Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. jan. 1958
MOTtCT’NBLAÐIÐ
9
Frú Gróa Péfursdóttir:
Sjálfstæðismenn hafa vakandi
forystu í málefnum bæjarins
OKKUR VESTURBÆIN GUM
kemur alltaf vel saman um það,
að við eigum heima í einhverjum
snyrtilegasta og fallegasta hluta
Reykjavíkur. En hverjum þykir
sinn fugl fagur og það eru mörg
falleg hverfi komin upp eða eru
að koma upp í bænum, og ég
hugsa að hvei'jum þyki vænt um
sitt hverfi eða sinn bæjarhluta.
Margt er í sköpun, ýmislegt á
eftir að gera hér og þar. Það ex
eins og gengur, það fæst ekki allt
í einu, en í fyllingu timans fá
þau hverfi, sem nú eru i æsku,
sinn fulorðins-svip, á svipaðan
hátt og Vesturbærinn er búinn
að fá, en hann er með elztu hlut-
um Reykjavíkur.
Vesturbæingar munu mjög
fagna því, þegar Sorpeyðingar-
stöðin kemur upp núna á næst-
unni og hætt verður að nota
ströndina vestur frá í sambandi
við öskuhaugana, eins og gert
hefur verið. Sorpeyðingarstöðin
er mjög mikið skref fram á við
og efast ég um að bæjarbúar geri
sér allir ljóst, hvað í því felst.
Hér er um eitt mesta þrifnaðar-
mál allra bæjarbúa að ræða, en
það snertir ef til vill Vestur-
bæinga ekki hvað sízt. Þegar
hætt verður að fara með sorpið
á þann hátt sem verið hefur,
verður unnt að jafna og bæta um
strandlengjuna vestra og þá opn-
ast möguleiki fyrir fallegum
vegi meðfram ströndinni.
Nú er að rísa upp sundlaug
Vesturbæjar, en fyrir henni hafa
menn mikinn áhuga. Hreyfing
um það að koma upp slíkri sund-
laug hófst meðal Vesturbæinga
sjálfra og skutu þeir saman
nokkru fé til byrjuarfram-
kvæmda. Síðan hefur staðið á
ýmsu, svo sem opinberum leyf- j
um og fleira, en nú er skriður
kominn á málin og bygging hafin. J
Eins og ég sagði fyrr er Vestur- j
bærinn með eldri hverfum
Reykjavíkur. Það hefur sína
kosti og líka sína galla. Ein af-
leiðingin af því hve Vesturbær-
inn byggðist tiltölulega snemma
er sú, að þar er sums staðar erfitt
að koma fyrir leikvöllum fyrir
börnin, vegna þess að ekki var
gert ráð fyrir þeim í gamla daga,
þegar bæjai-hverfið byggðist. Er,
margir stórir vellir hafa nú kom-
ið upp, og í Drafnarborg er stórt
dagheimili. Ákvörðun bæjarins
um að stofnsetja fæðingarh'eimili
vekur almenna ánægju meðal
kvenna í bænum. Það er mikill
feginleiki yfir því, að Reykja-
víkurbær skyldi taka þetta mál
að sér. Fæðingardeild Lands-
spítalans var á sínum tíma gott
spor, en þróunin hefur orðið sú,
að miklu fleiri konur vilja eiga
börn sín á slíkri stofnun, heldur
en gert var ráð fyrir í upphafi.
Að vísu er það svo, að mikill
fjöldi kvenna vill eiga börn sín
heima, en þá er sú hindrun, að
mjög víða skortir nauðsynlega
hjálp á heimilunum, þannig að
konur eru neyddar til þess að
leita til slíkrar stofnunar. Fæð-
ingardeildin er fyrir löngu orðin
alltof lítil og það er nú mikil
umbreyting að fá aðgang að hús-
unum við Eiríksgötu. Þar er gert
ráð fyiir að fram fari eðlilegar
fæðingar, en langmestan hluta
allra fæðinga ber að með eðli-
legum hætti. Ef fyrirsjáanlegt er
að eitthvað muni út af bera er
fæðingardeild Landspítalans til
taks. Og ennfremur ef eitthvað
óvænt ber að höndum, þá er sú
stofnun með fullkomnustu tækj-
um og læknum til í næstu nálægð.
