Morgunblaðið - 17.01.1958, Síða 20

Morgunblaðið - 17.01.1958, Síða 20
13. tbl. — Föstudagur 17. janúar 1958. Mestu óveður vetrarins ■Á MESTA óveður sem komið hefur á þessum vetri geisaði um mikinn hluta landsins í gær. Hér í Reykjavík var stormur allan daginn og rak á svo dimm hríðarél að vart sá út úr augum. -Á Óveður þetta hafði í för með sér ýmsar truflanir. Rafmagnið tók af, ferðir strætisvagna um bæinn töfðust mjög vegna ófærðar •— Slys varð ekki á fólki. — Á Lækjartorgi hné kona niður og var hún örend er að var komið. ■^r Á bls. 18 er sagt nánar frá óveðri þessu. Veðurfræðingarnir spáðu í gærkvöldi áframhaldandi stormi og snjókomu í dag. Ekkerf bann við að gefa upplýsingar í sambandi við kosningarnar Sjálfstæbisfólk, hafib samband við hverfisskrifstofur flokksins Úr hinni „gulu bók“ „sérfræðinga“ ríkisstjórnarinnar: „Athygli skal vakin á því, að ekki er ætlazt til, að húsaleigunefnd geti leigt út húsnæði, sem er hluti af íbúð leigusala, t.d. liefur sam- eiginlegan umgang um W. C. og bað“. Almennur kjósendafund ur D-listans í Hafnarfirði nœstkomandi mánudag Þ E G A R ríkisstjórnin lagði ' frumvarp sitt um kosninga- hömlur fyrir Alþingi var í því það furðulega ákvæði, að refsivert væri að segja frá því, hvort maður sjálfur eða aðrir hefðu kosið. Stjórnarliðið á Alþingi neyddist til að viðurkenna VAkra- nes SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akra nesi halda kvöldskemmtun á laugardagskvöldið. Skemmtunin verður í Sjálfstæðishúsinu og hefst klukkan 9. Á skemmtuninni verða m.a. flutt stutt ávörp og þeir Kristinn Hallsön og Guðmundur Guðjóns son syngja. Einnig verða sungn- ar gamanvísur og eru skemmti- kraftarnir frá Akranesi. Allir stuðningsmenn Sjáif- stæðisflokksins eru velkomnii á skemmtun þessa. UM HÁDEGISBILIÐ í gær var ákveðið, að varðskipið Þór skyldi fara togaranum Gerpi til hjálpar, en hann er með bilaða vél í hafi, sem kunnugt er af fréttum. Mun Foráttubrim AKRANESI, 16. jan. — Hér var ofsaveður í alla nótt og í allan dag. Er þetta með verstu veðr- um, sem komið hafa og fylgir því foráttubrim. Moldbylur allt- af með köflum og stundum él á él ofan. Menn voru í bátunum hér í nótt, en ekkert mun hafa orðið að þeim. Hér er enn vest- anstormur harðhvass. Nokkru fyrir jólin gerði hér útsynning og gekk þá efri endi fremsta bryggjukersir.s í aðalhafnargarð- inum inn um 16 sm. Þá rétt á eftir var kerið fyllt með möl, sem kyngt var ofan í það. Veðurs vegna hefir ekki verið hægt að mæla núna hvort kerið hefir gengið meira inn í þessu ösku- roki og sjógangi. Nokkrar rafmagnstruflanir hafa verið hér í dag, og er orsök- in sú, að strengir hafa slegizt saman á háspennulínunni hjá Fiskilæk. Þar liggur línan hátt, og þar er hún mjög áveðra fyrir vestanroki. — Oddur. réttmæti þeirrar gagnrýni Sjálfstæðismanna, að hér væri um svo freklega rétt- arskerðingu að ræða, að hún samrýmdist ekki lýðræðisleg- um stjórnarháttum. Var því ákvæði þetta fellt niður. Fólki er bví fullkomlega heimilt að gefa allar upplýs- ingar i sambandi við kosning- arnar á sama hátt og verið hefir. Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú opnað kosningaskrifstofur í hinum ýmsu bæjarhverfum. Er allt Sjálfstæðisfólk og aðr- ir stuðningsmenn D-listans hvatt til þess að hafa samband við kosningaskrifstofuna í við komandi hverfi og veita allar þær upplýsingar, sem að gagni mega koma við undirbúning kosninganna. Reykvíkingar munu á verð- ugan hátt svara tilraunum ríkisstjórnarinnar til þess að koma glundroðaliði sínu til valda í Reykjavik með kosn- ingahömlum og brellum. Með samstilltu átaki munu Reyk- víkingar hrinda áhlaupi and- stæðinga höfuðborgarinnar og tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan sigur. varðskipið draga togarann til hafnar á Seyðisfirði. Um hádegisbilið í gær, sneru vátryggjendur og útgerðarstjórn Gerpis sér til Landhelgisgæzl- unnar og óskuðu að skip yrði sent til þess að draga Gerpi til hafnar. Hafði varðskipið Þór verið um 70 mílur frá Gerpi er hann bað um hjálp í fyrradag, og ákveðið var að togarinn ísborg frá ísafirði skyldi sendur á vett- vang. Isborg var, þegar þetta gerðist á leið til Reykjavíkur, en hélt héðan til Færeyjar. Um há- degisbilið í gær var fsborg út af Stafnesi í stormi og stórsjó og sóttist ferðin seint. Varðskipið Þór var væntanlegt Gerpi til hjálpar um klukkan 8 í gærkvöldi. HAFNARFIRÐI. — Sjálfstæðis- félögin halda almennan kjósenda fund í Hafnarfjarðarbíói n.k. mánudagskvöld