Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. jan. 1958 Níu kosnsngaskrifstofur Sjálfstœðismanna víðsvegar um bœinn Nes- og Melahverfi 1 KR-húsinu (inngangur frá Granaskjóli). Sími 1-30 97. — Opin kL 5—10 e. h. Miðbærinn (frá ÓSinsgötu að Aðalstræti). Að Laufásvegi 58. Sími 1-27-43. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. Vesturbær Að Ægisgötu 10. Sími 1-12-88. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. Austurbær Að Hverfisg. 42 (2. hæð). Sírai 1-47-22. Opin kl. 2—6 og 8—10 e.h. Hlíða- og Holtahverfi Að Miklúbráut 50. Sími 1-Í7-79. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. Norðurmýri. Að Miklubraut 15 (Rauðarárstígsmegin). Sími 1-48-69. Opin kL 5—10 e. h. — Langholt*- og Vogahverfi Að Sigluvogi 15. Sími 3-31-59. Opin kl. 10—12 f. h. qg kl. 2—6 og 8—10 e. h. — Laugameshverfi Að Kleppsvegi 50. Sími 3-33-81. Opin kl. 8—10 e. h. Smáíbúða- og Bústaðahverfi Að Sogavegi 94. Sími 1-86-47. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. O—ooAoo—O I skrifstofunum liggja framrai kjörskrár, og eru þar gefnar allar upplýsingar, er kosningarnar varða. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofurnar í hverfum sínum hið fyrsta. Frémsta bryggjukerið á Akranesi sprakk á Jbrem stöðum i óveðrinu Verkamannablaðið VERKAMANNABLAÐIÐ blað lýðræðissinna í Dagsbrún er komið út og er 8 síður að þessu sinni. Birtast í því fjöl- margar greinar um félags- og hagsmunamál Dagsbrúnar ásamt allmörgum viðtölum við verkamenn. Blaðið fæst 4 upplýsingaskrifstofu lýðræðis- sinna í Dagsbrúnarkosningun- um í Þingholtsstræti 1 (uppi). Sölubörn komið og seljið blað ið. Síðasti bæjarstiórnar- fundurinn í fyrrakvöld BÆ J ARSTJ ÓRN ARRFUNDIN- UM í fyrrakvöld lauk ekki fyrr en kl. 1,30 um nóttina. Höfðu 16 mál verið á dagskrá, þar á meðal allmörg mál, sem fulltrúar minni hlutaflokkanna höfðu lagt fram, en það er siður þeirra að rumska þá fyrst, þegar skammt er til Þjóðoratkvæði í Kashmir ijurstæit segir foringi stjórnarandstÖðunncir AKRANESI, 17. janúar. — Við hamfarir náttúrunnar í fyrrinótt hefir fremsta kerið hér í aðal- hafnargarðinum látið á sjá. í morgun, er menn fóru að athuga hvað gerzt hefði sást að þetta ker hafði sígið að framan um pað bil 35—40 sentimetra. Samskeytin sópuðust burt Um leið og kerið seig myndað- ist 15 sentim. bil í bryggjugólfið. Þar undir var upphaflega 60—80 sm. bil, þar sem nýja kerið kemur við gamla enda garðsins, en sem steypt hafði verið í bæði að innani' og utanverðu. Hafa þessi sam- skeyti sópast burt í briminu, og stendur því súgurinn þar í gegn. Sprakk á þrem stöðum Þá hefur kerið einnig sprungið í brimrótinu á þremur stöðum, þvert yfir og í gegn. Er bagalegt að kerið skyldi verða fyrir svona miklum skemmdum, því það er fremst í hafnargarðinum og mæð ir mikið á því. Erfitt er um end- urbætur svona um miðjan vetur og vetrarvertíð hafin. — Oddur. SBINAGAR, Kashmir, 17. jan. — Ghulam Mohammed Sadiq, leið- togi helzta stjórnarandstöðu- flokksins í Kashmir, sagði í gær- kvöldi, að allt tal um þjóðar- atkvæði til að ákveða framtíð landsins væri fjarstæðtt. Þegar hann gerði grein fyrir afstöðu flokks síns til þjóðarat- kvæðis, sagði hann m.a., að um- ræður um þessi mál mundi bara leiða til þess, að önnur ríki færu að hlutast til um málefni Kash- mirs, auk þess sem þær gerðu ekki annað en rugla landsmenn í ríminu. Aðild landsins að ind- verska