Fæðingardeildin var einmitt í
upphafi ætluð til þess að gegna
slíku hlutverki, og nú eftir að
stofnun er komin upp til þess
að annast um eðlilegar fæðingar,
þá ætti fæðingardeild Landspít-
alans að geta notið sín til fulls
við sitt sérstaka hlutverk.
Það er mikið gert fyrir ung-
viðið í Reykjavík. Það blasir alls
staðar við, hvernig því er
sinnt. Upp rís nú stórt íþrótta-
svæði, íþróttafélögin eignast sín
félagsheimili, börnin sína leik-
velli, dagheimili og tómstunda-
heimili, en meðal foreldra er al-
menn ánægja með þau. Tóm
stundaheimilin veita ungviðinu
verkefni og halda því frá solli og
það hefur fjölda mörgum heim-
ilum orðið mikið liðsinni að þess-
á bágt með að bjarga sér að
fullu. Til dæmis er húsaleigan
mikill þröskuldur í vegi þess að
slíkt fólk geti bjargað sér áfram,
eins og það vill. Það vill miklu
síður fara á Elliheimili, þó það
ið svo farsæl að nú er Reykja-
vík sá staður á öllu íslandi, sem
menn helzt vilja búa á. Bæjar-
búar verða þess líka sífellt varir
hve forustumennirnir í bæjar-
málunum eru vakandi um hag
Reykjavíkur. Þeir sjá það líka,
að það er hugsað um að prýða
bæinn og fegra, Auk þess sem
hugsað er um velferð fólksins,
heilsufar og hag.
Sjálfstæðismenn þurfa ekki að
kvíða komandi kosningadegi, ef
sig á því að láta ekki svæfa
áhugann með áróðri um að Sjátf-
stæðisflokkurinn sé öruggur.
Meðan Sjálfstæðisflokkurinn hef
ur ekki nema eins atkvæðis meiri
hluta í bæjarstjórn, er hann aidr-
ei svo öruggur að allir flokks-
menn, og aðrir, sem fylgja vilja
flokknum, þurfi ekki að leggja
sitt ýtrasta til þess að tryggja
meirihluta flokksins. Ósigur
Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn-
arkosningunum væri ógæfa
Reykjavíkur en sigur Sjálfstæð-
ismanna væri sigur Reykjavíkur
þeir standa vel saman og vara og Reykvíkinga
jl ctUjLouutUl'
um stofnunum. En eitt er það mál,
sem ekki mætti gleymast og
þyrfti að taka föstum tökum í
framtíðinni, en það er aðstoð til
eldra fólks. Á ég þar við eldri
hjón og einstætt fólk, sem er
orðið við aldur og vill vinna en
Fjöldi unglinga hefir sótt tómstundaheimili Æskulýðsráðs Reykjavíkur og notið þar tilsagnar,
fræðsiu og skcmmtunar.
óttist sízt að það fái ekki góðan
aðbúnað. En þetta fólk heldur í
lengstu lög í vonina um að geta
bjargað sér sjálft, að mestu eða
öilu leyti, af eigin kröftum., ___________________________
Margt af þessu fólki er vel fært
um að leggja fram vinnu að >
vissu marki, en það þarf aðstoð iUM OG EFTIR aramotm hefur
að nokkru leyti og þá eins og ég i skák.iífið fkki ,ve.rl,ð ™J°g ^
sagði áðan, ekki sízt með húsa
SKAK
leiguna. Innan raða Sjálfstæðis-
flokksins hefur verið rætt um
þetta mál. Komið hefur til orða
að ef til vill væri unnt að ráð-
stafa nokkru húsnæði handa
slíku fólki til þess að létta því
baráttuna og fá því bækistöð til
þess að geta stundað vinnu sína.
Á
Málefnin eru mörg, sem vinna
þarfa að. Reykjavík er stór og
fer stækkandi og alltaf blasa við
ný og ný viðfangsefni. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur miklu og
skemmtilegu hlutverki að gegna,
að hafa forystu í slíkum bæ, sem
Reykjavík er. Hér er allt í sköp-
un, allt á hreyfingu, alltaf eitt-
hvað nýtt og nýtt, sem sinna
þarf. Hér er verkefni fyrir stóran
og vakandi flokk, eins og Sjálf-
stæðisflokkinn, enda hefur hann
leyst störf sín af hendi með prýði.
Forusta Sjálfstæðismanna í bæj-
armálum Reykjavíkur hefur ver-
Börn að leik á barnalcikvöllum.
| skrúðugt hér á íslandi en aft-
| ur á móti hafa bæði Holland og
i England haldið skákmót um jólin.