og hefst hann kl. 8,30. Á fundinum flytja ávörp og ræður, Vaigarð Thoroddsen, Elín Jósepsdóttir, Helgi S. Guðmunds- son, Eggert ísaksson, Hulda Sig- urjónsdóttir, Páll V. Daníelsson, Ólafur Elísson, Þorgrímur Hall- dórsson, Árni Grétar Finnsson og Stefán Jónsson. Fyrir Cnndinn leikur hljóm- sveit Carls Billich létt lög, og einnig syngja þau Þuríður Páls- dóttir og Guðmundur Jónsson, óperusöngvarar, einsöng og tví- söng með undirleik F. Weiss- happel. í Hafnarfirði er nú háð mjög hörð kosningabarátta. Er það mál manna, að möguleikar Sjálfstæð- isflokksins til þess að ná hrein- um meirihluta í bæjarstjórn Hafn AKRANESI, 15. janúar. — Ösku þreifandi bilur og versta rok hefur verið hér í allan dag. Akra- borg varð að fella niður síðari áætlunarferðina hingað í dag vegna veðursins. Sex línubátar voru á sjó héðan í nótt. Aflinn var 1—3,5 lestir á bát. — Oddur. arfjarðar, hafi aldrei verið jafn- miklir síðan í bæjarstjórnarkosn- ingunum 1938, en þá hélt Alþýðu flokkurinn meirihluta sínum með aðstoð kommúnista með aðeins 14 atkvæða mun. SjálfstæðiSmenn og aðrir kjós- endur D-listans í Hafnarfirði nminu því fjölmenna á fundinn á mánudaginn og halda áfram þeirri markvissu baráttu, að tryggja Ilafnfirðingum trausta stjórn Sjálfstæðismanna næsta kjörtímabil. — G.E. Sjálf- stæðisfólk SJÁLFSTÆÐISPÓLK er vildl aðstoða við skriftir er vinsam- lega beðið að hafa samband við skrifstofuna í Sjálfstæðishúsinu. Verkamenn munu leita réttar síns ÞJÓÐVILJINN heimtar með miklu yfirlæti í gær, að nöfn þeirra verkamanna verði birt, er kommúnistar hafi neitað um fé- lagsréttindi í Dagsbrún og hótáð ofbeldi í skrifstofu félagsins. — Þessi krafa kommúnistanna í Dagsbrún er eitt það furðulegasta sem fram hefir komið úr þeirri átt, því bezt ættu þeir að vita nöfn þeirra mörgu verkamanna, sem þeir hafa neitað um félags- réttindi þvert ofan í lög og regl- ur. En þó að kommúnistum hafi ,nú tekizt vegna valdaaðstöðu sinnar í stjórn félagsins að níðast þannig á verkamönnum, skulu þeir vita það, að slík framkoma verður ekki þoluð og munu þeir verkamenn sem þessari meðferð hafa sætt, leita réttar síns á ann- an hátt. Austurrískur námsstyrkur MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI Austurríkis býður íslenzkum stúdent styrk til náms við austur ■ískan háskóla skólaárið 1958—59. Námsstyrkur þessi er að fjárhæð 13.800 austurrískir schillingar, og greiðist styrkþega með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á átta mánuðum. Tilskilinn námstími er frá 1. nóvember 1958 til 30. júní 1959. Þeir einir umsækjendur koma til greina, sem þegar hafa stundað háskólanám a.m.k. í tvö ár. Umsóknir sendist menntamála ráðuneytinu, stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 15. apríl n.k. (Frá menntamálaráðuneytinu) Japanir ráðgera að smíða 65 þúsund tonna olíuskip og hefst smíðin innan árs. Vinnið oð sigrí Sjóli- stæðisflohhsins ALLT Sjálfstæðisfólk í Reyltjavík er livatt til að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn bæði á kjördegi og fyrir kjördag. Skrásetning á sjálfboðaliðum fer fram í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu daglega kl. 9—12 ag 13—19. Fólk er áminnt að láta skrá sig til starfa sem fyrst. Sjálfstæðisflokkurinn. Heimdallur, F.U.S. efnir til almenns fundar Æskan og Reykjavík i Sjálfstæbishúsinu á sunnudag kl. 2 e.h. HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna efnir til almenns fundar í tilefni af bæjarstjórnarkosningunum um umræðuefnið „Æskan og Reykjavík“. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu kl. 2 á sunnudaginn. Á fundinum flytja ræður: Geir Hallgrímsson, bæjarfulltrúi. Höskuldur Ólafsson, sparisjóðsstjóri. Hörður Einarsson, menntaskólanemi. Guðjón Sigurðsson, formaður Iðju. Ragnhildur Helgadóttir, alþm. Birgir Gunnarsson, form. Stúdentaráðs og Guðmundur H. Garðars, formaður V. R. Æska Reykjavíkur hefur við undanfarnar bæjarstjórnarkosn- ingar veitt Sjálfstæðisflokknum, öruggt brautargengi, enda hefur bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins ávallt haft opin augun fyrir þörfum og áhugamálum æskunnar í bænum. Heimdellingar hafa undanfarið unnið af alefli að undirbúningi kosninganna og er þess að vænta að þeir og annað æskufólk, sem vill stuðla að sigri Sjálfstæðisflokksins fjölmenni á fundinn, en að sjálfsögðu er öllum Sjálfstæðismönnum heimill aðgangur. Þór á leið fiil landls með fiagasranii Gerpi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.