guðrún Á. Símonar, Þuriður Pál3
dóttir, Guðmundur Jónsson, Ernst
Normann, Egill Jónsson, Han3
Ploder, Ingvar Jónasson og Gísli
Magnússon. Fritz Weisshappel
býr tónlistarkynninguna til flutn-
ings. 21,30 Útvarpssagan: Kaflar
úr „Sögunni um San Michele", eft
ir Axel Munthe (Karl ísfeld rit-
höfundur). 22,10 Erindi: Saga
frímerkisins (Sigurður Þorsteins-
son bankamaður). 22,35 Frægar
hljómsveitir (plötur). 23,15 (plöt-
ur). —
I.augarUagur 18. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar-
dagslögin". 16,30 Endurtekið efni.
17.15 Skákþáttur (Guðmundur
Arnlaugsson). — Tónleikar. 18,00
Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps
saga barnanna: „Glaðheimakvöld“
eftir Ragnheiði Jónsdóttur; V. —•
(Höfundur les). 18,55 1 kvöld-
rökkrinu: Tónleikar af plötum. a)
Daníel de Carlo og hljómsveit
hans leika létt lög. b) Barbara
Lea syngur dægurlög. 20,30 Leik-
rit: „Eva slítur barnsskónum" eft
ir Kjeld Abell, í þýðingu Ásgeir*
Hjartarsonar. — Leikstjóri: Indr-
iði Waage. 22,10 Danslög (plötur),
24,00 Dagskrórlok.