Morgunblaðið - 17.01.1958, Page 19

Morgunblaðið - 17.01.1958, Page 19
Föstudagur 17. jan. 195: MORGH1SBLAÐ1Ð 19 Rússar ætla að sanna, hvernig líf kviknaði jörði nni MOSKVU, 16. jan. — Vísindameim í Sovétríkjunum vonast til þess að geta sannað, hvernig hið fyrsta líf kviknaði á jörðinni. í þessu skyni ætla þeir að nota gervitungl. Rúss- arnir ætla með aðstoð geimgeisla að breyta ólífrænum efn- um í lífræn. — Frá þessu var skýrt í Moskvu í kvöld. Rússarnir ætla að senda með gervitungli ólífrænt efni, sem samsett er úr metan, vatnsefni og gufu, en menn vita, að þessi efnablanda var fyrir hendi hér á jörðinni fyrir milljónum ára. Gera vísindamennirmir ráð fyrir, að þegar þetta efni verður fyrir áhrifum geimgeisla, þá breytist það í líf eins og átti sér stað hér á jörðinni, þegar fyrsta lífveran kviknaði. Áður em hægt verður að gera athugun þessa, verður að leysa það vandamál, hvernig hægt sé að ná gervitunglinu óskemmdu aftur til jarðar. Dr. Fuch vœntanlegur til suðurpólsins á laugardag WELLINGTON, 16. jan. — (Reuter). — Dr. Fuch á nú ekki nema um 100 km leið til suðurpólsins og er gert ráð fyrir því, að hann og félag- ar hans komist þangað á laugardaginn. Gert er ráð fyrir, að þeir leggi af stað í 1200 mílna ferðalagið til Scottstöðvar- innar á mánudaginn. Út- varpið í Wellington segir, að förin eftir skriðbíla Hillarys geti auðveldað þeim félögum ferðina, enda sjáist þau enn mjög greinilega þrátt fyrir talsverðan vind og snjókomu. Fuch hefur beðið Banda- ríkjamennina á suðurpólnum Nýir rússneskir bílar sýndir í ILLVIÐRINU í gær öslaði hóp ur manna yfir fannir vestur við KR-húsið, til þess að skoða þar nýja gerð rússneskra fólksbíla, en þeir hafa hlotið nafnið: Volga. Meðal gesta var sendiherra Rússa hér og nokkrir starfsmenn hans. Þar voru og nokkrir em- bættismenn og einnig leigubíl- stjórar. Þeir kváðu bílinn líta vel út, minnir á Ford 1950 sagði einn. Annar sagði: Minnir mig á Willys fólksbílana. En útlínurnar eru ekki aðalatriðið heldur það hvern ig vélin er. Vélin er 4 cyl. toppventlavél. Reynslan hefur sýnt, sagði einn leigubílstjóranna, að hinir rúss- nesku bílar, sem virðast vera traustlega byggðir og um margt henta vel okkar vegum, eru ekki búnir nægilega sterkum vélum miðað við þunga. Volga-billinn, er nær 1400 kg., ætlaður fyrir bílstjóra og fimm farþega. Hann kostar 113,000 þús. til almennings en til atvinnubílstjóra 105,000 þúsund krónur. Þá er á sýningu þessarl rúss- neskur Pobeda á jeppaundirvagni með drifi á öllum hjólum en venjulegri fólksbíls yfirbyggingu, Er þetta að sjá mjög sterklegur ferðabíll. Hann er dýr, um 125.000 þús. kr. Gestir bentu á að slíkir bílar myndu henta vel embættis- mönnum í sveit, svo sem læknum, því það er að sjá sem þessi bíll komist yfir torfærur. Um- boðsmenn kalla hann „Hálegg", að senda 18 hunda þeirra fé- laga heim í flugvél. Hann vonast til þess að fá góðan byr til Scottstöðvarinnar og gerir ekki ráð fyrir, að hund- knúnu farartækjum, sem þeir félagar nota. Erlendar í stuttu Iréttir múli LUNDÚNIR: — 16. jan. (Reuter, NTB). — Að minnsta kosti 13 menn fórust í landskjálfta í borg- inni Arequipa, sem er um 500 mílur suður af Lima í Perú. Sjö af hverjum tíu húsum borgarinn ar skemmdust og eitt hverfið lagð ist alveg í rúst. — Reykský hvílir nú yfir borginni. 