Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 6
6 MCRCVNBLAÐIÐ Laugardagur 18. jan. 1958 — Dagsbrún Fraifth. af bls. 1 ræðumaður til umráða 10 mín- útur, en síðar á fundinum var ræðutíminn styttur um heiming. Fyrstur tc/k til máls, Guð- mundur J. Guðmundssun, starfs- maður Dagsbrúnar. Rakti hann sögu félagsins til ársins 1956 og forystu félagsins í kjaramálum fyrr á árum. Hins vegar minntist hann ekki einu orði á starfsemi þess síðustu 3 misseri eða srjórn- arþróunina á þeim tíma. Ekki vék hann heldur á neinn hátt að þeim málum, sem kommúnistar ætla að beita sér fyrir í þágu Dagsbrúnar,er þeir skyldu ganga með sigur af hólmi í kosningun- um um helgina. Bar ræða Guð- mundar þess vott. að kommún- istar óttast mjög fylgistap maðal verkamanna. Flokkshagsmunir að leiðarljósi Þá tók til máls Þorsteinn Pét- ursson framsögumaður B-listans, lista lýðræðissinna. Benti hann í ræðu sinni m.a. á, að öll barátta kommúnista innan verkalýðs- hreyfingarinnar væri það mið- uð að efla pólitisk áhrif flokks þeirra og vinna síðan skipulega að því að rýra kjör verkalýðsins til þess að geta setið að völdum með það höfuðmarkmið að sundra efnahagskerfi þjóðarinnar og þjóna erlendum hagsmunum. Þorsteinn lagði sérstaka áherzlu á, að þrátt fyrir öll fyrir- heit ríkisstjórnarinnar um að KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðismanna á Suðurnesjum er í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík og er hún opin dagiega frá kl. 10 til 10. — Sími 21. Sjálfstæðismenn á Suðurnesj- um er hvattir íil að hafa sam band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosn ingarnar. kjör verkamanna skyldu ekki rýrð, væri það nú staðreynd, að kaupmáttur launa hefði stórlega minnkað í tíð núverandi ríkis stjórnar, eins og komið hefð; fram í útreikningum hagfræð- inga kommúnista á þróun kaup- gjaldsmála, síðan „ráðherraverk- fallið“ var háð 1955. Nýjar álögur í hinum almennu umræðum tók m.a. til máls Gúðmundur Nikulásson. Hann minnti m.a. á, að kommúnistar í stjórn Dags- brúnar hefðu margsinnis fullyrt á félagsfundum, að kjör verka- manna myndu ekki rýrna. Við vitum bezt sjálfir, sagði Guð- mundur, hvað var satt í þessum fullyrðingum og munum vísitölu- skerðingu, skattaálögur og kaup- bindingu. Er Guðmundur hafði talað og auk þess 3 kommúnistar fyrir utan framsögumennina voru kommúnistar orðnir svo uggandi um hag sinn á fundinum, að þeir gripu til þess ráðs að stytta ræðu tíma hvers manns um helming. Félagsmál vanrækt Eftir það tók fyrstur til máls Magnús Hákonarson. Ræddi hann um félags- og menningarmál Dagsbrúnar og benti á, hve stjórn félagsins hefur vanrækt þau Skv. lögum félagsins ber stjórninm að beita sér fyrir, að haldnir séu fyrirlestrar fyrir félagsmenn og annarri fræðslustarfsemi sé hald- ið uppi. Á þessu sviði hefur þó ekkert verið gert. Dagsbrún dregst aftur úr Kristínus Arndal benti m.a. á, að vegna aðstöðu sinnar sem f jöl- mennasta verkalýðsfélag landsins ætti Dagsbrún að vera í fylkingar brjósti í hagsmunabaráttu verka manna. En undir stjórn kommún ista væri nú svo komið. að ýmis minni og veikari félög annars staðar á landinu hefðu fengið verulegar kjarabætur og það ár. verkfalla, og það á sama tíma og Dagsbrúnarstjórnin hefur haldið að sér höndum til að þóknast kommúnistum í ríkisstjórn. Kommúnista ræða ekki lanuamál Jóhann Sigurðsson kvað það einkenna málflutning