ríkjasambandinu árið 1947 væri endanleg, sagði hann, enda hefði hún verið samþykkt af þingi landsins. Þá vék hann að þeirri hug- mynd Sheikh Abdulla, fyrrver- andi forsætisráðherra í Kashmir, að landið yrði algerlega sjálf- stætt, og sagði að hún væri að- eins vatn á myllu þeirra ríkja, sem síðast liðin 10 ár hefðu með öllu móti reynt að spilla sam- bandi Kashmirs við Indland og gera landið að alþjóðlegu bit- beini. Flokkur Sadiqs er brot úr stjórnarflokki landsins, en sagði Foot landstjóri bjartsýnn á lausn Kýpur -vandans Kópa- vogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins i Kópavogi er að Melgerði 1. Opin frá kl. 10 til 10 daglega. Símar: 19708 og 10248. Stuðningsmenn D-listans í Kópavogi. Hafið samband við skrifstofuna. LONDON 17. jan. — Sir Hugh Eoot, landstjóri Breta á Kýpur, ræddi við fréttamenn í dag, og tjáði þeim, að lausn Kýpur-vand- ans kynni að vera skammt undan. Foot hefir setið ráðstefnu í Lon- don undanfarna 17 daga, en hélt í dag áleiðis til Kýpur. Þegar brezka þingið kemur saman á þriðjudag eftir jólaleyfið, verður gefin út opinber yfirlýsing um niðurstöður viðræðnanna í Lon- don. Foot bar lof á Lennox-Boyd ný- lendumálaráðherra fyrir ágætt samstarf síðan hann varð land- stjóri í byrjun desember. Hins vegar vildi hann ekki segja neitt Utankjörstaðakosning ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og i Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst- húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. dagl, sunnud. kl. 2—6. e.n. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 1, veitir allar upplýsingar og aðstoð i sambandi við utankjör- fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10 daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00, 2 47 53 og 1 22 48. um Makaríos erkibiskup að svo komnu máli, en hann hefur verið í útlegð frá Kýpur síðan í marz 1956 og dvelst nú í Aþenu. Foot kvaðst engan veginn vilja gera lítið úr erfiðleikunum, en hins vegar væri hann þess full- viss, að finna mætti lausn, sem bæði Grikkir og Tyrkir gætu sætt sig við. Við eigum miklu meiri velvilja að fagna á Kýpur en margir virðast gera sér Ijóst, sagði hann. Ég tala af eigin reynslu, þvi ég hef ferðazt um þorp og borgir eyjarinnar og hvar vetna mætt velvilja og skilningi. Það vakti mikla athygli á sín- um tíma, þegar landstjórinn neit aði að hafa um sig hervörð og fór út á meðal fólksins til að ræða við það um vandamál þess. Rétt áður en hann fór til Lon- don, fór hann ríðandi til ýmissa þorpa umhveirfis Nikósíu og hitti bændurna að máli. Hillary kemur til móts við Fuchs WELLINGTON, 17. jan. — Sir Edmund Hillary flýgur til suður- pólsins á morgun til að taka á móti dr. Vivian Fuchs *g leið- angri hans, en hann býst við að komast til pólsins á morgun eða sunnudag. í morgun tilkynnti dr. Fuchs, að hann væri um 130 kíló- metra frá pólnum. sig úr lögum við óháða starfsemi. hann og hóf Ný rakarasfofa BJÖRN HALLDÓRSSON, hár- skeri, opnar nú eigin rakarastofu í verzlunarhúsinu að Hjarðarhaga 47 og er þetta eina rakarastofan í Hagahverfi og næsta nágrenni þess. Er rakarastofan hin vist- legasta. Björn nam iðn sína norð ur á Akureyri og um nokkurt árabil vann hann i rakarastofunni í Eimskip, hjá Sigurjóni Sigur- geirssyni í Veltusundi og víðar. ’ kosninga og fara þá að flytja til- lögur. j Þetta var síðasti fundurinn fyr ' ir kosningar. Getur verið að 'þetta sé einnig