38 skipverjum af norska olíu- skipinu, sem brotnaði í óveðri á Miðjarðarhafi, hefir verið bjarg- að. Enn er þriggja skipverja leit- að, en þeim skolaði út. Er vonazt til, að þeir hafi komizt á flak, en þó þykir það heldur ósenni- legt, eins og sjógangurinn var. — Skipverjar þessir eru: skipstjór- inn og tvær þernur. — Olíuskipið var tæpl. 10 þúsund tonn. Hammarskjöld er í 'Lundúnum og ræðir við Lloyd utanríkisráð- herra um ástandið í löndum fyrir Miðjarðarhafsbotni og ráð til að draga úr kalda stríðinu. — Dag- ens Nyheter segir í dag, að hann muni fara til Moskvu í vor. •—o-- Dulles sagði í dag, að í svari arnir hafi þá við hinum vél- sínu við bréfi Bulganins hafi Eienhower Bandaríkjaforseti lagt áherzlu á tvennt: að utanrik isráðherrar stórveldanna undir- Lárus Pálsson — minning SÆLIR eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá. (Matt. 5, 8-> Þessi orð heilagrar ritningar eru mér ofarlega í huga er ég minnist vinar míns, Lárusar Pálssonar og trúi fastlega að fyrirheit þeirra hafi nú rætzt á honum. Lárus andaðist í sjúkra- deild Elliheimilisins 20. des. sl. Þar haði hann dvalið mörg und- anfarin ár, þrotinn að kröftum Hann var fæddur að Mágskeldu í Saurbæjarhreppi 28. ágúst 1870, sonur hjónanna Helgu Loftsdótt- ur og Páls Sigurðssonar, er voru velgefin sæmdarhjón, og á ég um þau kærar minningar frá því er þau dvöldu stundum tíma og tíma á heimili foreldra minna á Dröngum, en þar var Lárus vinnumaður þegar ’ég var lítil Ekki man ég fyrr eftir mér en ég minnist hans. Það var sem hann byggi yfir þeim töfrum að eign- ast sérstöðu í barnshjörtunum Ef til vill var það sökum þess, að hann var einn af þeim fáu, sem alltaf tókst að varðveita barnið I eigin sál þótt árunum fjölgaði, og því skildi hann börnin svo vel. Fórn og þjónusta voru sterkir þættir í lífi hans. Hann vann oftast öðrum, og alltaf af stakri trúmennsku. Þá var vinnudagur- inn langur, öll vinnuskilyrði erf- ið og kaupið lágt. Kröftum hafði hann ekki miklum yfir að ráða því hann var að eðlisfari fingerð ur, en alla sína orku lagði hanr fram og dró ekki af, húsbændum sínum og vinum til blessunar. Oít fórnaði hann nætursvefni sínum til að hugga óvært eða veikt barn, þegar hann var hjá okkur enda minntist mamma mín hans oft með þakklátum huga, því margt erfiðið tók hann af henni í þá daga var það lítt heppileg leið til vegsauka fyrir karlmann að vinna hin kvenlegri störf, hversu mikil sem annars þörfin var fyrir það. En algeng sjón var að sjá konur krjúpa við fætur karlmannanna og draga af þeim böslin, jafnvel í matartíma, sen bæði höfðu jafnlangan. Á þessa hluti lagði Lárus áreiðanlega rétt mat. Það sýndi hann í verk- inu. Eftir að hann fór frá okkur kom hann stundum í heimsókn Alltaf hafði hann eitthvað með- ferðis til að gleðja okkur með og við krakkarnir stóðum í kringum hann og hann hélt í hendur okk- ar. Þá var hátíð. Lárus hafði næmt eyra fyrir músík og lék vel á harmonikku. Mörgum