I Hastings sigraði P. Kei'es með
nokkrum yfirburðum, en næstir
komu Gligoric og Dr. Filip. f
Bewervic er hafið stórmót í til-
efni af 20 ára afmæli nýjársmóta
þar. Meðal þátttakenda eru D.
Bronstein, Euwe, G. St&hlberg,
Pilnik og O’Kelly, sem allir eru
stórmeistarar.
Hvítt: R. Teschner (Þýzkaland.)
Svart: M. Tal (Rússland.)
Sykileyjar-vörn
1. e4, c5; 2. Rf3, Rc6; 3. d4, cxd4;
I 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, d6; 6. g3,
Leikurinn gefur hvítum mjög tak
markaða möguleika á frum-
kvæðinu, en leiðir aftur á móti
til fastrar stöðu. 6. Bg5 eða Bc4
henta ekki eins vel hinum rólega
skákstíl Teschner. 6. —, g6; 7.
Bg2, Til skemmtilegra sviptinga
leiðir 7. Rde2 og á þann hátt að
halda í riddarann, en svartur
getur byggt upp mótsókn með
h5, Bc7 og Dc8. 7. —, Rxd4; Ein-
faldasta leiðin til að jafna stöð-
una. Eftir 7. —, Bg7 tapar svartur
skiptamun vegna Rxc6 bxc6. e5
og Bxc6f. 8. Dxd4, Bg7; 9. o-o,
o-o; 10 Dd3, Be6; 11. Rd5, Mark-
mið hvíts er að staðsetja vel sína
menn, og þvinga svartan til að
skipta á d5 en þá verður peðið
á e7 þægilegur sóknarpunktur
fyrir hvítan. Þessi áætlun er því
aðeins framkvæmanleg að svart-
ur tefli rólega og geri ekki nógu
ákveðnar sóknartilraunir.ll. —,
Hc8; 12. c3, Hfe8; Tal skipuleggur
lið sitt hratt og nákvæmt, Hrók-
num er ætlað að valda peðið á
e7 og losa þannig drottninguna,
sem á að herja á drottningararm
hvíts. 13. Be3, Da5; 14. h3(?)
Þótt þessi leikur sé ekki bein-
línis rangur er hann allt of hæg-
fara. í athugasemdum sýnum í
„Schachmaty“ bendir Tal á 14.
a4! sem hann hafði hugsað sér
að svara með 14. — Bxd5 og
síðan a6. 14. —, Da4!; Tal sýnir
mjög næman skilning á stöðunni
með þessum leik sínum. Mark-
miðið er að leika b7—b5—b4 og
þrýsta einnig á peðið á e4. 15.
Hfel, b5; 16. Bg5, Þessi leikur var
ekki tímabær fyrir hvítan. Aug-
Ijóst er að hvítur stendur orðið
höllum fæti, og átti því að stefna
að uppskiptum með 16. Rxf6,
Bxf6; 17. Bd4. Eftir hinn gerða
leik hvíts tekst svörtum að auka
frumkvæði sitt til mikilla muna.
16. —, Rxd5; 17. exd5, Rf5; 18.
Dd2, b4!; 19. c4, Dc2!
A BC DEFGH
Tal uppsker nú ávöxtinn af erf-
iði sínu, og þvingar hvítan til
drottningarkaupa, en í endatafl-
inu standa menn hans miklu bet-
ur en hvítu mennirnir. T. d. bisk-
uparnir á g7 og f5 ei’u með stöð-
ugar hótanir gegn drottningar-
armi hvíts á meðan „kollegar“
þeirra á g5 og g2 hafast ekkert
að.
Þeir, sem finna vanmátt sinn í
liðskipan ættu að rannsaka vand-
lega fyrri hluta þessarar skákar,
og reyna á þann hátt að öðlast
innsýn í mikilvægi þess að hafa
vel staðsetta menn. 20. Dxc2,
Rangt væri 20. Hxe7, Dxd2; 21.
Hxe8, Hxe8; 22. Bxd2, Bxb2; 23.
Hel, Hxelf; 24. Bxel, Bc3 og
vinnur. 20. —, Bxc2; 21. Hacl,
Bd3; 22. Hc3, Bxb2f; 23. Hxd3,
Bxcl; 24. Bxcl, Hxc4; 25. Bd2,
Framh. á bls. 15