stuðn- ingsmanna fráfarandi Dags- brúnarstjórnar, að þeir forð- úðust að ræða um Iaunamál. Hann benti á, að enginn af ræðu mönnum kommúnista hefði minnzt á 6 vísitölustigin, sem tek in voru af launþegunum í upphafi stjórnarferils núverandi rikis- stjórnar. Enginn hefði heldur talað um afdrif álitsgerðar þeirr ar, sem Alþýðusambandið sendi ríkisstjórninni skömmu síðar og því síður hefði verið minnzt á svarið við henni: hundruð millj- óna í nýjum álögum. Jóhann minntist sérstaklega á þátt Eð- varðs Sigurðssonar, ritara Dags- brúnar, í þessum málum. Var hann aðalforystumaðurinn í því að rýra kjör Dagsbrúnarmanna af þóknun við núverandi vald- hafa. Jóhann vék síðan að því. hvað launþegar ættu í vændum, er að því kemur að jafna greiðsluhalla fjárlaganna. Þeim ráðstöfunum á reyndar að halda leyndum þar til þing kemur saman í íebrúarj en vitað er, að þá verður gripið til nýrra skattaálagna eða gengisfellingar. Annríki og ofríki Jón Hjálmarsson svaraði ýms- um atriðum úr ræðum kommún- ista á fundinum. Henti hann m.a. gaman að kvörtunum Guðmund- ar J. Guðmundssonar, Dagsbrún- arstarfsmanns, um annríki á skrif stofu félagsins. Gunnar Erlendsson benti m.a. á, að tilgangslaust væri fyrir verkamenn að bera upp nokkrar tillögur á fundum Dagsbrúnar eða við stjórn þess. Hversu nyt- samar sem þær eru, sagði Gunnar, eru þær hundsaðar af ráðamönr. um Dagsbrúnar, þvi að vegna of- ríkis kommúnista má ekkert sam þykkja á Dagsbrúnarfundum nema það, sem frá þeim sjálfum kemur. Kjósum B-listann í Dagsbrún! Síðastur tók til máls af hálfu I lýðræðissinna, Baldvin Baldvins- shrifar úr dagiega lífinu y Bréf frá ungum kjósanda VELVAKANDI hefur fengið eftirfarandi bréf. Ég var að fá bréf frá „Æsku- lýðsnefnd Alþýðubandalagsins“. Ekki veit ég, hvers ég á að gjalda, en bréfið var skemmti- lega fullt af ambögum, og get ég ekki stillt mig um að minnast á eina. í bréfinu er það sem sé upplýst, „að almennur frjáls kosninga- réttur á sér ekki langa sögu hér- lendis og stendur þó fsland í fremstu röð meðal þjóða heims í þeim efnum“. Skárra gæti það verið, nú er ísland orðið að þjóð. hingað til hefur verið talið, að þjóð byggi land, en ekki að þjóð væri land. Þetta orðalag komm- únistanna á sér samt eðiilega skýringu, þegar skyggnzt er í hugskot bréfritaranna landið er þeim fyrir öllu, þjóðir skipta • ekki máli. Þeim er fyrir öllu að skipa íslandi undir kommún- íska stjórn, þjóðina er þeim skít- sama um, hana má flytja til Síberíu, ef svo ber undir eða kæfa hana á annan hátt. En land- ið, landið er þjóð. Alkunna er, hvernig farið var að í Eystra- saltslöndunum, heilar og hálfar þjóðir voru fluttar i útlegð, fjöl- skyldum tvístrað og tortímt, en löndin byggð að nýju af trúum og dyggum kommúnískum þegn- um, svo að þau standa enn. Aftur á móti er þar enginn almennur frjáls kosningaréttur. í alræði öreiganna gerist hans ekki þörf, þar eru allir á einu máli — skyldi einhverjum detta annað í hug og segja frá því, ja, þá hverfur hann bara, og fólkinu er sagt honum líði vel, þörf hafi verið fyrir starfsorku hans ann- ars staðar, kannski í þessum heimi, kannski ekki, við því fást engin svör. En víkjum betur að almennum frjálsum kosningarétti og því, hvernig kommúnistar — á ís- landi kaila þeir sig sem stendur Alþýðubandalagsmenn — snúast við honum. Lítum á hinn al- menna frjálsa kosningarétt í Dags brún, þar er fjölda félagsmanna