árum seinna eða eftir að við og hann fluttum suðui, kom hann oft á heimili mitt, og dvaldi stundum hjá mér um skeið, alltaf mér til gleði og hjálp ar. í umsjá hans skildi ég börnin mín eftir örugg þótt ung væru, því hann var trúr í smáu sem stóru. Eitt sinn var ég í sveit með börnin, en Lárus var á með- an í íbúðinni minni. Þegar ég kom heim var þar allt fágað og prýtt, því hann var snyrtimenni svo af bar. Svo leiddi hann mig að glugganum og sýndi mér blóm in, þau höfðu vaxið heil býsn. „Ég vökvaði þau og bar þau allt- af í þann gluggann, sem sólin skein á“, sagði hann og brosti. Þetta var táknrænt fyrir hani' því hans hamingja var í því fólg in að bera öðrum birtu, þótt sjálfur sæti hann oft í skugga. Svo margs er að minnast og margt að þakka. • Hann trúði á Drottin sinn og frelsara, Jesú Krist. í trúnni var hann sem annars staðar barns- lega einlægúr og sannur. Lárus var giftur góðri konu er Jakobína hét, en missti hana á bezta aldri. Þau eignuðust eina dóttur, Helgu, sem gift er Lofti Helgasyni, bókara hér í bæ. Húr. var yndi og augasteinn föður síns og fyrir hana hefði hann fórnað öllu með gleði. Lárus var jarðsunginn frá Frl- kirkjunni 30. des. sl. „Aldrei mætzt í síðsta sinni sannir Jesúvinir fá. Hrellda sál, það haf í minni harmakveðju stundum á“. Kæri, látni vinur, hjartans þökk fyrir allt, sem þú varst mér og mínum. Sigurborg Eyjólfsðóttir. byggju ríkisleiðtogafund og hann yrði ekki haldinn nema vissa væri fyrir því, að einhver árang- ur næðist á honum. Sendiherra Breta í Moskvu af- henti Gromyko í dag svar Mac- millans við bréfi Bulganins. — í svarinu er m.a. tekið fram, hvaða skilyrðum griðasáttmáli milli Austurs og Vesturs yrði að vera háður. í dag fékk stjórn Gaillards „níunda traustið”, þegar þingið samþykkti að kippa til baka fram kominni tillögu um launahækkun til uppgjafahermanna. Forsætis- ráðherrann sagði, að allar slíkar hækkanir gengju í berhögg við stefnu stjórnarinnar í efnahags- málum og kvaðst munu gera það að fráfararatriði, ef fyrrnefnd tillaga ýrði ekki felld. ■—o— í dag lauk fundum OEEC í París án þess að niðurstaða feng- ist á því, hvaða reglur ættu að gilda um sölu landbúnaðarafurða innan samtakanna. Tillögur Breta voru harðlega gagnrýndar eins og getið hefir verið í frétt- um. —o—■ Vafalaust er mikið kolamagn á Nugssuakskaganum í Grænlandi, sagði Eske Brun skrifstofustjóri Grænlandsmálaráðuneytisins í dag, en það kostar sennilega um 100 millj. d. kr. að vinna kolin. Danir bíða nú eftir niðurstöðum enskrar rannsóknarnefndar, sem unnið hefir að því að athuga sýn- ishorn. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10. var það vegalagning, bygginga- vinna og skurðgröftur. Að löng- um vinnutíma loknum hópast unga fólkið til íþróttaiðkana, segir hann. „Ég yfirgaf Rússland — ég ef- aðist og undraðist. Þessi þjóð hefur náð langt á tæknisviðun- um, en hefur maðurinn sjálfur ekxi gleymzt“? Ekki minnzt á olíu- kyndingu Og nú ók Multani aftur til Bonn — og hlaut góðar móttök- ur. Hann giftist þýzku stúlkunni nokkru síðar, fór með hana til Finnlands — og hefur um skeið verið kennari þar í badminton. Hún