síðasti bæjar- j stjórnarfundurinn sem haldinn j verður í Kaupþingssalnum á efstu hæð Eimskip, því að bæjar- stjórnarsalurinn að Skúlatúni 2, er nú að verða tilbúinn. ★ Þegar þessum síðasta fundi kjörtímabilsins lauk, reis forseti bæjarstjórnar, Auður Auðuns úr sæti. Hún þakkaði bæjarfulltrú- um ánægjulegt samstarf. Magnús Ástmarsson tók til máls fyrir hönd bæjarfulltrúa. Hann þakk- aði Auði fyrir sérlega góða, rögg- sama og drengilega fundarstjórn. Eins og að framan segir, er hugsanlegt, að þetta verði síðasti fundur bæjarstjórnar í Kaup- þingssalnum. Þar hafa fundir ver- ið haldnir í um 20 ár við þröngt húsrými. Hinn nýi bæjarstjórnar salur að Skúlatúni 2, sem nú er langt kominn verður mjög vand- aður og rúmgóður. Þar verða m. a. á svölum rúmgóðir áheyrenda- pallar og stúkur fyrir blaðamenn. Pineau hjá Lloyd LONDON, 17. jan. — Christian Pineau utanríkisráðherra Frakka kom til Lundúna í dag til að ræða við Selwyn Lloyd utanríkisráð- herra Breta. Pineau ók beint af flugvellin- um ásamt franska sendiherranum í Lnudúnum til Chequers, sem er hin opinbera sumarhöll brezkra forsætisráðherra, en þar var Lloyd staddur. Um svipað leyti kom Hammar- skjöld framkvæmdastjóri S. Þ. til Lundúna frá Chequers, eftir að hann hafði rætt um alþjóðamál við Lloyd daglangt. Hammar- skjöld flaug frá New York í gær- kvöldi og hafði næturgistingu í Chequers, en flýgur aftur vestur í kvöld. Pineau lét ekkert uppi um er- indi sitt, þegar hann lenti í Lund- únum. Hann flýgur aftur til Par- ísar síðari hluta dags á morgun. Ekkert hefir komið fram opin- berlega um viðræður þeirra Hammarskjölds og Lloyds. Snkarno hjá Tito BELGRAD, 17. jan. — Sukarno forseti Ingónesíu kom til Belgrad í dag flugleiðis í tveggja daga heimsókn. Kom hann með banda- rískri flugvél frá Kaíró. Tító for- seti tók á móti honum á flugvell- inum og óku þeir síðan til gam- allar hallar í útjaðri Belgrad, þar Sukarno býr meðan hann dvelst í borginni. Það er haft fyrir satt, að Jú- góslavar muni veita Indónesum „siðferðilegan stuðning“ í deilu þeirra við Hollendinga út af Irian (vesturhluta Nýju-Guineu) Þá er sagt að Júgóslavar muni veita Indónesum einhverja efna- hagsaðstoð og e. t. v. selja þeim vopn. Sukarno hefur þegar heimsótt Indland og Egyptaland, þar sem hann ræddi við Nehru og Nasser, en hann hefur sjálfur lýst yfir því, að ferðalag hans sé fyrst og fremst til heilsubótar honum sjálfum. Júgóslavía er eina Ev- rópuríkið, sem hann heimsækir að þessu sinni. Fjársöfnun Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN og konur! Söfnunin í kosningasjóð flokksins er hafin! Leiðin liggur í Sjálfstæðishúsið við Austurvöll, þar sem fram- lögum er veitt viðtaka. Sérhvert framlag — smátt og stórt — I kosningasjóðinn er vel þegið. Skrifstofan er opin alla virka daga klukkan 9—7 og á sunnu dögum klukkan 2—6. Sími 17100. „25 króna veltan" SKRIFSTOFAN í Sjálfstæöishúsinu er opin hvern virkan dag kl. 9—7. Simar: 16845 og 17104. Hver einasti Sjálfstæðismaður lætur það að sjálfsögðu verða sitt fyrsta verk að taka áskorununni og styrkja með því Sjálf- stæðisflokkinn. Þátttakan í veltunni er þegar orðin mikil. Ef allir þeir, sem skorað hefur verið á, taka áskoruninni, verður árangurinn stór- glæsilegur. Samtaka nú! Skrifstofa Sjálfsiæðisflokksins v/ð Austurvöll er opin alla virka daga kl. 9-7 og sunnudaga kl. 2-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.