meinaður kosningaréttur, þó að þeir greiði full gjöld til félagsins. Skyldu því ráða „afturhverf öfl þjóðfélagsins"? Eða er það liður í „fórnfúsri baráttu almúgans" að afsala sér kosingarétti í verka lýðsfélagi, en greiða samt full félagsgjöld? Líklega á þetta að sýna traust það, sem verkamönn- um ber að sýna Gvendi jaka. Annað dæmi: kosningalögin. Hvort skyldi „fórnfús barátta al- múgans" eða „afturhverf öfl þjóðfélagsins" hafa lagt blessun sína á stjórnarskrárbrot hræðslu bandalagsins eftir síðustu kosn- ingar? Að lokum. Mér er tjáð, að einn ráðherra okkar heiti Hannibal, og það sé sonur hans, sem skrifar eigin hendi undir þetta bréf til hins kæra unga kjósanda. En drengurinn kallar föður sinn Hannibral. Ungur og kær kjósandi. Ungverjalandsástand á íslandi? VELVAKANDI tekur undir það með bréfritara, að skörin fer heldur að færast upp í bekkinn, þegar kommúnistar eru farnir að tala hjartnæmum orðum um kosningarétt. Allir vita, að slikt tal úr þeirra munni er hið versta fals. Sennilega gætu Ungverjar bezt allra þjóða borið um það. Ein af hinum sjálfsögðu kröfum, sem ungverska þjóðin bar fram við hina kommúnistísku vald- hafa, var einmitt um frjáls- ar kosningar í landinu. En þetta er sú krafa, sem kommúnistar óttast mest — þegar þeir hafa sjálfir tryggt völd sín með óvíg- um her og öryggislögreglu. Þang- að til eru þeir með fagurgala og reyna „að nudda sér utan í“ kosningaréttinn. Allir ungir kjósendur, sem neyta atkvæðisréttar síns nú í fyrsta skipti, vita, að með því að kjósa Alþýðubandalagið kjósa þeirr einnig yfir sig Eystrasalts- og Ungverjalandsástand á Is- landi. En æskan vill ekkert slíkt „frelsi". Hún lætur Alþýðubanda lagskommana sigla sinn sjó og kýs þann flokkinn, sem einn þor- ir að spyrna gegn áhrifum komm únista á íslandi: Sjálfstæðis- flokkinn. son. Sagði hann m.a., að menn úr öllum flokkum hefðu bundizt samtökum til að berjast gegn kommúnistastjórninni í Dags- brún, staðráðnir í því að lyfta félaginu úr niðurlæginu, og í þann sess, sem því ber sem fjöl- mennasta verkamannafélagi landsins. Skoraði hann á alla and stæðinga kommúnista að fylkja sér um B-listann og gera sigur hans sem glæsiJegastann. Af hálfu kommúnista töluðu auk þeirra, sem áður eru nefndir, 4 menn. Greinilegt var að hin rök studda gagnrýni verkamanna kom illa við kommúnista, enda dró mjög niður í klappliði þeirra, er líða tók á fundinn, og að lok- um var svo komið. að aðeins launaðir starfsmenn Dagsbrúnar héldu uppi vörnum fyrir félags- stjórnina. Frambjóðendor lýðræðissinna í Dagsbrún DAGSBRÚNARMENN, sameinist um sigur B listans. Kosniug hefst í dag. í dag og á morgun fara fram kosningar til stjórnar og trúnað- arráðs í verkamannafélaginu Dagsbrún. Lýðræðissinnar hafa sameinast um að bera fram lista gegn kommúnistum. Er hann skipaður þessum mönnum: Baldvin Baldvinsson, formaður Gunnar Sigurðsson, vara-forr<’. Listínus Arndal, ritar’ Agúst Guðjónsson, fjárvnálaritari "'•gnús Hákonarson, gjaldkeri Guðm. Jónsson meðstjórnandi Daníel Daníclsson, meðstjórnandi VARA-STJÓRN: Tryggvi Gunnlaugsson Gunnar Erlendsson Skúli Benediktsson STJÓRN VINNUDEILUSJÓÐS: Sigurður Gúmundsson Guðmundur Nikulásson Sigurður Sæmundsson VARA STJÓRN VINNUDEILU- SJÓÐS: Þórður Gíslason Hreiðar Guðlaugsson ENDURSKOÐENDUR: Guðmundur Kristinsson Sigurður Ólafsson TIL VARA: Jón B. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.