ætlar að fara með honum það sem eftir er af ferðinni um- hverfis jörðu — og nú eru þau á leið til Hollands. Þaðan fara þau til Bandaríkjanna, Kanada, Mexico og síðan yfir Kyrrahaf, til A-Asíu. Það er mikið starf, sem bíður mín heima í Indlandi, seg- ir hann. Ég ætla að reyna að nota menntun mína og þroska til þess að hjálpa æsku Indlands. Það er takmark mitt. Við ætlum að læra það á 40 árum, sem Evrópa hefur verið 400 ár að læra — svo að þið sjáið, að við eigum annríkt. PILTAR. EFPIO EICIP UNMUSTDNA ÞÁ Á t(r HRIN&ANA / fóárfán l [? - A&árrflri € V L"~= PÁLL 5. PÁL5SON hæstaréttarlögmaður. Bankastræti 7. — Sími 24-200. Skjaldarglíma Armanns SKJALDARGLÍMA Ármanns fer fram að Hálogalandi, sunnudag- inn 2. febrúar n.k. kl. 16,30. Keppt verður um skjöld sem Eggert Kristjánsson, stórkaup- maður, hefur gefið. Núverandi handhafi skjaldarins er Trausti Ólafsson, Ármanni. Þeir, sem ætla að taka þátt í glímunni, þurfa að gefa sig fram við Hörð Gunnarsson, íormann glimudeildar Ármanns, eða Guð- mund Ágústsson, glímukennara, l Mindszenty — „til himna“ BÚDAPEST, 16. jan. — Ferenc Miinnicli, varaforsætisráðherra Ungverjalands, sagði í dag, að „Mindszenty gæti verið í banda- ríska sendiráðinu eins lengi og hann vildi og siðan gæti hann far ið til himna". Ráðherrann sagði þetta á fundi með bandarískum blaðamönnum og ritstjórum, sem heimsækja um þessar mundir nokkur lönd í Austur-Evrópu, þ. á m. Rússland. — Laugarnesskóli Framh. af bls. 6. vandræði, og klögumálin ganga á víxl, ef þau taka sælgætismola hvert frá öðru. Foreldrarnir eiga erfitt með að skilja ástæðurnar til þess, að þau mega helzt ekki víkja peningum að börnum sín- um, er þau fara að heiman til okkar. Þetta er ef til vill eðlilegt skilningsleysi, en veldur okkur oft vandræðum að óþörfu. Ánægjulegast — þegar börnin una sér vel En starfið hefir líka sínar skemmtilegu hliðar. Ánægjuleg- ast er það, þegar börnin una sér vel og vilja gjarna koma aftur, þegar þau taka framförum and- lega og líkamlega og foreldrar hafa orð á því, að þau læri góða siði og þeim fari fram í skólanum. ★ ★ ★ Þó að heimavistin í Laugar- nesskólanum láti lítið yfir sér, er hér um að ræða mjög merkan þátt í skólastarfinu — viðleitni til að koma í veg fyrir, að örð- ugar aðstæður verði börnunum að fótakefli í námi og skólastarfi. Félagslíf Slúlkur! - Munið! að æfingin er í kvöld kl. 7 e.h. í Háskólanum. — Greiðið árs- gjaldið í kvöld. Körfuknattleiksdeild K.R. KnattspyrnufélagiS Þróttur 3. f 1.: Félagsvist í bragganum í kvöld, föstudag, 17. jan. 1958 kL 8,30. Mætum allir. — Nefndút. Frá Guðspekifélaginu Fundur í stúkunni Septimu 1 kvöld kl. 8,30, í Ingólfsstræti 22. Grétar Fells flytur erindi: „And- lit drottins". Gestir velkomnir. — Kaffi — _______________ Kennsla KENNSIA Enska, danska. — Örfáir tímar Iausir. — Kristín Óladóttir, Berg- staðastræti 9B. — Simi 14263. Betri sjón og betra útlit með nýtízku-gleraugum frá TÝLI h.í Ég færi öllum samstarfsmönnum, ættingjum og vinum, mínar innilegustu þakkir fyrir mér auðsýnda vináttu og sæmd á sextugsafmæli mínu. Sigm. Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.